Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D ffgunHafeife STOFNAÐ 1913 229.tbl.80.árg. FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísraelska þotan sem fórst við Amsterdam Börðust við eld í hreyfli í sumar Engin merki fundust um eld í hreyfli sem rifnaði af þotunni á sunnudag Amsterdam. Reuter. NÚ er komið í ijós að eldur kviknaði fyrir þremur mánuðum í einum hreyfli El Al-þotunnar sem hrapaði í Amsterdam á sunnu- dag, að því er hollensk flugmálayf irvöld skýrðu frá í gær. Flug- riti þotunnar fannst í gær í rústum íbúðarblokkanna sem hún hrapaði niður á og reyndist ásigkomulag hans betra en í fyrstu var talið og bundu rannsóknaraðilar vissar vonir við að upplýs- ingar sem hann varðveitir gætu orðið til að leysa ráðgátuna um hvað raunverulega olli flugslysinu. Talsmaður flugvallarstjórnarinn- ar á Schiphol sagði að þegar ísra- elska þotan hefði verið í aðflugi að vellinum um miðjan júlí hefðu flug- menn tilkynnt um hreyfileld. Þeim hefði hins vegar tekist að ráða Flugriti ísraelsku þotunnar. Guzman fær lífstíðardóm Lima. Reuter. HERDÓMSTÓLL í Perú, dæmdi Abimael Guzman, leiðtoga maó- istasamtakanna Skínandi stígur, í ævilangt fangelsi í gær fyrir landráð. Guzman var fundinn sekur um að bera ábyrgð á dauða um 25.000 manna frá því Skínandi stígur hóf hryðjuverkastarfsemi sína árið 1979. niðurlögum hans með slökkvikerfi mótoranna sjálfra áður en þotan lenti. „Það var þessi sama flugvél," sagði talsmaðurinn en vísaði að öðru leyti á ísraelsk flugmálayfirvöld. Vegna Yom Kippur föstunnar var engar upplýsingar að hafa frá ísraelum í gær. Forseti El Al, Rafi Harlev, sagði á mánudag að þot- unni hefði ætíð verið vel við haldið og engar bilanir orðið í henni aðrar en að nefhjól hefði laskast í flug- taki í New York fyrir mörgum árum. Hollenska samgönguráðuneytið skýrði frá því í gær að einungis ytri stjórnborðshreyfill þotunnar hefði fundist en í fyrstu var sagt að báðir hreyflarnir hefðu rifnað af þotunni skömmu eftir flugtak og síðar fundist í Gooimeervatni 15 kflómetrum austan við slysstaðinn. Henk Wolleswinkel, stjórnandi rannsóknar á flugslysinu, sagði að hreyfillinn bæri engin merki þess að eldur hefði kviknað í honum. Flugstjóri þotunnar tilkynnti flug- turninum á Schiphol fyrst um eld í innri stjórnborðshreyfli og síðar að sá ytri væri einnig aflvana. Nú er ekki lengur talið víst að báðir hreyfl- arnir hafi rifnað af þotunni á flugi en hlífar og brak úr báðum fannst þó við Gooimeervatn. Sviðin og skelkuð kanína fannst í gær í rústum annarrar blokkarinn- ar sem þotan hrapaði niður á. í íbúð- inni hafði allt brunnið sem brunnið gat. Kanínunni var komið undir læknishendur í gær og er talið að hún muni lifa. Aðskilnaði mótmælt Reuter Þúsundir Georgíumanna gengu fylktu liði í höfuðborginni Tbílísi í gær og mótmæltu aðskilnaði héraðsins Abkhazíu frá Georgíu en aðskilnaðar- sinnar hafa haft betur í viðureign við stjórnarherinn í bloð.ugum bardög- um að undanförnu. Sjá „Georgíustíórn sendir mikinn liðsauka tíl Abkhazíu" á bls. 24. Gorbatsjov gerður hús- næðislaus Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti svaraði gagnrýni Míkhaíls Gorbatsjov fyrrum Sovétfor- seta í gærkvöldi með þvi að svipta leiðtogann fyrrverandi húsnæði sínu í Moskvu. Gorbatsjov sagði í blaðaviðtali í gær, að Jeltsín réði ekki við embætti Rússlandsforseta. „Ég vil ekki að hann tapi, en hann er að tapa," bætti hann við. Jafnframt gagnrýndi Gorbatsjov farbann sem hann hefði verið settur I og sagði það runnið undan rifjum stjórnar Jeltsíns en ekki dómstóls sem rannsakaði starfsemi sovéska kommúnistaflokksins. Jeltsín brást ókvæða við þessum ummæl- um Gorbatsjovs og gerði rann- sóknarstofnun sem kennd er við hann húsnæðislausa með forseta- tilskipun. Jafnframt var Gorbatsjov svipt- ur húsnæði í úthverfum Moskvu. Er hánn gagnrýndi Jeltsín fyrr á árinu svaraði Rússlandsforseti með því að svipta hann glæsibif- reið. Húsnæðið og bifreiðina fékk hann með sérstökum starfsloka- samningi eftir hrun Sovétríkjanna fyrir rúmu ári. Tillaga framkvæmdastíórnar EB um nvja sjávarútvegsstefnu Hvert ríki sljórni sjálft veiðum í eigin lögsögu London. Frá Kristófer M. Kristinggyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐILDARRÍKJUM Evrópu- bandalagsins (EB) verður hverju fyrir sig falin stíórnun fiskveiða í efnahagslögsögu sinni, nái til- laga að nýrri sjávarútvegsstefnu, sem framkvæmdastjórn EB sam; þykktí í gær, fram að ganga. í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að EB væri ekki í stakk búið til að fylgjast með og sljórtia veiðunum. Samkvæmt tillögunni verða lönd- in sjálf gerð ábyrg fyrir stjórnun fiskveiða til þess að koma í veg fyr- ir ofveiði. I því skyni gerir tillagan ráð fyrir að tekið verði upp veiði- leyfakerfi, að kvótar aðildarríkjanna verði ákveðnir á grundvelli hefð- bundinna veiða og réttur þeirra til Færeysku s^ónimálamemiirnir hafa ekki valdið hlutverki sínu - segir Ingeborg Winther, formaður Alþýðusambands Færeyja „FÆREYINGAR hafa verið sviptír fjárræði, á því leikur enginn vafi. Landinu hefur ver- ið illa stíórnað síðustu árin og bæði Atli Dam, lögmaður og Jógvan Sundstein, fjár- málaráðherra, hafa sagt fólkinu ósatt. Rang- ar fjárfestíngar ráða mestu og þar koma við sögu sljórnmálamenn, bankamenn og vinnuveitendur," segir Ingeborg Winther, formaður Alþýðusambands Færeyja, í sam- tali við Morgunblaðið. Ingeborg segir að margir hafi þegar yfirgef- ið eyjarnar, atvinnuleysi hafi vaxið mjög og búast megi við áframhaldandi fólksflótta. „Það eru örugglega afar erfíðir tímar framundan og langt þangað til við réttum úr kútnum. Hverjar helztu lausnirnar eru, veit ég ekki fyrir víst, en nauðsynlegt er að viðurkenna staðreyndir og haga sér samkvæmt þeim. Þá hef ég reynd- ar sagt í fjölmiðlum í Færeyjum, að allir lög- þingsmenn okkar, ekki bara landstjórnin, ættu að segja af sér. Stjórnmálamennirnir hafa ekki valdið hlutverki sínu," segir Ingeborg Winther. Stjórnandi Þjóðbankans, er gegnir að nokkru hlutverki seðlabanka í Færeyjum, er Sigurd Poulsen. Hann sagðist telja að kjörin sem Dan- ir byðu á láni til að bjarga efnahagnum væru „tiltölulega góð". Ólíklegt væri að hagstæðari kjör fengjust annars staðar. Nettóskuldirnar erlendis væru orðnar nær 1,6 milljón ÍSK á hvert mannsbarn í Færeyjum. Stjórnendur fyr- irfækja og stjórnmálamenn hefðu of lengi kin- okað sér við að takast á við raunveruleikann, bankarnir hefðu ekki verið nógu varkárir. Sig- urd sagði gagnslaust að reyna að fmna söku- dólg. „Abyrgðin á því hvernig komið er skiptist á milli flokkanna allra en kjósendur réðu því hverjir sátu á Lögþinginu". Benny Samuelsen, ritstjóri Dimmalætting, sagði aimenning hafa orðið fyrir miklu áfalli er ljóst varð hve illa var komið. „Við erum ekki gjaldþrota en flestir meta þetta svo að land- stjórnin sé búin að glata forræði sínu. Þetta var illt en óhjákvæmilegt og afleiðing þess hvernig stjórnað hefur verið síðustu árin, það byrjaði að síga á ógæfuhliðina þegar árið 1975." Sjá „Niðurskurður, gjaldþrot* og atvinnuleysi" á bls. 25. að taka sér tólf mílna einkalögsögu tryggður til frambúðar. Fram- kvæmdastjórnin leggur jafnframt til að eftirlit með fiskiskipum með hjálp gervihnatta verði tekið upp innan þriggja ára. I ráði er að sjávarútvegsráðherrar EB fjalli um tillöguna á fundi í Lúx- emborg 19. þessa mánaðar, en end- urskoðun sjávarútvegsstefnunnar á að ljúka fyrir næstu áramót. Fram- kvæmdastjómin leggur til að tekið verði upp sóknarmark auk þess sem svæðalokun verði beitt í mun ríkari mæli en hingað til. Þá gerir tillagan ráð fyrir að komið verði á fót hólfum með takmörkuðum aðgangi eða sér- stökum veiðileyfum, svo sem nú er í gildi við Hjaltlandseyjar. Mælt er með auknum rannsóknum á lífríki sjávar til að treysta forsendur ákvarðana um aflamörk og kvóta. Af tillögunni er Ijóst að fram- kvæmdastjórnin telur að útilokað sé að grundvallaratriði Rómarsáttmál- ans um frjálsan aðgang að auðlind- um geti gilt um fiskveiðar, en gert hefur verið ráð fyrir að eftir árið 2002 yrði stjórn fiskveiða úr sög- unni, a.m.k. eins og hún þekkist í dag. Ýmsar af hugmyndum fram- kvæmdastjórnarinnar hafa mætt mikilli andstöðu á meðal aðildarríkj- anna s.s. tillögur um eftirlit í gegn- um gervihnetti sem hefði í för með sér „bláa kassa" um borð í öll fiski- skip lengri en tíu metrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.