Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 21 unni að athuga fengu alveg sérstaka meðferð: „Kommúnistar! - í grænni sauðargæru." Töfraorðið, bara að nefna það. Upp úr því var ekki ann- að eftir en að draga þá út í næsta öskutunnuport og skjóta eins og hunda. PaulJohnson talar fjálglega um siðmenntaðar þjóðir; það ætti að vera honum og skoðanabræðrum hans umhugsunarefni að „forystu- þjóð siðmenntaðra þjóða", eða öllu heldur stjórnvöld hennar, aðstoðuðu Pinochet við að ryðja úr vegi lýðræð- islega kjörnum forseta Chile og myrða hann. En hvað um það. Hag- vöxtur tók kipp og verðbólga hélst lág. En hin sjálfvirka umbótastefna einkaframtaksins, lét á sér standa. í júlí sl. þurfti að loka skólum og verksmiðjum í Santiago í tvo daga vegna mengunar og foreldrar voru varaðir við að láta börn sín vera utan dyra. Af hverju? Af því að það er ekkert til sem heitir „einkafram- takskerfi með sjálfvirkri umbóta- stefnu". Nema í blautum draumum heittrúaðra markaðshyggjumanna. Hrokinn sem birtist í þessum orðum Johnsons er ekki skyldur þeim sem vísaði á bug öllum þjóðfélags- og umhverfismeinum í Sovétríkjunum; þetta er hann. Nákvæmlega. Reynd- ar er óhugnanlegt hvernig þetta tal um „markaðinn" er oftar en ekki gjörsamlega siðblindur þvættingur. Þegar minnst er á atvinnuleysi eða efnalegt misrétti, þá verða menn staurblankir í framan: sko, markað- urinn, hann segir ... Hagsmunir, pólitík, sanngirni, réttlæti, það leys- ist einhvern veginn allt saman upp. Vegir markaðarins eru órannsakan- legir. Kjarni málsins er sá að spurning- arnar sem liggja fyrir eru pólitískar og siðferðilegar og það getur ekkert „sjálfvirkt kerfi" svarað þeim. Hins vegar er hver og einn frjáls að því hvernig hann svarar og Paul John- son gerir það fyrir sitt leyti með því að stinga höfðinu í sandinn. Hann lýkur reyndar grein sinni með því að benda á að lýðræði sé vænlegt til varnar mengun í 3. heim- inum og rambar þar á eina grund- vallarforsendu sem til þarf. Lýð- ræði, það var lóðið. Og eins og hand- fylli af því fólki sem Johnson segir hafa staðið fyrir Ríó-ráðstefnunni, því fólki sem dró alla þjóðarleiðtoga veraldar á einn stað - nauðuga vih*- uga - að horfast í augu við heiminn. Eittlagenn Hér hefur flestu því sem gaman er að í grein Johnsons verið and- mælt. Þó er eitt eftir, en það eru ummæli sem koma við nýlendu- stefnu Vestur-Evrópuríkja. Þau eru svona: „Þróaðri ríkin hafa ekkert að skammast sín fyrir. Nýlenduveldin, sem sum þeirra ráku, voru mun forsjálli yfirvöld en þau bruðlunar- sömu sjálfstæðu ríki sem tóku við. Fyrstu verndaraðgerðirnar gagn- vart dýrum í útrýmingarhættu eru frá árinu 1822, og til þeirra var gripið í bresku Höfðanýlendunni í Suður-Afríku." Með svipaðri hundalógík mætti segja að kjarnorkusprengjan sem hent var á Hírósíma hafi leyst mörg vandamál borgarbúa. Menn hafa náð fram ýmsu í umhverfismálum síðan 1822 þótt þeir hafi haft minna umleikis en eins og eina nýlendu- stefnu. Nýlendustefnan hneppti milljónir manna í þrældóm. Ný- lendustefnan er óumdeild sem ein- hver sú glórulausasta slátrun á fólki sem gervöll mannkynssagan kann frá að greina. Og hún er með nokkr- um hætti grundvöllur vestrænna lifnaðarhátta. it /MM International Prentvélar, plötugerðartækl, setningartæki og tlciri tæKi fyrlr prentiðnað. Kl'HílgEjfflto Varityper OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavlk Simar 624631 / 624699 Vesturlönd bera ekki ein ábyrgð í umhverfismálum og þau geta ekki ein og sér „bjargað" heiminum. Þau ein hafa hins vegar efnahagslegt þrek, og vonandi pólitískt og sið- ferðilegt líka, til að ráða úrslitum - en nauman tíma. Lifnaðarhættir Vesturlandabúa eru óhæfir til útflutnings og þeir þurfa að breytast. Breytingarnar ganga ekki út á að fórna lífsgæðum, heldur sækjast eftir meiri lífsgæð- um. Og hafi umhverfisvernd verið borin uppi af vondu fólki framan af, þá er hún löngu orðin almenn- ingseign. Því jafnvel ofstækisfullir hægrimenn á borð við Paul Johnson þurfa af og til að gera hlé á sínum formælingum og draga andann. Höfundur er rafeiadavirki. GRÓflRARSTÖÐ 110 REYKJAVIK, SIM! 681441 HFMÍELISRUMIÐ, i70K288cm - með springdýnum - flður: 34.898,- 29000- Ms RÚMFATA m Skeifan 13 Auðbrekku 3 óseyri 4 « Q 108 Reykjavík 200 Kópavogi 600 Akureyr^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.