Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 2
3Gi naaö'rao .8 huOAauTMMia aiöAjavnjDHOM MORGUNBEAÐIÐ FIMMTUDÁGUH 8. OKTÓBER 1992 Enn lokað hjá Fj árfestingarfélaginu Skandia Annar endurskoðandi meti eignir sjóðanna Islandsbanki lokaði á yfirdráttar- heimild Skandia sl. föstudag LOKAÐ verður fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða í vörslu Fjárfestingarfélagsins Skandia enn um sinn. Að sögn Gísla Arnar Lárussonar, forstjóra Skandia ísland hefur fulltrúi frá aðal- stöðvum Skandia í Svíþjóð verið hér og kynnt sér málið. Nauðsynlegt er talið að fá mat annars óháðs endurskoðanda á eignum verðbréfa- sjóðanna, svo að eigendur hlutdeildarskírteinanna hafi um það ná- kvæmar upplýsingar hverjar raunverulegar eignir sjóðanna eru. Gísli segir einnig að ekki sé óhugsandi að frekari rannsókn þurfl að fara fram á sjóðunum þar sem fyrir liggi það álit endurskoðanda að ljóst sé að 'upplýsingar um veru- legan hluta þess sem vanti í sjóðina hafí átt að liggja fyrir á fyrsta árs- fjórðungi ársins, þ.e.a.s fyrir kaup Skandia á Verðbréfamarkaði Fjár- festingarfélagsins. Megináherslan verði þó lögð á að upplýsa eigendur hlutdeildarskírteina um eignir sjóð- anna. Jónas A. Aðalsteinsson, lögfræð- ingur Fjárfestingarfélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hafi beinlínis komið fram í bréfi endurskoðenda dagsettu 29. septem- ber að staða sjóðanna í byrjun apríl hafi verið sú sem kaupendum var kynnt þegar kaupin voru gerð. í sama bréfi, frá 29. september, komi fram að staða sjóðanna hafi versnað frá þeim tíma. Það sé því alrangt sem komið hafi fram hjá Skandia að félagið hafi ekki haft undir hönd- um öli gögn um stöðu sjóðanna þeg- ar kaupin fóru fram. Gísli Öm staðfesti að sl. föstudag hefði Fjárfestingarfélaginu Skandia borist tilkynning frá Islandsbanka um lokað hafi verið á yfírdráttar- heimild félagsins hjá bankanum. Engar ástæður eru tilgreindar fyrir þessari breytingu af hálfu bankans í bréfinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er litið svo á af hálfu íslandsbanka að Fjárfesting- arfélagið Skandia hafi ekki sinnt ít- rekuðum tilmælum um að ganga frá þjónustusamningi við bankann. Með riftun sinni á kaupsamningi hafi Skandia jafnframt verið að lýsa því yfir að ekki lægi ljóst fyrir hver sé eigandi fyrirtækisins og óvissa rílq'- andi um tryggingar. Gísli Öm segir hins vegar að stjómarmenn Skandia hafí ekki haft um það neinar upplýsingar að bank- inn óskaði eftir slíkum þjónustu- samningi. Sjá einnig Torgið í Viðskipta- blaði, bls. B12. Morgunblaoið/Arni Sæberg Morgunblaðið/Snorri Snorrason Vigri RE-71 á siglingu vestur af Reykjanesi á leið til hafnar í gær. Gísli Jón Hermannsson, fram- kvæmdastóri Ögurvíkur hf., og Steingrímur Þorvaldsson, skip- sljóri, á þilfari Vigra RE við Grandagarð í gærkvöldi. "/ > * Fullkomnasta frystiskipið til hafnar VIGRI RE 71, fullkomnasta frystiskip íslendinga, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi en hann var smíðað- ur í Flekkufirði í Noregi. Um borð í skipinu er m.a. sjálfvirkur frystibúnaður og Vigri er fyrsta frysti- skipið