Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 27
r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 27 sð Haförn KE 14 í togi tíl Keflavíkur í gærkvöldi. Morgunblaðið/Björn Blöndal tvær drauga- ir í dragnótina ífu bátsíns ur 5f- i," á kk tvær draugatrossur í dragnótina með stuttu millibili. Önnur tross- an fór í skrúfuna og telur Karl að nokkurt magn af drauganetum sé í sjónum á þessum slóðum. íi ekki lengdur glumálefni mælir ekki með því að lög- •ði breytt í því skyni að lengja opnunar- frá því sem nú er og hefur borgarráð m- ar, iús ifa ir- 'g- reglusamþykkt er veitingastöðum heimilt að hafa opið frá kl. 6 að morgni til kl. 3 eftir miðnætti. Þrjár stundir vantar upp á heimild til sólarhringsopnunar. Dxc4 - Dxh5, 26. Hb2 - Hg3!, 27. Be2 27. Da6 er skemmtileg hugmynd því drepi svartur drottninguna strax nær hvítur jafntefli með þráskák eftir 27. - bxa6, 28. Bxa6+ - Kc7, 29. Hb7+ - Kc8, 30. Hb2+. Drottningarleikurinn strandar hins vegar á 27. - Hxg2!+, 28. Kxg2 - Dg4+, 29. Kf2 - Dxf4+. 27. - Df7, 28. Bf3 - Hdg8, 29. Db3 Setur á peðið á b7, sem er lík- lega fyrsta alvöru hótun hvíts í skákinni. Fischer setur auðveldlega fyrir þann leka. 29. - b6, 30. De3 - Df6, 31. He2 - Bb5, 32. Hd2 - e5! Nú gengur ekki 33. fxe5 vegna 33. - Dxf3 og hvítur tapar manni. 33. dxe6 - Bc6, 34. Kfl - Bxf3 Spasskí gafst upp. Fyrirsjáanlegt er mikið liðstap eftir 35. gxf3 - Dal+, 36. Del - Hgl+, 37. Hxgl - Hxgl+, 38. Kxgl - Dxel+. Haförnin var á veiðum rúmar 5 sjómílur norðaustur af Hólms- bergi og var dreginn til hafnar í Keflavík af Reykjaborgu RE 25. Karl Ólafsson sagði að þetta væri fimmta draugatrossan sem þeir á Haferninum fengju frá því í júlí og hann vissi til að fleiri dragnótabátar hefðu fengið drauganet á þessum slóðum. „Það er vitað að þéssar trossur eru frá minnstu bátunum, þeir eru með keðjur fyrir dreka og þegar eitthvað verður að veðri fer allt af stað og netin fara í haug. Þannig ráða þeir ekki við að draga trossurnar og skilja þær því bara eftir. Onnur trossan sem við fengum núna hefur verið að minnsta kosti 2 ár í sjó, því hún var merkt og sú trilla var úrelt fyrir tveim árum." Karl sagðist vera viss um að þarna væru mun fleiri trossur sem skildar hefðu verið eftir því ef hann færði sig á harðari botn, eða á hraunjaðar- inn, þá mætti alltaf eiga von á að fá drauganet i dragnótina. „Þetta er mál sem þarf að taka á því þessi net geta bæði verið hættuleg og svo geta þau verið að veiða fisk svo árum skiptir," sagði Karl Ólafsson ennfremur. - BB Borgarráð Borgin styrk- ir Glit hf. um 3 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að veita fyrirtækinu Glit hf. styrk að upphæð 3 millj. til greiðslu á húsaleigu á þessu ári. f umsögn atvinnumálanefndar segir að borgarráð hafi vísað til nefndarinnar erindi frá fyrirtækinu, þar sem óskað er eftir ótilgreindri fjárhæð vegna reksturs Glits hf. Formaður Öryrkjabandalagsins hafi upplýst nefndina um að húsa- leigukostnaður yrði 5 millj. á árinu. Síðan segir: „Fallist borgarráð á að veita Glit hf. umræddan styrk, leggur nefndin til, að jafnframt verði Öryrkjabandalagi íslands til- kynnt, að það geti ekki að óbreyttu reiknað með frekari styrkjum úr borgarsjóði vegna reksturs Glits hf." FJARLAGAFRUMVARPIÐ Niðurskurður til Landhelgisgæslunnar Vona að við þurfum ekki að leggja Óðni og segja upp fólki - segir Gunnar Bergsteinsson forstjóri GUNNAR Bergsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, segist lítið vilja tjá sig um niður- skurð fjárlagafrumvarpsins til Landhelgisgæslunnar og vilja biða eftir afgreiðslu frumvarps- ins og hver verði niðurstaðan á fjárlögum næsta árs. „Ég vona að við þurfum ekki að leggja Óðni og segja upp fólki," sagði hann. Fjárveiting til Landhelgisgæsl- unnar lækkar um rúmlega 90 millj- ónir króna eða 7% að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs og er gert ráð fyrir að varðskipinu Oðni verði lagt á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Landhelgisgæslan hefur sinnt þjónustu við vita landsins undan- farin fjögur ár með Óðni eftir að Vita- og hafnamálastofnun seldi vitaskipið Árvakur. Er gert ráð fyrir um 10 milljóna kr. hækkun fjárveitiiigar til Vitastofnunar til að sinna þessari þjónustu þegar Óðni verður lagt. Að sögn Her- manns Guðjónssonar, vita- og hafnamálastjóra, veldur þessi breyting ekki verulegum vandræð- um fyrir stofnunina sem hann sagði að væri vel í stakk búin til að takast á við þessi verkefni. Flutnmgaþörf til vitanna með skip- um hefði minkað mikið að und- anförnu bæði vegna tæknibreyt- inga og með bættum samgöngum á landi. Sagði hann að meðal ann- ars væri áformað að semja við björgunarsveitir um flutning á vist- um í þá fáu vita þar sem búseta væri og eingöngu væri hægt að komast að sjóleiðis. Kirkjugarðsgjöld verða ekki skert „KirkjugarðsgjÖld verða ekki skert með þeim hætti að skerðing- in renni í ríkissjóð, heldur er hluti gjaldanna færður til annarra verkefna kirkjunnar," segir Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari í samtali við Morgunblaðið en samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er nú gert ráð fyrir að 20% af óskiptri hlutdeild kirkjugarða í tekjuskatti verði varið til að standa straum af kostnaði við tiltek- Á undanförnum árum hefur rík- ið haldið eftir 20% innheimtra kirkjugarðsgjalda til að standa undir innheimtukostnaði ríkissjóðs og áætluðum afföllum álagðra gjalda. Ákvörðun um hætta við þessa skerðingu á næsta ári er í samræmi við yfirlýsingu kirkju- málaráðherra á síðasta kirkjuþingi um að kirkjan fengi aftur óskertar tekjur af kirkjugarðsgjaldi á fjár- lagaárinu 1993. Tekjur kirkjugarðasjóðs eru áætlaðar 33,2 milljónir króna á næsta ári en þar af er hluti kirkju- garðsgjalda 26,2 milljónir. Dóms- málaráðherra mun leggja fram frumvarp til laga á Alþingi í haust um fjármálaráðstafanir á sviði kirkjumála þar sem lagt verður til að kostnaður við tiltekin verkefni á sviði kirkjumála verði borin af hlutdeild kirkjugarða í tekjuskatti á næsta ári og laun umsjónar- manns kirkjugarða greiðist úr kirkjugarðasjóði. Framlag til sjúkrastöðv- ar SAA lækkar um 15% FRAMLAG ríkisins til sjúkra- stððvar SÁÁ lækkar um 15% frá fjárlögum yfirstandandi árs í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár og verður rúmlega 170 milh'ónir króna, en gert er ráð fyrir að stöðin afli sér sjálf 7,2 miUjóna króna með sértekjum. Áformað er að gripa til sér- stakra ráðstafana til að lækka útgjöld til sjúkrastofnana á