Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 16
16 Hasörao .8 mtn aia/Liazuojíoií MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 TF HERRAKVOLD FÁKS verður Etaldid kmgardaginn 10. október ki. 19:00 í Fékigsheimiii Fóks í Víðidal SPURT ER: HVAD ER í BOÐI? SVAR: Gómsætar, villtar krásir ó hlaðborði. Obeislaður ræðumaður í púlti. Happdrætti með ótakmörkuðum miðakvóta og góðum vinningum. Söngur, glens og grín að hætti Fáksmanna. Listrænn dans á donsku sem allir skilja. Þarna mætum viL lottu þig ekki vonta í hópinn! Steípur, stöndum samaní Upphitun á A. Hansen í Hafnarfiroi frá kl. 19 þetta kvöld. Þríréttuo máltio á 1990 kr. Sætaferoir á ballio í fyllingu timans. . y~>.'íl .• Forsala adgóngumida verdur á SKRIFSTOFU FÁKS - ÁSTUND HESTAMANNINUM - REIÐSPORT Nefndin PRENTT>EKNI HF. Rússland á krossgötum Hvernig gat þetta gerzt? ^vffl eftirÞorvald Gylfason Hvernig gat það gerzt, að risa- veldi, sem vakti skrekk og skelfíngu um hálfa heimsbyggðina, reyndist vera rjúkandi rúst, þegar leiknum lauk? Það er að segja Sovétríkin fyrr- verandi. I. Arðlaus fjárfesting Þessi endalok voru óumfrýjanleg. Áætlunarbúskapur getur ekki skilað árangri nema skamma hríð. Og hann skilaði árangri um skeið í Sovétríkj- unum á árunum eftir 1930, því að þá var mikill uppgangur þar eystra, meðan kreppan geisaði í Evrópu og Ameríku. Það er þess vegna skiljanlegt, að margir hugsandi menn á Vesturlönd- um urðu hallir undir áætlunarbúskap á þessum árum. Hitt er undarlegra, að þeir skyldu ekki flestir sjá sig um hönd, þegar það kom í ljós, að áætl- unarbúskapurinn hélzt í hendur við ógnarstjórn og glæpi í öllum þeim löndum, þar sem kommúnistar náðu völdum. Uppsveiflan í efnahagslífi Sovét- ríkjanna framan af stjórnartíð Stal- íns stafaði aðallega af mikilli fjárfest- ingu í stóriðjuverum. Fjárfestingin skapaði tekjur í fyrstu, en hún skil- aði engum raunverulegum arði á endanum. Stálið úr verunum dugði ekki einu sinni til að framleiða vél- arnar, sem þurfti til að framleiða stálið, og annað var eftir því. Virðis- aukinn var neikvæður, eins og það heitir á máli hagfræðinga. Nú sitja Rússar uppi með úreltar verksmiðjur og framleiðslu, sem er illseljanleg eða óseljanleg á alþjóða- markaði. Þetta er það, sem gerist, þegar stjórnmálamenn rjúfa mark- aðsöflin úr sambandi og reyna að stýra framleiðslunni eftir eigin geð- þótta. Afleiðingarnar koma því miður ekki í ljós, þannig að allir sjái, fyrr en eftir dúk og disk. Við þetta bættist svo yfirgengileg- ur fjáraustur á altari sérhagsmuna- hópa í hergagnaiðnaði. Ekkert var of gott handa hernum, þótt almenn- ingur hefði varla í sig og á. ¦....................... Kringlun A morgun er Dagur frímerkisins og þá koma út ný frímerki tileinkuö póstbílum og brúm. !