Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 30

Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 30 Kristinn H. Gunnarsson Þörf landsmanna fyrir lög- gæslu mjög mismunandi „FÁMENN lögregluumdæmi eru væri óneitanlega ódýrari en fjölmenn," segir Krist- inn H. Gunnarssson (Ab-Vf). Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá þingmanninum sýndist renna nokkrum stoðum undir þessa skoðun þingmannsins. Umfang lögæslu virðist vera 40-45% meira í Reykjavík en á Akureyri. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) lagði nýverið fram fyrirspurn um umfang löggæslu. Uni stöðugildi lögreglumanna í lögregluumdæmum Iandsins og hve mörgum íbúum hver logreglumaður sinnti. Einnig lék þingmanninum hugur á að fá upp- lýst hversu margar yfirvinnustundir lögreglumanna væru áætlaðar sam- kvæmt fjárlögum þessa árs sundurl- iðað eftir lögregluumdæmum og hve margar yfirvinnustundimar væru á hvert stöðugildi lögreglumanns. Dómsmálaráðherra lagði fram skriflegt svar við fyrirspurninni í gær. í svari dómsmálaráðuneytis er gerður sá fyrirvari: „Athuga skal að fjöldi fastráðinna lögreglumanna gefur ekki rétta mynd alls staðar því að víða í dreifbýli eru starfandi héraðslögreglumenn sem inna tölu- vert starf af hendi, einkum við sam- komur. Þá vinna lögreglumenn sum- staðar við fleiri störf, svo sem toll- störf, sjúkraflutninga o.fl. Beinn samanburður milli umdæma er því ekki marktækur samkvæmt fram- ansögðu." Fyrirspyijandi, Kristinn H. Gunn- arssson, kvaðst virða tölfræðilega varkámi ráðuneytismanna en hann væri eindregið þeirrar skoðunar að þær tölur sem þeir hefðu góðfúslega og svo snarlega tekið saman, væm allar athygli og íhugunar verðar. 'T.d. ef horft væri til heimaslóða. í Bolungarvík væm 590 íbúar um hvem lögreglumann en 439 á ísafirði. Samkvæmt svari ráðuneyt- ismanna reiknaðist honum svo til að á fsafirði ynni hver lögreglumað- ur 908 yfírvinnustundir en í Bolung- arvík þyrfti lögreglumaðurinn ekki að vinna nema 600 stundir. Kristinn benti blaðamanni Morgunblaðsins á að héraðslögreglumenn í umdæminu í hlutastarfi væru ekki taldir í þess- um samanburði, þannig að færa mætti fyrir því nokkur rök að mun- urinn á umfangi löggæslunnar á þessum tveimur stöðum væri enn meiri en svör dómsmálaráðuneytis gæfu tilefni til að ætla. Kristinn sagði sjálfsagt að fara varlega í öllum ályktunum en það merkjanlegt að fá- mennari umdæmin væru ódýrari en fjölmenn og yfir- vinnuálagið á sum- um stöðum væri ótrúlega óman- neskulegt. f svari dóms- málaráðuneytis kemur fram að Siglfirðingum er best sinnt með löggæslu; þar eru 295 íbúar um hvern löggæslumann. í Keflavík/Grindavík sinnir hver lög- gæslumaður 404 íbúum. í höfuðstað Kiistinn H. Gunnarsson MÞIfKSI landsins, Reykjavík, gætir hver lög- gæslumaður að velferð og löghlýðni 412 íbúa en hins vegar verður lög- regluþjónn í Hafnarfirði að sinna 615 íbúum að meðaltali. í lögreglu- umdæminu Akureyri/Dalvík eru 586 íbúar um hvern löggæslumann. í Vík í Mýrdal hinsvegar verður lög- reglumaður að hafa auga með 1.208 íbúum. Mjög er misjafnt hve mikil þörf er á yfirvinnu í lögregluumdæmun- um. Mestar eru annimar á Eskifirði en þar verður hver lögregluþjónn að meðaltali að vinna 2.029 yfirvinnu- stundir. Lögreglumaðurinn í Vík í Mýrdal vinnur 1.586 yfirvinnustund- ir, 1.374 yfirvinnustundir eru unnar á Höfn í Homafirði og í Reykjavík vinnur löggæslumaðurinn 806 yfir- vinnustundir að meðaltali en hins vegar þarf meðallögreglumaðurinn í Hafnarfirði ekki að vinna nema 406 stundir í yfirvinnu. Á Akureyri em yfírvinnutímamir 550. í Siglu- firði 616. Að meðaltali vinna lög- gæslumenn landsins 751 stund í yfirvinnu. Reykjavíkurlögreglan áminnir ökumann um að nota ökuljós og bílbelti. Dökkar horfur um sölu sfldar STAÐA síldarsölusaminga var rædd utandagskrár í gær að beiðni Gunnlaugs Stefánssonar (A-Al). Gunnlaugur sagði ábyrgð ís- lenskra stjórnvalda vera mikla. