Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 NY, GLÆSILEG RAFTÆKJA VERSLUN ARGO/T ereinnaf nýju ítölsku lömpunum sem viö bjóöum í nýju versluninni okkar ...LÝSIBPÉRLEIO ÁRMÚLA15 -SÍM! 812660 Af vondu fólki og góðum kerfum eftir Hjört Hjartarson í Morgunblaðinu 14. ágúst sl. er birt þýdd grein eftir mann að nafni Paul Johnson sem kynntur er m.a. sem einn þekktasti rithöfundur Bretlands á sviði sagnfræði og fé- lagsvísinda. Stærsti hluti greinar- innar fer í að sýna fram á að það sé í raun ekkert að í umhverfismálum á Vesturlöndum og að ráðstefnan sem haldin var í Rio de Janeiro fyr- ir skömmu hafi ekki verið annað en sýndarréttarhöld yfir vestrænum ríkjum, skipulögð af marxistum, ofstækismönnum, ríkjum Þriðja heimsins og hálfgeðveiku áhuga- fólki um umhverfisvernd. Johnson upplýsir þ'ó að „sumir voru fullgildir vísindamenn á sínu sviði". Hann segir allt tal um að bjarga jörðinni undan eyðingaráhrifum vísinda, tækni og stóriðnaðar gamalkunnan hræðsluáróður. (Ónákvæmni gætir í orðavali Johnsons; ekki er verið hlífa jörðinni við vísindum og tækni, heldur heimsku og græðgi.) Máli sínu til stuðnings minnir Johnson á spár hagfræðingsins Malthus, sem settar voru fram árið 1798, og spá hagfræðingsins Jevons frá 1865. Sá fyrrnefndi spáði því að fjölgun mannkyns yrði meiri en matvæla- framleiðsla stæði undir og hinn síð- arnefndi að kolabirgðir heimsins myndu þrjóta og upp úr því frysi mannkynið í hel. Þá nefnir Johnson að ýmsár spár frá 6. og 7. áratug þessarar aldar hafi litið dagsins ljós og segir þær allar hafa brugðist. Hann tiltekur enga sérstaka en ein sú þekktasta var sett fram á 7. ára- tugnum og heitir „Endímörk hag- vaxtarins". Þar var því spáð að ýmis hráefníyrðu uppurin á árunum 1985-1993. Þessi spá rættist ekki. Og það stóð ekki á fagnaðarlátun- um. Skýrslan var röng! Olían gæti enst í 50 ár, (miðað við notkun eins og hún var 1986) tin og kvikasilfur í tvo áratugi ... o.s.frv. Það er skammsýni af þessum toga sem dregið getur Vesturlönd og mann- kynið allt langleiðina til helvítis. Hvað spár ensku hagfræðinganna varðar, þá voru þær settar fram við allt aðrar aðstæður en nú ríkja og fátæklegri þekkingu á vistkerfinu — að ekki sé talað um tækni til að afla og vinna úr upplýsingum. Rangar spár þeirra eru haldlítil trygging fyrir því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér árið 1992. Auk þess blasir ástandið við hverjum sjá- andi manni. Hræðsluáróður Mannkynið er talið um 5,3 millj- arðar. Á næstu öld mun það ná 8-14 þúsund milljónum. Fjölgunin verður að 80 hundraðshlutum í yfir- fullum borgum 3. heimsins, þar sem ástand er nú þegar hroðalegt. Og hver er þróunin í þeim heimshluta? í „Brundtlandskýrslunni", sem unn- in var að frumkvæði SÞ, segir: „í þróunarlöndunum, þar sem þörfin fyrir vöxt er stærst og möguleikinn á að draga úr skaðlegum áhrifum mengunar er minnst, vex í augna- blikinu hraðast iðnaður sá sem not- ar mest af auðlindum umhverfisins og mengar mest." I skýrslunni seg- ir einnig að bilið milli ríku þjóðanna og hinna fátæku sé í senn alvarleg- asta umhverfisvandmálið og þróun- arvandamálið; að fátækari þjóðum sé haldið niðri sem hráefnisútflytj- endum með viðskiptahindrunum og þær bókstaflega neyddar til að ganga freklega á auðlindir sínar til að standa undir afborgunum af er- lendum skuldum og brauðfæða sig. Ennfremur segir: „Aðstoð frá auðr ugum þjóðum hefur ekki einungis verið ófullnægjandi. Alltof oft er tekið meira tillit til þarfa þeirra landa sem gefa hjálpina en þarfa þeirra sem taka við henni." Það er því ýmislegt sem ríkari þjóðirnar geta gert. Og að loknu kalda stríð- inu er von til þess að menn vilji gera betur; að eitthvað af þeim fjár- munum sem áður fóru t.d í að halda úti blóðugum einræðisherrum (þró- unaraðstoð við vopnasala) renni til þarfari hluta. Fólksfjölgunin og stjórnlaus flótti 3. heimsins undan fátæktinni eru einnig