Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 23 40 ára stj órnmálasambands Þýskalands og Islands minnst FJÖRUTÍU ár eru liðin frá því stjórnmálasambandi var komið á á milli Sambandslýðveldisins Þýskalands og íslands. Þýska sendiráðið, Goethe-stofnunin og Germanía minnast þessara tíma- móta með ýmsu móti í vikunni, meðal annars með tónleikum og málþingi. Um 80-90 Þjóðverjar hafa lagt leið sína hingað til Islands til að taka þátt í ýmsu því sem boðið er upp á og hófst dagskráin sl. mánu- dag og stendur til laugardagsins 3. október. Þjóðveijunum hefur ver- ið boðið í skoðunarferðir utan Reykjavíkursvæðisins og að að skoða ýmis fyrirtæki. Gestirnir koma frá Bremerhaven, Miinchen og Cuxhaven, sem er vinabær Hafn- arfjarðar. I kvöld verða tónleikar í Gerðu- bergi þar sem fram koma lista- mennirnir Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona, Elsa Waage alt- söngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Þau munu flytja bæði þýska og íslenska tónlist. Tónleik- arnir heijast kl. 20.30. Málþing verður haldið í Háskóla- bíói laugardaginn 3. október í sal 4, en ekki á Hótel Sögu eins og fyrirhugað var. Þingið hefst kl. 13.30 ogstendurtil 16.30. Málþing- ið hefst á ávarpi Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra en þingið setur formaður Germaníu, Þorvarður Alfonsson. Þeir sem taka til máls eru prófessor Franz Klein, sem ijalla mun um Evrópumál, Jo- hann C. Lindenberg, forstjóri út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Nordsee í Bremerhaven, ræðir um fiskiðnað og markaðsmál, Andrés Sveinbjörnsson verkfræðingur fjall- ar um orkubúskap íslendinga og Karin Steinecke líffræðingur tekur fyrir umhverfismál. Málþinginu lýk- ur á almennum umræðum. í tengslum við hátíðarhöldin hafa verið settar upp tvær sýningar. í Gerðubergi er sýning á verkum Bernd Löbach-Hinweiser er kallast vistrýnin list og stendur hún til sunnudags. Sett hefur verið upp sýning í anddyri Háskólabíós á vetnistækni og lýkur henni þriðju- daginn 6. október. Germanía stendur fyrir hinni ár- legu „Októberfest" sem haldin er í Borgartúni 6 en í ár hlýtur hátíðin styrk frá viðskipta- og samgöngu- ráðuneytinu í Múnchen. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og 12 manna hljómsveit frá Múnchen mun skemmta gestum. LÍN Samið um mánaðargreiðslur Lánasjóður íslenskra náms- manna og Landsbanki íslands hafa gert með sér samkomulag um mánaðargreiðslur námslána. Mánaðargreiðslukerfið gerir greiðendum námslána kleift að safna fyrir greiðslum af náms- lánum, en greiðslur af þeim eru tvisvar á ári. Þær greiðslur miðast við tekjur og geta því verið talsvert háar. í frétt frá Landsbankanum kemur fram, að til að auðvelda greiðendum að leggja fyrir hafí Lín leitað sam- starfs við bankann til að nýta þá sparnaðarþjónustu sem bankinn bjóði viðskiptamönnum sínum og nefnd er RS, regtulegur sparnaður. Þjónusta þessi standi hins vegar til boða fyrir alla greiðendur náms- lána, en ekki bara þá sem séu með reikning í Landsbanka íslands. Á myndinni undirrita Björgvin Vil- mundarson, formaður bankastjórn- ar Landsbankans og Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri LÍN, samning- inn. -------» » ♦------ Carola Grindea heldur píanó- námskeið PRÓFESSOR Carola Grindea, stofnandi og aðalritari Evrópu- sambands píanókennara (EPTA), heldur námskeið fyrir píanó- kennara og nemendur dagana 3. og 4. október nk. í Gerðu- bergi. Námskeiðið verður frá kl. 10—12 f.h. og 13—16 e.h. báða dagana. Viðfangsefni hennar verða skap- andi byijendakennsla og aðferðir til að fyrirbyggja sinabólgur og ýmis önnur handarmein píanóleik- ara. Grindea sýnir hinar sérstöku aðferðir sínar í byijendakennslu, þar sem lögð er áhersla á hina skap- andi hlið kennslunnar, og auk þess leiðbeinir hún nemendum á efri stig- um píanónáms með aðferðum sem fyrirbyggja alls kyns kvilla sem hijá píanóleikara og aðra hljóðfæra- leikara, en hún er þekkt sem braut- ryðjandi á því sviði. Grindea heldur sams konar nám- skeið á Akureyri og ísafirði síðar. (Úr fréttatilkynningu) m ÍSLENSK VERSLUN NIDURFELLING ADSTÖDUGJALDS? ÍSLENSK VERSLUN, þ.e. Félag íslenskra stórkaupmanna, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök íslands, boðar til hádegisverðarfundar í dag, 1. október, kl. 12:00 í Átthagasal Hótels Sögu. Nýlega skipaði félagsmálaráðherra starfs- hóp, sem fjallað hefur um breytingar í tekjuöflun sveitarfélaga við niðurfellingu aöstöðugjalds, og hefur starfshópurinn nú skilað skýrslu til félags- málaráðherra um málefnið. Gestir fundarins verða Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi, og Óttar Yngvason, framkvæmdastjóri, formaður starfshópsins. Munu þeir fjalla um áðurnefnda skýrslu. Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir fyrirspurnir fundarmanna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 678910. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,- FUNDURIIMN ER ÖLLUM OPINN HAGKAUP - allt í einni ferd finnkrisp hrökkbrauð.bautt áðub 102,- aður 64,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.