Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 1- OKTÓBER 1992 39 um mikla aðstoð á fyrstu námsárum okkar í háskóla, en þá gætti hún að meira eða minna leyti sonar okkar, Erlendar, um tveggja ára skeið. Eins og á stóð var fátt sem gat komið okkur betur. Minnumst við því þess ætíð þakklátum huga. í einkalífi sínu átti Sigríður miklu láni að fagna. Hinn 20. júlí 1926 giftist hún Júlíusi Rósinkranssyni frá Tröð í Öndunarfirði, syni hjón- anna Rósinkrans A. Rósinkransson- ar, bónda og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur. Júíus var mikill drengskaparmaður og hvers manns hugljúfi. Hann lést 4. mars 1978 á 86. aldursári. Á brúðkaupsdaginn urðu önnur þáttaskil í lífi ungu hjónanna, þar sem þau stigu á skipsfjöl þann sama dag, og var ferðinni heitið til Stykk- ishólms, en Júlíus hafði verið ráðinn bókari hjá Kaupfélaginu þar frá 1. ágúst. í Stykkishólmi bjuggu þau í 20 ár og má telja, að þau ár hafi verið þeirra bestu ár. Þau urðu virk í félagslífi bæjarbúa og með sinni fögru söngrödd prýddi Sigríður kirkjukór Stykkishólmskirkju. Þá var hún og virk í Kvenfélaginu „Hringnum" og var formaður þess um skeið. Félag þetta beitti sér m.a. fyrir því að koma upp blóma- og tijágarði í bænum, sem í tímans rás hefur orðið hin mesta bæjar- prýði. Eins og áður segir voru Sigríður og Júlíus aðfluttir Hólmarar. Var mjög gestkvæmt á heimili þeirra, þegar strandferðaskip höfðu við- komu á leið sinni vestur á firði eða að vestan, en einn þáttur í starfi Júlíusar var að hafa umsjón með afgreiðslu þessara skipa, svo sem gömlu Súðarinnar, Heklu og Esju. Á haustdögum ársins 1946 flutt- ust þau Sigríður og Júlíus til Reykjavíkur og tók Júlíus þá við starfi bókara hjá Vegamálaskrif- stofunni, sem hann gegndi fram á áttræðisaldur. Allt samlíf þeirra Sigríðar og Júlíusar var hið ástúðlegasta og hefi ég ekki kynnst öðrum hjónum, sem mér hafi virst samrýmdari. Þau sýndu hvort öðru hina mestu blíðu nærgætni og umhyggjusemi. Efna- hagur fjölskyldunnar var fremur knappur, og það þrátt fyrir langan vinnudag húsbóndans. Með ráð- deildarsemi og sérstakri samstöðu tókst þeim hjónum að skapa sér og börnum sínum vistlegt, notalegt og gott heimili. Rómuð var og gest- risni þeirra og hlýtt viðmót varð til þess, að mönnum þótti gott að koma á heimili þeirra og kvöddu jafnan með þeirri hugsun, að þangað vildu þeir aftur koma. Það sem að mínu mati einkenndi Sigríði hvað mest var hversu fast- heldin hún var við dyggðir hinnar vestfírsku heimilismenningar: Nýtni, nægjusemi, samviskusemi, sparsemi, hagsýni svo og harðfengi ásamt forsjálni í öllu því sem menn tóku sér fyrir hendur. Sigríður var hávaxin kona og beinvaxin, tíguleg í fasi. Hún var liðug, létt á fæti og fjörleg í hreyfingum. Bar hún og mikinn persónuleika, var áberandi fallega eygð með þykkt og mikið, tinnusvart hár. Hún var viljaföst, ákveðin í skoðunum og stjórnsöm. Alla tíð rætki Sigríður skyldur sínar til hins ýtrasta, enda með eindæm- um samviskusöm og vönd að virð- ingu sinni. Sigríður og Júlíus eignuðust tvö börn, Jón, sendifulltrúa í utanríkis- ráðuneytingu, kvæntan þeirri er þessar línur ritar. Börn þeirra eru Erlendur, dósent við Háskóla ís- lands, kvæntur Hönnu Maríu Sig- geirsdóttur, lyfsala, og eiga þau tvo syni, og Sigríður Hrafnhildur, deild- arsérfræðingur hjá embætti For- seta íslands, gift Sveini Úlfarssyni, hagfræðingi, og eiga þau tvær dætur. Hitt barn Sigríðar og Júlíus- ar er Anna Guðrún, ritari hjá Landsvirkjun, gift Bergþóri Smára, lækni. Eiga þau einn son, Júlíus, lögfræðing. Að lokum kveð ég tengdamóður mína með þessum ljóðlínum Tómas- ar Guðmundssonar: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í stað, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Signý Sen. t Hjartkær konan mín, systir, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR BJARNASON, Grenigrund 8, Kópavogi, lést að kvöldi 23. