Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 Göngn þús- und Króata aflýst EKKERT varð úr fyrirhugaðri göngu þúsund Króata til heim- kynna sinna norður af borginni Osijek í Króatíu. Fólkið lagði af stað frá Osijek í átt að svæði sem friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna stendur vörð um en Serbar ráða í raun. Vildi fólkið mótmæla hemámi Serba og af- skiptaleysi Sameinuðu þjóðanna. Það var rússneskur friðargæslul- iði sem talaði um fyrir fólkinu og fékk það ofan af för sinni. Deilur út af fórnarlömb- um flugslyss MIKIÐ uppnám varð í Nepal í gær út af því sem diplómatar kölluðu „furðulega sýningu" á illa brenndum og limlestum fórn- arlömbunum sem fórust þegar pakistanska farþegaþotan hrap- aði við flugvöllinn í Kathmandu í Nepal. Líkum fómarlambanna, sem flest voru óþekkjanleg, var raðað á svartan plastdúk í tjaldi við flugvöllinn. Fljótlega mynd- aðist löng biðröð fólks sem vildi fá að sjá líkin. „Hvetjum sem vera skal er Ieyft að fara inn í tjaldið og skoða líkin, enda þótt þau séu í mörgum tilfeHum lítið annað en sviðnar kjötklessur,“ sagði starfsmaður í breska sendiráðinu. Álögur á bjór og vín lækka LÆKKUN verður á opinberam álögum á bjór og víni í Dan- mörku frá og með deginum í dag. Markmiðið með lækkuninni er að álögumar verði svipaðar og í öðram löndum Evrópu- bandalagsins. Álögumar á venjulegan bjór lækka um 75 aura og á vínflöskuna um 4 dan- skrar krónur. Lækkunina ber upp á sama tíma og geysimiklar franskar umframvínbirgðir eru boðnar til sölu. Þetta hefur leitt til verðstríðs, sem vafalaust á eftir að færast í aukana nú þeg- ar álögurnar hafa verið lækkað- ar. Smásalar í Danmörku búast við, að lækkunin muni stöðva vínkaupaferðir Dana yfír landa- mærin til Þýskalands. Afhenda flotastöð FÁNI Bandaríkjanna var dreg- inn niður í flotastöðinni við Subic Bay í síðasta sinn í gær og var þessi risastóra sjávar- borg, sem hefur verið undir bandarískri stjórn í nærfellt heila öld, afhent stjórnvöldum á Filippseyjum við það tækifæri. „Við fínnum til eftirsjár á þess- um degi,“ sagði Richard Solom- on, nýr sendiherra Bandaríkj- anna á Filippseyjum. „Flota stöðin á engan sinn líka í heim- inum og við vonum að þessi frá- bæra höfn og þessi verðmæti búnaður sem við skiljum hér eftir eigi eftir að styrkja efna- hagslífið á Filippseyjum." * Rússar taka flugvöllinn í Dushanbe Rússneskir hermenn náðu í gær á sitt vald flugvellinum í Dushanbe, höfuðborg Tadzhí- kistans. Starfandi forseti lands- ins, Akbarsho Iskandarov, hafði lýst því yfír að hann hefði engin tök á ástandinu í landinu og megnaði ekki að stöðva blóð- baðið. Að sögn rússneskra dag- blaða er landið að klofna og ræður stjórn Iskandarovs ein- ungis 20% landsins. Tyrkland Kúrdar misstu yfir tvö hundruð manns Ankara. Reuter. TALIÐ er að a.m.k. 211 manns hafi fallið í suðausturhluta Tyrklands í fyrradag er átök urðu milli öryggissveita og Kúrda. Er þetta mesta mann- fall síðan Verkamannaflokkur Kúrdistans (PKK) hóf vopnaða baráttu fyrir sjálfstæði Kúrda fyrir átta árum. Unal Erkan, landstjóri í Diyar- bakir, sagði að 600 kúrdneskir skæruliðar hefðu ráðist á Derecik- varðstöðina skammt frá landa- mærum íraks. Hefðu bardagar staðið í tólf tíma. Suleyman Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, ságði í gær að 29 hermenn og 174 skæruliðar hefðu fallið. Auk þess hefðu fimm óbreyttir borgarar og þrír