Morgunblaðið - 08.10.1992, Page 13

Morgunblaðið - 08.10.1992, Page 13
Elsa Waage verða miðvikudaginn 14. október kl. 20.00. (Fréttatilkynning) Kaldalóns- tríóið á Hellu Kaldalónstríóið verður með tón- leika að Laufskálum 11 á Hellu laugardaginn 10. október. Tón- leikamir hefjast kl. 16.30. Eftirtalin verk verða flutt fyrir hlé: Grave fyrir selló og píanó eftir Lutoslawski, Cantilena fyrir klarinett og píanó eftir Snorra Sigfús Birgis- son og „...the sky composes promi- ses...“ fyrir klarinett, selló og píanó eftir Snorra sem síðan leikur tvö ein- leiksverk eftir Arvo Part. Eftir hlé verða leikin tvö verk eft- ir Atla Ingólfsson. Hið fyrra „A verso“ er einleiksverk fyrir píanó. Kaldalónstríóið Hið síðara er tríó og nefnist Dub- bletter." Atli samdi síðarnefnda verk- ið sérstaklega fyrir Kaldalónstríóið sem frumflutti það á tónleikaferð í Svíþjóð fyrr á árinu. Tónleikunum lýkur á því að leikin verður útsetning Atla á „invensjón“ eftjr J.S.Bach. í Kaldalónstríóinu leika Nora Komblueh (selló), Óskar Ingólfsson (klarinett) og Snorri Sigfús Birgisson (píanó). (Fréttatilkynning) SERSNIÐNAR DYNUR 46 ? Algengt mál þegar talað er um dýnur! Margir láta klæðskerasauma fatnað sinn. Þeir setja þægindin og gæðin ofar öllu. Það sama gildir um rúmdýnur, iðulega þarf að sérsníða svo þær henti eigandanum fullkomlega. Við hjá Lystadún-Snæland hf. höfum sérsniðið rúmdýnur um áratuga skeið. Hjá okkur hafa staðlar aldrei ráðið ferðinni, heldur þarfir hvers viðskiptavinar. Og hjá okkur færðu dýnu í hvaða stærð og stífleika sem er. ella i ess LYSTADÚN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11 12 4 Reykjavík S í m i 8 1 4 6 5 5 / 6 8 5 5 8 8 Sendum í póstkröfu um land allt. Sinfónían á Suður- nesjum Sinfóníuhljómsveit íslands mun fimmtudaginn 29. október standa fyrir tónleikum í Kefla- vík í samstarfi við M-hátíð á Suðurnesjum og í Háskólabíói laugardaginn 31. október á ís- lenskum tónlistardegi. Efnisskrá tónleikanna er tónlist samin af Suðurnesjum en hún er Fanfare, byggt á laginu Suður- nesjamenn eftir Sigvalda Kaldal- óns útsett af Ed. Welch, Noctume eftir Gunnar Þórðarson, Sjávar- mál, nýtt verk eftir Þóri Baldurs- son, Suðumesjasvíta, byggð á þekktum lögum eftir núlifandi tón- skáld af Suðurnesjum, Lifun, í flutningi rokkhljómsveitar og Sin- fóníuhljómsveitar íslands ásamt nokkmm vinsæjum rokksöngvur- um landsins og ísland er land þitt, flutt af Sinfóníuhljómsveit og fjöldasöngur. Sú nýbreytni verður á tónleikum þessum að með Sinfóníuhljóm- sveitinni leika og syngja nokkrir vinsælustu rokkhljómlistarmenn landsins en þeir munu flytja verk- ið Lifun eftir hljómsveitina Trú- brot. Þeir em Gunnlaugur Briem, Vilhjálmur Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson, Eiður Amarson, Tryggvi Hubner og Jón Ólafsson. Söngvarar em Björgvin Halldórs- son, Daníel Ágúst Haraldsson, Eyjólfur Kristjánsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Stefán Hilmars- son. . Elsa Waage á Ljóða- tónleikum Gerðubergs Laugardaginn 10. október kl. 17.00 verða fyrstu Ljóðatónleik- ar Gerðubergs í vetur. Elsa Waage, kontra alt, syngur ljóða- söngva. Á efnisskránni verða meðal annars ljóðasöngvar eftir Hallgrim Helgason, Emil Thor- oddsen, J. Sibelius, G. Mahler og Kurt Weil. Meðleikari verður Jónas Ingimundarson. Tónleik- arnir verða endurteknir mánu- daginn 12. október kl. 20.30. Elsa Waage hóf söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs undir handleiðslu Elísabetar Erlings- dóttur sem auk þess varð kennari hennar við framhaldsdeild Tónlist- arskóla Reykjavíkur. Síðan lá leið Elsu til Hollands þar sem hún stundaði einkanám hjá Dixie Neill tonlistarstjóra við ópemstúdíóið í Amsterdam. Árið 1984 hóf Elsa B.A. nám við Catholic University of America í Washington D.C. og lauk þaðan prófí 1987. Næstur árin stundaði Elsa nám við óperustúdíó Michael Trimble í New York þar sem hún söng hin ýmsu hlutverk. Elsa hef- ur sungið við Saltsbury Lyric Op- era í Massachusetts, Summer Op- era í Washington D.C. og nú ný- verið hjá íslensku ópemnni. Elsa hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, á íslandi og í Færeyjum. Hún hefur hlotið bandarísku Sibelíusarverðlaunin, menningarstyrk frá American Scandinavian Association, F.Í.L. og Bmnabótafélagi íslands. Þá hefur hún komið fram með Sinfón- íuhljómsveit íslands í sálumessu Mozarts. Ljóðatónleikarnir era ávallt endurteknir í Vinaminni á Akra- nesi. Tónleikar Elsu á Akranesi jillfpoBojg jnfgiBis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.