Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 unni að athuga fengu alveg sérstaka meðferð: „Kommúnistar! - í grænni sauðargæru." Töfraorðið, bara að nefna það. Upp úr því var ekki ann- að eftir en að draga þá út í næsta öskutunnuport og skjóta eins og hunda. PaulJohnson talar fjálglega um siðmenntaðar þjóðir; það ætti að vera honum og skoðanabræðrum hans umhugsunarefni að „forystu- þjóð siðmenntaðra þjóða“, eða öllu heldur stjómvöld hennar, aðstoðuðu Pinochet við að ryðja úr vegi lýðræð- islega kjömum forseta Chile og myrða hann. En hvað um það. Hag- vöxtur tók kipp og verðbólga hélst lág. En hin sjálfvirka umbótastefna einkaframtaksins, lét á sér standa. í júlí sl. þurfti að loka skólum og verksmiðjum í Santiago í tvo daga vegna mengunar og foreldrar voru varaðir við að láta börn sín vera utan dyra. Af hvetju? Af því að það er ekkert til sem heitir „einkafram- takskerfi með sjálfvirkri umbóta- stefnu". Nema í blautum draumum heittrúaðra markaðshyggjumanna. Hrokinn sem birtist í þessum orðum Johnsons er ekki skyldur þeim sem vísaði á bug öllum þjóðfélags- og umhverfismeinum í Sovétríkjunum; þetta er hann. Nákvæmlega. Reynd- ar er óhugnanlegt hvernig þetta tal um „markaðinn" er oftar en ekki gjörsamlega siðblindur þvættingur. Þegar minnst er á atvinnuleysi eða efnalegt misrétti, þá verða menn staurblankir í framan: sko, markað- urinn, hann segir ... Hagsmunir, pólitík, sanngirni, réttlæti, það leys- ist einhvern veginn allt saman upp. Vegir markaðarins eru órannsakan- legir. Kjarni málsins er sá að spurning- arnar sem liggja fyrir eru pólitískar o g siðferðilegar og það getur ekkert „sjálfvirkt kerfi“ svarað þeim. Hins vegar er hver og einn fijáls að því hvemig hann svarar og Paul John- son gerir það fyrir sitt leyti með því að stinga höfðinu í sandinn. Hann lýkur reyndar grein sinni með því að benda á að lýðræði sé vænlegt til vamar mengun í 3. heim- inum og rambar þar á eina gmnd- vallarforsendu sem til þarf. Lýð- ræði, það var lóðið. Og eins og hand- fylli af því fólki sem Johnson segir hafa staðið fyrir Ríó-ráðstefnunni, því fólki sem dró alla þjóðarleiðtoga veraldar á einn stað - nauðuga vilj- uga - að horfast í augu við heiminn. Eitt lag enn Hér hefur flestu því sem gaman er að í grein Johnsons verið and- mælt. Þó er eitt eftir, en það era ummæli sem koma við nýlendu- stefnu Vestur-Evrópuríkja. Þau eru svona: „Þróaðri ríkin hafa ekkert að skammast sín fyrir. Nýlenduveldin, sem sum þeirra ráku, vora mun forsjálli yfirvöld en þau braðlunar- sömu sjálfstæðu ríki sem tóku við. Fyrstu verndaraðgerðimar gagn- vart dýram í útrýmingarhættu era frá árinu 1822, og til þeirra var gripið í bresku Höfðanýlendunni í Suður-Afríku." Með svipaðri hundalógík mætti segja að kjamorkusprengjan sem hent var á Hírósíma hafi leyst mörg vandamál borgarbúa. Menn hafa náð fram ýmsu í umhverfismálum síðan 1822 þótt þeir hafi haft minna umleikis en eins og eina nýlendu- stefnu. Nýlendustefnan hneppti milljónir manna í þrældóm. Ný- lendustefnan er óumdeild sem ein- hver sú glóralausasta slátran á fólki sem gervöll mannkynssagan kann frá að greina. Og hún er með nokkr- um hætti grundvöllur vestrænna lifnaðarhátta. A/AM, International Prentvélar, plötugeröartækl, setnlngartæki og flelrl tæki fyrir prentiðnað. Varityper OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 21 Vesturlönd bera ekki ein ábyrgð í umhverfismálum og þau geta ekki ein og sér „bjargað" heiminum. Þau ein hafa hins vegar efnahagslegt þrek, og vonandi pólitískt og sið- ferðilegt líka, til að ráða úrslitum - en nauman tíma. Lifnaðarhættir Vesturlandabúa era óhæfir til útflutnings og þeir þurfa að breytast. Breytingarnar ganga ekki út á að fórna lífsgæðum, heldur sækjast eftir meiri lífsgæð- um. Og hafi umhverfísvemd verið borin uppi af vondu fólki framan af, þá er hún löngu orðin almenn- ingseign. Því jafnvel ofstækisfullir hægrimenn á borð við Paul Johnson þurfa af og til að gera hlé á sínum formælingum og draga andann. Höfundur er rafeindavirki. Sænguruer: 140H20O cm Koddauer: 50h70 cm Hður: 1.590,- settið RLNHUBRR flísar Rður allt 55W BlÉÍíríw* iÐUBSttiáS HFMHELISRUMIÐ . 170H200 CITl með springdýnum Rður: 34.890 d Skeifan 13 Auðbrekku 3 óseyri 4 q) 0 108 Reykjavík 200 Kópavogi 600 Akureyri^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.