Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 Ferð á EXPO-PESCA í Chile MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „í tilefni þess að ein mesta fisk- veiðiþjóð heimsins, Chilebúar, efnir til stórrar sjávarútvegssýningar í Santiago de Chile dagana 2.-5. desember nk. býður Heimsklúbbur Ingólfs ferðatilboð á sýninguna dagana 29. nóv. til 7. des. Nokkur íslensk fyrirtæki taka þátt í sýning- unni en Heimsklúbburinn aðstoðar alla sem hafa áhuga á að kynna sér hana og hið fagra land Chile um leið. Flug og gisting á fyrsta floks hóteli kostar um 140 þúsund krónur á mann að meðtalinni kynn- isferð um Santiago sem þykir ein fegursta borg Suður-Ameríku. Ingólfur Guðbrandsson telur að hægt sé að stórlækka ferðaksotnað íslendinga á erlendar sýningar séu rétt sambönd nýtt og að sem flest- ir ferðist eftir sömu áætlun." ^jS™"!*^ r* ^0**5.-17.0^ OLYMPUS Þegar hvert orð skipíir máli! PEARLCODER L200. 3 tíma upptaka, notað af læknum, lögreglu, blaðamönnum, skólafólki og fl. Margar gerðir fáanlegar. Borgartúni 22 ar 61 04 50 TOSHIBA Attþú ekki örbylgjuofh ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnamir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við! Eínar Farestveit & Co.hff. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Niðurstaða fæst aðeíns í aðildarsamn- iiigxim „Það er oft afar erfitt að meta ávinninginn af alþjóðlegri samvinnu ná- kvæmlega til fjár og þess vegna er ógerningur að gera tæmandi úttekt á því, hver ávinningur og kostnaður við EB-aðild er," segir Ólafur í grein sinni. Hann fjallar um úttekt, sem finnska ríkis- stjórnin lét gera á kost- um og göllum EB-aðildar og segir síðan: „Mér sýn- ist þessi finnska skýrsla staðfesta þá skoðun, sem einnig hefur komið fram hjá öðrum þjóðum sem hyggja á aðild, að þótt nauðsynlegt sé að gera úttekt á hugsanlegum áhrifum EB-aðildar þá fáist ekki endanleg nið- urstaða um þessi áhrif fyrr en í aðildarsamning- iiiium og þau verði reyndar aldrei hægt að meta til hlítar." Pólitísk ákvörðun Seinna í grein sinni segir Ólafur: „Mat á hugsanlegri aðild að EB hlýtur að byggjast bæði á efnahagslegum og póli- tiskum forsendum. Þann- ig hefur það verið hjá öHum þeim þjóðum sem upphaflega stofnuðu bandalagið og þeim sem síðan hafa sótt um aðild eða munu sækja um. Eins og áður sagði, eru efna- hagsleg áhrif vanmetín svo nákvæmt sé og því er þetta í raun pólitísk ákvorðun þegar tíl kast- anna kemur." Könnunarvið- ræður svara ekkiöllu „í könnunarviðræðum er aldrei hægt að fá svör Tíminn má ekki taka af okkur ráðin Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri for- sætisráðuneytisins, ritar grein í Stefni, tímarit Sambands ungra sjálfstæðis- manna, undir yfirskriftinni „ísland utan EB - tíminn má ekki taka af okkur ráð- in". Hann fjallar þar um ýmsar hliðar á aðild að Evrópubandalaginu og er ekki úr vegi að sýna þær bollaleggingar, þótt aðild íslands að EB sé ekki á dagskrá. við ölluin spurningum og kannski ekki þeim mikil- vægustu. Þetta á senni- lega við um sjávarútvegs- máliu. Umræðan um hugsanlega aðild Islands að EB beinist yfirleitt strax að þessum málum og markmiði okkar um yfirráð yfir fiskimiðun- um," segir Ólafur. „Þetta er ekkert óeðlilegt þótt aðUdarspurriingin snúist auðvitað um mörg önnur atriði eins og ég hef nefnt hér að framan. Það má setja fram ýmsar skoðanir á því, og vera með vangaveltur um það, hvort og hvernig hags- munir okkar geti sam- rýmzt fiskveiðistefnu EB í níilíð og frnuitið. Þótt meginmarkmið okkar um yfirráð yfir fiskimið- iinuni muni væntanlega ekki breytast þá getur innlend löggjöf um inál- efni sjávarútvegsins og framkvæmd islenzkrar fiskveiðistefnu haft áhrif á endanlegt mat okkar á stöðunni gagnvart EB. Þessir þættir geta breytzt í framtíðinni. Auðvitað má ræða þessi mál við EB-en ég tel ekki að slíkar viðræður muni skila neinum marktæk- um niðurstöðum. Við er- um þvi í eins konar sjálf- heldu hvað þessi mál varðar. Ég tel ekki að við getum losnað úr henni með því að fara í aðildarviðræður til þess, eins og það heitir, „að láta reyna á það" hvaða niðurstöðu við getum fengið. Slíkar viðræður „með fyrirvara" ' geta aldrei skilað sömu niður- stöðu og þegar báðir aðil- ar ganga skilyrðislaust til samninga. Mér sýnist því að hug- myndin um aðildarum- sókn „til reynslu" sé varla raunhæf og jafnvel varhugaverð." Pólitískur meirihluti skil- yrði „Það sækir engin þjóð um aðild að Evrópu- bandalaginu nema fyrir því sé pólitískur meiri- hlutí á þingi, að landið gerist aðili að EB og sá meirihluti trúi því að meirihluti þjóðarinnar muni styðja aðild þegar þar að kemur. Eins og áður sagði er endanleg ákvörðun þó aldrci tekin fyrr en fullfrágenginn aðildarsaniningur liggur fyrir. Umræða um, stöðu Is- lands í samfélagi þjóð- anna - og þá sérstaklega í Evrópusamvinnu - hlýt- ur jafnan að fara fram og þá í Ijósi aðstæðna á hverjum tíma og þeirrar þróunar sem fyrirsjáan- leg er. Hluti af þessari umræðu verður að kanna með ýmsum hætti áhrif þess og afleiðingar fyrir markmið okkar og hags- muni að vera utan eða innan Evrópubandalags- ins. Einnig þurfum við að lita til þess metnaðar sem við sem þjóð viljum hafa á alþjóðlegum vett- vangi. Við þurfum að leggja mat á ávinning og óhag- ræði þeirra kosta sem við t eljiuii okkur hafa, eftir því sem unnt er. Við þurfum að leggja raunsætt mat á það hvert er innihald efnahagslegs og pólitísks sjálfstæðis þjóðar við aðstæður i heiminum á hverjum tíma. Ákvarðanir um stöðu okkar i alþjóðlegu sam- starfi i framtíðinni verða einungis teknar að und- angenginni rækilegri umræðu og athugun á öllum hliðum þess máls. Tíminn má ekki taka af okkur ráðin í þessum efnum. Við ákveðum sjálf hvenær komið er að því að taka nýjar ákvarðan- ir," segir Olafur Davíðs- son. HAUSTVÖRUR GARDEUR Stakir jakkar Pils, margar gerðir Síðbuxur, fjölbreytt úrval - trevira-buxur - ullar-buxur - stretch-buxur Hnébuxur - bermudas Ullarpeysur GEISSLER Dragtir Kápur Kápujakkar Frá DIVINA Blússur Pils Jersey-fatnaður Seidensticker blússur Jáger-Grote peysur EmDee silkiblússur Qfcotfu HF fataverzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið daglega kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.