Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 08.10.1992, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 34 Minning Asgeir Friðjóns- son h éraðsdómari Svo ðrstutt er bil milli blíðu og éls og brugðið getur lánið frá morpi til kvelds. (Matth. Jochumsson.) í dag kved[um við nágranna og fjölskylduvin Asgeir B. Friðjónsson. Kynni okkar hófust haustið 1980. Böm okkar tvö á svipuðum aldri urðu fljótt miklir mátar. Árin hafa liðið, bömin orðið unglingar. Á þessum árum hefur margt gerst og stundum hefur mikillar þolinmæði verið þörf. Þann eiginleika átti Ás- geir í ríkum mæli. Þegar krakkam- ir leituðu til hans var hann alltaf reiðubúinn að sinna þeim. Ásgeir var háttvís maður, trygglyndur og góður fjölskyldumaður. Fátt er ung- mennum hollara en að eiga gott samband við foreldra og aðra full- orðna sem af umburðarlyndi lífs- reynslunnar gefa sér tíma til að hlusta og skilja. Þetta veitti Ásgeir okkar bömum sem og sínum. Nú seinni árin eftir að hann ásamt fjöl- skyldu flutti í næsta hús við okkur áttum við mikil samskipti við þau Kolfinnu og Ásgeir. Við nutum ein- læglega þessara samvista. Og því var allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið, og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þiqna. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Kolfínna og böm! Við svo skyndilegt fráfall elskulegs eigin- manns og föður em orð lítils megn- ug en við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og aðra ástvini í sorg ykkar. Við sendum okkar dýpstu samúðarkvejur. Ásgeir er kvaddur með virðingu og þakklæti og minn- ingin um góðan mann mun lifa. Við óskum honum fararheilla. Anna Sigga, Maggi og börn. Við óvænt fráfall Ásgeirs Frið- jónssonar, koma mér í hug minn- ingar sem fyrst og fremst snerta samstarf okkar um árabil. Ásgeir var dómari við Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum frá stofnun hans árið 1973 og allt þar til á síðstliðnu sumri að hann gerðist héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í samræmi við breytta réttarfarsskipan sem tók gildi 1. júlí sl. í nærri tvo áratugi helgaði Ásgeir þannig starfskrafta sína baráttunni gegn einum mesta böl- valdi samtímans, dreifingu og neyslu fíkniefna, og munu margir tengja nafn hans þessum mikils- verðu störfum hans. í þeirri bar- áttu skipta sköpum ákveðin og skilvirk störf lögreglu og dómstóla og með það að leiðarljósi voru sett lög um sérstakan dómara og rann- sóknardeild í ávana- og fíkniefna- málum nr. 52 frá 13. apríl 1973 og var aðsetur dómsins í lögreglu- stöðinni við Hverfísgötu í Reykja- vík. Kom það í hlut Ásgeirs, sem áður hafði verið fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík, að móta starfshætti hins nýja embættis og veita því forstöðu. Hér var um svo- kallaðan sérdómstól að ræða, sem var falið að fást einvörðungu við brot gegn löggjöf um ávana- og fíkniefni um landið allt sem lög- sagnarumdæmi. Með þessu móti var stefnt að markvissu og sam- hæfðu viðnámi gegn fíkniefna- vandanum. Við embætti Ríkissaksóknara hef ég haft með að gera flest fíkni- efnamál, sem þar hafa verið til meðferðar á undanförnum árum. Vegna þessa höfum við Ásgeir mikil samskipti, enda lagði hann mikla áherslu á að hafa nána og góða samvinnu við aðila tengda þeim málum, er