Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 NEYTENDAMAL Bæta þarf meðferð á kartöflum GÆÐI kartaflna sem eru á markaði hér á höfuðborgarsvæðimi þessa haustdaga eru slík að ekki verður lengur orða bundist. Kartöflurnar eru seldar í plastpokum, óflokkaðar, rakar og stundum jafnvel súr- ar. Oft reynist stór hluti kartaflnánna vera smælki. Sem sagt, ekki fyrsta flokks vara. Jafnvel þó að neytendur kvarti árlega yfir léleg- um gæðum kartaflna, virðist það engin áhrif hafa og sagan endurtek- ur sig eins og um óumbreytanlegt náttúrulðgmál sé að ræða. En fyrir neytendur er mikið í húfi og þeir eiga kröfu á að fá óskemmda vöru. Það snertir kaupandann ekki aðeins fjárhagslega, óheilnæmar kartöflur geta haft bein áhrif á heilsu hans og fjölskyldu. Gæði nýju kartaflnanna hafa verið í lágmarki í haust og afföll of mikil. Það er raunar ólíðandi, þar sem um er að ræða matvöru sem keypt er á fullu verði. Smælki og skaddaðar kart- öflur á markaði Þegar kartöflupoki hefur verið opnaður má finna þar nokkrar kart- öflur í þokkalegri útsæðisstærð en aðrar eru minni, allt niður í smátt smælki sem til þessa hefur ekki verið talið söluhæft. Neytendum hefur sjaldan verið boðið upp á skaddaðri kartöflur en einmitt nú í haust. Það kemur einnig ósjaldan fyrir að kartöflurnar eru komnar með grænan lit eða eru jafnvel orðnar grænar þegar komið er með þær heim úr versluninni. Grænar kartöflur og sólanín Grænar kartöflur eru að verða árvisst vandamál hér og virðist sama þó að bornar séu fram kvart- anir, breyting verður lítil til batnað- ar. Græni liturinn á kartöflunum er ekki skaðlaus, hann er merki þess að í kartöflunum hafi myndast SÓLANÍN (glykoalkalióðar) en það er efnasamband sem í miklu magni getur valdið eitrunum hjá neytand- anum (beiska bragðið leynir sér ekki). Það er mjög slæmt að með- ferðin á kartöflum skuli ekki vera betri, eins næringarríkar og kartöfl- ur að jafnaði eru. Meðhöndlun á kartöflum betri áður fyrr Við sem komum frá gömlu kart- öfluræktarsvæðunum fengum snemma kennslu í að meðhöndla kartöflur með varúð. Reynslan hafði kennt ræktendum að með- höndla kartöfluuppskeruna af mik- illi nákvæmni til að viðhalda gæð- um. Kartöflur mátti ekki láta liggja í birtu eftir að þær höfðu verið tekn- ar upp, nema rétt á meðan verið var að þurrka þær. Það var gert til að fyrirbyggja að í þeim myndað- ist þetta græna eiturefni (sólanín). Kartöflurnar voru teknar vettlinga- tökum og handleiknar með mjúkum hönskum svo hýðið yrði fyrir sem minnstu hnjaski. Þess var einnig Bökunat jSjjjM KARTÓFLVfílfl ÉÉ -KG. Kartöflur má aldrei geyma í birtu. gætt að það loftaði vel um þær og þær geymdar á dimmum svölum stað. Sennilega er meðhöndlun á kart- öflum fyrr og nú eitt gleggsta dæm- ið um það hversu illa dýrmæt þekk- ing sem byggð er á reynslu, nær að flytjast frá einni kynslóð til ann- arrar. Sólanín í kartöflum En hvers konar efni er sólanín og hvaða áhrif getur það haft á neytendur? AUGL YSINGAR ATVINNA i BOÐl_ Markaðsstjóri - aukavinna Kolaportið óskar eftir að ráða „markaðs- stjóra" í aukastarf. Vinnutími aðra hvora helgi, laugardag kl. 7.00-18.00 og sunnudag kl. 9.00-18.00. Æskilegt er að viðkomandi geti einnig setið fundi á miðvikudögum kl. 8.30-10.00. Viðkomandi verður þjálfaður til að annast stjórn markaðstorgs Kolaportsins og felst starfið í að annast móttöku seljenda, annast innheimtu, leysa úr vandamálum, sem upp kunna að koma á markaðsdögum, og hafa yfirumsjón með fjölmennu starfsliði Kola- portsins í samvinnu við verkstjóra. Við leitum að starfsmanni, sem er a.m.k. 25 ára gamall, hefur ánægju