Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 24
24 seei flaaóTHo .8 HuoAciUTMMn giqAjaKUDHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 Þing breska íhaldsflokksins Meirihluti styð- ur Maastricht Brighton. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra og leiðtogi Ihaldsflokksins, vann mikil- vægan sigur á flokksþingi íhaldsflokksins í gær, þegar meirihluti þing- fulltrúa samþykkti að staðfesta bæri Maastricht-samkomulagið um pólitiskan og efnahagslegan samruna Evrópubandalagsins. Greiddu þrír fjórðu fulltrúanna atkvæði með tillögu flokksleiðtogans þessa efn- is. Major á samt eftir að vinna samkomulaginu meirihluta á breska þinginu en jafnvel andstæðingar Maastricht voru þeirrar skoðunar að honum myndi takast það eftir atkvæðagreiðsluna á flokksþinginu. unni þegar það sem þeir í raun viljá er að bundinn verði endi á kreppuna," sagði Heseltine. Sagði hann að samt yrði ekki hvikað frá markmiðum stjórnarinnar og að hún myndi ekki „fara á taugum". Bretland er nú í dýpstu efnahags- lægð sem verið hefur frá fjórða áratugnum. Michael Heseltine, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í ræðu á þinginu í gær að stjórnin myndi fylgja mjög harðri stefnu í efnahagsmálum til að halda verð- bólgu í skefjum og skera grimmt niður ríkisútgjöld. „Við gerum okkur grein fyrir að fólk sem óttast að missa at- vinnu sína, að fyrirtæki sem ramba á barmi gjaldþrots, að allir þeir sem SáSySftóSÆ Jeltsín og Shevardnadze ræða borgarastyrjöldina í Georgíu Reuter Norman Lamont, fjármálaráðherra Bretlands, og kona hans ganga út úr Grand Hotel f Bríghton. Hart hefur verið lagt að Lamont að segja af sér, en hann heldur ræðu á flokksþingi breska í haldsf lokksins í dag. Pólland viU í NATO HANNA Suchocka, forsætis- ráðherra Póllands, lýsti í gær yfir áhuga ríkis síns að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO). Suchocka er nú í heimsókn í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Sagði hún í ræðu að Pólverjar, Ungverjar og Tékkar byggjust við að fá smám saman að taka meiri þátt í öryggissamstarfi banda- lagsins þar sem langtíma- markmiðið yrði fullgild aðild. Ríkisstjórn Kúveit segir afsér Ríkisstjórn Kúveit sagði af sér í gær tveimur dögum eftir kosingar í landinu. Stjórnar- andstæðingar fengu meirihluta í kosningunum. Búist er við að ný stjóm verði mynduð innan tveggja vikna. Nýir þingmenn segja að það verði forgangs- verkefni þingsins að hafa eftir- lit með fjárreiðum stjórnvalda. Ennfremur segjast þeir ætla að láta kanna framferði yfir- valda eftir innrás íraka í ágúst 1990. Vaxtalækkun í Svíþjóð Millibankavextir voru lækk- aðir i Svíþjóð í gær í 18%. Við- brögð á verðbréfamörkuðum voru jákvæð og hækkaði gengi bréfanna við opnun í gær. Einn- ig gætti frekari lækkunar markaðsvaxta en sú þróun byrjaði strax á mánudag. „ Jeltsín veld- ur ekki emb- ættinu" MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrver- andi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í viðtali, sem birt var í gær, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, réði ekki við emb- ættið. „Ég vil ekki að hann tapi, en hann er að tapa," bætti hann við. Sýnt þykir að Jeltsín bregðist ókvæða við þessum ummælum, en sjálfur gagn- rýndi forsetinn Gorbatsjov í fyrradag fyrir að hafa neitað að koma fyrir