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra tók undir það en íslensk stjórnvöld bæru ekki ábyrgð á hruni kommúnismans. Málsheflandi, Gunnlaugur Stefánsson (A-Al), sagði illar horfur vera um sölu síldar. Síldar- verkendur og fólkið á söltunar- stöðvunum bíða milli vonar og ótta um hvort samningar tækjust. Gunnlaugur sagði ábyrgð stjóm- valda vera mikla, meiri en ef um vanalega viðskiptasamninga væri að ræða. Ábyrgðin fælist í því einkaleyfi sem Síldarútflutnings- nefnd nyti lögum samkvæmt. Gunnlaugur vildi inna sjávarút- vegsráðherra eftir hugsanlegum úrræðum og ráðstöfunum stjóm- valda. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra taldi ástæðu til spyija um tilgang þessarar fyrir- spumar. Gæti verið að þessi fyrir- spurn væri framlag í baráttu til að bijóta niður Síldarútvegsnefnd? Sjávarútvegsráðherra tók undir að ábyrgð stjómvalda væri vissulega mikil en ekki væri hægt að draga þau til ábyrgðar á hruni heims- kommúnismans og í framhaldi af því viðskiptanna í austurvegi. Sjávarútvegsráðherra sagði það hveijum og einum vera fijálst að flytja út síld og nefndin hefði að- stoðað menn sem eftir því hefðu leitað. Tal fyrirspyijanda um einkaleyfí væri misskilningur. Sjávarútvegsráðherra sagði okkur íslendinga nú standa frammi fyrir miklum vanda. Rússlandsmarkað- inn fyrir saltsíld væri langstærsti markaðurinn fyrir saltsíld og það kæmi enginn annar markaður í staðinn fyrir hann. Sfldarútvegs- nefnd og aðrir aðilar hefði leitað þeirra leiða sem færar væru og þrátt fyrir hrun Rússlandsmarkað- ar seldum við hlutfallslega meira af sfld til manneldis en aðrar þjóðir. Þorsteinn Pálsson Jón Sigurðsson Gunnlaugur Stefánsson Fleiri þingmenn tóku til máls og lögðu allir áherslu á mikilvægi sfldarinnar fyrir efnahag okkar og atvinnulíf. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra dró enga dul á að horfumar um síldarsölu/sfldarsölt- un væru dökkar það væri ekki eingöngu vegna þess að Rúss- landsmarkaðurinn væri í kaldakoli heldur einnig vegna góðrar veiði okkar keppinauta. Viðskiptaráð- herra sagði að Ólafur Egilsson sendiherra íslands í Rússlandi hefði átt viðræður við utanríkisvið- skiptaráðherra Rússlands um þessi málefni, Þar hefði komið mjög glöggt fram að gamla kerfið væri úr sér geng- ið. íslenskir út- flytjendur yrðu að snúa sér beint til rússneskra fyrir- tækja til fyrir- tækja sem gætu skipt á öðrum vör- um fyrir sfldina. Þetta gerðist ekki sjálfkrafa og tæki tíma. Það væri eina vonin að fara á staðinn. Viðskiptaráðherra taldi og einn- ig vera nokkra von um að Evrópu- markaðurinn yrði okkur hagstæð- ari í framtíðinni. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, gæfi okkur tollfijálsan aðgang fyrir flestar tegundir saltaðra síldarflaka. í viðræðum og könn- unum við framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins hefði komið fram að tollayfirvöld aðildarríkja EB virtust túlka þessi mál ekki and- stætt sjónarmiðum Síldarútvegs- nefndar. Indíánablús á tveggja ára afmæli Púlsins í TILEFNI tveggja ára afmælis Púlsins, Vitastíg 3, verður sér- stök blúsafmælishátíð dagana 8.