Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 35 í góðra vina hópi, eins og í skák- klúbbnum okkar, var Ásgeir oftast glaðvær og kátur. Hann var allra manna orðhagastur og hnyttiyrði lágu honum á vörum. Hann gat þá verið glettinn og fyndinn og snjall í tilsvörum. Það segir nokk- uð, að í okkar hópi í skákklúbbnum var hann oft kjörinn vinsælasti skákmaðurinn. Auðvitað sáum við oft að hann var þreyttur, þegar hann kom til okkar í klúbbinn. Við vinir hans vissum að hann vann langan vinnu- dag í erilsömu og erfíðu starfí. En Ásgeir var dulur. Margir opinberir starfsmenn vinna starf sitt frá 9 til 5 og eiga sér þess utan annan heim. Ásgeir var ekki þannig. Erfið úrlausnar- efni starfsins leituðu stöðugt á hann. Starf hans sem fíkniefnadómari var auðvitað návígi við heim lágra hvata og mannlegs vanmáttar. Ásgeir var mjög réttsýnn maður. Það var honum mikilvægt að fara rétt að og að réttlætið næði fram að ganga. En hann bar ekki áhyggjur sínar á torg. Með Ásgeiri er genginn góður félagi, góður maður. Hann var gæfumaður í einkalífí sínu, átti góða konu sem stóð fast við hlið hans, fallegt heimili og mannvænleg börn sem honum þótti mjög vænt um. Þegar ég rita þessar línur fínnst mér eins og ég sjái hann fyrir mér, glettinn á svip með snjallar athugasemdir og innskot á vörum. Þannig mun ég varðveita minningu hans í huga mér. Konu hans, Kolfinnu, börnum þeirra, öldruðum foreldrum hans sem og öðrum ættingjum sendi ég mínar inniiegustu samúðarkveðjur. Guðmundur G. Þórarinsson, forsetí Skáksambands íslands. Mig langar að minnst míns ágæta vinar Ásgeirs Friðjónssonar dómara. Ég kynntist honum þegar hann var fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1970. Þá vann ég að fíkniefnarannsókn á Stór-Reykja- víkursvæðinu ásamt dugmiklum lögreglumönnum. Oft ræddum við Ásgeir þá langtímum saman um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn út- breiðslu fíkniefna. Ég fann strax að þar var á ferð maður sem gæti öðrum fremur skilgreint og skipu- lagt aðgerðir, afburða glöggur og nákvæmur og hafði kjark og ein- beitni að koma verkefnum í fram- kvæmd. Okkur var báðum ljóst að fljótt yrði að bregðast við þessum vágesti og gerðum tillögur um skjótvirkar aðgerðir til viðkomandi stjómvalda. A þessum tíma vissi þjóðin lítið sem ekkert um fíkni- efni, áhrif þeirra og afleiðingar og sama gilti um þingmenn og ráðu- neyti. Okkur fannst róðurinn sækj- ast seint og brim og boðar torvelda landgöngu. Við ræddum þessi vandamál við þáverandi lögreglu- stjóra í Reykjavík, Siguijón Sig- urðsson, sem strax sýndi mikinn áhuga og skilning á málinu og bauð fram alla þá aðstoð, sem embætti hans gæti í té látið. Við ákváðum að hefja skipulegar rann- sóknir á innflutningi og dreifingu fíkniefna, jafnframt reyndum við eftir fremsta megni að upplýsa og fræða þjóðina í gegnum fjölmiðla og með fundarhöldum um hinar geigvænlegu hættúr sem æskufólki stafaði af slíkri neyslu. Aldrei hef ég unnið að neinu verkefni á mínum starfsferli með jafn samstilltum hópi löggæslu- manna; sá brennandi áhugi og dugnaður sem einkenndu störf þeirra var með ólíkindum, aldrei var spurt hvað klukkan væri þó áliðið væri