æðsta dómstól landsins í réttarhöldunum vegna starfsemi sovéska kommúnistaflokksins. Georgíustjórn sendír mík- inn liðsauka til Abkhazíu Moskvu, Brussel. Reuter. STJÓRNARHERINN í Georgíu flutti í gær mikinn liðsafla til Suk- humi, höfuðborgar héraðsins Abkhazíu. Harðir bardagar hafa átt sér stað þar undanfarið milli stjórnarhersins og abkhazískra aðskiln- aðarsinna og náðu hinir síðamefndu stórum hluta héraðsins á sítt vald í kjölfar blóðugra bardaga fyrr í vikunni. Georgíustiórn sakar Rússa um fjallahéruðum, er liggja að landa- að styðja óbeint við bakið á aðskiln- aðarsinnum í Abkhazíu með þvi að koma ekki í veg fyrir að menn úr mærum Georgíu, fari yfir landa- mærin til að berjast við hlið Abk- haza. Edúard Shevardnadze, for- maður ríkisráðs Georgíu, og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ræddu málin í gegnum síma í gær og voru orðaskipti leiðtoganna „einstaklega hvöss og hreinskilin" samkvæmt opinberum yfirlýsingum. Er það talið merkja að Jeltsín og She- vardnadze, sem fram til þessa hafa átt mjög vingjarnleg samskipti, Stríðið í Bosníu SÞ skipar nefnd til að rannsaka stríðsglæpi Slavonskl Brod, Sameinuðu þjóðunum, Washington. Reuter. ORYGGISRAÐ Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) hefur ákveðið að stofna nefnd sérfræðinga sem á að rannsaka meinta stríðsglæpi í fyrrverandi lýðveldum Júgó- slavíu. Þetta er í fyrsta sinn sem slík nefnd er stofnuð og hún gæti orðið til þess að efnt yrði til réttarhalda vegna stríðsglæp- anna í líkingu við NUrnberg-rétfc- arhðldin yfir þýskum nasistum. Hersveitir Serba í Bosníu-Herze- govínu náðu í fyrradag á sitt vald borginni Bosanski Brod, við landamærin að Króatíu, og vest- rænir stjórnarerindrekar sögðu þetta mesta hernaðarsigur sveit- anna undanfarna þrjá mánuði. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld að fela Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að skipa nefnd sérfræðinga, einkum lögfræðinga, til að rann- saka glæpi gegn mannkyninu í Bosníu og Króatíu. Rannsóknin á að beinast að morðum, pyntingum og „þjóðernishreinsunum", sem fel- ast í þvi að borgarar eru neyddir til að flýja heimkynni sín í því skyni að skapa „þjóðernislega hrein svæði". Serbar eru einkum sakaðir um slíkar hreinsanir en fregnir herma að múslimar og Króatar séu ekki saklausir af þeim. Nokkrir fulltrúar aðildarríkja ör- yggisráðsins sögðust ætla að beita sér fyrir því að meintir stríðsglæpa- menn yrðu sóttir til saka, en óvíst er hvort það sé framkvæmanlegt þar sem enginn alþjóðlegur dóm- stóll hefur vald til að fjalla um stríðsglæpi. Jean-Bernard Merimee, sendiherra Frakklands og forseti ráðsins, sagði að til að stofna slíkan dómstól þyrfti alþjóðlegan sátt- mála, en hann bætti við að fyrsta skrefið væri að safna upplýsingum um stríðsglæpina. Fall Bosanski Brod er mikilvæg- ur sigur fyrir Serba þar sem það merkir að þeir hafa náð yfirráðum yfir landræmu í norðurhluta Bosníu sem tengir Serbíu við yfirráðasvæði Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Yfirvöld í Bosníu sögðu að 250 manns, óbreyttir borgarar jafnt sem króatískir og múslimskir hermenn, hefðu beðið bana í nokkurra daga loft- og stórskotaárásum sem gerð- ar voru á Bosanski Brod til að und- irbúa framrásina. Hersveitir múslima og Króata veittu enn mótspyrnu í bænum Koraci, um 