vandamál ríku þjóðanna. Þrýstingur flóttamanna á landa- mæri þeirra er nú þegar háskalega mikill og þær auðlindir sem standa undir efnahag heimsins alls munu þrjóta áður en langt um líður. Meng- unin og eyðileggingin sem þessu fylgja munu ekki virða nein landa- mæri. Ekki heldur þær milljónir „umhverfisflóttamanna" sem flosna upp. Það sem Vesturlönd sjá frammá, sem og aðrir heimshlutar, er vist- fræðilegt og efnahagslegt hrun. Af orðum Johnsons mætti ætla að sóðaskapurinn og sóunin væri bundin við aðra heimshluta en Vest- urlönd. Svo er ekki. Iðnaður Vestur- landa pumpar árlega milljónum tonna af kolefnissamböndum (aðal- lega C02) út í andrúmsloftið; tíu sinnum meira en allir aðrir heims- hlutar samanlagt. Mengun grunn- vatns, sóun á vatni og víða fyrirsjá- anlegur skortur, urðun kjarnorku- úrgangs, steindauð vötn og haf- svæði (af 90.000 vötnum í Svíþjóð eru 40.000 „súr"). Allt eru þetta „okkar mál". Nú síðast voru að ber- ast fréttir um að sáðfrumum í vest- rænum karlpeningi hefði fækkað um helming á síðustu 5 áratugum, og virkni þeirra sem enn eru til við- tals sé 25% minni. Sannkallað klof- spark náttúrunnar. Johnson kennir veilum í trúboði um „hræðsluáróður" af þessu tagi, segir vistfræðikreddur hafa tekið það rúm sem guðstrú átti áður í mönnum. Það fólk sem er að hrekj- ast um 3. heiminn má þá e.t.v. eiga von í þeim sem telja sig kristna, hafi þeir ekki snúið svo herfilega út úr sinni kenningu að þeir teh'i hrakninga þess ekki koma sér við. Þó er meiri von til þess að Vestur- landabúar hafi rænu á að bjarga eigin skinni, séu ekki svo lamaðir af hamingju yfir ástandinu að þeir bregði ekki svip þótt sparkað sé milli fóta þeim. Johnson hefur orðið: „Vistfræðikreddur hafa einnig verið léttir fyrir mikinn fjölda sjálf- umglaðra slettireka sem þjást af fráhvarfi frá marxisma. Þar til seint á níunda áratugnum stóðu umhverf- isverndarsinnar og marxistar saman um að úthrópa kapítalisma sem meginskaðvaldinn varðandi mengun umheimsins og eyðingu auðlinda jarðar. Fall kommúnismans og af- nám ritskoðunar gerði öllum ljóst að þessi misheppnuðu örbirgðarríki voru mestu mengunarskaðvaldar sögunnar." Hér kemur fram sú barnalega sjálfsblekking að „fall kommún- ismans" hafi í einni hendingu hvít- Félag íslenskra fræða Fræðiritaútgáfa í hættu STJÓRN Félags íslenskra fræða hefur sent frá sér ályktun um fyrirhugaðan virðisaukaskatt á íslenskar bækur: „Fyrir tveimur árum samþykkti alþingi íslendinga einróma að fella niður virðisaukaskatt af íslenskum bókum. Með þeirri ákvörðun var mörkuð ný braut í menningarmál- um þjóðarinnar, stjórnvöld mátu það svo að blómleg innlend menning væri svo mikilvæg á þessum um- brotatímum í málefnum þjóðanna að hún þyrfti fremur stuðning en skatt. Og eins og einatt kemur fram í hátíðarræðum fyrirmanna þá eru bókmenntir hornsteinn íslenskrar menningar, jafnt fornar gullaldar- bókmenntir sem hinar nýrri. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi bók- menntanna fyrir íslenskt mál sem stendur nú enn berskjaldaðra en nokkru sinni fyrr gagnvart ásókn eriendra tungumála, m.a. í alþjóð- legri fjölmiðlun. Fyrirhuguð skattlagning á ís- lenskar bækur kemur harðast niður á þeim verkum sem ekki seljast fyrir kostnaði á stuttum tíma, nýj- um skáldskap, fræðiritum og kennslubókum. Útgefendur þurfa þá að leggja út fyrir þeim innskatti sem safnast á prentvinnslu bókanna án þess að hafa tekjur af sölu þeirra fyrr en síðar. Þegar virðisauka- skattur var felldur niður var ákveð- ið að þeir lánuðu ríkinu fyrir þessum innskatti en fengju hann að sjálf- sögðu endurgreiddan. Nú er fyrir- hugað að hætta að endurgreiða inn- skattinn. Þegar um er að ræða hraðsölubækur, t.d. metsölubækur á jólamarkaði, kemur það lítt að sök en gagnvart verkum sem selj- ast á löngum tíma, vönduðum fræðiritum, kennslubókum og menningarlegum stórvirkjum í bókaútgáfu eins og orðabókum eða alfræðiritum, getur