Morgunblaðið - 08.10.1992, Page 36

Morgunblaðið - 08.10.1992, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1992 Krisiján M. Guð- jónsson - Minning Fæddur 22. september 1970 Dáinn 27. september 1992 Það er skrýtið að þurfa að horfa' á eftir góðum vini þegar við erum loks að komast út í hið raunverulega líf og teljum okkur tilbúin að takast á við framtíðina. Um leið og við kynntumst Stjána og félögum hans vissum við að þar ættum við trausta og góða vini alla tíð. Þetta er stór og samheldinn vina- hópur og yfirleitt var eitthvað uppi á teningnum. Þar má nefna sumar- bústaðaferðir og Þórsmerkurferðir, sem eru árlegir viðburðir og munu seint gleymast. í þessum ferðum kynntist hópurinn mjög vel og þar, jafnt sem annars staðar, var gott að ræða við Stjána um lífið og tilver- una. Hann var mjög hreinskilinn og einlægur og kunni lagið á því að koma manni í gott skap. Það var alveg sama hvar og hve- nær við hittumst, Stjáni hélt alltaf sínu striki, þó veikindin hefðu smám saman dregið mjög úr þrótti hans. Það var ekki síst að þakka konu hans, Hrafnhildi, sem stóð við hlið hans og studdi hann í veikindunum. Nú er komið stórt skarð í vinahóp- inn en við verðum að standa saman og minningin um góðan vin mun aldr- ei gleymast, því við vitum að Stjáni mun alltaf vera á meðal okkar. Elsku Hrafnhildur, Hólmfríður, Guðjón og Magnús, guð styrki ykkur í sorginni. Adda og Guðrún. Ungur maður er í dag fluttur yfir móðuna miklu. Harmafregn. Sumum er það gleðiefni að flytja, öðrum er það áhyggjuefni og reynd- ar er það gjaman hvort tveggja. Fyrir átta árum fluttum við á milli bæjarfélaga. Tilfinningar okkar voru blendnar. Bömin missa vini, en von- andi eignast þau nýja. Það getur gengið á ýmsu. Við fluttum við upp- haf nýs skólaárs og fljótlega liðu hjá áhyggjur okkar af þessum málum. Synir okkar eignuðust fljótt nýja og góða vini. Á meðal þeirra var Krist- ján Matthías Guðjónsson sem í dag er fluttur yfir móðuna miklu. Þórar- inn, sonur okkar, og Kristján urðu miklir félagar og vinir strax á fyrsta vetri í okkar nýja sveitarfélagi. Er gmnnskóla lauk, skildu að vísu leiðir hvað skóla varðar. Það kom ekki að sök, vinskapur þeirra var innsiglað- ur. í grunnskóla lögðu þeir drög að ferð er farin skyldi að afloknum stúd- entsprófum þeirra beggja. Sú ætlun stóðst og fyrir rösku ári fóm þrír góðir vinir í 5 vikna bílferð um Evr- ópu. IGistján var fríður piltur, ávallt hress og virtist ákveðinn og vita hvað hann vildi. Hugur hans var opinn og þótti okkur jafnan gaman að návist hans og var hann aufúsugestur á heimili okkar. í dag er dagur flutninga. Glæsileg- ur unjjur maður, nýlega orðinn 22 ára, er kallaður á brott. Mann setur hljóðan. Kristján var sjálfur hið mesta karlmenni og æðmlaus til hinstu stundar. Megi sú vitneskja sefa sorg hans nánustu. Guð blessi minningu Kristjáns og veiti styrk til syrgjandi eiginkonu, foreldra og bróður. Anna Sigríður og Valdimar. Þann 27. september hvarf sjónum okkar vinur og félagi til margra ára, Kristján M. Guðjónsson. Það var upp úr síðustu áramótum sem Stjáni sagði okkur þær válegu fréttir, í framhaldi af rannsóknum, að hann væri með krabbamein. Næstu daga lá Stjáni á Landspítalanum þar sem hann hafði gengist undir mikla og erfiða aðgerð en þrátt fyrir hrakspár var eins og ekkert fengið bitið á hann, slíkur var styrkur hans og hans nánustu. Hann var ótrúlega fljótur að kom- ast aftur á stjá og farinn að taka þátt í lífínu og tilveranni eins og ekkert hefði í skorist. Þegar við horfum til baka til lið- inna ára er eins og við komumst aldr- ei að upphafínu. Svo margt hefur á dagana drifið með Stjána og minn- ingin er enn svo ljóslifandi að hver atburður hindrar okkur í að ná lengra aftur í fortíðina. Sennilega var jafn misjafnt og við félagamir vomm margir hvemig við kynntumst hon- um en það sýnir líka hversu gott hann átti