nætur. Verkefnin sátu ávallt í fyrirrúmi. Verkefnin voru hugsjón ofar öllu daglegu þrasi og þar fór Ásgeir fyrir sveitinni. Hon- um var einkar lagið að nýta hæfí- leika hvers og eins og gera verkefn- in lifandi og áhugaverð. Hans góða greind, víðsýni, heiðarleiki og vin- semd við samverkamenn sína verð- ur okkur öllum ógleymanleg og reyndar rík sálarbót sem nutum. Það var því sjálfgefið þegar dóm- stóll í ávana- og fíkniefnum var stofnaður að Ásgeir Friðjónsson yrði skipaður sakadómari. Hann gegndi því starfí frá 1973-92 eða í hartnær tvo áratugi. Hann mót- aði störf og stefnu þessa mála- flokks og ég leyfí mér að fullyrða að engin hefur lagt meira af mörk- um en hann á þeim vettvangi. Dómarastörfum fylgir mikil ábyrgð, framkvæmd laga og skil- virk málsmeðferð er vandmeðfarin. Þó lögin afmarki verksvið dómara, þarf réttsýni og aðrir mannkostir að koma til við dómsgerðir. Ásgeiri tókst að samræma þessi grundvall- aratriði. Nú er þessi hæfileikaríki félagi og vinur okkar horfínn. Ég veit að lögreglumenn sakna hans sárt, til hans var alltaf hægt að leita um aðstoð og úrlausnir. Ásgeir var skákmaður góður og var 'varafor- seti Skáksambands íslands frá 1969-1974 og átti sem slíkur þátt í undirbúningi og framkvæmd heimsmeistaraeinvígisins í skák 1972. Skákin þjálfar rökrétta og hugræna einbeitingu sagði hann stundum þegar við vorum að kljást við erfið og margslungin mál. Hann var einkar orðhagur maður með góða kímnigáfu. Það er með mikl- um söknuði sem ég kveð þennan ágæta vin. Kveðjustundin er óum- flýjanleg en áfram lifír minningin um góðan félaga. Eiginkonu og bömum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Guð veiti ykkur styrk á þessari sorgar- stund. Kristján Pétursson. Ég vil í fáum línum minnast þessa mæta manns. Við hittumst fyrst við skákborðið og tókum eina létta í matartíman- um en sjðan er liðið vel á annan áratug. Ég hékk í jafntefli því and- stæðingurinn stýrði liði sínu skipu- lega og sótti grimmt. Tíminn er fljótur að líða, sé litið til baka. En margar urðu skákirnar sem við tefldum og oftar en ekki þurfti ég að leggja kónginn á hliðina því Asgeir lék fallegar skákir bæði í sókn og vörn sem báru honum vitni um fijóa hugmyndaauðgi. Það gerði hann að eftirsóknar- verðum mótheija, en Ásgeir var mjög góður hraðskákmaður sem lögreglumenn kunna vel að meta. Þetta eru nú liðnar stundir sem ég þakka og sakna. En þó fyrst og fremst minnist ég Ásgeirs sem heilsteyptrar persónu er naut virð- ingar og trausts í vandasömu og erilsömu starfi sem dómari í ávana- og fíkniefnamálum. Alltaf var gott að koma í smiðju til hans og leita ráða og hlusta eftir hvað hann hefði til málanna að leggja. Leiðir okkar lágu oft saman, því störf okkar áttu þó nokkra samleið. Já, ég sakna þessa hógværa og ágæta manns, hvort sem er í leik eða starfí. Hann var fyrirvaralaust brott- kallaður úr okkar jarðríki á fund feðra sinna, en eftir stöndum við hljóð og söknum vinar í stað. Þorsteinn Alfreðsson. Kveðja frá samstarfsfólki í Héraðsdómi Reykjavíkur Ásgeir Friðjónsson héraðsdóm- ari í Reykjavík verður jarðsunginn í dag. Hann var um langt skeið dómari í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum. Við