Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 33 Sólanín er efni sem myndast í * venjulegum kartöflum og er neyt- " endum hættulaust í litlu magni. Samkvæmt fræðibókum efnafræð- A innar er sólanín neytendum skað- '' laust í litlu magni eða frá 20 mg/kg til 100 mg/kg. Sé sólanínmagnið ? um og yfir 200 mg/kg fer það að T hafa óheppileg áhrif, en nái það 600 mg/kg veldur það alvarlegum eitr- 4 unum. ' Eitrunareinkenni koma fram í ' magaverkjum, þarmabólgum, liða- verkjum, ógleði, uppköstum, eyði- leggingu rauðra blóðfruma, röskun á blóðrás og öndunarstarfsemi, röskun á starfsemi taugakerfisins, fyrst krampi og síðan lömun. Slík hætta getur stafað af ungum óþroskuðum kartöflum og grænum eða gömlum kartöflum sem hafa spírað, en í þessum kartöflum getur sólanínmagnið farið upp í 600 mg/kg. I Til að forðast eitrun af sólaníni er neytendum ráðlagt að afhýða vel A grunsamlegar kartöflur sem eru fp með grænu hýði, þ.e. að skera þykkt hýðið þar sem sólanín efnið er, aðal- .4-"""-— á síðan að sjóða í miklu vatni og hella soðinu. Sólanin í fóðri getur veríð skepnum skaðlegt Athyglisvert er að sólanín og áhrif þess haf a aðallega verið rann- sökuð af dýralæknum en sólanín eitrið er ekki síður skaðlegt dýrum en mönnum. Grænar kartöflur á markaði Lítið er vitað um sólanín innihald íslenskra kartaflna, rannsóknir hafa verið í gangi en niðurstöður liggja ekki fyrir ennþá. I gegnum árin hafa grænar kart- öflur verið algeng sjón í matvöru- verslunum hér. Kartöflur í gulu plastpokunum hafa líka oft verið grænar. Guli litur pokanna villir fyrir neytendum enda ætlað að fegra innihaldið. Plastpokarnir eru sagðir tilkomnir vegna kvartana kaupmanna um sóðaskap af papp- írspokunum með loftgluggunum sem áður voru notaðir. Nú mun vera í undirbúningi að taka pappírs- poka í notkun aftur - jafnvel e.t.v. á næsta ári - kannski. M. Þorv. I* ¦ I.O.O.F. 5 = 1741088'/2 = F.L St.St 5992100819 VII D HELGAFELL 5992100819 IV/V I.O.O.F. 11 = 17410088V2 = B.K. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Icimhjoip (kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúöum. Mikill almenn- ur söngur. Rœðumaður Brynj- ólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. v Hjálprædis- herínn Kirkjiwtrjeti 2 I kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Flóamarkaðsbúðin í Garðastræti 2 er opin kl. 13-18. S7 AD KFUM Fyrsti fundur vetrarins verður í kvöld kl. 20.30. Andrés Jónsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir fjalla um efnið: „í krafti Krists". Allir karlmenn velkomnir. Aðalfundur sunddeildar KR Aðalfundur sunddeildar KR verð- ur haldinn í fundarsal KR í Frostaskjóli fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Stjórnin. UTIVIST Um næstu helgi 9.-11. okt. Hrunárkrókur - Lax- árgljúfur. Gengið niður með Stóru-Laxá ( Hreppum. Farar- stjóri: Kristinn Kristjánsson. 10.-11. okt. Fimmvörðuháls. Gengið upp með Skógá, gist ( Fimmvörðuskála. Á sunnudag er gengið yfir Hálsinn og niður í Bása á Goðalandi. Fararstjóri: Bóthildur Sveinsdóttir. Nánari uppl. og farmiðasala á skrifst. Dagsf. sunnud. 11. okt. Kl. 10.30: Fjörugangan 4. áfangi. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ¦ SÍMI 682533 Laugardagur 10. okt. Kl. 9 - Straumfjörður á Mýrum. Litast um á ströndinni við Sraumfjörð og víðar á strand- lengjunni við Mýrar. Þarna eru m.a. söguslóðir kvikmyndarinn- ar „Svo á jörðu sem á himni". Verð 2000,- kr. Sunnudagsferðir 11.okt. Kl. 13.00 - 1. Selatangar, fjöl- skylduferð. 2. Núpshlíðarháls, fjallganga. Brottför í ferðirnar frá BS(, austanmegin (stansað við Mörkina 6). Helgarferð 9.-11. okt. Haustferð á fullu tungll. Farið um Kjalarsvæðið. Gist á Hvera- völlum. Uppl. og farm. á skrifst., Mörkinni 6. Gerist félagar í Ferðafélaginu. Ferðafélag (slands. Bjórhátíð að hætti Þjóðverja VIKING Brugg hf., framleiðandi Löwenbrau- og Viking-bjórs á íslandi, stendur þessa dagana fyrir miklum hátiðarhöldum tíl þess að kynna bjór og bjórhátiðir. Fyrirmyndin er sótt til Þýskalands, nánar tiltekið Míinchen, þar sem Októberfest er haldið árlega. Októberfest er 16 daga hátíð í miðbæ Reykjavíkur, á Akureyri, sem ölgerðarhúsin þýsku standa fyrir. Þessi hátíð á sér langa sögu og er samtvinnuð þýskri menn- ingu. Hátíð sú sem Viking Brugg hf. stendur fyrir ber yfirskriftina Októberfest '92 og er víðs vegar Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Grunnurinn hefur verið lagður að því að Októberfest geti fest rætur hér á Fróni með tilkomu sérstaks Októberbjórs sem fram- leiðsla er hafin á hér á íslandi, hjá Viking Brugg hf. Þessum árstíða- bundna bjór verður fylgt úr hlaði með níu daga dagskrá í október þar sem þýskir hljómlistarmenn munu skemmta á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu ásamt ís- lenskum starfsbræðrum þeirra. Hátíðin verður formlega sett á Eiðistorgi laugardaginn 10. októ- ber kl. 22.00. (Úr fréttatilkynningu.) Vegna mikillar eftirspurnar verður verksmiðjuútsala Árbliks opnuð á ný dagana 8.-18. október Höfum fengið inn mikið úrval af - dömu- og herrapeysum - barnapeysum - síðum útprjónspeysum á aðeins kr. 1.500-2.990 Einnig ódýran fatnað s.s. buxur, jakka, skyrtur o.fl. Opið mánudag - föstudags frákl. 12.00-18.00. Laugardag kl. frá 10.00-16.00. Árblik hf., Smiðsbúð 9, Garðabæ, sími 91-641466.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.