af að vinna sjálf- stætt og hefur mikla ábyrgðartilfinningu, er reglusamur og heiðarlegur og hefur ánægju af og hæfileika til að umgangast fólk. Viðkomandi verður að hafa þægilega fram- komu en jafnframt að vera duglegur og ákveðinn í starfi. Áhugasamir aðilar eru beðnir að senda umsóknir með ítarlegum upplýsingum til skrifstofu Kolaportsins, Garðastræti 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. otkóber. Fyrirspurnum um starfið verður ekki svarað í síma. Öllum umsóknum verður svarað. KOIAPORTIÐ MrfR/Ca-DXíO&r YMISLEGT Sýningarsalurtil leigu Aðalsýningarsalur Listhússins í Laugardal verður til leigu í vetur. Hér er um 240 fermetra sal að ræða sem hentar mjög vel til ýmissa sýninga á sviði myndlistar og vörukynninga, er tengjast list- um. Umsækjendur sendi skriflegar upplýsingar um sýningarhald sitt og feril til Listgallerís, Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 19, fyrir 12. október nk. Veitingastaður óskast Tveir matreiðslunieistarar óska eftir að taka á leigu eða kaupa veitinga- eða skyndibita- stað. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. októbert merkt: „T - 8227". HUSNÆDIOSKAST íbúð m/húsgögnum óskast 3ja-4ra herbergja íbúð með húsgögnum og öllu innbúi óskast frá og með 1. desember nk. í 1-2 mánuði, helst í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 685387. 3ja-4ra herb. við Ráðhúsið 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu frá 1. nóvember til skemmri eða lengri tíma. Tilboð óskast send til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Ráðhúsið - 971". FUNDIR - MANNFAGNADUR Hvað er lýðræði? Þorsteinn Gylfason, heimspekiprófessor veltir fyrir sér eðli lýðræðis, vestrænum samfélagsgrunni og tengslum stjórnmála við heimspeki á opnum Birtingarfundi um heimspeki og stjórnmál: ' Eru stjórnmálaflokkar ólýðræðislegir? * Ræður meirihlutinn í íslenskri stjórnskipun? * Er til lýðræðisleg ákvörðun? * Meirihlutinn - oftast í minnihluta? Fundarstjóri er Guðrún Helgadóttir, alþing- ismaður. Fundurinn er haldinn á Kornhlöðuloftinu á Bernhöftstorfu á fimmtudagskvöld 8. októ- ber og hefst kl. 20.30. Allir áhugamenn velkomnir. Ráðstefna um kostnað í heilbrigðiskerfi íslendinga í Domus Medica í dag, fimmtudaginn 8. októ- ber 1992, kl. 16.15-18.30. Dagskrá: Starfsandi og starfshvatning á tíma flats niðurskurðar. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Hafa föst fjárlög í heilbrigðisrekstri gengið sér til húðar? Þorkell Helgason, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra. Er hægt að auka kostnaðarvitund heilbrigð- isstarfsfólks; hefur það eitthvað að segja? Kristján Erlendsson, varaformaður Lækna- félags íslands. Eiga kenningar hins „frjálsa markaðar" heima í íslensku heilbrigðiskerfi? Árni Sig- fússon, formaður stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. Stjórnkerfisbreytingar, sem geta stuðlað að bættri þjónustu og rekstri. Högni Ósk- arsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Pallborðsumræður meðal fyrirlesara með þátttöku áheyrenda. Ásmundur Brekkan, prófessor, stýrir. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um heilbrigðismál. Læknafélag Reykjavíkur, Læknafélag íslands. TILKYNNINGAR Hafnarfjörður Verkakvennafélagið Framtíðin Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1992, liggja frammi á skrifstofu félagsins, Strandgötu 11, frá og með fimmtu- deginum 8. októbertil og með þriðjudeginum 13. október og er þá framboðsfrestur útrunn- inn. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin. i t é i 4 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.