hann hafði til meðferðar. Ekki fór milli mála, að Ásgeir var óvenju samviskusamur og vandvirkur embættismaður, sem lagði sig mjög fram um að leysa viðfangsefnin hverju sinni óað- finnanlega úr hendi. Ósérhlífni hans í þessu sambandi var við- brugðið og virtist manni, sem hon- um væri stundum ekki lagið að komast létt frá verkum sínum. Til þess var samviskusemi hans og eljusemi of mikil. Verkið skyldi vel unnið og ekkert til sparað. Slík vinnubrögð ganga nærri mönnum, þegar til lengdar lætur, og oft og tíðum var manni ljóst, er vel unnir dómar lágu fyrir, að dómarinn hafði gengið nærri sér við samningu þeirra og var þreyttur eftir linnu- lausar skriftir. En verkin voru svo vel af hendi leyst, að fátítt var, að mönnum J>ætti ástæða til að áfrýja dómum Ásgeirs. Vinnuálagið var jafnan mikið við sakadóminn. Var það ekki einungis vegna mikils málafjölda, sem var þar til dómsmeðferðar, heldur kom einnig til mjög mikið annríki vegna tíðra úrskurðarbeiðna frá fíkni- efnalögreglu, sem nær eingöngu var beint til Sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum. Og þá varð iðu- lega að hætta í miðjjum klíðum við það, sem við var fengist, og taka beiðni lögreglu til úrskurðar og oftast „skrifað í kapp við klukk- una“ eins og Ásgeir orðaði það sjálfur. Við Sakadóm í ávana- og fíkni- efnamálum var ekki fjölmennt starfslið. Oftast hafði Ásgeir lög- lærða fulltrúa sér til aðstoðar, lengst af einn, en tvo um skeið, og ritara í hálfu starfí. Gerði hann miklar kröfur til fulltrúa sinna og fyrir kom, að hann leitaði lengi að rétta manninum, er þeir, sem fyrir voru hurfu til annarra starfa. Fyrir nokkrum árum bar við, að hann var án fulltrúa í rúmt ár og er eft- ir á að hyggja ótrúlegt, hvemig honum tókst að halda embættinu gangandi við þær aðstæður. En slík var elja Ásgeirs og þraut- seigja, að hann bætti einfaldlega við sig verkefnum og vinnustund- um á sólarhring. Ásgeir var tvímælalaust gæddur mjög góðum gáfum, sem kom að góðum notum í erfiðu og krefjandi starfí. Hann hafði mjög gott minni og oft undraðist maður, hversu vel hann mundi eftir gömlum málum, bæði nöfnum og málsatvikum. Þá hafði hann skemmtilega frásagnar- gáfu og komst oft mjög vel og eftir- minnilega að orði. Eitt af því sem fljótlega vakti athygli manns í fari Ásgeirs var framkoma hans við þá sakamenn, sem hann þurfti að hafa afskipti af. Hún var nánari og yfírlætis- lausari en maður hafði átt að venj- ast. Jafnframt einkenndist hún af einlægum vilja til að koma til móts við óskir þessa fólks, svo sem kost- ur var og lög heimiluðu. Þá virtist Ásgeir eiga auðvelt með að setja sig í spor margra hinna auðnulausu ungmenna, sem leiðst höfðu út í fíkniefnaneyslu og afbrot. Var Ás- geir í augum margra þeirra ekki einungis dómari í þeirra sök, heldur einnig velviljaður sálusorgari um leið. Vinnulag og hugsanagangur Ásgeirs fannst mér oft bera þess vott, að hann var mjög liðtækur skákmaður. Hann átti auðvelt með að hafa heildaiyfirsýn yfír flókin og umfangsmikil mál og gat enn- fremur séð „marga leiki fram í tím- ann“. Hvort tveggja eru þetta mik- ilsverðir eiginleikar dómara við lausn erfíðra sakamála, en hið síð- amefnda gat einnig leitt til þess, að Ásgeir frestaði að hrinda málum af stað. Hann vildi helst leggja úr vör með lygnan