¦¦¦¦.....IM.......M Frímerkjasýning verður haldin í Kringlunni 9- og 10. október í tilefni af Degi frímerkisins. Komið og fáið' fyrstadagsumslög í sérstökum sölubás í Kringlunni og þau fást einnig stimpluð í pósthúsum um land allt. PÓSTUR OG SÍMI FRIMERKJASALAN Po^pm. Pómhólf 8445,128 Rcykjavík, Blml 636051 „Það mun kosta míklar fórnir og mikið fé að reisa Rússland og önn- ur Austur-Evrópulönd úr rústum." II. Sóun í 70 ár Sjötíu ára sóun dregur dilk á eftir sér. Rússar þurfa nú að endurnýja nánast öll framleiðslutæki sín til að geta keppt við aðrar þjóðir á heims- markaði. Þeir geta að vísu komið olíu og öðrum hráefnum í verð á al- þjóðamarkaði, en iðnaðarframleiðsla þeirra er yfirleitt ekki söluhæfur varningur nema sums staðar í þriðja heiminum. Húsakostur þeirra er líka illa far- inn á okkar mælikvarða og þarfnast endurbóta. Húsnæðiseklan er þar að auki ofboðsleg, enda var hámarkshú- saleiga bundin við 3% (!) af tekjum fólks samkvæmt lögum í meira en hálfa öld. Það borgaði sig þess vegna hvorki að byggja né lialda húsum við. Það er skammgóður vermir að vanrækja viðhald, því að fyrr eða síðar kemur að því, að úrelt fram- leiðslutæki og hús í niðurníðslu hefta framfarir og lífskjör. Menntun er líka ábótavant. Flestir eða allir Rússar eru að vísu læsir eins og við, en það hrekkur ekki langt, þegar fáfróðir stjórnmálamenn hafa meinað fólki aðgang að al- mennilegum bókum og blöðum í tvo mannsaldra. Námsefni í skólum bíður endurskoðunar. Kennararnir eru flestir af gamla skólanum. Þeim er ekki ljúft að kannast við það, að þeir hafi staðið ljúgandi framan í nemendum sínum alla tíð. Mynd Len- íns hangir enn í flestum kennslustof- um. Síðast en ekki sízt hefur umhverf- inu verið spillt á alla lund. Geislavirk- um úrgangi hefur verið dengt í stöðu- vötn nálægt þéttbýli, til dæmis í grennd við Finnland. Önnur vötn hafa verið þurrkuð upp, svo að salt af botninum hefur fokið yfir víðar lendur og lagt þær í auðn. Kjarnorku- verin eru þar að auki svo illa byggð, að ofnarnir geta bráðnað og verin jafnvel sprungið í loft upp þá og þegar, og þannig mætti lengi telja. Aralvatn í Úsbekistan er kapítuli út af fyrir sig. Það var eitt stærsta stöðuvatn heims eða um 64.000 fer- kílómetrar að flatarmáli. Landið í kring var gjöfult ávaxtaræktar- svæði. í bandalagi við stjórnvöld náðu hagsmunasamtök bómullar- bænda undirtökum í efnahagslífi Úsbekistans smám saman. Ávaxta- ræktin var drepin í dróma. Bómullar- framleiðslan útheimti svo mikla áveitu úr Aralvatni, að vatnið er nú aðeins um þriðjungur af fyrra flatar- máli sínu. Landið í kring er örfoka vegna saltroks. Ein stærsta fiskihöfn Sovétríkjanna fyrrverandi stendur nú meira en 60 kílómetra frá vatni í miðri eyðimörk. Ávaxtaræktin á sér enga viðreisnarvon. Sérhagsmunir og saltrok hafa lagt efnahag landsins og heilsufar fólksins í rúst. III. Miklar fórnir, mikið fé Það mun kosta miklar fórnir og mikið fé að reisa Rússland og önnur Austur-Evrópulönd úr rústum. Lífs- kjör almennings í þessum löndum munu batna miklu hægar á næstu árum en ella hefði verið hægt vegna þeirrar eyðileggingar, sem fyrrver- andi stjórnvöld bera ábyrgð á. Endur- reisnin mun reyna mjög á þolrif þjóð- anna á þessum slóðum. Þess vegna ríður á því, að aðrar þjóðir, sem búa við betri kjör, rétti Rússum og öðrum Austur-Evrópu- þjóðum örvandi hönd. Það er hagur okkar allra. Höfundur erprófessor í hagfræði við Háskóia fslands. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.