Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER* 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 27 JltargtuiÞIftfrtfc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ríkisfjármálin Ríkisstjómin hefur lagt fram fjárlagafmmvarp sitt fyrir árið 1993 og er það gert við mjög erfiðar aðstæður í þjóðar- búskapnum. Samdráttur er í efnahagslífinu og verður næsta ár það sjötta í röðinni, en svo langvarandi efnahagssamdráttur hefur ekki áður orðið á lýðveldis- tímanum. Ástæður samdráttar- ins em margar og samofnar, en þó veldur mestu um stórfelldur niðurskurður á þorskafla síðustu árin. Heimilaður þorskafli á næsta ári er 205 þúsund tonn, en kvótinn var 320 þúsund tonn árið 1991. Óhjákvæmilegt er, að það hrikti í undirstöðum efna- hagslífsins við slíkt áfall. Þessu til viðbótar ríkir samdráttur í nágrannalöndum okkar og helztu viðskiptalöndum. Afleiðingin er meira atvinnuleysi en íslendingar hafa reynt í áratugi. Aftur á móti hefur stórkostlegur árangur náðst í baráttunni við verðbólg- una, en hún er lítil sem engin um þessar mundir, og auðveldar það okkur mjög að hefja nýja sókn til aukins hagvaxtar. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir því, að halli ríkissjóðs á næsta ári verði 6,2 milljarðar og er þá reiknað með 2 milljarða króna útgjöldum (lántökum) til að draga úr atvinnuleysi. Tekjur ríkissjóðs em áætlaðar 104,8 milljarðar króna, eða tæplega 1,8 milljarðar umfram áætlaðar tekj- ur í ár, en útgjöldin 111 milljarð- ar, sem er rúmum 1,1 milljarði minna, en reiknað er með á yfir- standandi ári. Pjárlög 1992 gerðu ráð fyrir 4,1 milljarðs halla á ríkissjóði, en nú stefnir í að hann verði 9,1 milljarður. Hallinn gerir því gott betur en að tvöfald- ast á árinu. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, sagði, þegar hann kynnti fjárlagaframvarpið: „Við eram í vöm í þeim efnahagslega samdrætti, sem við eigum við að stríða. Við munum stíga á brems- umar eins og á yfírstandandi ári og munum halda okkur við það.“ Höfuðvandinn í fjármálum ríkis- ins í ár er minni tekjur vegna samdráttarins, en það er einnig ljóst, að niðurskurður í útgjöldum hefur ekki tekizt sem skyldi, m.a. vegna stóraukinna útgjalda til atvinnuleysisbóta. En það er ekki ásættanlegt, að hallinn verði ríflega tvöfalt meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Stíga hefði mátt fastar á bremsumar, þótt það sé. Iangt frá því auðvelt verk í því árferði og atvinnuástandi, sem við búum við. Þrátt fyrir þetta hefur efna- hagsstefna ríkisstjómarinnar valdið þáttaskilum og að sjálf- sögðu ber þar hæst sigurinn yfír verðbólgunni, en hún verður væntanlega ekki nema 1,5% á þessu ári að mati Þjóðhagsstofn- unar og aðeins 2% á næsta ári. Þetta breytir öllu efnahagslegu umhverfi landsmanna og auð- veldar nýja framfarasókn. Þenn- an ávinning verður að veija með öllum ráðum og þess vegna er mikilvægt að eyða hallarekstri ríkisins þegar hagvöxtur eykst á ný. Ríkisstjómin hefur einnig náð veralegum árangri í niðurskurði á lántökum, því lántökur ríkis- sjóðs og annarra opinberra aðila verða um 28 milljarðar í ár en vora 40 milljarðar króna 1991. Ráðgert er að draga enn úr lánsfjárþörfinni um 3 milljarða á næsta ári og er reiknað með, að lántökur hins opinbera á innlend- um lánamarkaði verði innan við helmingur af nýjum spamaði í stað tveggja þriðju hluta í ár. Þetta stuðlar að lækkun vaxta, sem skilar sér að sjálfsögðu til fólks og