sjó framundan og lagði sig oft fram úm, í samvinnu við sækjanda og veijanda einstakra mála, að leysa úr vandanum, áður en hann yrði til þess að hindra greiðan gang málsins. Þegar kom að því, að Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum yrði lagður niður, var Ásgeiri mjög umhugað um að viðskilnaður hans yrði sem bestur. Síðustu mánuðina lagði Ásgeir á sig gríðarlega vinnu í þessu sambandi og hafði sér til aðstoðar við þetta fulltrúa sinn Bjama Stefánsson, sem hann mat mjög mikils. Unnu þeir saman þrekvirki við lokafrágang mála. Ekki fór fram hjá manni, að hjá Ásgeiri gætti nokkurs kvíða fyrir því að söðla um og hefja störf á nýjum vinnustað við breyttar að- stæður og fást við aðra málaflokka en þann, sem hann hafði fengist svo lengi við. Sennilega hefur þetta verið svipað hjá flestum, sem rétt- arfarsbreytingarnar snertu með þessum hætti, og þá ekki síst hina eldri í starfi. Ekki varð annað séð en að Ásgeir væri ákveðinn í að aðlagast sem fyrst hinum breyttu aðstæðum og lagði hann t.d. mikla áherslu á að tileinka sér tölvutækn- ina í starfí sínu. Þá hafði hann þegar lokið nokkrum málum sam- kvæmt hinni nýju réttarfarslöggjöf; Ásgeir var tvímælalaust einn reyndasti dómari landsins og er ekki að efa, að reynsla hans hefði orðið honum sjálfum og starfs- systkinum hans ómetanleg stoð við lausn erfíðra mála. Hann hafði yfír- burðaþekkingu á öllu því er lýtur að meðferð ávana- og fíkniefna- mála hérlendis og var raunar enn- fremur vel að sér um það, hvemig margar nágrannaþjóðanna taka á þessum málum. Síðla árs 1990 vorum við Ásgeir fulltrúar íslands á ráðstefnu, er fram fór í Sigtuna í Svíþjóð, um fíkniefnamál á Norðurlöndum séð frá sjónarhóli dómara, ákæruvalds og lögmanna. Voru þar saman komnir lögfræðingar úr þessum starfsstéttum, sem áttu það sam- eiginlegt að hafa reynslu og þekk- ingu á meðferð ávana- og fíkni- efnamála í sínu heimalandi. Naut Ásgeir sín vel í þessum félagsskap og kom þar glögglega í ljós, hve lagaframkvæmdin hér heima er keimlík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Var þar um óbeina viðurkenningu að ræða á starfi Ásgeirs við uppbyggingu þesa málaflokks hérlendis. Eftir ráðstefnuna í Sigtuna dvöldum við síðan saman nokkra daga í Kaup- mannahöfn og kynntum okkur störf ákæruvalds og dómstóla þar. Þessa daga kynntist ég Ásgeiri sennilega betur en við margra ára samstarf hér heima. Við slíka sam- veru dögum saman á ferðalagi er- lendis kemur betur í ljós en oft ella hvem mann einstaklingurinn hefur í raun að geyma. Er skemmst frá því að segja, að við þessi nýju kynni mín af Asgeiri kunni ég enn betur að meta hann en fyrr. Hann reyndist mjög góður og jákvæður ferðafélagi, einstaklega hjálpfús og örlátur og mjög áhugasamur um að kynna sér það, sem að gagni mætti koma í starfinu hér heima. Síðast bar fundum okkar Ásgeirs saman í ágúst sl. Hittumst við þá nokkrum sinnum á skrifstofu hans í hinu nýja Dómhúsi við Lækjar- torg, þar sem hann virtist fullbúinn til að takast á við ný verkefni. Ræddum við margnefndan mála- flokk og breytingar, sem á honum yrðu í nýrri réttarfarsskipan. En margt annað bar á góma Jæssa björtu sumardaga. M.a. var Asgeir mjög með hugann við fyrirhugað sumarleyfí sitt, en hann var á leið í langþráð ferðalag um sveitir landsins