þessi aukna skattheimta reynst kornið sem fyll- ir mælinn og dregið svo kjark úr útgefendum að þeir veigri sér við slíkum verkefnum. Og þar með veiktist til muna staða íslenskrar menningar. Þessar fréttir um fyrirhugaðan lestrarskatt koma í kjölfar ákvörð- unar stjórnvalda um að leggja af alla bókaútgáfu á vegum Menning- arsjóðs. Þar hafa komið út merkileg og nauðsynleg fræðirit á undan- förnum áratugum, nægir þar að nefna ritröð um alfræði, íslenska sjávarhætti í fimm bindum eftir Lúðvík Kristjánsson og Orðabók Menningarsjóðs. Hæpið er að þessi stórvirki hefðu komist á þrykk án tilstyrks opinberra aðila. Ekki verð- ur séð af yfirlýsingum ráðamanna að fyrirhugað sé að styrkja fræði- ritaútgáfu með óðrum hætti nú þegar verið er að leggja bókaútgáfu Menningarsjóðs niður. Með ofangreindum aðgerðum er verulega þrengt að fræðiritum og íslenskum vísindamönnum gert tor- velt að koma niðurstöðum rann- sókna sinna fyrir sjónir almenn- ings. Stjórn Félags íslenskra fræða mótmælir því harðlega fyrirhuguð- um lestrarskatti á íslenska lesendur og hvetur jafnframt stjórnvöld til að efla með beinum styrkjum og annarri fyrirgreiðslu útgáfu fræði- rita, jafnt þeirra sem birta niður- stöður grunnrannsókna og hinna sem reyna að færa fræðin til al- mennings." Hjörtur Hjartarson „Vesturlönd bera ekki ein ábyrgð í umhverfis- málum og þau geta ekki ein og sér „bjargað" heiminum. Þau ein hafa hins vegar efnahags- legt þrek, og vonandi pólitískt og siðferðilegt líka, til að ráða úrslitum - en nauman tíma." þvegið Vesturlönd og frelsað frá öllum syndum í umhverfismálum. þetta er náttúrlega þvæla; Vestur- landabúar eru engu bættari þótt fólk sé að veslast upp af völdum t.d. kjarnorkuiðnaðar í Sovétríkjun- um gömlu. Þvert á móti. Og hér er við hæfi að velta því fyrir sér af hverju mengunarvarnir á Vestur- löndum eru skárri en gerist fyrir austan. Fyrir röskum tveimur áratugum hófust miklar framkvæmdir og hag- vaxtarbætandi um heim allan. Þær fólust í smíði kjarnorkuvera. Þá gerist það að upp rís eitthvert fólk sem kenndi sig við umhverfisvernd og hélt því fram -hikandi að vísu - að hætta gæti stafað af þessum verksmiðjum; þær gætu sprungið og mengað umhverfið og að fram- leiðslan skildi eftir sig úrgang sem væri hættulegur. Stjórnvöld þögðu lengi vel þunnu hljóði, en þreyttust að Iokum og gerðu út vísindamenn sína að afhjúpa þetta fólk: Einfeldn- ingar, að rugla saman kjarnorku- sprengju og kjárnorkuveri. Kjarn- orkusprengjur springa, ekki kjarn- orkuver. Og úrgangurinn? Skilur ekki allur iðnaður eftir sig úrgang, hvaða della er þetta? Ýmsir aðrir höfðu þá þegar afhjúpað þetta fólk fyrir sitt leyti: Marxistar, laumu- kommar, hippar, landeyður og margt miklu fallegra. En þetta voru þverhausar, sumir hættulegir, og því voru gerðar aukalega kostnað- arsamar ráðstafanir í öryggismálum veranna; ekki svo að skilja að það hefði neina þýðingu, aðra en þá að friðþægja þetta óskemmtilega fólk. Sovéskur kjarnorkuiðnaður þurfti ekki að hlusta á svona hræðsluáróð- ur og kjaftæði og sparaði sér þann- ig stórar fúlgur. Og Johnson heldur áfram: .....Hins vegar er það einkafram- takskerfið með sína sjálfvirku um- bótastefnu og hæfni til að aðlaga verðlag ströngum umhverfisvernd- arkröfum sem er fært um að leysa þennan vanda á viðunandi hátt." í nýlegu hefti Newsweek er lítil- lega fjallað um ástand í Chile eftir 17 ára valdatíð Pinochet einræðis- herra. Þar blómstraði óheftur mark- aðbúskapur og var Chile nokkurs konar spútnik þeirra markaðs- hyggjumanna. Stjórnvöld gáfu fyr- irtækjunum lausan tauminn og gangurinn var rífandi: Meðan skóg- arnir voru brytjaðir niður, fiski- stofnar eyðilagðir og námafélög grófu sig gegnum landið, voru stjórnarandstæðingar pyntaðir, myrtir og fángelsaðir þúsundum saman. Þeir sem eitthvað höfðu við hernað atvinnulífsins gegn náttúr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.