Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID FIMMTUDAGlÍR 1. OKTÓBER 1992 MORCJTÍNRT AFTT JPV-4?TM MTJ TPI iA/iTT R -T -ÓkT-ÁRFR TQQ9 ... - ... -- - - 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Enn af EES Ríkisstjómin stefnir að því að afgreiða frumvarpið um að- ild Islands að Evrópsku efnahags- svæði í nóvember ásamt fylgi- frumvörpum, en ráðgert er að samningur EFTA-landanna og EB taki gildi um næstu áramót. Um- fjöllun þjóðþinga landanna er vel á veg kominn, en þau hafa alls staðar lokaorðið nema í Sviss, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í desemberbyijun. Samning- urinn um EES er víðtækasti við- skiptasamningur, sem gerður hef- ur verið, og í kjölfar staðfestingar hans verður stofnað efnahags- svæði átján landa með yfír 350 milljónir íbúa. Umræðurnar hér á landi um aðild íslands að EES hafa staðið í tvö til þrjú ár, en samningavið- ræðurnar voru hafnar og undir- búnar af ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. Að þeirri ríkis.- stjóm stóðu Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og reyndar Borgaraflokkurinn um tíma. Ríkisstjóm Davíðs Oddsson- ar, með aðild Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, hefur síðan leitt samningaviðræðumar til lykta, en þær hafa allan tímann verið undir forræði utanríkisráðherrans, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Allir stjómmálaflokkarnir, sem nú eiga fulltrúa á Alþingi, að Kvennalist- anum undanskildum, hafa því komið að samningaumleitunum um aðild íslands að EES. Umræðumar í þjóðfélaginu um EES-aðildina hafa fyrst og fremst verið í pólitískum farvegi, þótt samtök ýmissa einstaklinga og hópa hafí verið stofnuð til að beij- ast gegn henni. Núverandi stjóm- arandstöðuflokkar virðast nú hafa allt á homum sér um málið og sú mynd, sem blasir við venjuleg- um borgara,. er sú, að þeir séu andvígir aðildinni. Þó er vitað, að ýmsir stjómarandstæðingar styðja aðildina út frá mikilvægi hennar fyrir íslenzkt atvinnulíf. Mesta athygli hefur vafalaust vakið sameiginleg krafa stjómar- andstöðuflokkanna þriggja um þjóðaratkvæði um EES-aðildina, en sú tillaga hefur fyrst og fremst drepið á dreif umræðunni um kosti og galla samningsins. Krafa stjómarandstöðuflokka um þjóð- aratkvæði um þetta eða hitt er ekki ný af nálinni, enda má glöggt sjá, að slík krafa er aðeins sett fram í pólitískum tilgangi í hita leiksins, þar sem allar slíkar hug- myndir eru lagðar á hilluna þegar viðkomandi flokkar setjast sjálfír í valdastólana. Núverandi ríkis- stjórn hefur vísað þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildina á bug á þeim forsendum, að slíkt sé andstætt þeim hefðum, sem skapazt hafa á lýðveldistímanum, og eðlilegt sé að Alþingi taki ákvarðanir um viðskiptasamninga nú sem hingað til. EES-samningurinn mun stuðla að auknum hagvexti á íslandi og ekki veitir af nú um stundir. Hann tryggir atvinnuvegunum óhindr- aðan aðgang að auðugasta mark- aði heims og stórfellda niðurfell- ingu tolla á afurðum okkar, veitir Iangþráð tækifæri til fullvinnslu sjávarafurða og þróunar matvæla- iðnaðar, skapar ný atvinnutæki- færi og eykur útflutningsverð- mæti stórlega. í stað útflutnings á hráefni til vinnslu utanlands munum við sjálfír fullvinna afurð- irnar í neytendapakkningar. Jafn- framt höfum við full yfírráð