með fjölskyldu sinni. Var auðséð að hann hlakkaði til þess að geta loks tekið sér frí frá störf- um. Jafnframt ræddum við eitt helsta tómstundagaman Ásgeirs sem var stangveiði. Sumarið áður höfðum við farið fjórir í stutta veiði- ferð að Hítarvatni og ræddum við um að endurtaka það, þótt útséð væri um; að tóm gæfist til þess í sumar. Ásgeir hafði mikið yndi af stangveiði, var útsjónarsamur og einstaklega þolinmóður veiðimaður og fískaði jafnan vel. Sérstaklega var Hítarvatn honum kært í þessu sambandi og hafði hann komið þangað í fjölmörg skipti. Þangað sótti hann kyrrð og næði og end- urnýjaðan lífsþrótt. Það var ánægjulegt að fylgjast með Ásgeiri við vatnið, sem hann þekkti orðið mjög vel, og sem fyrr var hann fús til að miðla af reynslu sinni og kunnáttu. Fór það ekki framhjá okkur félögum hans, að við veiði- skapinn og í snertingu við stór- brotna náttúru undi hann sér vel. Að leiðarlokum vil ég þakka Ásgeiri fyrir langt og ánægjulegt samstarf. Með honum er horfínn góður drengur. Fyrir mína hönd og starfsfélaga minna við embætti Ríkissaksóknara votta ég fjöl- skyldu Ásgeirs innilegustu samúð og megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Egill Stephensen. í dag verður jarðsunginn Ásgeir Friðjónsson héraðsdómari. Kynni mín af Ásgeiri hófust árið 1981 er ég hóf störf við Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, en því embætti veitti Ásgeir forstöðu frá stofnun og allt til þess að embættið var lagt niður með réttarfarsbreyting- um er tóku gildi um mitt yfírstand- andi ár, en þá Iágu leiðir okkar Ásgeirs saman á ný er við hófum báðir störf við héraðsdóm Reykja- víkur. Mörg erfíð og flókin verkefni komu upp við Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, og voru mál oft rædd ítarlega. Sérstaklega er minn- isstætt hvemig Ásgeir hugsaði hlut- ina fram í tímann. Oft vora ekki teknar ákvarðanir fyrr en einstök mál höfðu verið rædd og krafín til mergjar eins og þegar menn ræða skák og reyna að sjá fyrir nokkra leiki fram í tímann. Ásgeiri var sérstaklega lagið að sjá fyrir og koma auga á ólíklegustu hluti. I reynd held ég, að Ásgeir hafí í lög- fræðinni hugsað um úrlausnarefnin eins og skákmaður sem glímir við erfíða stöðu í skákinni, en Ásgeir var mjög góður skákmaður. Kynni mín af Ásgeiri vora góð og leiddu til vinskapar sem aldrei bar skugga á. Með þessum fáu lín- um langar mig að þakka Ásgeiri samfylgdina og þá greiðvikni og vináttu er hann ávallt sýndi í minn garð og fjölskyldu minnar. Samúð- arkveðjur flyt ég eftirlifandi eigin- konu, Kolfínnu Gunnarsdóttur, bömum, bræðram og foreldram. Guðjón Marteinsson. Ásgeir Friðjónsson er látinn. Endurminningamar þjóta gegnum hugann. Traustur og hlýr vinur, hæglátur en glaðvær í góðra vina hópi, glettinn, fyndinn, orðhagur, snjall. Nákvæmur, vandvirkur, stund- um seinn, dulur. Góði)r skákmaður. Starfaði mikið að félagsmálum skákhreyfíngarinnar. Fremur lág- vaxinn maður, grannvaxinn. Lög- fræðingur sem vann fullt starf með námi, góður málamaður. Dómari sem vann langan vinnudag. Stöðugt návígi við heim fíkniefn- anna, heim sem skilur engan eftir sama mann, sem kynnist leikregl- um hans. Gæfumaður í einkalífi, átti góða konu, þrjú mannvænleg börn, fal- legt heimili og samheldna fjöl- skyldu. Skákklúbburinn