Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 10
II 10 suðt muomo .h ¦ :.i/uawuö>iojys MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 Fyrstu styrkir úr Menningarsjóði VISA Fyrsta afhending styrkja úr nýstofnuðum Menningarsjóði VISA fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi við hátíð- lega athöfn í gær. Veittir voru sex styrkir, samtals kr. 1.500.000, á sviði leiklistar, ritlistar, tónlistar, vísinda óg mannúðarmála. Hver styrkþegi hlaut því kr. 250.000. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki: Þorvaldur Þorsteinsson, myndlist- armaður. Þqrgrímur Þráinsson, rit- höfundur. Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari. íslenski leikhópurinn. Bragi Árnason, prófessor í efna- fræði við Raunvísindastofnun Há- skóla íslands. Sophía Hansen, snyrtifræðingur hlaut styrk á sviði mannúðarmála. Að auki voru lagð- ar fram kr. 250.000 til Málræktar- sjóðs. Menningarsjóður VISA var stofnaður á aðalfundi VISA íslands í mars síðastliðnum. Sjóðnum er ætlað að vera til styrktar listum og vísindum í landinu, einnig til að veita fé til líknar- og velferðar- mála. Um 95 þúsund Islendingar nota VISA kort og hefur fjölgað um 5 þúsund á þessu ári. Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA gerði grein fyrir stofnun sjóðsins í upphafi athafnar og sagði meðal annars að í vaxandi mæli væri leitað til félagsins um stuðning. Því hefði verið ákveðið að stofna sérstakan listasjóð til að lista- og fræðimenn sætu við sama borð. Alls bárust sjóðnum 68 umsóknir um styrki af margvíslegu tagi. í umsögn sjóðstjórnar um styrkþega segir meðal annars: Þorvaldur Þorsteinsson, mynd- listarmaður er afkastamikill lista- maður með margt í takinu. Mynd- verk hans eru höggvin, klippt og máluð. Einnig hefur hann sinnt skáldskap og ritlist. í þessum mán- uði kemur út bók eftir hann „Eng- ill meðal áhorfenda." Og framund- an hjá honum eru margar sýning- ar, meðal annars skúlptúrsýning í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Um Þorgrím Þráinsson, rithöf- und segir, að honum sé einkar lag- ið að túlka sjónarmið unglinga, setja sig inn í hugarheim persón- anna og skapa raunsanna mynd af íslensku æskufólki. Bækur hans eru á góðu máli og til þess fallnar að auka áhuga ungmenna á bók- menntum og lestri. Áshildur Haraldsdóttir, flautu- leikari hefur getið sér gott orð sem einleikari bæði hér heima og er- lendis. Hún hefur haldið fjölda ein- leikstónleika og komið fram í út- varpi og sjónvarpi á Norðurlöndum og víðar. Einnig unnið til verðlauna í norrænum og alþjóðlegum keppn- um, síðast í sumar í Frakklandi, þar sem hún vann 3 verðlaun. Móðir Áshildar, Guðný Ýr Jóns- dóttir, tók á móti styrknum fyrir hönd dóttur sinnar. íslenski leikhópurinn var mynd- aður í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið, til að æfa og setja upp verkið „Ég er meistarinn" eftir Hrafnhildi Guðmundsdóttur Hagalín, í enskri þýðingu á erlendri grund. Frum- sýning verksins verður 17. nóvem- ber næstkomandi í Lyrik Ham- mersmith leikhúsinu í London. Óskað hefur verið eftir að hópurinn sýni verkið á fleiri listahátíðum á næsta ári. Því var ákveðið að veita leiklistarstyrkinn til þessa verkefn- is sem er jafnframt liður í land- kynningu. Gunnar Eyjólfsson leik- ari tók á móti styrknum fyrir hönd leikhópsins. Sjóðsstjórnin var sammála um að votta Sophíu Hansen virðingu fyrir þá miklu þolinmæði og þraut- seigju sem hún hefur sýnt við erfið- ar aðstæður. I umsögn segir, að baráttuvilji Sophíu hafi vakið að- dáun manna sem meta almenn mannréttindi einhvers og vilja ekki sjá þau fótum troðin. Einnig, að íslendingar þurfí að standa saman sem ein fjölskylda og veita Sophíu alla þá fjárhagslegu aðstoð sem nauðsynleg er til að fylgja málinu fram til sigurs.