yfír fiskveiðilögsögunni og íslenzkt eignarhald á sjávarútvegi og orku- lindum er tryggt. Loks munu ís- lendingar búa við stóraukið frelsi í verzlun og viðskiptum, sem mun leiða tii aukinnar samkeppni og lækkaðs vöruverðs. Nú þegar nokkurt hlé hefur orðið á hinni pólitísku umræðu um EES aðildina hafa helztu sam- tök atvinnulífsins lýst afdjáttar- lausum stuðningi við aðild íslands og hafíð kynningarherferð til að leggja áherzlu á ástæðumar fyrir því. Fagna ber þessu framtaki at- vinnulífsins, því mikilvægt er, að borgaramir skilji, hversu mikið er í húfi fyrir þjóðfélagið allt. Meðal þeirra samtaka, sem standa að kynningunni, em Vinnuveit- endasambandið, Landssamband ísl. útvegsmanna, Samtök fisk- vinnslustöðva, samtök iðnrekenda og iðnaðarmanna, Verzlunarráðið og Kaupmannasamtökin, Sam- band veitinga- og gistihúsa, Verk- takasambandið og mörg félög á sviði iðnaðarframleiðslu. Atvinnulífið hefur alltof lítið blandað sér í umræðuna á opin- berum vettvangi, svo mjög sem það á undir EES aðildinni. Ef marka má skoðanakannanir virð- ast margir loka eymnum þegar EES ber á góma og afgreiða málið sem pólitískt þras. Öðmvísi er ekki hægt að skýra, að fjöldi íslendinga telur, að Island sé þeg- ar aðili að sjálfu Evrópubandalag- inu. En EES er eitt, Evrópubanda- lagið annað. Aðild að því þyrfti að fara fyrir þjóðaratkvæði, en hún er ekki á dagskrá eins og forsætisráðherra hefur lagt áherslu á. Morgunblaðið hefur áður margoft fjallað um muninn á þessu tvennu og ástæðulaust að tíunda hann enn einu sinni. Kynningarátak atvinnulífsins mun vonandi gera Islendingum kleift að skilja kjarnann frá hism- inu í því pólitíska moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp í umræðun- um nú. Aðild að EES er mikil- vægt skref til að auka atvinnu og bæta lífskjör í landinu, án fuliveld- isframsals. Við höfum áður gert milliríkjasamninga sem allir hafa ekki verið á eitt sáttir um. En þeir hafa gefist vel og má ætla að svo verði einnig nú. Myndbönd frá Myndbæ Fjallað um fjármál og iðn- að á Islandi MYNDBÆR hefur gefið út tvö myndbönd, Græddur er geymdur eyrir og Iðnaður á íslandi. í kvikmyndinni Græddur er geymd- ur eyrir er annars vegar fjallað um þær sparnaðarleiðir sem bjóðast í dag og hins vegar hvað það kostar að skulda. Fjallað er um' kosti og galla þeirra leiða sem í boði eru. Jafnframt er leitast við að útskýra ýmis hugtök sem tengjast fjármálum einstaklinga. Undirtitill myndarinnar Iðnaður á íslandi er Framleiðsla, gæði og mark- aðsmál. í myndinni er leitast við að varpa Ijósi á þá þætti sem búa að baki íslenskri iðnaðarframleiðslu og hve starfsemin er margflókin. Meðal þátta, sem fjallað er um, er fram- leiðslulækni, framleiðni og framleiðn- iaukning, gæðastjórnun, markaðsmál og vöruþróun. Myndin er ætluð til sýninga í skólakerfinu og í sjónvarpi. Morgunblaðið/SPB Margrét Lárusdóttir (t.v.) og Sól- veig Jónasdóttir. Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna færð gjöf Húsavik. Krabbameinsfélag Suður-Þing- eyinga starfar ötullega bæði að því að safna fé og að aðstoða við krabbameinsleit. Nýlega afhenti formaður þess, Margrét Lárusdóttir, Skútustöðum, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 100 þúsund krónur og veitti Sólveig Jónasdóttir, Húsavík, gjöf- inni viðtöku. - Fréttaritari Eignir einhleypinga 1990 og ’91 skv. skattframtölum elg„ ,lls Pora, ip6„., Eignabil, Fjöldi einhleypra millj.kr. verðbr. og hlutabr. miilj.kr. 1990 1991 Í990 1991 1990 1991 meira en -1 4.015 5.094 -8.892 -11.725 1,4% 1,5% -1 -0 6.861 7.412 -2.798 -3.066 1,5% 1,7% 0-1 49.630 49.580 7.182 7.406 7,3% 7,1% 1-2 6.019 6.107 8.805 8.890 6,8% 5,9% 2-3 4.719 4.426 11.742 11.045 6,6% 5,6% 3-4 4.138 3.996 14.397 13.910 6,7% 6,2% 4-6 5.848 5.887 28.507 28.868 13,5% 12,7% 6-8 2.526 2.778 17.323 19.074 11,4% 10,5% 6-10 1.179 1.334 10.480 11.855 8,0% 8,3% 10-15 1.102 1.342 13.207 16.037 12,3% 13,0% 15-20 362 458 6.134 7.765 6,6% 8,3% 20-30 213 263 5.131 6.304 6,8% 7,8% 30-40 51 85 1.747 2.916 2,8% 4,2% 40-50 22 28 967 1.248 1,2% 1,8% 50 og yfir 48 50 3.870 3.925 6,9% 5,6% Samtals: 86.733 88.840 117.802 124.453 100,0% 100,0% Eignir hjóna 1990 og 1991 skv. skattframtölum Hrein eign alls Þaraf ipen., Eignabil, Fjöldi hjóna millj.kr. verðbr.og hlutabr. millj.kr. 1990 1991 1990 1991 1990 1991 meira en -1 3.266 4.254 -10.654 -14.639 1,7% 1,6% -1 -0 2.166 2.424 -998 -1.135 0,8% 0,9% 0-1 5.052 4.798 1.667 1.706 1,3% 0,9% 1-2 3.500 3.221 5.275 4.841 1,7% 1,3% 2-3 3.706 3.501 9.304 8.758 1,9% 1,6% 3-4 4.157 3.624 14.627 12.716 2,5% 1,7% 4-6 9.134 8.205 45.766 41.086 6,9% 5,0% 6-8 7.497 7.447 51.911 51.688 8,0% 6,9% 6-10 4.991 5.055 44.562 45.170 8,0% 7,3% 10-15 6.190 6.693 74.653 81.113 16,5% 15,9% 15-20 2.122 2.464 36.330 42.067 12,3% 11,9% 20-30 1.133 1.453 27.072 34.566 13,6% 15,1% 30-40 335 419 11.406 14.265 6,3% 8,3% 40-50 141 160 6.287 7.074 4,5% 4,6% 50 og yfir 204 245 16.661 20.461 14,1% 16,9% Samtals: 53.594 53.963 333.869 349.738 100,0% 100,0% Ný könnun um eignamun framteljenda 0,5% hjóna eiga tæplega 6% af heildareign Islendinga Peninga-, verðbréfa- og hlutafjáreign þessara hjóna jókst um 3,5 milljarða króna milli 1990 og 1991 I KONNUN sem tekju-og lagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur unnið á eignum íslendinga samkvæmt framtölum fyrir árið 1991 kemur í ljós að 245 hjón, sem hvert eiga 50 milljóna króna hreina eign eða meir, og eru 0,5% hjóna á íslandi eiga tæplega 6% af heildareign Islend- inga. Hrein eign þessa fólks á síðasta ári nam rúmlega 20,4 milljörðum króna og hafði vaxið úr 16,6 milljörðum króna árið áður. Vöxturinn er að langstærstum hluta til kominn vegna aukningar á peninga-, verð- bréfa- og hlutafjáreign þessa hóps, sem jókst um 3,5 milljarða króna. Tæp 8% hjóna, eða 4.257 talsins, sem hvert skulda eina milljón króna eða meir skulduðu samtals 14,6 milljarða króna. Höfðu skuldir þessa hóps aukist frá árinu 1990 um 4 milljarða króna. Ef hrein eign í pening- um er skoðuð sérstaklega kemur í Ijós að 10% hjóna eiga helming pen- inga allra hjóna en 90% eiga hinn helminginn. Könnun þessi var hluti af undirbún- ingsvinnu fyrir fyrirhugaða skatt- lagningu á eignir og eignatekjur. Svipuð könnun var gerð í fyrra og við samanburð á árunum 1990 og 1991 kemur í ljós að mismunur á hlutfalli eigna hinna efnaðri og hinna fátækari fer vaxandi á kostnað hinna síðarnefndu. Heildarfjöldi hjóna samkvæmt skattframtölum 1991 nam 53.963 og hafði lítið vaxið frá árinu á undan er fjöldinn nam 53.594. Hinsvegar eru töluverðar hreyfingar á milli fjölda hjóna samkvæmt eignastöðu þeirra. Þannig var fjöldi þeirra sem skuiduðu eina milljón