fyrirtækja. Jafnframt hefur dregið veralega úr við- skiptahallanum við útlönd, sem er áætlaður 13 milljarðar í ár á móti 19 milljörðum 1991. Fjármálaráðherra varaði mjög við því, þegar hann kynnti fram- varpið, að erlend skuldasöfnun íslendinga væri orðin alltof mikil og stefnir í að afborganir og vextir verði 30% af útflutnings- tekjum. Undir þessa viðvöran fjármálaráðherra skal tekið, enda kynda erlendar lántökur undir verðbólgu, og það er enn ein ástæðan til að draga úr ríkis- sjóðshallanum, sem að veralegu leyti er fjármagnaður erlendis. Ymsir lausir endar era í fjár- lagaframvarpinu og má þar m.a. benda á, að ennþá er óljóst hver verður niðurstaðan í virðisauka- skattsmálinu, þar að auki hefur ríkisstjómin boðað breytingar á skattlagningu eignatekna. Samningar era lausir á vinnu- markaði næsta vor og í fram- varpinu er ekki gert ráð fyrir útgjöldum í því sambandi, óvissa er um tekjuöflun vegna sölu rík- iseigna og loks er gömul og ný reynzla, að útgjöld hækka alltaf í meðföram Alþingis, m.a. vegna undanlátssemi þingmanna við þrýstihópa. Ríkisstjóminni er brýn nauð- syn á því, að halda fast við niður- skurð á ríkisútgjöldum„ sníða útgjöldin að tekjunum. Annað leiðir til ófamaðar, þegar til lengri tíma er litið. Ekki fer milli mála, að ijölskyldurna.r og at- vinnulífíð rísa ekki undir ofvexti ríkisbáknsins. Það er þakkarvert, að ríkisstjómin hefur ekki hlust- að á kröfur stjómarandstöðunn- ar um hækkun skatta til að eyða hallanum og auka ríkisumsvifín. Það væri versta leiðin, sem að- eins yki á samdráttinn og drægi enn úr atvinnu. 42.000 kr. dagxir nú á 23.800 kr Veiðileyfi lækka í Laxá í Kjós Mikil lækkun á veiðileyfum er á döfinni í Laxá i Kjós á komandi sumri eftir að stjórn veiðifélags árinnar samdi við Arna Baldursson um áframhaldandi leigu árinnar, en Arni hefur í samvinnu við fleiri leigt ána síðan sumarið 1988. Mestu verðlækkanir fyrir komandi vertið nema 43 prósentum og hafa sumir gengið fram fyrir skjöldu og kallað þetta tímamótasamning, samningar annarra um aðrar laxveiðiár hljóti að taka einhver mið af þessu samkomulagi sem er tilkomið vegna háværra krafna veiðimanna um verðlækkanir. Þá er vitað að samningur um leigu SVFR á Norðurá er á lokastigi og einhver lækkun er þar einnig á ferðinni. Reykjaborgin RE 25 kemur með Haförn KE 14 í togi til Keflavíkur í gærkvöldi. Morgunbiaðið/Bjorn Biondai Fékk tvær drauga- trossur í dragnótina Önnur fór í skrúfu bátsins Ámi Baldursson sagði í samtali við Morgunblaðið að leiguupphæðin sem um var samið væri trúnaðar- mál milli sín og veiðifélagsins, en hann gæti staðfest að um veralega lækkun væri að ræða. „Það vill svo til að ég er fyrir nokkra búinn að selja nær allan útlendingatímann og ætla að halda gamla verðinu þar til streitu. Þannig get ég betur greitt niður þær lækkanir sem ég býð upp á á öðram tímum. Ef við tökum fyrir nokkur dæmi um lækk- unina, þá kostaði dagurinn á tíma- bilinu 12. til 15. júní í fyrra 26.000 krónur. Þessir dagar munu nú kosta 15.800 og er það 40 prósent lækk- Þýski listmálarinn Bernd Koberl- ing slakar á eftir góða vakt í Laxá I Kjós. un. Nokkru seinna, eða 24. til 27. júní kostaði dagurinn 44.000 krón- ur. Það er vinsæll tími kenndur við Jónsmessustrauminn og færri hafa komist að en vildu. Þeir dagar kosta nú 28.600 sem er 35 prósenta lækk- un. Ég býst við að vera með tvö Islendingaholl á dýrasta tímanum í júlí. Þau kostuðu í fyrra 57.000 dagurinn, en lækka nú niður í 48.500 dagurinn, sem er 15 prósent lækkun. „Mest er lækkunin rúm 43 pró- sent. Sem dæmi getum við tekið 11. til 14. ágúst, góðan tíma þar sem Islendingar og erlendir veiði- menn veiða saman á blandað agn. Þeir dagar kostuðu áður 42.000 en lækka nú niður í 23.800. Annað dæmi er hollið dagana 29. ágúst til 1. september þar sem dagurinn í fyrra kostaði 26.600 í fyrra, en lækkar nú í 15.800 dagurinn. Það er 41 prósents lækkun. Ámi sagði enn fremur, að hann myndi kanna meðal viðskiptavina sinna hversu stór hópur það væri sem hefði áhuga á því að veiða í ánni án þess að njóta fæðis og gist- ingar. „Mín reynsla er sú að flestir vilja góðan mat og þægilegt veiði- hús samhliða veiðiskapnum, en því er ekki að neita að það er líka hóp- ur sem vill engan íburð. Ég mun athuga hversu stór sá hópur er og freista þess að raða þeim saman í holl í lok veiðitímans þannig að ég gæti hreinlega lokað eldhúsinu fyrr. Þess má einnig geta, að fæði- og gistikostnaður mun einnig lækka þó ég geti ekki á þessu stigi nefnt tölur þar um,“ sagði Ámi Baldurs- son. Keflavík. „Heppnin hefur verið með okkur fram af en nú er ljóst að við höf- um orðið fyrir talsverðu tjóni,“ sagði Karl Ólafsson skipstjóri á Haferni KE 14 sem í gær fékk tvær draugatrossur í dragnótina með stuttu millibili. Önnur tross- an fór í skrúfuna og telur Karl að nokkurt magn af drauganetum sé í sjónum á þessum slóðum. Haförnin var á veiðum rúmar 5 sjómílur norðaustur af Hólms- bergi og var dreginn til hafnar í Keflavík af Reykjaborgu RE 25. Karl Ólafsson sagði að þetta væri fimmta draugatrossan sem þeir á Haferninum fengju frá því í júlí og hann vissi til að fleiri dragnótabátar hefðu fengið drauganet á þessum slóðum. „Það er vitað að þéssar trossur eru frá minnstu bátunum, þeir eru með keðjur fyrir dreka og þegar eitthvað verður að veðri fer allt af stað og netin fara í haug. Þannig ráða þeir ekki við að draga trossurnar og skilja þær því bara eftir. Önnur trossan sem við fengum núna hefur verið að minnsta kosti 2 ár í sjó, því hún var merkt og sú trilla var úrelt fyrir tveim árum.“ Karl sagðist vera viss um að þarna væru mun fleiri trossur sem skildar hefðu verið eftir því ef hann færði sig á harðari botn, eða á hraunjaðar- inn, þá mætti alltaf eiga von á að fá drauganet í dragnótina. „Þetta er mál sem þarf að taka á því þessi net geta bæði verið hættuleg og svo geta þau verið að veiða fisk svo árum skiptir," sagði Karl Ólafsson ennfremur. - BB Borgarráð Borgin styrk- ir Glit hf. um 3 miiljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að veita fyrirtækinu Glit hf. styrk að upphæð 3 millj. til greiðslu á húsaleigu á þessu ári. í umsögn atvinnumálanefndar segir að borgarráð hafí vísað til nefndarinnar erindi frá fyrirtækinu, þar sem óskað er eftir ótilgreindri fjárhæð vegna reksturs Glits hf. Formaður Öryrkjabandalagsins hafí upplýst nefndina um að húsa- leigukostnaður yrði 5 millj. á árinu. Síðan segir: „Fallist borgarráð á að veita Glit hf. umræddan styrk, leggur nefndin til, að jafnframt verði Öryrkjabandalagi íslands til- kynnt, að það geti ekki að óbreyttu reiknað með frekari styrkjum úr borgarsjóði vegna reksturs Glits hf.