Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 eftír Magnús E. Finnsson Vandi landbúnaðarins á íslandi er mikill. Þennan vanda hafa kaupmenn á íslandi ekki skapað, ekki heldur neytendur, það eru bændur sjálfir eða öllu heldur hin alræðislegu sam- tök þeirra. Það kemur úr hörðustu átt að heyra í sjónvarpi og útvarpi, lesa í blöðum og tímaritum, ummæli bændaforkólfa, þar sem þeir reyna að velta vandamálum sínum yfír á kaupmannastéttina. Þau vöktu jafn- framt athygli margra ummæli land- búnaðarráðherra, Halldórs Blöndals, í sjónvarpsþætti um sama efni, þar sem hann opinberaði þekkingarleysi sitt á verslun með landbúnaðarvörur. Slíkum ummælum verður að mót- mæla harðlega. Vandamál bænda verða ekki leyst nema í góðri sam- vinnu við kaupmenn og neytendur í landinu. Guðmundur Lárusson, formaður Félags kúabænda, hefur þannig látið í veðri vaka að smásöluaðiiar hafí stungið í eigin vasa hagnaði vegna undirboða framleiðenda nautakjöts í stað þess að láta neytendur njóta hans. Þetta er fullyrðing, sem á ekki við neitt að styðjast. Strax í ágúst- byrjun mátti sjá og heyra auglýsing- ar þar sem kaupmenn boðuðu lækk- un á nautakjöti. Kvartanir sem bor- ist hafa um að lækkun skili sér ekki eru að mestu utan af landi, þar sem verslanir bændanna sjálfra ráða hvað mestu í matvörudreifíngu. Staðreyndin er sú að alvöru kaup- menn nýta til fullnustu góð innkaup og láta neytandann njóta þeirra í betra verði. Slíkt er aðalsmerki góðr- ar kaupmennsku. Bein samskipti kaupmanna og bænda gengum árin hafa verið lítil, en það litla sem er hafa þau verið með miklum ágætum. Kaupmönnum er gert að kaupa landbúnaðarvöruna frá fyrirtækjum bændanna en kom- ast því miður minna í beina snertingu við framleiðandann en gott getur talist. Samtök bænda hafa heldur ekki sýnt mikinn áhuga á að kynn- ast því sem fram fer í verslunum, síðasta hluta ferlisins í framleiðslu þeirra. Það út af fyrir sig þykir kaup- mönnum sérkennilegt. Langflestir framleiðendur annarra vara eru í beinum tengslum við sölubúðir um land allt og hlusta á hjartslátt við- skiptalífsins. Það er einmitt kaupmaðurinn, sem veit gjörla hvað neytandinn hugsar. Kaupmaðurinn fylgist með þeim miklu sviptingum, tískustraumum og breytingum sem verða á markaðnum. Hann og starfsfólk hans veit hvað klukkan slær á markaðinum. Það er því undarlegt að bændur og samtök þeirra skuli ekki hafa haft nánara samband við samtök kaupmanna og kaupmenn beint og rætt söluvanda- málin sem nú hrannast yfír þá. í verslunum kaupmannsins má segja að á hverjum degi sé háð grimm barátta um hylli neytandans. Vöruúrval er með ólíkindum og sam- keppnin milli ýmissa matvöruteg- unda harðari en nokkru sinni. Kjöt- varan ein út af fyrir sig er mun fjöl- breyttari en fyrrum. Lambalqotið hefur stórkostlegan vinning í kjötsöl- unni með um helming sölunnar, aðr- ar tegundir sækja á. En kjötið á í harðvítugri baráttu við fisk, brauð, pizzur, pastarétti og margt annað. Þessu virðast margir forystumenn bænda ekki hafa áttað sig á fyrr en nýlega. Ljóst er að milli kaupmanna og bænda þarf að ríkja trúnaðartraust. An bænda hafa kaupmenn ekki vör- una sem þarf að bjóða upp á og án kaupmanna hafa bændur ekki það ákjósanlega og nauðsynlega sam- band við neytendur sem þeir verða að hafa. Bændur eiga vissulega erfítt. í haust fer fram 20% flatur niður- skurður á sauðQárrækt til viðbótar mikilli skerðingu á framleiðslu þeirra á undanfömum árum. Þá er einnig borðleggjandi flöt skerðing á fram- leiðslu mjólkurafurða auk þess sem sala kúabænda færist alfarið á herð- ar þeirra sjálfra. Bændastéttin stend- Norðurlandarallið gefur bæði stig til íslandsmeistara og er keppni í flokki óbreyttra keppnisbíla fyrir landslið. Tímar tveggja bestu bíl- anna hjá hveiju liði gilda, en síðan er keppt til heildarsigurs og sú keppni er opin öllum bílum. Sterk- ustu íslensku bílamir eru Metro Ásgeirs Sigurðssonar, Nissan Stein- gríms Ingasonar og Mazda Rúnars Jónssonar, en