kr. eða meir 3.266 talsins árið 1990 en ári seinni hafði hann vaxið um ríflega-30% og voru orðinn 4.254 talsins. í efsta eignaflokknum, þ.e. 50 milljón króna eign eða meir, óx fjöldinn á milli þess- ara ára um 20% eða úr 204 hjónum 1990 og í 245 hjón í fyrra. Raunar hefur þeim hjónum sem eiga 20 millj- óna króna eign fjölgað úr 3,4% af heildinni upp í 4,3% og hrein eign þessa fólks hefur aukist úr 62 millj- örðum króna árið 1990 og upp í rúm- lega 76 milljarða króna. í könnun fjár- málaráðuneytisins er eignum síðan skipt upp eftir því hvort um fasteign- ir, ökutæki, eða peninga-, verðbréfa- og hlutafjáreign er að ræða. Athygli vekur þar að 6 hjón sem eiga 50 milljónir króna eða meir eiga ekki fasteign. Heildareignir hjóna uxu úr 333.8 milljörðum króna 1990 upp í 349,7 milljarða kr. árið 1991. Sambærilegar tölur fyrir einstaklinga eru 117,8 milljarðar upp í 124,4 milljarða króna. Hjá hjónum hafa fasteignir hækkað um 25 milljarða kr. milli áranna, öku- tæki um tæpa 7 milljarða og pen- inga-, verðbréfa- og hlutafjáreign um rúmlega 7 milljarða króna. Ef peninga-, verðbréfa- og hluta- fjáreign hjá hjónum er skoðuð sér- staklega kemur í ljós að þau hjón sem eiga 20 milljóna króna eign eða meir og eru 4,3% af heildinni eða um 2.250 af 53.963 eiga um 45% af heildareign hjóna í peningum, verðbréfum og hlutabréfum eða 27 milljarða af rúm- lega 60 milljörðum kr. Þau hjón sem eiga 3 milljónir króna eða minna og eru 36% af heildarfjöldanum, eða rúmlega 18.000 talsins, eiga hinsveg- ar aðeins um 6% af peningum, verð- bréfum og hlutabréfum eða 2,8 millj- arða króna. Minni sveiflur hjá einhleypum Ef athugaðar eru sambærilegar tölur yfir einhleypinga kemur í ljós að fjöldi þeirra hefur aukist ívið meir en hjóna eða úr 86.733 árið 1990 og í 88.840 í fyr'ra. Innbyrðissveiflur á helstu framangreindum stærðum eru þó minni hjá einhleypingum en hjón- um ef frá er talin fjölgun þeirra sem skulda eina milljón kr. eða meir. Fjöldi þeirra fer úr 4.015 árið 1990 og í 5.094 í fyrra. Skuldir þeirra vaxa úr 8,9 milljörðum króna og í 11,7 millj- arða. Fjöldi þeirra einhleypinga sem eiga 50 miiljón kr. eign eða meir nær stendur í stað, þeir voru 48 árið 1990 en eru orðnir 50 í fyrra. Eign þeirra vex lítillega eða úr 3,87 milljörðum króna og í 3,92 milljarða. Hinsvegar vekur athygli að eign einhleypra, sem eiga yfír 50 milljónir kr. í peningum, verðbréfum og hlutabréfum minnkar á milli áranna 1990 og 1991. Hún var 1,92 milljarðar árið 1990 en er 1,75 milljarðar kr. í fyrra. Fasteignir þessa hóps aukast að sama skapi eða úr 654 milljónum króna árið 1990 og í 818 milljónir króna í fyrra. Þótt peninga-, verðbréfa- og hlut- afjáreign þeirra einhleypinga sem eiga 50 mitljón krónur eða meir minnki á milli áranna er töluverð aukning á þessari eign hjá þeim sem eiga eignir á bilinu 20-50 milljónir króna. I hópnum sem á 30-40 millj- ónir króna nær tvöfaldast þessi eign, fer úr 784 milljónum króna árið 1990 og í 1,32 milljarða í fyrra. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, gefur ekki kost á sér til að gegna embættinu áfram Samstaðan í Alþýðusam- bandínu meiri en oft áður ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, hefur ákveð- ið að gefa ekki kost sér til að gegna embætti forseta ASÍ næstu fjög- ur ár, en þing ASÍ verður haldið seinni hlutann í nóvember á Akur: eyri. Ásmundur kynnti þessa ákvörðun sína á fundi miðstjórnar ASI í gær. Ásmundur hefur gegnt embættinu síðustu þrjú kjörtímabil eða í 12 ár. „Ég hef farið yfir málið með sjálf- um mér að undanförnu og mín niður- staða er sú að það sé rétt að ég hætti. Ég hef verið hér í 12 ár sem forseti og hafði starfað hér áður á sjöunda ár, þannig að það er orðið hátt í tvo áratugi sem ég hef verið í starfi hjá Alþýðusambandinu og ég held að það sé réttur tími fyrir mig og fyrir sambandið að það verði mannaskipti," sagði Ásmundur í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um mögulegan eftir- mann sagði hann að fyrst yrði að koma í ljós hverjir gæfu kost á sér til embættisins áður en hann tæki afstöðu til hans, en hann vonaði að það tækist traust samstaða um þann mann. Auðvitað gæti svo farið að það þyrfti að kjósa á milli manna. Það hefði verið gert þegar hann hefði verið kosinn á sínum tíma. Ef svo færi skiptu mestu að menn stæðu upp frá kosningaslagnum sáttir og gætu unnið saman í framhaldinu. „Ég held það megi segja að það hafí verið mjög sterk samstaða um meginlínurnar í starfi samtakanna að undanförnu og innbyrðis sam- siaða í Alþýðusambandinu er mun sterkari í dag en hún hefur verið oft á tíðum. Hvað það snertir ættu að mörgu leyti að vera betri forsendur til að menn nái saman en oft áður. Við erum ekki að standa upp frá innbyrðis deilum. Þvert á móti hefur samtaðan verið mjög víðtæk. Á margan hátt stendur Alþýðusam- bandið sterkt í dag, þó auðvitað fari því fjarri að allt hafi tekist sem við höfum viljað ná fram. Það er kannski betra að hverfa á braut þegar það gerist með eftirsjá heldur en þegar allir eru orðnir uppgefnir á manni,“ sagði Ásmundur ennfremur. Aðspurður sagðist hann telja að atvinnumálin væru stærstu verkefn- in framundan hjá Alþýðusamband- inu. „Við höfum náð þeim árangri að koma hér á stöðugleika, en við stöndum frammi fyrir alvarlegra at- vinnuástandi en við höfum séð allt frá stríðslokum og það skiptir öllu að okkur takist að hafa þau áhrif á stjórnvöld að það verði komið í veg Ásmundur Stefánsson fyrir að hér verði langvarandi alvar- legt atvinnuleysi. Ég held hins vegar í því samhengi þá sé það misskilning- ur sem sumir úr röðum atvinnurek- enda hafa verið að ía að að undan- fömu að það væri atvinnuástandinu til framdráttar að etja hér aftur til kapphlaups milli gengisfellinga og verðbólgu. í þeim vítahring var staða útflutningsgreinanna stöðugt erfíð. Það ætti í raun ekki að þurfa að rifía það upp fyrir forráðamönum útflutn- ingsfyrirtækja hve erfiðir þeir tímar reyndust. Ég held að stöðugleikinn sé meginstyrkur okkar til að vinna okkur út úr vandanum og það skipt- ir máli að hér verði þjóðfélagsleg samstaða um atvinnuuppbyggingu," sagði Ásmundur. Aðspurður hvað hann sæi sem stærstu áfangana hjá Alþýðusam- bandinu þann tíma sem hann hefur verið forseti sagði hann afar erfitt að dæma um það, ekki síst vegna þess að hann hefði verið þar virkur þátttakandi sjálfur. Ýmsir félagsleg- ir ávinningar kæmu upp í liugann og einnig mætti nefna þann stöðug- leika sem náðst hefði í efnahagsmál- um. „En það er ekki rétt fyrir inig setjast í dómarasæti í þessum efnum og út af fyrir sig heldur ekki mitt að meta verstu mistökin.