-11. október. Gestur hátíðarinnar kemur frá Chicago og heitir Tommy McCracken, af ættum che- rokee-indíána. Ferill Tommys sem atvinnu- söngvarar hófst 1968 en árið 1971 stofnar hann eigin hljómsveit, „The Force of Habit“. Hann var þátttak- andi í bhásbylgjunni sem hófst 1982 og hefur frá þeim tíma getið sér nafn sem einn fremsti blússöngvari og skemmtikraftur Chicagoborgar, segir í frétt frá Púlsinum. Tommy hefur átt því láni að fagna að vinna og koma fram með blústónlistarmönnum á borð við Ray Charles, Albert Collins o.fl. Hann kemur fram með Vinum Dóra á femum tónleikum eins og fyrr segir dagana 8.-11. október og fer forsala fram í verslunum Skífunn- ar, Japis og á Púlsinum. Fyrstu tónleikarnir sem verða í kvöld, fimmtudag, verða í beinni útsendingu Bylgjunnar í boði Sealy og Marco hf. en útsendingin verður milli kl. 22 og 24. Lokatónleikamir sunnudagskvöldið 11. októberverða teknir upp fyrir sjónvarp og er það ValdimarLeifsson, kvikmyndagerð- Fundur um framleiðsluhermun VETRARSTARF Aðgerðarann- sóknafélags íslands, ARFÍ, hefst fimmtudaginn 8. október með fundi um framleiðsluhermun, en þema félagsins í vetur verður einmitt framleiðsluhermun. Flutt verða tvö framsöguerindi: Hugbúnaður fyrir framleiðslu- hermun. Páll Jensson, prófessor við verkfræðideild Háskóla íslands, mun gefa yfirlit yfir nokkra hug- búnaðarpakka sem hafa verið próf- aðir hjá deildinni, m.a. við að herma flæðilínu í frystihúsi. Notkun framleiðsluhermunar. Helgi Þór Ingason, sem nú vinnur að doktorsritgerð sinni, mun segja frá lokaverkefni sínu við vélaverk- fræðiskor sem hann vann undir leið- sögn Páls. Helgi byggði þá hermi- líkan af steypuskála ISAL. Líkanið var notað sem grundvöllur fyrir ákvarðanir um breytt fyrirkomulag og ný tæki. Einnig mun Helgi fjalla um hugmyndir sínar um tengingu Autocad-hönnunarkerfisins við framleiðsluhermun. Fundurinn verður haldinn í Odda við Sturlugötu, stofu 201, fimmtu- daginn 8. október kl. 17.15. Fund- urinn er öllum opinn. armaður, sem það annast í sam- vinnu við Púlsinn. Unnið er að því að koma upp ljós- leiðara á Púlsinum svo í framtíðinni verði auðveldara að senda þaðan beint út á útvarps- og sjónvarps- stöðvum sem ætti að auðvelda þeim sem bera hag innlendrar dagskrár- gerðar fyrir bijósti að auka hlutfall hennar í dagskrá sinni, segir einnig í frétt frá Púlsinum. Tommy McCracken með B.B. King. Ráðstefna HÍK Framhalds- skólinn - til hvers? Árleg skólamálaráðstefna Hins íslenska kennarafélags verður haldin í Borgartúni 6 laugardag- inn 10. október nk. frá klukkan 10.00 til 16.00. Að þessu sinni verður glímt við grundvallar- spurningar um eðli og tilgang framhaldsskólastigsins. Yfir- skrift ráðstefnunnar er „Fram- haldsskólinn - til hvers?“ Ráðstefnan hefst með tveimur erindum, kennaranna Helgu Sigur- jónsdóttur Menntaskólanum í Kópa- vogi og Atla Harðarsonar Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Erindi Helgu heitir „Hvað er í pokanum?" og snýst um aðdraganda og grein- ingu á nýstefnu í skólamálum og stöðu kennarans í því ferli. „Að lesa og skrifa list er góð“ er yfirskriftin á erindi Atla, en hann mun glíma við spurninguna hvert skuli vera aðalmarkmið framhaldsskólans og hvernig þurfi að breyta honum til að ná þessum markmiðum. Að loknum hádegisverði verða umræður í hópum og loks pallborðs- umræður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.