varð- menn fallið. Að sögn talsmanns hersins í Ankara er herinn með mikinn við- búnað í Hakkari-héraði í suðaust- urhluta Tyrklands. Hann neitaði því þó að tyrkneskir hermenn eða flugvélar hefðu farið inn í Norður- írak eins og haldið hafði verið fram. Demirel sagði að ekki kæmi til greina að koma til móts við óskir Kúrda um sjálfstæði. Um 10 millj- ónir Kúrda búa í Tyrklandi, þar af helmingurinn í suðausturhluta landsins. Hann sagði að skærulið- um PKK hefði vaxið ásmegin í kjölfar Persaflóastríðsins en þá fengu Kúrdar sjálfstjórn í Norður- írak. Einnig hefði PKK komist yfír mikið af vopnum vegna stjóm- leysisins sem ríkti í kjölfar Persa- flóastríðsins. Styijöld norðurs og suðurs Moskvu. Reuter. YFIRMAÐUR fyrrum sovéska heraflans, Jevgeníj Shaposhníkov marskálkur, varaði við því í gær, að endurvakning íslams í Mið- Asíu kynni að magna upp spennu- ástand milli norðurs og suðurs svipað því sem ríkti milli gömlu risaveldanna. Shaposhníkov sagði í viðtali við dagblað hersins Krasnaya Zvezda, að traust öryggisbandalag fyrram Sovétlýðvelda væri besta tryggingin gegn þeirri þróun. „Undanfarið hefur sá möguleiki ver- ið nefndur að stofna nýtt samband suðlægra ríkja á grundvelli íslams, með Mið-Asíu-ríki Samveldis sjálf- stæðra ríkja innanborðs,“ segir Sha- poshníkov. „Ef siík skipan næði fram að ganga gæti afleiðingin orðið vax- andi spenna og jafnvel heimsátök milli norðurs og suðurs." Shaposhníkov sagði, að efling sameiginlegs öryggisviðbúnaðar samveldisríkjanna gæti vegið upp á móti þeirri spennu, sem leystist úr læðingi við hrun Sovétríkjanna. Skokkarinn Clinton George Bush Bandaríkjaforseti er mikill skokkari eins og kunnugt er og Bill Clinton, mótframbjóðandi hans í forsetakosningunum í næsta mánuði, vill að sjálfsögðu ekki standa honum að baki í því efni frekar en öðrúm. Hann stundar því líkamsræktina af kappi og hér er hann að skokka í Arlington-kirkjugarðinum í Washington. Reuter Rússar hafa illan bifur á mestu einkavæðingartilraun sögunnar Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. MESTA einkavæðingartilraun veraldarsögunnar hefst í Rússlandi í dag er 150 milljónir Rússa fá tækifæri til að eignast hlut í rússneskum fyrirtækjum. Rússneska ríkisstjórnin tekur mikla áhættu með þessari tilraun en almenningur í Rússlandi virðist hafa litla trú á henni. Eft- ir rúmlega sjö áratuga kommúnisma virðast fáir Rússar hafa minnstu hugmynd um hvað felst í einkavæðingu. Líklegt þykir að flestir þeirra ákveði að selja ávísanir sínar sem fyrst og margir óttast að megnið af hlutabréfunum komist í hendur gömlu forréttindastéttarinnar eða rússnesku mafiunnar. Rússar geta á næstu þremur mánuðum farið inn í bankann sinn og fengið þar eina ávísun fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Ávísanirnar gefa þeim síðan rétt til að kaupa hluta- bréf í fyrirtækjunum og nafnverð þeirra er 10.000 rúblur, eða um 2.300 ÍSK. Handhafar ávísananna verða að ákveða fyrir lok næsta árs hvort þeir vilji nota þær til að fjár- festa í rússneskum fyrirtækjum eða selja þær fyrir fjárhæð sem jafngild- ir um sex vikna meðallaunum. Rússneska stjórnin vonar að þessi einkavæðingartilraun verði til þess að meginhluti óhagkvæmra fyrir- tækja landsins komist í einkaeigu. Fylgismenn stjórnarinnar segja að ávísanirnar séu liður í því að skapa millistétt, sem eigi að styðja við bakið á stjórnvöldum þegar þau komi