landsbyggðinni og í Rcykjavík, að stóru sjúkrahúsunum þremur undanskildum, um 85 miUjónir kr. og miinu m.a. fara fram við- ræður við SÁÁ um endurskoðun á rekstri sem leiði til enn frek- ari lækkunar framlaga um 35 millj. kr. Samningur við Náttúrulækn- ingafélag Islands kemur til endur- skoðunar fyrir næstu áramót og í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að styrkur til heilsu- hælisdeildar falli niður, en framlag til heilsuhælis NLFÍ lækkar um 20% frá fjárlögum yfirstandandi árs samkvæmt frumvarpinu. Framlag til stofnunar fyrir ósak- hæfa afbrotamenn að Sogni í Ölf- usi, sem tók til starfa á þessu ári, hækkar um 30 milljónir króna í fjárlagafrumvarpinu eða um 79% og verður rúmlega 71 milljón króna á næsta ári, þar sem gert er ráð fyrir fullum rekstri á árinu 1993. Kaup ríkisstofnana á dagblöðum takmörk- uðvið 150eintök HKIMlLD ríkisstofiiana til dag- blaðakaupa verður takmörkuð við 150 eintök af hverju blaði á næsta ári í stað 250 eintaka eins og verið hefur samkvæmt heim- ildarákvæði fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Þá verður kaupum á 76 eintök- . um dagblaða fyrir Alþingi hætt en rekstrarfjárveiting þess hækkuð í staðinn um 5,5 milljónir króna. Framlag til útgáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka verður sam- einuð styrk til útgáfumála sam- kvæmt tillögum stjórnskipaðrar nefndar í fjárlagafrumvarpinu og er sú skýring gefin að sama þing- nefnd ákveði ráðstöfun þessa fjár til þingflokkanna. Fjárveiting nem- ur 80 milljónum króna sem er óbreytt að krónutölu frá fjárlögum yfirstandandi árs. Góð loðnuveiði Hressir upp á mannskapinn — segir Reynir Jóhannsson á Víkurbergi GK Víkurbergið GK fékk fullfermi af loðim á nokkrum tfmum á loðnumið- iiiuiiu um 33 niiliir norður af Grímsey í fyrrinótt. Fleiri loðnuskip fengu góðan afla loðnan fékkst öll á litlu svæði. Landað hefur veríð 5.500 tonnum af loðnu frá þvi um helgi. Mestu, eða 3.900 tonnum, var landað á Siglufirði, 1.100 tonnum á Akranesi og 500 tonnum í Krossanesi. Dræm síldveiði er á miðunum austan við land. Víkurbergið var rétt utan við Siglu- fjörð þegar tal náðist af Reyni Jó- hannssyni skipstjóra um hádegi í gær. Hann sagði að farið hefði verið út um kvöldmatarleytið á þriðjudag og fengist 600 tonn af loðnu í fyrsta kasti á miðunum. Á milli 20 og 30 tonn hefðu svo fengist gefíns frá Gullberginu. Hann sagði að loðnan væri þokkaleg en tók fram að hún hefði fengist á litlu svæði. „Svona telst ekki í frásögur færandi í febrúar en hressir upp á mannskapinn eftir veiðileysi," sagði Reynir. Helga II. RE landaði á Siglufirði um svipað leyti og Víkurbergið í gær. Hermann Ragnarsson stýrimað- ur sagði að landað hefði verið 1.100 tonnum og hefðu þau fengist á tveim- ur sólarhringum. Mest sagði hann þó að hefði veiðst í fyrrinótt og fengust þá 400 tonn í einu kasti. Um 10 skip voru á miðunum í fyrri- nótt. Alls lönduðu Helga II., Víkur- bergið og Keflvíkingur um 2.500 tonnum af loðnu á Siglufirði í gær. 1.000 tonn komu til Raufarhafnar. Helgi Gunnarsson, stýrimaður á Gígju TF sem er á síldveiðum, sagði að lítið hefði veiðst í fyrrinótt. Aðeins hefði náðst fyrir miðnætti en þá hefði bræla tekið við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.