okkar verður mikið breyttur í haust þegar við byijum að tefla. Ásgeir er horfinn, en minningin lifír, minningin um góðan vin. Ég man fyrst eftir Ásgeiri á menntaskólaáranum. Hann var þá einn af snjöllustu skákmönnum skólans. Faðir hans Friðjón Sig- urðsson fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis var kunnur skákáhuga- maður og synimir sterkir skák- menn. Síðar lágu leiðir okkar saman þegar Ásgeir var kjörinn varafor- seti Skáksambands íslands árið 1969 og innan skákhreyfingarinnar störfuðum við saman til ársins 1974. Á þessum árum lagði Ásgeir fram feiknarlega vinnu fyrir skák- hreyfínguna, mest auðvitað árið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischers og Spasskís var haldið hér í Reykjavík. Ekki er ég viss um að menn geri sér almennt grein fyrir hve mikið álag það mótshald var á stjómarmenn skák- sambandsins alla og framkvæmda- stjóra þess. Ásgeir var mikill aðdáandi og unnandi þeirrar listar sem liggur á sextíu og fjögurra reita borði. Og þar var ekkert svið honum óvið- komandi. Þótt Ásgeir tefldi lítið í skákmót- um var hann glettilega sterkur skákmaður. Annríki hans hélt honum frá tímafrekum skákkeppnum en hrað- skák tefldi hann þegar færi gafst og þá gat hann verið sterkustu meisturam skeinuhættur. Venjulega byggði Ásgeir upp trausta stöðu í skákum sínum með góðu stöðumati og næmni á eðli skákflétta. Oft var það tíminn í hraðskákinni sem réð úrslitum hvort honum tókst að vinna úr stöð- unni og hann gat verið harður keppnismaður. Ásgeir fylgdist mjög vel með í skákheiminum. Hann kom gjaman sem áhorfandi þegar alþjóðaskák- mót vora haldin í borginni og stund var milli stríða í erilsömu starfi hans. Þá var oft gaman að setjast hjá Ásgeiri og ræða við hann skák- stöðumar og næstu leiki. Frá samstarfi okkar innan skák- hreyfíngarinnar verður árið 1972 auðvitað minnisstæðast. Við sátum saman marga erfíða samningafundi í New York, Amst- erdam og Reykjavík. Lögfræði- menntun Ásgeirs kom sér þá oft vel. Flækjumar voru stundum ill- viðráðanlegar. En Ásgeir var jafn- framt frábær enskumaður. í þess- um glímum komu eiginleikar Ás- geirs skýrt í ljós. Það einkenndi málflutning hans hversu vel hann byggði setningar sínar upp og nákvæmlega. Vand- virkni og nákvæmni vora snar þátt- ur í eðlislagi hans. Hann setti ævin- lega nákvæmni og vandvirkni ofar vinnuhraða. Ekki er unnt að rekja marghátt- uð störf stjómarmanna skáksam- bandsins á þessum tíma. Þar urðu allir að vera tilbúnir að gera allt og samhæfður hópur leysti erfitt verkefni, en sérstaklega kemur í huga minn starf Ásgeirs við sölu minjapeninganna og vandvirkni hans og nákvæmni við það verk. Lagalegar hliðar flestra mála lentu líka á borði Ásgeirs. Ásgeir var ákaflega heill maður, heill vinum sínum og heill í því sem hann tók sér fyrir hendur. Svo ótrú- legt sem það er, man ég aldrei eft- ir að hafa heyrt Ásgeir tala illa um nokkurn mann. Ég man vel hve mér var mikill styrkur í að hafa hann við hlið mér. í ölduróti erfiðra ákvarðana þessara ára horfði hann ekki til baka heldur fram á við. Hann deildi ekki um hvort betur hefði mátt gera það sem liðið var, heldur ræddi hversu bregðast skyldi við vanda- málum sem framundan vora. i i i i i i c í ( ( ( I (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.