“ Borgarráð Opnunartími ekki lengdur SAMSTARFSNEFNI) um lögreglumálefni mælir ekki með því að lög- reglusamþykkt Reylyavíkur verði breytt í því skyni að lengja opnunar- tíma veitingastaða að nóttu til frá því sem nú er og hefur borgarráð samþykkt umsögnina. Umsögnin er tilkomin vegna um- sóknar Guðmundar L. Þórssonar, sem rekur veitingahúsið Grillhús Guðmundar, um leyfí til að hafa veitingastaðinn opinn allan sólar- hringinn. Samkvæmt gildandi lög- reglusamþykkt er veitingastöðum heimilt að hafa opið frá kl. 6 að morgni til kl. 3 eftir miðnætti. Þrjár stundir vantar upp á heimild til sólarhringsopnunar. Fischer lék Spasskí grátt Skák Karl Þorsteins BOBBY FISCHER gjörsigraði Boris Spasskí I sextándu einvígis- skák þeirra í Belgrad í gær. Fisc- her, sem stýrði svörtu mönn- unum í viðureigninni, tefldi byij- unina mjög hvasst og náði frum- kvæðinu áður en byijuninni raunverulega lauk. Spasskl tefldi byijunina veikt, hann flæktist í afíbrigði sem I fræðibókum má finna öflug svör við og þau kunni Fischer. Strax í níunda leik lét hann mann af hendi sem hann náði skömmu siðar til baka með vænlegri stöðu. Hann mætti ráð- leysislegri taflmennsku Spasskís í áframhaldinu með miklum krafti. Fischer hrókeraði á lengri veginn og beindi öllum mönnum sínum að veikri kóngsstöðu hvíts. Á meðan gat hvítur sig lítíð hreyft. Menn hans voru innilok- aði á kóngsvæng, peðin veik og þegar lokaatlaga Fischers hófst var engin spurning um úrslit. Skákinni vill Spasskí örugglega gleyma sem fyrst. Fischer hefur nú hlotið sex vinninga í einvfginu en Spasskí þijá. Sautjánda skákin verður tefld í Belgrad í dag. Hvitt: Boris Spasski Svart: Bobby Fischer Benóni vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. d5 - d6, 4. Rc3 — g6, 5. e4 — Bg7, 6. Bg5?! Spasskí verður hér strax á óná- kvæmni. Kjósi hann biskupnum reit á g5 er betra að leika fyrst 6. Be2 - 0-0, 7. Bg5 sem beinir skákinni í farveg Averbachs-afbrigðisins. 6. - h6, 7. Bh4 - g5,8. Bg3 - Da5 Nú hótar svartur að drepa peð á e4 þar sem riddarinn á c3 er lepp- ur. Hvítur valdar því peðið á þann hátt sem eðlilegast er, en þá lumar Fischer á mjög skemmtilegri mannsfóm sem raunar hefur sést áður. 9. Bd3 9. Rxe4!, 10. Bxe4 — Bxc3+, 11. bxc3 - Dxc3+, 12. Kfl - f5, 13. Hcl - Df6 Svartur hefur fengið tvö peð fyr- ir riddarann og til viðbótar er ljóst að hvítur verður að láta annan bisk- upinn af hendi fyrir peðin. Sam- kvæmt upplýsingum frá Belgrad hefur næsti leikur Spasskís ekki sést í fræðibókum fyrr. Sá leikur er líka vanhugsaður, því með fram- rás h-peðsins veikir hann kóngs- stöðuna. 14. h4? - g4!, 15. Bd3 - f4, 16. Re2 - fxg3, 17. Rxg3 - Hf8, 18. Hc2 - Rd7!, 19. Dxg4 - Re5, 20. De4 20. Dh5+ - Kd8 var engu skárra, því þá hótar svartur bæði biskupn- um á d3 og að fanga drottninguna með 21. - Bg4. Hlutskipti Spasskís í áframhaldinu er hálf dapurlegt, því menn hans eru innilokaðir, peðastaðan veik og mótspilið í raun ekkert. 20. - Bd7, 21. Kgl - 0-0-0, 22. Bfl - Hg8, 23. f4 Spasskí grípur til þess úrræðis að gefa peð í von um eitthvað mót- spil. Um aðra kosti var varla að ræða því hrókurinn á hl kemst ekki í spilið, riddarann á g3 má ekki hreyfa vegna hótunarinnar 23. Rf3+ og hrókurinn á c2 er sífellt bundinn við að valda peðið á f2. 23. - Rxc4, 24. Rh5 - Df7, 25. Dxc4 - Dxh5, 26. Hb2 - Hg3!, 27. Be2 27. Da6 er skemmtileg hugmynd því drepi svartur drottninguna strax nær hvítur jafntefli með þráskák eftir 27. - bxa6, 28. Bxa6+ - Kc7, 29. Hb7+ - Kc8, 30. Hb2+. Drottningarleikurinn strandar hins vegar á 27. - Hxg2!+, 28. Kxg2 - Dg4+, 29. Kf2 - Dxf4+. 