á frekari umbótum í átt til frjáls markaðshagkerfis. „Við þörfnumst milljóna af eignamönnum, ekki fá- menns hóps milljónamæringa," sagði Borís Jeltsín, er hann kynnti áformin um einkavæðinguna í síð- asta mánuði. Helmingur Rússa telur einkavæðinguna blekkingu Almenningur hefur hins vegar tekið þessum áformum með mikilli tortryggni enda ríkir óánægja með umbótastefnu stjórnarinnar og þá ákvörðun hennar að gefa verðlag fijálst um áramótin síðustu, en það leiddi til mikilla verðhækkana og skertra lífskjara. Samkvæmt skoð- anakönnun rússnesku fréttastofunn- ar Interfax frá því í ágúst telur hartnær helmingur Rússa að einka- væðingaráform stjórnarinnar séu aðeins önnur tilraun til að blekkja almenning. Afturhaldssamir stjórn- málamenn hafa slegið á þessa strengi og sagt að ætlun stjórnarinn- ar sé í reynd að halda alþýðunni góðri á meðan eignir ríkisins verði seldE^r til fámenns hóps kapítalista. „Stjórnin rændi þjóðina með óða- verðbólgu og er nú að múta henni með ávísunum, sem eru jafnvirði eins skópars, á sama tíma og landið er selt innlendum og útlendum kapít- alistum," sagði Den, málgagn rúss- neskra þjóðernissinna. Slíkar stað- hæfingar fá góðan hljómgrann hjá fólki sem var alið upp í þeirri trú að einkaframtak væri glæpur. Margfaldast markaðsverð ávísananna? Stjórnin hefur hafíð herferð til að kynna áformin og ein helsta röksemd hennar fyrir því að Rússar geymi og noti ávísanirnar til að fjárfesta er að markaðsverð þeirra geti hækk- að verulega, og ef til vill allt upp í 200.000 rúblur. „Við getum varla sagt til um það enn hversu hátt markaðsverðið verð- ur,“ sagði Dmítríj Vasílíjev, varafor- maður einkavæðingarnefndar Reuter Starfsmenn rússneskrar prentsmiðju vinna við prentun á ávísunum á hlutabréf, sem dreift verður til 150 milljóna Rússa í mestu einka- væðingartilraun veraldarsögunnar. stjórnarinnar. Hann bætti við að verðið á ávísununum yrði háð því hversu mörg ábatasöm fyrirtæki yrðu í boði. Aðeins 1% fyrirtækjanna arðvænleg? Sem stendur er úrvalið hins vegar takmarkað. Ekki er hægt að nota ávísanirnar til að kaupa verslanir eða þjónustufyrirtæki, en um 500.000 þeirra verða seld á uppboð- um fyrir reiðufé á næstu tveimur árum. Ekki verður heldur hægt að fjárfesta í orku- og hergagnafyrir- tækjum því þau verða öll í eigu ríkis- ins fyrst um sinn. Handhafar ávísan- anna geta hins vegar keypt allt að 35% hlut í um 5.000 fyrirtækjum, stórum og meðalstórum, sem eiga flest í miklum rekstrarvanda og eru búin úreltum framleiðslutækjum. Hin 65 prósentin verða annaðhvort í eigu ríkisins eða seld fyrir reiðufé, einkum fyrirtækjum sem hafa bol- magn til að tryggja sér meirihluta í stjórnum fyrirtækjanna. „Aðeins eitt prósent fyrirtækjanna sem eru í boði gætu reynst arðvænleg fyrir eigendur hlutabréfanna,“ sagði hag- fræðingurinn Vasílíj Seljúnín í grein sem birt var í dagblaðinu Ízvestíu. Starfsmenn fyrirtækja, sem á að einkavæða, fá forkaupsrétt á hluta- bréfum sem ætluð eru handhöfum ávísana. Seljúnín sagði að starfs- menn þeirra fáu fyrirtækja á sölu- listanum, sem væru arðvænleg, myndu öragglega kaupa öll hluta- bréfin sem væru í boði. Aðrir Rússar yrðu að láta sér nægja hlutabréf í fyrirtækjum, sem ramba á barmi gjaldþrots. Sala á ávísunum gæti Ieitt til verðbólguholskeflu Óvissan um hvort hægt verður að fjárfesta í arðvænlegum fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.