Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1992 33 Um stofnendur Málræktarsjóðs og fulltrúaráð eftír Baldur Jónsson Frá því að Málræktarsjóður var stofnaður í fyrra hafa margir lagt fé í sjóðinn án þess að efnt hafi verið til söfnunarátaks í venjulegum skiln- ingi. Kynning fjöimiðla undanfarna mánuði, einkum í Morgunblaðinu, hefir borið árangur, og framlög skila sér jafnt og þétt. I sjóðnum eru nú tæpar 9 milh'ónir króna, en sam- kvæmt skipulagsskránni á höfuðstóll hans að verða 100 miHjónir í fyllingu tímans. Stjórn sjóðsins er ætlað að afla helmings þess fjár, en ríkinu að leggja fram annað eins á móti. Best hefði verið að ná markinu sem fyrst og helst á þessu ári, en það getur varla talist raunhæft eins og á stendur. Hins vegar gerir stjórn sjóðsins sér vonir um að það náist ekki síðar en á 50 ára afmæli lýðveld- isins, 17. júní 1994, og heitir á alla sem áhuga hafa á eflingu íslenskrar tungu að stuðla að því. Enginn þarf að efast um gildi Málræktarsjóðs. Aldrei líður svo dag- ur í mínu starfi að ég sé ekki minnt- ur á þörf fyrir fjárhagslegan stuðn- ing við nytsamleg málræktarverk- efni. Hverjir leggja í Málræktarsjóð? Stofnendur Málræktarsjóðs eru nú komnir nokkuð á annað hundrað, þar af um 110 einstaklingar, 9 sveitarfé- lög og stofnanir, 8 samtök og 5 fyrir- tæki. Fyrir fram var búist við að hlutur stofnana, samtaka og fyrirtækja yrðu meiri en raun ber vitni vegna þeirra réttinda sem þau hafa umfram einstaklinga samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins, en um þessar mundir er verið að minna á sjóðinn, og er þess vænst að margir bregðist þá vel við og í tæka tíð. Stofnframlög þurfa að berast fyrir áramót. Gerist stofnendur! íslensk málnefnd er aðalstofnandi Málræktarsjóðs, en samkvæmt skipulagsskrá teh'ast allir þeir stofn- endur sem leggja fé í sjóðinn fyrir árslok 1992. Eftir áramót er of seint að ætla að gerast stofnandi þótt sjóð- urinn haldi auðvitað áfram að taka við framlögum. Vakin er sérstök at- hygli á þessu því að mörgum er það eflaust metnaðarmál að geta tekið þátt I 8tofnun sjóðsins. Hér er þó ekki eingöngu um metn- aðar- eða hégómamál að ræða. Fleira kemur til sem óvíst er að nógu marg- ir hafi áttað sig á, þótt kynnt hafi verið. Samtök, fyrirtæki og stofnanir sem leggja í sjóðinn fyrir áramót, og gerast þar með stofnendur, öðlast rétt til að tilnefna mann í fulltrúaráð sjóðsins og hafa þannig áhrif á stjórnarkjör hans og stefnumótun. Þetta ættu þeir að íhuga sem áhrif vilja hafa á starfsemi sjóðsins. Eftir næstu áramót er það of seint. Hvers konar framlög? Þeir sem leggja Málræktarsjóði til BILALEIGA Úrval 4x4 fólksbíla og statlon bila. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar með einf. og tvöf. húsi. Miriibussar og 12 sæta Van bllar. Farslmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gotttilboð! „fjármuni í einhverri mynd fyrir árs- lok 1992 teljast stofnendur", segir í skipulagsskránni. Þetta merkir m.ö.o. að framlög til sjóðsins þurfa ekki að vera bein fjárframlög, heldur geta þau verið hvers konar fémætar eignir. Bent skal á að þeir sem hafa tekjur af atvinnurekstri geta fengið framlag sitt dregið frá skattskyldum tekjum. Skömmu eftir stofhun sjóðsins hófst sala á minningarspjöldum Mál- ræktarsjóðs. Þótt mörgum sé enn ókunnugt um þau hefir sú sala þegar skilað umtalsverðum tekjum eftir aðeins 15 mánaða reynslu. Það sýnir ótvírætt að Málræktarsjóður hefir hlutverki að gegna sem minningar- gjafasjóður. Hvert á að koma framlögum? Stofnframlðg í Málræktarsjóð má Ég þakka góðar gjafir, blóm og skeyti og allan þann vináttuhug annan, sem mér var sýndur á áttrœÖisafmœli mínu þann 3. október sl, Kœrar kveðjur. Björgvin Schram. Innilegar þakkir fœri ég öllum, vinum og vanda- mönnum, sem glöddu mig á 95 ára afmœli mínu 27. september sl. Kœrar kveðjur til ykkar allra. Guðrún Elin Erlendsdóttirfrá Mógilsá. Baldur Jónsson leggja á póstgíróreikning nr. 375500. Þeim má einnig koma með öðrum hætti til framkvæmdastjóra sjóðsins, Kára Kaaber, íslenskri málstöð, Ara- götu 9, 101 Reykjavík. Minningar- spjöld Málræktarsjóðs eru fáanleg þar. Síminn er 28530. Höfundur er sijórnarformaður Málræktarsjóðs. Kœru œttingjar og vinir! Þakka ykkur hlýhug og vináttu sem þið sýnduð mér á afmœlisdaginn minn, þann 27. sept. sl. Guð veri með ykkur. Katrín Sveinsdóttir, Fannborg 8, Kópavogi. ILMAN AUÐ OQ ItðNSTIUI ÁioyfM. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.