10 km suðvestur af Bosanski Brod, en fregnir hermdu í gær að Serbar væru að uppræta síðustu stöðvar þeirra. Þá gerðu Serbar loftárás á bæinn Maglaj í miðhluta Bosníu þótt utanríkisráð- herra Serbíu hefði tilkynnt að þeir væru hættir að beita flugvélum í stríðinu. Yfirlýsingu utanríkisráðherrans var ætlað að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna bannaði flug serneskra herþotna í Bosníu. Lawrenee Eagleburger, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn yrði líklega að fallast á málamiðlun varðandi flugbannið. Öryggisráðið myndi þá fyrst í stað láta nægja að banna flug' Serba yfir Bosníu en ef loftárásir Serba héldu áfram yrði gengið frá annari ályktun um hvernig framfylgja ætti banninu. hafi hnakkrifist. Talsmaður hjá Atlantshafs- bandalaginu (NATO) skýrði í gær frá því að Alexander Chikvaidze, utanríkisráðherra Georgíu, væri væntanlegur til viðræðna í Brussel í dag. Hefur ríkisráð Georgíu farið fram á það við bandalagið að það geri „allt sem í valdi þess stendiír" til að tryggja georgískt landsvæði og til að friðsamleg lausn finnist á deilunni. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri NATO, sagði í gær að menn hefðu miklar áhyggjur af ástandinu í Georgíu. „Ég tel að við höfum meira en nóg af deilum, kreppum og stríðum um allt Evrópu- og Atlantshafssvæðið. Við þurfum ekki á enn einu stríði að halda," sagði hann í gær. Heimildir innan bandalagsins herma að það sé ekki fyrst og fremst sjálf borgarstyrjöld- in í Georgíu sem menn hafi mestar áhyggjur af heldur hættan á átök- um milli Rússlands og Georgíu. Arfur Sovétríkjanna fyrrverandi Heilsutjón og spillt umhverfi Moskvu. Reuter. DÖKK mynd er dregúTupp af spilltu umhverfi Rússa og slæmu heilsufarí í skýrslu, sem stjórnvöld hafa látíð taka saman. Aðeins eitt af hverjuin fjórum börnum getur samkvæmt niðurstöðum henn- ar talist heilbrígt, þegar skólagöngu þeirra lýkur. í útdrætti, sem birtist í dagblað- inu Nezacísímaja Gazeta á mið- vikudag, sagði, að meira en þriðj- ungur íbúa Rússlands byggi í borg- um, þar sem loftmengun væri tíu sinnum mejri en viðmiðunarmörk leyfðu — eða jafnvel enn meiri. Helmingur af öllu kranavatni er óhæfur til drykkjar og svo að segja allar rússneskar ár eru mengaðar — í sumum er mengunin mörg hundruð sinnum meiri en viður- kennd viðmiðunarmörk leyfa. Staðtölur um umhverfismál og heilsufar voru álitnar leyndarmál í tíð risaveldisins sáluga, og umfang eyðileggingarinnar, sem stóriðnað- urinn og kjarnorkuvæðingin hafa valdið, er nú fyrst að koma í ljós. „Við segjum þjóðinni núna, í fyrsta skipti í 70 ár, opinskátt og rétt frá þeim umhverfisvoða, sem við höfum fengið í arf, og heilsu- farsástandinu," sagði Boris Jeltsín forseti I rússneska þinginu á þriðju- dag. I útdrætti skýrslunnar kom með- al annars fram, að yfir 2,5 milljón- ir manna búa á svæðum, sem menguðust í kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl 1986 — og þá er aðeins átt við þá sem búa í Rússlandi, en mengunin bitnaði einnig á milljón- um Ukraínumanna og Hvít-Rússa. Aðeins fjórðungur barna, sem ljúka skólagöngu, getur talist heil- brigður. Ef nýliðaráðningar hersins miðuðust við alþjóðlega heilsu- staðla, yrði aðeins um fímmti hver ungur Rússi talinn hæfur til að gegna herþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.