27. - Df7, 28. Bf3 - Hdg8, 29. Db3 Setur á peðið á b7, sem er lík- lega fyrsta alvöru hótun hvíts í skákinni. Fischer setur auðveldlega fyrir þann leka. 29. - b6, 30. De3 - Df6, 31. He2 - Bb5, 32. Hd2 - e5! Nú gengur ekki 33. fxe5 vegna 33. - Dxf3 og hvítur tapar manni. 33. dxe6 - Bc6, 34. Kfl - Bxf3 4 Spasskí gafst upp. Fyrirsjáanlegt er mikið liðstap eftir 35. gxf3 - Dal+, 36. Del - Hgl+, 37. Hxgl - Hxgl+, 38. Kxgl - Dxel+. F J ARL AG AFRUM V ARPIÐ Niðurskurður til Landhelgisgæslunnar Vona að við þurfum ekki að leggja Óðni og segja upp fólki segir Gunnar Bergsteinsson forstjóri GUNNAR Bergsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, segist lítíð vilja tjá sig um niður- skurð fjárlagafrumvarpsins tíl Landhelgisgæslunnar og vilja bíða eftír afgreiðslu frumvarps- ins og hver verði niðurstaðan á fjárlögum næsta árs. „Ég vona að við þurfum ekki að leggja Óðni og segja upp fólki,“ sagði hann. Fjárveiting til Landhelgisgæsl- unnar lækkar um rúmlega 90 millj- ónir króna eða 7% að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs og er gert ráð fyrir að varðskipinu Oðni verði lagt á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Landhelgisgæslan hefur sinnt þjónustu við vita landsins undan- farin fjögur ár með Óðni eftir að Vita- og hafnamálastofnun seldi vitaskipið Árvakur. Er gert ráð fyrir um 10 milljóna kr. hækkun fjárveitingar til Vitastofnunar til að sinna þessari þjónustu þegar Óðni verður lagt. Áð sögn Her- manns Guðjónssonar, vita- og hafnamálastjóra, veldur þessi breyting ekki verulegum vandræð- um fyrir stofnunina sem hann sagði að væri vel í stakk búin til að takast á við þessi verkefni. Flutningaþörf til vitanna með skip- um hefði minkað mikið að und- anfömu bæði vegna tæknibreyt- inga og með bættum samgöngum Á undanfömum áram hefur rík- ið haldið eftir 20% innheimtra kirkjugarðsgjalda til að standa undir innheimtukostnaði ríkissjóðs og áætluðum afföllum álagðra gjalda. Ákvörðun um hætta við þessa skerðingu á næsta ári er í samræmi við yfirlýsingu kirkju- málaráðherra á síðasta kirkjuþingi um að kirkjan fengi aftur óskertar tekjur af kirkjugarðsgjaldi á fjár- lagaárinu 1993. Tekjur kirkjugarðasjóðs em á landi. Sagði hann að meðal ann- ars væri áformað að semja við björgunarsveitir um flutning á vist- um í þá fáu vita þar sem búseta væri og eingöngu væri hægt að komast að sjóleiðis. áætlaðar 33,2 milljónir króna á næsta ári en þar af er hluti kirkju- garðsgjalda 26,2 milljónir. Dóms- málaráðherra mun leggja fram frumvarp til laga á Alþingi í haust um fjármálaráðstafanir á sviði kirkjumála þar sem lagt verður til að kostnaður við tiltekin verkefni á sviði kirkjumála verði borin af hlutdeild kirkjugarða í tekjuskatti á næsta ári og laun umsjónar- manns kirkjugarða greiðist úr kirlq'ugarðasjóði. Kirkjugarðsgjöld verða ekki skert „KirkjugarðsgjÖld verða ekki skert með þeim hættí að skerðing- in renni í ríkissjóð, heldur er hlutí gjaldanna færður tíl annarra verkefna kirkjunnar," segir Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari í samtali við Morgunblaðið en samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er nú gert ráð fyrir að 20% af óskiptri hlutdeild kirkjugarða i tekjuskatti verði varið til að standa straum af kostnaði við tiltek- Framlag til sjúkrastöðv- ar SAA lækkar um 15% FRAMLAG ríkisins til sjúkra- stöðvar SÁÁ lækkar um 15% frá fjárlögum yfirstandandi árs í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár og verður rúmlega 170 