“ Ásmundur sagðist ekki hafa ákveðið hvað hann tæki sér fyrir hendur þegar hann léti af embætti forseta Aiþýðusambands Islands. Læknaminjasafnið í Nesstofu Merkur hluti þjóðmenning- ar sem á að vera aðgengi- legur fyrir allan almenning - segir prófessor dr. Christa Habrich, formaður Evrópu- sambands lækninga- minjasafna ÍSLENSKA læknaminjasafnið í Nesstofu, sem opnað var form- lega 10. júlí síðastiiðinn, er ein- stakt í sinni röð í Evrópu fyrir þær sakir að þar má finna lækn- ingamuni frá ýmsum tímum sem hafa verið meðal fullkomnustu og bestu tækja sem notuð voru við lækningastarfsemi á fyrri tíð í Evrópu. Skýringin felst í að engin lækningatæki voru fram- leidd á íslandi og íslenskir lækn- ar, sem stunduðu nám í ýmsum löndum Evrópu, gátu valið að eigin vild á milli bestu lækninga- tækja sem buðust á hverjum tíma sem þeir fluttu svo með sér til íslands að loknu námi. Þetta seg- ir prófessor dr. Christa Habrich, sem er forstöðumaður þýska lækningaminjasafnsins í Ingol- stadt (Deutsches Medizinhistor- isches Museum) en hún er jafn- framt formaður Evrópusam- bands lækningamiiyasafna (European Association of Muse- ums of History of medical Sci- ences). Dr. Christa Habrich er stödd hér á landi og hélt hún fyrirlestur um stöðu Nesstofusafnsins meðal evr- ópskra lækningaminjasafna á veg- um Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Nesstofusafns í gær. Dr Habrich sagði í samtali við Morgunblaðið að Nesstofa og margir munir sem þar væru varð- veittir væru mjög dýrmætir fyrir sögu læknisfræðinnar og merkur hluti af þjóðmenningu Islendinga. Fyrirlesturinn var haldinn í sam- vinnu við þýska sendiráðið sem hluti af dagskrá á sérstakri menn- ingarviku sem nú stendur yfir í til- efni þess að 40 ár eru liðin frá því að ísland og Þýskaland tóku upp stjórnmálasamband. ^ Aðgengilegt fyrir almenning í fyrirlestri sínum lagði dr. Habrich áherslu á að læknaminja- safnið ætti ekki aðeins að vera safn fyrir sérfræðinga heidur fyrst og fremst aðgengilegt fyrir almenn- ing. „Ég tel að hveiju þróuðu þjóðfé- lagi sé nauðsynlegt að starfrækja safn af þessu tagi. Við getum lært það af sögunni hvað kom að gagni og hvað ekki. Þess vegna gegnir starf samtaka okkar mikilvægu hlutverki í menningar- og þjóðfé- lagssögunni. Söfnin segja ekki ein- göngu visindasögu heldur eru lýs- andi fyrir þjóðfélagssögu hvers lands. Lækningamunirnir segja okkur hvers fólk vænti af sínum læknum og hvers þeir voru megn- ugir,“ sagði hún. Nesstofa er eitt elsta steinhús landsins eða frá 1771. Auk þess að vera bústaður landlæknis var þar starfrækt apótek, læknisstofa opg tilraunastofa. Fyrsti vísir að lækningaminjasafni hófst árið 1940 og átti Jón heitinn Steffensen pró- fessor stærstan 'þátt í söfnun og skráningu þeirra muna sem nú eru varðveittir á Nesstofusafninu. End- urbygging Nesstofu hófst 1985 og fékk lækningaminjasafnið þar að- stöðu árið 1989. Dr. Habrich lagði áherslu á það í samtali við Morgunblaðið að mikil- vægt væri að stuðla að varðveislu gamalla húsa eins og Nesstofu sem væri sérstæð bygging og merkileg- ur minnisvarði um lækningasögu Morgunblaðið/Kristinn Prófessor dr. Christa Habrich, forstöðumaður þýska lækninga- minjasafnsins í Ingolstadt og formaður Evrópusambands lækninga- minjasafna, stendur hér við nokkra þá muni sem finna má í lækna- minjasafni Nesstofu. Augnþrýstimælir frá því