með slíkan búnað. Skipstjóri er Steingrímur Þorvaldsson, yfirvélstjóri Jón Bjamason og 1. stýri- maður Siguijón Kristjánsson. Vigri RE er í eigu Ögurvíkur hf., sem gerir einnig út frystiskipið Frera RE, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Gísli Jón Hermannsson. í stað Vigra RE verða úreltir togar- arnir Skagfirðingur, Krossvík og Ásgeir. > > > | 1 Leið eins og stjömu - segirHeiðrún Anna Björnsdótt- ir, Miss World University ÍSLENZK stúlka, Heiðrún Anna Björnsdóttir, fór með sigur af hóimi í fegurðarsamkeppninni Miss World University, sem fram fór I Seoul í Suður-Kóreu í gær. í keppninni, sem haldin er undir merki heimsfriðar, tóku þátt 60 framhaldsskólastúlkiu’, viðs veg- ar að úr heiminum. Heiðrún Anna varð í öðru sæti í Fegurð- arsamkeppni íslands í vor. „Mér leið bara eins og stjömu,“ sagði Heiðrún Anna í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þegar ég kom gangandi út slógust menn um að fá að taka myndir af mér og hermenn stóðu vörð.“ Heiðrún Anna sagði að titlinum fylgdu ýmis fríðindi og væntanlega einnig ferðalög, en það ætti eftir að ský- rast betur. Samhliða fegurðarsamkeppninni var haldin hæfileikakeppni, sem 25 stúlkur tóku þátt í. Heiðrún Anna söng lagið „Big spender" og fékk með það sama tilboð frá umboðs- Heiðrún Anna Björnsdóttir. manni í Hollywood um að koma þangað og reyna fyrir sér í söng. Að sögn Heiðrúnar er þama um að ræða þann sama og kom Henný Hermannsdóttur á framfæri fyrir tveimur áratugum, en þá vann Henný keppnina Miss Young Inter- national. „Hann ætlar víst að gera mig að stjömu á einni nóttu,“ sagði Heiðrún Anna og hló. „Mig langar til að sýna að ég geti sungið og leikið. Ástæðan fyrir því að ég fór í Fegurðarsamkeppni íslands var að ég vildi koma á framfæri því sem mig langar til að gera. Þama kom svo tækifærið, ég gat sýnt hver ég væri og hvað ég gæti.“ P®r03!$iMðMfr í dag Noröurlandarallið______________ Eigum góða möguleika segir ís- landsmeistarinn 14 Færeyjar_______________________ Niðurskurður, gjaldþrot og at- vinnuleysi 25 Drauganet í skrúfuna___________ Haföm KE fékk tvær netadræsur í dragnótina.Talið er að mikið sé af slíkum netum á reki 26-27 Leiðari Ríkisfjármálin 26 r A dagskrá ► Bíóin í borginni - Geðsjúk- dómar eru ekkert til að skanun- ast sín fyrir - Rakarinn í Sevilla - Umhverfismál - Framhaldsþátt- urinn um Elliot-systumar Þjóðhagsstofnun um afkomuhorfur sjávarútvegs á næsta ári Horfír í 8% tap nema hagræðing komi til ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að komi ekki til uppstokkunar og hagræð- ingar í sjávarútveginum, geti tap greinarinnar í heild orðið um 8% á næsta ári, miðað við áætlaðan afla næsta árs og þau verðskilyrði sem nú ríkja. Þetta er niðurstaða athugunar stofnunarinnar á afkomu botn- fiskveiða og -vinnslu árin 1991-1993. Tap botnfiskvinnslunnar í heild á síðasta ári var 1%. Talsverður munur er þó á afkomu frystingar og söltun- ar. Hagnaður af frystingu var 0,3% af tekjum en tap á söltun var 3,3%. í svipaða afkomu hjá fiskvinnslunni stefnir á þessu ári, eða 0,9%. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir 8,5% tap á botnfiskvinnslunni. Ástæðumar eru einkum tvær, að mati tjóðhagsstofnunar. Annars vegar er greiðslum úr Verðjöfnunar- sjóði sjávarútvegsins lokið, en þær hafa numið 5,1% af tekjum vinnsl- unnar. Hin skýringin er sá aflasam- dráttur, sem stefnir í á næsta ári. Botnfiskveiðamar á árinu 1991 skiluðu um 2,2% hagnaði. Útgerð frystiskipa skilaði 11,6% hagnaði en rekstur togara aðeins 1,3% hagnaði. Um 2% tap varð á rekstri báta Viðskipti/Atvinnulíf ► Rekstur Miklagarðs - Sæ- strengsmál - Útboð spariskír- teina - Lakkrísverksmiðja í Kína - Námstefna um markaðsmál - Jámblendiverksmiðjan 21-200 tonn. Samkvæmt stöðumati um miðjan september í ár stefnir í 1,7% tap á botnfiskveiðunum árið 1992. Ef miðað er við áætlaðan afla næsta árs, stefnir í 3,6% tap á því ári. Sameiginleg afkoma veiða og vinnslu skilaði 0,9% hagnaði á síð- asta ári. í ár stefnir hins vegar í 1,9% tap. Báðar tölumar reikna með greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði. Mið- að við afla á næsta ári en verðskil- yrði í september í ár er talið að af- koma veiða og vinnslu á næsta ári verði neikvæð um 8%. Ástandið var mjög mismunandi hjá fyrirtækjum í botnfiskvinnslu á síðasta ári. Af 168 fyrirtækjum, sem Þjóðhagsstofnun gerði úttekt á, vom 43, sem voru með 15,8% heildarveltu í greininni, með meira en 10% tap. Nítján fyrir- tæki, sem voru með 12% veltunnar, I Markaðsmál ► Leitin að réttu ímyndinni - Umbrot á markaði auglýsinga- stofa - Verðlagning - Bein mark- aðssetning - Auglýsingafjárfest- ingar á Evrópumarkaði voru rekin með hagnaði sem nam meiru en 5% af veltu. „í þeim áætlunum sem hér eru kynntar er gert ráð fyrir því að sam- dráttur í afla og framleiðslu dreifist jafnt á öll fyrirtækin og að engin uppstokkun verði í greininni. Það er ljóst að ef uppstokkun verður í grein- inni þannig að þau fyrirtæki sem lökustu afkomuna hafa hætti starf- semi og aflakvótar og framleiðsla þeirra flyzt yfir til annarra fyrir- tækja sem betri afkomu hafa, þá verður afkoman betri,“ segir í úttekt fyóðhagsstofnunar. „Líkur á því að einhver uppstokkun verði í greininni ættu að aukast með hliðsjón af því hve aflasamdrátturinn er mikill og eins vegna þess að Hafrannsókna- stofnun spáir því að botnfiskaflinn verði ekki aukinn á næstu árum.“ ----------♦-------- Stjórnarformaður Kaiser hættir j Aform um álver standa JOHN M. Seidl, stjórnarformað- ur, aðalframkvæmdastjóri og yf- irmaður allra álbræðslna Kaiser Aluminium í Bandaríkjunum, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með áramótum. Seidl er væntanlegur hingað til lands 19. þessa mánaðar til við- ræðna við íslenzka ráðamenn. „Hann mun halda áfram hjá Kaiser til ársloka og fara í fyrirhugaða ) viðræðuferð til íslands," sagði Rob- ert W. Irelan, talsmaður Kaiser í Houston í Texas. j Hann sagði að stjómendaskipti hjá Kaiser breyttu í engu fyrirætl- unum fyrirtækisins um að reisa ) nýja álverksmiðju. „Ég veit ekki hvar eða hvenær verður ákveðið að gera það, en stefna fyrirtækisins er óbreytt," sagði Irelan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.