Morgunblaðið - 08.10.1992, Side 17

Morgunblaðið - 08.10.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 17 ---- Um stofnendur Málræktarsjóðs og fulltrúaráð eftír Baldur Jónsson Frá því að Málræktarsjóður var stofnaður í fyrra hafa margir lagt fé í sjóðinn án þess að efnt hafi verið til söfnunarátaks í venjulegum skiln- ingi. Kynning fjölmiðla undanfama mánuði, einkum í Morgunblaðinu, hefir borið árangur; og framlög skila sér jafnt og þétt. I sjóðnum eru nú tæpar 9 milljónir króna, en sam- kvæmt skipulagsskránni á höfuðstóll hans að verða 100 milljónir í fyllingu tímans. Stjóm sjóðsins er ætlað að afla helmings þess fjár, en ríkinu að leggja fram annað eins á móti. Best hefði verið að ná markinu sem fyrst og helst á þessu ári, en það getur varla talist raunhæft eins og á stendur. Hins vegar gerir stjórn sjóðsins sér vonir um að það náist ekki síðar en á 50 ára afmæli lýðveld- isins, 17. júní 1994, og heitir á alla sem áhuga hafa á eflingu íslenskrar tungu að stuðla að þvi. Enginn þarf að efast um gildi Málræktarsjóðs. Aldrei líður svo dag- ur í mínu starfi að ég sé ekki minnt- ur á þörf fyrir fjárhagslegan stuðn- ing við nytsamleg málræktarverk- efni. Hveijir leggja í Málræktarsjóð? Stofnendur Málræktarsjóðs em nú komnir nokkuð á annað hundrað, þar af um 110 einstaklingar, 9 sveitarfé- lög og stofnanir, 8 samtök og 5 fyrir- tæki. Fyrir fram var búist við að hlutur stofnana, samtaka og fyrirtælqa yrðu meiri en raun ber vitni vegna þeirra réttinda sem þau hafa umfram einstaklinga samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins, en um þessar mundir er verið að minna á sjóðinn, og er þess vænst að margir bregðist þá vel við og í tæka tíð. Stofnframlög þurfa að berast fyrir áramót. Gerist stofnendur! íslensk málnefnd er aðalstofnandi Málræktarsjóðs, en samkvæmt skipulagsskrá teljast allir þeir stofn- endur sem leggja fé í sjóðinn fyrir árslok 1992. Eftir áramót er of seint að ætla að gerast stofnandi þótt sjóð- urinn haldi auðvitað áfram að taka við framlögum. Vakin er sérstök at- hygli á þessu því að mörgum er það eflaust metnaðarmál að geta tekið þátt í stofnun sjóðsins. Hér er þó ekki eingöngu um metn- aðar- eða hégómamál að ræða. Fleira kemur til sem óvíst er að nógu marg- ir hafi áttað sig á, þótt kynnt hafi verið. Samtök, fyrirtæki og stofnanir sem leggja í sjóðinn fyrir áramót, og gerast þar með stofnendur, öðlast rétt til að tilnefna mann í fulltrúaráð sjóðsins og hafa þannig áhrif á stjórnarkjör hans og stefnumótun. Þetta ættu þeir að íhuga sem áhrif vilja hafa á starfsemi sjóðsins. Eftir næstu áramót er það of seint. Hvers konar framlög? Þeir sem leggja Málræktarsjóði til B/LALE/GA Úrval 4x4 (ólksbfla og statlon bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar með einf. og tvöf. húsi. Miriibussar og 12 sæta Van bllar. Farslmar, kerrur f. búslóSir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! „fjármuni í einhverri mynd fyrir árs- lok 1992 teljast stofnendur", segir í skipulagsskránni. Þetta merkir m.ö.o. að framlög til sjóðsins þurfa ekki að vera bein fjárframlög, heldur geta þau verið hvers konar fémætar eignir. Bent skal á að þeir sem hafa tekjur af atvinnurekstri geta fengið framlag sitt dregið frá skattskyldum tekjum. Skömmu eftir stofnun sjóðsins hófst sala á minningarspjöldum Mál- ræktarsjóðs. Þótt mörgum sé enn ókunnugt um þau hefir sú sala þegar skilað umtalsverðum telqum eftir aðeins 15 mánaða reynslu. Það sýnir ótvírætt að Málræktarsjóður hefir hlutverki að gegna sem minningar- gjafasjóður. Hvert á að koma framlögum? Stofnframlög í Málræktarsjóð má Ég þakka góðar gjafir, blóm og skeyti og allan þann vináttuhug annan, sem mér var sýndur á áttræÖisafmœli mínu þann 3. október sl. Kœrar kveðjur. Björgvin Schram. Innilegarþakkir fœri ég öllum, vinum og vanda- mönnum, sem glöddu mig á 95 ára afmœli mínu 27. september sl. Kœrar kveðjur til ykkar allra. Guðrún Elin Erlendsdóttir frá Mógilsá. Baldur Jónsson leggja á póstgíróreikning nr. 375500. Þeim má einnig koma með öðrum hætti til framkvæmdastjóra sjóðsins, Kára Kaaber, íslenskri málstöð, Ara- götu 9, 101 Reykjavík. Minningar- spjöld Málræktarsjóðs eru fáanleg þar. Síminn er 28530. Höfundur er stjómarformaður Málræktarsjóðs. Kœru œttingjar og vinir! Þakka ykkur hlýhug og vináttu sem þiÖ sýnduÖ mér á afmœlisdaginn minn, þann 27. sept. sl. Guð veri meÖ ykkur. Katrin Sveinsdóttir, Fannborg 8, Kópavogi. ILMANDI uámiiiii i 10 l<ÍN. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. ^ - ^ralla esterJ*ykker ÖRKIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.