um 1920 sem var í eigu Kristjáns Sveinssonar augnlæknis. Mælir- inn var notaður til að finna gláku. Þetta er frumgerð frá Noregi sem varðveitt er á Nes- stofusafni. íslendinga. „Ég varð undrandi þeg- ar ég sá Nesstofu og safnið sem þar hefur verið sett upp. Ég hafði þó fengið vitneskju um safnið árið 1986 því mér höfðu verið sýndar myndir frá safninu og fengið upp- lýsingar um starfsemina sem hér fer fram. Við ákváðum þá áð koma á samstarfi við íslenska safnið," sagði hún. Sú samvinna varð meðal annars til þess að á síðasta ári kom minjavörður frá lækningaminja- safninu í Ingolstadt til að aðstoða við viðgerðir á munum sem geymd- ir eru á Nesstofu. Dr. Habrich sagði einnig að stað- setning Nesstofu á Seltjamarnesi væri mjög athyglisverð. Húsið hefði staðið talsvert afskekkt og úr leið en ljóst væri að staðsetning hússins hefði verið hentug því þangað mátti fara með sjúklinga sjóleiðina úr þremur áttum og Nesstofa hefði þannig verið nokkurskonar lækn- ingamiðstöð. Samtök 23 ianda Aðspurð um starfsemi Evrópu- sambands lækningaminjasafna sagði dr. Habrich það vera samtök allra lækningaminjasafna í Evrópu og hafa það hlutverk að vera ráð- gefandi og veita söfnum aðstoð við viðgerðir gamalla lækningamuna, sýningahald og upplýsingar. Sam- tökin telja alls 160 meðlimi í 23 löndum og er Nesstofa yngsti með- limur samtakanna. Samtökin beita sér fyrir því að leiða saman að- standendur lækningaminjasafna sem standa allir frammi fyrir sömu spurningunni; Hveiju á að safna og hvetju ekki, segir dr. Habrich. Fæðingarbekkur á Nesstofu- safni sem er einstakur í sinni röð þar sem hann var hannaður til að auðvelt væri að bera hann á öxlinni langar leiðir. Aðspurð sagðist hún hafa skoðað fjölmarga muni á Nesstofusafninu og að tveir munir sem hún hefði ekki séð fyrr hefðu vakið sérstaka forvitni sína. Annars vegar væri íslenskur fæðingarbekkur sem hafði verið hannaður með það fyrir augum að auðvelt væri að bera hann á öxlinni á milli staða. Bekkurinn hefði verið nauðsynlegur í landi þar sem miklar fjarlægðir voru á milli byggða og útilokað að starfrækja sérstök fæðingarheimili. Hinn hluturinn sem vakti athygli dr Habrich er augnþrýstimæiir sem notaður var til að leita að gláku. Mælirinn, sem var í eigu Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, er frum- gerð Norðmanns sem hannaði mælinn snemma á þessari öld en honum fylgja handskrifaðar leið- beiningar framleiðandans. Þykir augnþrýstimælirinn sérstaklega merkilegur safnmunur. Einn Evrópumarkaður um aldir Evrópa er nú að sameinast í ein- um markaði en sameiginlegur Evr- ópumarkaður hefur hins vegar ver- ið fyrir hendi í framleiðslu lækn- ingatækja frá því snemma á 19. öld, að sögn dr. Habrich. Víða í Evrópu voru framleidd sérhæfð lækningatæki er. þar sem engin slík tæki voru framleidd á íslandi gátu íslenskir læknar valið þau tæki að vild sem reyndust best á hveijum tíma í öðrum löndum Evr- ópu og þannig fylgt þróun lækna- vísindanna. Þetta hefði haft í för með sér að hér mætti finna fyöl- breytilega muni sem reynst hefðu vel við lækningar og væru komnir víða að úr Evrópu. Að sögn hennar er það er því mjög sérstætt að hér- lendis megi skoða lækningatæki sem fylgt hefðu þróun læknavísind- anna og endurnýjun lækninga- tækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.