það em breyttir bílar og þeir geta því ekki keppt í landsl- iðshópnum, en stefna frekar á topp- sætin yfír heildina. í íslenska landsl- iðshópnum em Baldur Jónsson á Mazda, Óskar Ólafsson á Suzuki, Hafsteinn Aðalsteinsson á Nissan, Tómas Jóhannesson á Mazda, Ólafur Siguijónsson á Renault Clio og Úlfar Eysteinsson á Peugeot. Þeir fjórir fyrsttöldu mynda eitt lið, en tveir síðamefndu annað. Á móti þeim aka fjórir Finnar á mjög öflugum keppnistælqum. Ætlaði að kaupa gírkassa, en keypti heilan bíl Margt nýrra íslenskra keppnisbíla er í rallinu. Fjögur ný tæki munu renna 1.062 km akstursleið rallsins, sem stendur í þijá daga, frá föstu- dagsmorgni fram á miðjan sunnu- dag. Keppnin hefst við Perluna snemma á föstudagsmorgun og verður m.a. ekin áhorfendaleið kl. 17.40 þennan dag við Fífuhvamms- veg. Stjórnstöð rallsins verður í Perl- unni. Endamark keppninnar verður við Hjólbarðahöllina í Fellsmúla kl. 14.30. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson aka nýkeyptum Mazda 323, sem þeir fengu frá þekktum ökumanni að nafni Mikael Sundström. Þeir óku áður minna breyttum Mazda, sem ekki hefur skilað sér nægilega vel í ár. „Við vorum að leita að gírkassa í bílinn, því hinn var ekki nægilega góður og þá bauðst okkur þessi bíll á kosta- kjörum," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „f stað þess að kaupa rándýran gírkassa gegnum síma keypti ég því heilan bíl. Bíllinn er með 260 hestafla vél og sex gíra gírkassa, en Rúnar kveður hann hegða sér allt öðruvísi en gamla bíl- inn. Við höfum lítið getað skoðað leiðir vegna anna og rúllum bara með af öryggi." íslandsmeistararnir Ásgeir Sig- urðsson og Bragi Guðmundsson ætla sér meira en að rúlla bara með, sig- ur er þeirra markmið, hvað sem sterkar erlendar áhafnir ætla sér. „Við höfum enga vanmáttarkennd gagnvart Finnunum, við höfum báð- ir 14 ára reynslu af íslenskum vegum sem hlýtur að hjálpa okkur í barátt- unni við þá. Þeir eru óskrifað blað í raun, hraði íslenskra toppöku- manna hefur verulega aukist í ár og gæti komið Finnum á óvart. Steingrímur Ingason og Rúnar verða sterkir og það verður gaman að sjá hvað Hafsteinn Aðalsteinsson gerir á nýjum keppnisbíl eftir langt hlé,“ sagði Ásgeir. „Við erum mjög vel undirbúnir, höfum skoðað keppnis- leiðirnar vel og bíllinn er í góðu ástandi. Það eru ellefu bílar sem eru um 250 hestöfl í keppninni, þannig að þetta er án vafa sterkasta rall sem hér hefur verið haldið." Sigurlaunin ekki úr landi „Það verður meira mál að vinna þetta rall en keppnina í fyrra, þar sem Finnarnir sluppu létt í gegn. Innlendir ökumenn mega ekki láta sigurlaunin úr landi og við Bragi höfum áhuga á að bæta þeim í okk- ar minjasafn og þá meistaratitlinum líka, því sá sem vinnur þetta rall verður meistári, þ.e. ef einn okkar þriggja á toppnum vinnur, við, Stein- grímur eða Rúnar. En fyrst er að halda andlitinu gagnvart Finnum, vinna þá,“ sagði Asgeir. Steingrímur Ingason er í öðru sæti til íslands- meistara og slæst á afturdrifnum bíl við marga öfluga fjórhjóladrifs- bíla og verði leiðimar blautar mun hann eiga erfitt uppdráttar. „Ég fer aldrei í rall án þess að stefna á sig- ur, þó möguleikar núna séu kannski ekki borðleggjandi gæti seigla skilað sér. Líkumar em þó litlar samkvæmt bókinni, miðað við útbúnað helstu keppinautanna, ef það rignir á ég ekki möguleika og verð að vera raun- sær. Ég hef mikla trú á Finnanum Ramanen á Mitsubishi og fróðlegt verður að sjá hvað Viierima gerir sem sigurvegari síðasta árs,“ sagði Steingrímur. Barist til bikarmeistara Þeir sem aka óbreyttum bílum mynda landslið í keppninni og allir finnsku bílarnir flokkast sem slíkir þótt þeir séu vemlega öflugir og allir fjórhjóladrifnir. Gegn þeim aka sex íslenskir ökumenn og meðal þeirra Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson á Suzuki GTi. „Við reynum að standa okkur og verðum að vera minnst í öðm sæti í flokkn- um og á undan Baldri Jónssyni, sem við beijumst við um bikarmeistara- _ titil fyrir óbreytta bíla. Tómas Jó- hannesson hefur engu að tapa og stefnir á sigur í flokknum, en á heild- ina litið eru Finnarnir líklegir til BOKA- ÚTGEFENDUR kilafrestur vegna auglýsinga í íslenskum bókatíðindum 1992 rennur út 29. október næstkomandi. Ritinu verður dreift á öll heimili eins og áður. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 38020 kilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1992 rennur út 30. október. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FELAGISLENSKRA BOKAUTGEFENDA Nýja leynivopn Rúnars Jónssonar og Jóns Ragnarssonar er þessi Mazda 323, sem þeir keyptu gegnum síma af Mikael Sundström, þekktum rallkappa, til að auka möguleika sína í keppninni núna. Bíllinn sem þeir höfðu haft hafði ekki reynst sem skyldi, Jón ætlaði að kaupa í hann gírkassa en endaði á því að kaupa heilan keppnisbíl. Bóndi, líttu þér nær Kaupmenn stinga ekki í vasann ágóða af undirboðum kjötframleiðenda, alvöru kaupmaður lætur viðskiptavin- inn njóta góðra innkaupa „Undarlegt að bændur og- samtök þeirra skuli ekki hafa haft nánara samband við samtök kaupmanna og kaup- menn beint og rætt söluvandamálin sem nú hrannast yfir þá.“ ur nú á krossgötum og verður að hugsa sölumál sín í nýju og gjör- breyttu samhengi. Helstu forystumenn bænda hafa nú viðurkennt að bændastéttin hefur lengi vel vel sópað undir teppið þeim mikla vanda sem við blasir. Nú verð- ur að viðurkenna vandann og takast á við hann. Þetta eru djarfar og óvæntar yfirlýsingar af vörum Magnús E. Finnsson manna sem hallað hafa sér að ríkis- rekstri landbúnaðar sem kostað hef- ur skattgreiðendur mikið fé. Ekki aðeins hafa skattborgarar niður- greitt stórlega framleiðslu bænda heldur greiða þeir stóran hluta rekstrarkostnaðar af starfsemi stofn- ana og samtaka bænda eins og sjá má á fjárlögum. Kaupmenn sjálfír, eins og aðrar stéttir, hafa þurft að greiða sinn herkostnað og ekki þótt það tiltökumál. Samtök bænda sem stjómað hafa markaðs- og sölumálum bænda í gegnum árin hafa ekki meðtekið þær breytingar sem orðið hafa í verslun síðustu ár og aðhyllast ennþá mið- stýringarhugmyndir. Er reyndar erf- itt að sjá annað en slík „forsjá“ um langt tímabil hafí gert bændum sjálf- um annað en óleik. Því fyrr sem bændur kynnast markaðnum af eigin raun en ekki aðeins í gegnum millil- iði sína, því fyrr munu þeir komast upp á fætuma aftur og fara að græða á búskap sínum. Kaupmenn munu að sjálfsögðu aðstoða bændur og veita þeim góð ráð. Af hálfu kaup- manna ríkir ekki annað en góður hugur í garð bænda. En kaupmenn vita líka hveiju minnkandi sala af- urða þeirra er að kenna. Það stafar af verðlagi sem er allt of hátt og er ekki að kenna hárri álagningu sem verslanir hafa á kjöti. Benda má á að enn er álagning skömmtuð á mjólk, ost og kjöt í heilum skrokkum. Miðstýring er enn við lýði, löngu eftir að austantjaldslöndin hafa af- numið slíka óráðsíu. Álagning kaupmanna og kaupfé- laganna á landbúnaðarvörum var lengi að öllu leyti stýrt af miðstýring- arnefndum og Verðlagsstofnun. Slakað hefur verið á í þessum efnum að miklu leyti. Fijáls verðlagning á Norðurlandarallið Eigum góða möguleika - segir íslandsmeistarinn Ásgeir Sigurðsson „ÉG TEL að við eigum góða möguleika á sigri. Við erum með jafn- góðan keppnisbíl eða betri og helstu keppinautarnir. Við erum slapp- ir ef við stöndum ekki í vegi fyrir erlendu keppendunum á verðlauna- pallinum, með reynslu sumarsins í veganesti á okkar eigin vegum,“ sagði Ásgeir Sigurðsson, sem er íslandsmeistari í rallakstri ásamt Braga Guðmundssyni. Þeir hafa rásnúmer eitt í Norðurlandaralli Kumho, Hjólbarðahallarinnar og Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavíkur sem hefst á morgun við Perluna. Á eftir þeim kemur sigurvegarinn í alþjóðarallinu í fyrra, Finninn Saku Viierima og nýr aðstoðaröku- maður hans, David McNiven, á Ford Sierra Cosworth.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.