breytingu á dómstólaskipaninni um mitt þetta ár var sá dómstóll lagður niður ásamt öðrum dómstólum í Reykja- vík. Héraðsdómi Reykjavíkur voru fengin öll gögn þessara dómstóla. Gögn frá Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum báru þess vott að embættisfærsla Ásgeirs var ná- kvæm og örugg og unnin af sam- viskusemi. Á sama tíma tók Ásgeir við embætti héraðsdómara í Reykjavík og gegndi því starfí er hann féll til foldar langt um aldur fram. Kynnin í héraðsdómnum voru því ekki löng en engum duldist að þar fór íhugull, glöggskyggn og varkár dómari, sem virtist ekki unna sér hvfldar nema gjörskoða öll mál sem hann hafði með hönd- um. Með sama hætti kynnti hann sér rækilega nýja löggjöf um með- ferð opinberra mála og hafði í umræðum um hana sitthvað til málanna að leggja, oft það sem öðrum hafði yfírsést. Ásgeir var mikið prúðmenni með hógværa kímnigáfu og öll umgengni við hann einkar þægileg. Okkur er öll- um djúp sorg í huga þegar örlögin hafa gripið til slíkra heljartaka að Ásgeir er ekki lengur á meðal okk- ar. Eiginkonu hans og bömum og fjölskyldu allri, sem sár harmur er kveðinn að, sendum við ríkar sam- úðarkveðjur. Friðgeir Björnsson dómstjóri. Ótrúlegt afmælisverð!!! Síðustu tækin á þessu einstaka verði 20" litsjónvarp + myndbandstæki.........49.900 stgr. Aðeins 35 sett eftir 5132 Adyson 20“ listjónvarp m/fjarst....27.900 stgr. 2800 ELTA myndbandstæki m/fjarst........24.900 stgr. 2032 ELTA 20" litsjónvarp m/fjarst.....29.900 stgr. Aðeins 15 stk. eftir 2013 ELTA14" litsjónvarp m/fjarst......22.900 stgr. Aðeins 10 stk. eftir 2616 ELTA hljómflutningstæki (útv. pl.sp. geislaspilari, tvöf. kasettut., tónjafnari og tveir hát.) CD-25 Starlite bíltæki með CD- spilara ...26.900 stgr. Aðeins 12 stk. eftir 7660 ELTA bíltæki með stöðvaminnum......9.900 stgr. Sjónvörp ■ myndbandstæki ■ hljómtæki ■ ferdaútvörp ■ útvarpsklukkur vasadiskó ■ ferdatæki ■ heyrnartól ■ hljómbord - biltæki ■ bilhátalarar TONVER Garðastræti 2, Reykjavík, símj 91-627799. Sendum hvert á land sem er Þýskt gæðamerki — Munalán — Ábyrgð. Kr 1,500,- á mcmiuði og t>iö fctiö 8TBSAE.Í3 SŒ> TEPPALAGT Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigaganginn eins og dœmin sanna. Við bjóðum viðurkennd teppi sem þola mikinn umgang og álag. Dœmi fyrir 8 íbúða stigahús. Dœmi fyrir 14 íbúða stigahús. Staðgr. kr 24,670,- pr íbúð. Staðgr. kr 22,995,- pr íbúð. M/aíb. kr 25,670,- pr íbúð. M/afb. kr 23,986,- pr íbúð. Mánaðargr. kr 1,500,- pr íbúð. Mánaðargr. kr 1,400,- pr íbúð. * Algengt er að útborgun nemi 1/3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgimum á 11 til 18 mánaða greiðslutímabil. Með þeim hœtti getur mánaðargreiðsla á hverja íbúð farið niður í kr 1,500,- pr íbúð. Gerum einnig góð staðgreiðslutilboð. Út októbermánuð bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús. Við fjarlœgjum gömul teppi, mœlum upp, sníðum og leggjum ný teppi íljótt og vel. Við lánum stórar prufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. yT teppi á S 1 lG ABÚSIÐ fvrir jó fi TEPPABUÐIN GOLFEFNAMARKAÐUR ■ SUÐURLANDSBRAUT 26 ■ SÍMI 91-681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.