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrabókasafn íslands. Haraldur Á. Bjarnason, Olafur Ingólfsson, Ágúst H. Bjarnason, Guðmundur H. Bjarnason, Egill H. Bjarnason, Kjartan H. Bjarnason, Þórarinn Benedikz, Sigurður Ó.H. Bjarnason, barnabörn og ba Ólafur Guðmundsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Margrét Rfkharðsdóttir, Ásdís Ámundadóttir, María Sólveig Héðinsdóttir, t Hjartkær bróðir okkar, EGGERT THEODÓRJÓNSSON, Mjóuhlfð 16, varð bráðkvaddur pann 28. september. Systkinin. t Systir okkar, GUÐNÝ GUÐBRANDSDÓTTIR, elliheimilinu Grund, andaðist þriðjudaginn 29. september. Systkini hinnar látnu. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HALLDÓRSSON, frá Húsey, Lagarási 6, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. október klukkan 15.00. Jenný Sigurðardóttir, Gunnbjörn Vaidimarsson, Guðrún Sigurðardóttir, Haukur J. Kjerúlf, Halldór Hróarr Sigurðsson, Guðrún Frederiksen, Aðalbjörg Sigurðardóttir, ■ Eyþór Ólafsson, Katrin J. Sigurðardóttir, Skeggi Guðmundsson. t Kveðjuathöfn um föður okkar, HELGA LÁRUSSON frá Kirkjubæjarklaustri, verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 2. október kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Bent á orgelsjóð Hallgrimskirkju vegna minningargjafa. Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 3. októ- ber kl. 14.09- Jarðsett verður á Kirkjubæjarklaustri. Ferð frá BSÍ kl. 8 á laugardagsmorgun. Auður Helgadóttir Winnan, Elín Frigg Helgadóttir, Lárus Helgason, Sigrún Helgadóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG EIRÍKS HARALDSDÓTTIR, Sléttahrauni 24, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju á morgun, föstudaginn 2. október, kl. 15.00. Hrönn N. Ólafsdóttir, Jónína Gyða Ólafsdóttir, Bára N. Ólafsdóttir, Lára Ólafsdóttir, Erna N. Ólafsdóttir, Benedikt Guðjónsson, Elias Már Sigurbjörnsson, Bergsveinn Jóhannsson, Þór Gíslason, Guðmundur Jónsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, SVERRIR BJARNFINNSSON, Búðarstig, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 3. október kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðlaug Böðvarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ‘ t Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir, mágkona og barnabarn, ANNA MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. október kl. 10.30. Inga Lára Hjaltadóttir, Áslaug Jónsdóttir, Magnús I. Jónasson, Jón O. Magnússon, Ragnheiður M. Þórðardóttir, Magnús I. Magnússon, Bergljót Björnsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, VILHJÁLMUR J. HRÓLFSSON frá Hólmavík, Sambyggð 2, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákshafnarkirkju laugardaginn 3. októ- ber kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Angelia Róbertsdóttir, Halldór Már Vilhjálmsson, Angelfa Fjóla Vilhjálmsdóttir, Áshildur Vilhjálmsdóttir, Halldór D. Gunnarsson, Hrólfur Guðmundsson, Nanna Magnúsdóttir og systkini. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR EMIL GESTSSON pípulagningamaður, Unufelli 50, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 2. októ- ber kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Ingibjörg Axelsdóttir, Elisabet Ólafsdóttir, Steinar Gi'slason, Axel Ólafsson, Unnur Gfsladóttir, Guðrún Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Jónsson, Birgir Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Einar V. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hólum i Biskupstungum. Sérstakar þakkir til Hönnu Maríu Gunnarsdóttur og annars starfs- fólksíHátúni 10Bog HildarViðarsdótturfyrirómetanlega aðstoð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega veitta samúð og hlýhug vegna fráfalls SIGURBJARGAR SNJÓLFSDÓTTUR, Þrastarhlíð, Breiðdal. Gísli Björgvinsson, Ingibjörg Gísladóttir, Ásdís Gísladóttir, Sigurður Kristinsson, Bergþóra Gisladóttir, Erling Ólason, Snjólfur Gíslason, Steina K. Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður föstudaginn 2. október vegna jarð- arfarar. Reimaþjónustan sf., Unnarbraut 26, Seltjarnarnesi. Lokað Lokað verður föstudaginn 2. október milli kl. 9.30 og 13.00 vegna jarðarfarar ÖNNU MARÍU MAGNÚSDÓTTUR. Blikk og stál hf., Bfldshöfða 12, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.