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að stöðin afli sér sjálf 7,2 mil(jóna króna með sértekjum. Áformað er að grípa tíl sér- stakra ráðstafana tíl að lækka útgjöld til sjúkrastofnana á landsbyggðinni og í Reykjavík, að stóru sjúkrahúsunum þremur undanskildum, um 85 mil(jónir kr. og munu m.a. fara fram við- ræður við SÁÁ um endurskoðun á rekstri sem leiði til enn frek- ari lækkunar framlaga um 35 millj. kr. Samningur við Náttúrulækn- ingafélag Islands kemur til endur- skoðunar fyrir næstu áramót og í fj árlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að styrkur til heilsu- hælisdeildar falli niður, en framlag til heilsuhælis NLFÍ lækkar um 20% frá fjárlögum yfírstandandi árs samkvæmt frumvarpinu. Framlag til stofnunar fyrir ósak- hæfa afbrotamenn að Sogni í Ölf- usi, sem tók til starfa á þessu ári, hækkar um 30 milljónir króna í HEIMILD rikisstofnana til dag- blaðakaupa verður takmörkuð við 150 eintök af hveiju blaði á næsta ári í stað 250 eintaka eins og verið hefur samkvæmt heim- ildarákvæði fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Þá verður kaupum á 76 eintök- um dagblaða fyrir Alþingi hætt en rekstrarfjárveiting þess hækkuð í staðinn um 5,5 milljónir króna. fjárlagafrumvarpinu eða um 79% og verður rúmlega 71 milljón króna á næsta ári, þar sem gert er ráð fyrir fullum rekstri á árinu 1993. Framlag til útgáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka verður sam- einuð styrk til útgáfumála sam- kvæmt tillögum stjómskipaðrar nefndar í fíárlagafrumvarpinu og er sú skýring gefin að sama þing- nefnd ákveði ráðstöfun þessa fíár til þingflokkanna. Fjárveiting nem- ur 80 milljónum króna sem er óbreytt að krónutölu frá fíárlögum yfírstandandi árs. Kaup ríkisstofnana á dag’blöðum takmörk- uð við 150 eintök Góð ioðnuveiði Hressir upp á mannskapinn — segir Reynir Jóhannsson á Víkurbergi GK Víkurbergið GK fékk fullfermi af loðnu á nokkrum tímum á loðnumið- unum um 33 mílur norður af Grímsey í fyrrinótt. Fleiri loðnuskip fengu góðan afla loðnan fékkst öll á litlu svæði. Landað hefur verið 5.500 tonnum af Ioðnu frá þvi um helgi. Mestu, eða 3.900 tonnum, var landað á Siglufirði, 1.100 tonnum á Akranesi og 500 tonnum i Krossanesi. Dræm síldveiði er á miðunum austan við land. Víkurbergið var rétt utan við Siglu- fjörð þegar tal náðist af Reyni Jó- hannssyni skipstjóra um hádegi í gær. Hann sagði að farið hefði verið út um kvöldmatarleytið á þriðjudag og fengist 600 tonn af loðnu í fyrsta kasti á miðunum. Á milli 20 og 30 tonn hefðu svo fengist gefins frá Gullberginu. Hann sagði að loðnan væri þokkaleg en tók fram að hún hefði fengist á litlu svæði. „Svona telst ekki í frásögur færandi í febrúar en hressir upp á mannskapinn eftir veiðileysi," sagði Reynir. Helga II. RE landaði á Siglufirði um svipað leyti og Víkurbergið í gær. Hermann Ragnarsson stýrimað- ur sagði að landað hefði verið 1.100 tonnum og hefðu þau fengist á tveim- ur sólarhringum. Mest sagði hann þó að hefði veiðst í fyrrinótt og fengust þá 400 tonn í einu kasti. Um 10 skip voru á miðunum í fyrri- nótt. Alls lönduðu Helga II., Víkur- bergið og Keflvíkingur um 2.500 tonnum af loðnu á Siglufírði í gær. 1.000 tonn komu til Raufarhafnar. Helgi Gunnarsson, stýrimaður á Gígju TF sem er á síldveiðum, sagði að lítið hefði veiðst í fyrrinótt. Aðeins hefði náðst fyrir miðnætti en þá hefði bræla tekið við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.