^ Um Braga Árnason, prófessor segir: Bragi hefur lengst af starfað við Háskóla íslands, bæði sem sér- fræðingur, dósent og frá 1976 sem prófessor í efnafræði. Helstu rann- sóknarsvið hans eru á uppruna og eðli grunnvatnskerfa landsins, einkum jarðhitakerfa. Og frá 1978 rannsóknir á nýtingu innlendra orkulinda, einkum á framleiðslu og notkun innlends eldsneytis sem gæti komið í stað innfluttrar olíu og bensíns, hugsanlega einnig til útflutnings. Þegar haft er í huga, að ársinn- flutningur íslendinga á bensíni og olíuvörum er um 10 milljarðar, sést hve miklir hagsmunir eru hér í húfi. Sjóðsstjórn vill vekja at- hygli á tengslum Háskóla íslands og atvinnulífsins með því að veita Braga styrk til áframhaldandi rannsókna. Úthlutun styrkja úr Menningar- sjóði VISA fer fram að hausti og umsóknarfrestur er til 30. águst. Þjóðleikhúsið Stræti frumsýnt í kvöld Þau mistök urðu í vinnslu blaðs- ins í gær að sagt var að breska leikritið Stræti yrði frumsýnt mið- vikudagskvðld. Hið rétta,/er að frumsýningin er í kvöld, fimmtu- dagskvöld 8. október kl. 20.30. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. 21150-21370 LARUS t>. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð íbúð á góðu verði Skammt frá „Fjölbraut í Breioholtí" 5 herb. íb. á 3. hæð, 104 fm. Vel skipulögö. 4 svefnherb. Pvottaaðstaða á baði. Góð sameign. Mikið útsýni. Skammt frá Álftamýrarskóla Suðuríbúð 3ja herb. á 3. hæð, rúml. 80 fm. Góð sameign. Nýlega endurbætt. Nýr bílskúr. Vinsæll staöur. Fyrir smið eða laghentan 3ja herb. rishæð i reisulegu steinhúsi í gamla austurbænum. 40 ára húsnæðislán kr. 2,1 millj. Laus strax. Nánari uppl. aðeins é skrifstof- • • • Miðsvæðis í borginni óskast 3ja-4ra herb. íbúö. Skipti möguleg á sérhæð. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Þeir sem tóku á móti fyrstu styrkjum úr Menningarsjóði VISA Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Demetz ásamt nokkrum af nemendum og félögum sem hylltu hann á sönghátíðinni. Sigurður Demetz hylltur FJÖLDI manna var saman kominn í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld, á hátíðartónleikum til heiðurs Sigurði Demetz, söngkennara. Tilefnið var áttatíu ára afmæli Sigurðar, sem verð- ur næstkomandi sunnudag, 11. október. Sigurður kom hingaðtil lands og skemmra komnir, meðal ann- árið 1955 og hefur síðan stundað hér söngkennslu og kennt flestum þeim íslenskum söngvurum sem hafa gert óperusönginn að aðal- starfi á seinustu áratugum. Auk þess hefur hann kennt fjölmörg- um öðrum söngnemum sem njóta sín í kórastarfi víðs vegar um landið. Með tónleikunum var verið að reyna að gefa mynd af starfi Sig- urðar hér og voru flytjendur um hundrað; nemendur hans lengra arra Sigríður Ella Magnúsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson, kórar sem Sigurður hefur stjórnað, Karlakór Keflavíkur og 24 MA- félagar, auk þess sem fulltrúar frá Óperusmiðjunni og íslensku óperunni heiðruðu hann með kvartett og sextett. Einnig foru fulltrúar eldri kynslóðar söngvara, þeir Kristinn Hallsson og Guð- mundur Jónsson, mættir til leiks og sungu dúett úr Rígólettó, en þann dúett sungu þeirí uppfærslu Þjóðleikhússins 1951. Sigurður hefur í gegnum árin haldið svokallaða „masterklassa" erlendis og á tónleikunum í-Þjóð- leikhúsinu söng einn af erlendu nemendunum hans, hollenska söngkonan Viebke Göetjere. Mág- kona Sigurðar, frá Suður-Týról, kom og færði Sigurði útskorna lágmynd frá ættingjum hans. Tónleikunum lauk með því að Sigurður fékk til liðs við sig þrjá galvaska nemendur sína, þá Sig- urð Bernhöft, Kolbein Ketilsson og Gunnar Guðbjörnsson, til að syngja saman „Ö sole mio" við gífurlegan fögnuð. Stóri salurinn í Þjóðleikhúsinu var þéttskipaður fólki sem sýna vildi Sigurði þakklæti fyrir framlag hans til íslenskra söngmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.