með að kynnast fólki og hversu vel honum hélst á vinunum. Þegar tímar liðu myndaðist stór hóp- ur margra vina og félaga Stjána sem svo hittust í fyrsta sinn allir saman eina helgi í ágústmánuði 1989. Það var þá sem kynni Stjána og eigin- konu hans, Hrafnhildar, hófust fyrir alvöra. Þrátt fyrir að hópurinn hafi dreifst og fjarlægst hélst alltaf ákveðinn lqami, en það var ekki síst fyrir atbeina Stjána. Margir atburðir koma upp í huga okkar þegar við lítum um öxl. Við minnumst vel tvítugsafmælisins og stúdentsáfangans og einnig draums- ins um Evrópuferð sem varð að vem- leika sumarið eftir. Stjáni var mjög duglegur við að virlq'a fólk í hitt og þetta og það var einmitt hann sem var aðalhvatamað- urinn að því að við fómm reglulega saman út að borða og hann hélt því áfram þrátt fyrir veikindi sín. Við glöddumst mikið þegar Hrafn- hildur og Stjáni giftu sig, en þau höfðu í sumar flutt saman í íbúð við Skeiðarvog. Hrafnhildur var honum styrk stoð í baráttunni við sjúkdóm- inn og vék aldrei frá honum. Við viljum þakka Hrafnhbildi fyrir þann dugnað og þá elju sem hún sýndi vini okkar i raun. Ást þeirra var sönn, og innsigluð með hjónabandi þeirra 8 dögum fyrir andlát Stjána. Við viljum votta Hrafnhildi og fjöl- skyldu hennar, foreldmm Stjána, þeim Hólmfríði og Guðjóni, og bróður hans, Magnúsi, samúð okkar allra svo og öðram ættingjum og vinum Stjána. Öll árin sem við höfðum Stjána hjá okkur era ár sem við munum minnast með gleði og söknuði, en þó hann sé horfinn sjónum hverfur hann aldrei úr hugum okkar. Benni, Eiki, Hansi, Raggi, Siggi og Tóti. Mánudaginn 28. september síðast- liðinn bárast mér þau sorgartíðindi að vinur minn, Kristján, hefði látist eftir erfiða baráttu við illkynja sjúk- dóm. Aldrei óraði mig fyrir því að ég ætti eftir að skrifa minningarorð um svo ungan mann í blóma lífsins. Kynni okkar hófust fyrir nokkram áram er við störfuðum saman um skamma hríð og tókst strax með okkur góð vinátta. Naut ég ætíð i T' ( mikillar gestrisni á heimili Kristjáns þar sem við ræddum saman um heima og geima. Kristján var mjög skemmtilegur maður að tala við og hafði visst aðdráttarafl á fólk enda þekki ég engan sem átti svona marga vini. Við mannfólkið eram alltaf tilbúin að fagna fæðingu en við eram alltaf illa undir það búin þegar dauðinn knýr dyra. Ég er viss um að Kristjáni hafi verið ætlað stærra hlutverk annars staðar, en eins og segir í spámann- inum, þegar jörðin krefst líkama þíns þá fyrst muntu dansa. Ég veit að hjörtu okkar era þung sem blý, en hann er í hjörtum okkar og í hjarta guðs. Ég vil votta eiginkonu og fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúð, og bið góðan guð að styrkja þau á sorg- arstund. Birgir Bemdsen. Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm. 46;2.) Mig langar að kveðja vin minn og mág, Kristján M. Guðjónsson, sem nú er látinn eftir stutta og erfiða sjúkdómslegu. Kristján fæddist 22. september 1970, annar sona hjónanna Hólm- fríðar Benediktsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Bróðir hans er Magnús Benedikt, þremur áram eldri. Ég kynntist Kristjáni fyrst haustið 1989 er hann fór að venja komur sína, ásamt Hansa, vini sínum, á heimili flölskyldu okkar. Það var ekki fyrr en Kristján fór að koma einn síns liðs að við vissum hvor þeirra var f raun að heimsækja Hrafnhildi, systur mína. Þau kynnt- ust í KSS eins og margir af þeirra vinum. Flestir ef ekki allir vinir þeirra hafa einhvem tíma verið í KSS. Þar eignuðust þau trú á Jesú Krist og það er gott veganesti út í lífið. Kristján útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 1991. Eftir það starfaði hann hjá tölvufyrirtæki á Seltjamarnesi eða þar til hann veiktist. Hrafnhildur og Kristján vora bæði mjög ákveðir. og föst fyrir og höfðu ákveðnar skoð- anir á hinum ýmsu málum. Ekki vora þau nú alltaf sammála en þau áttu samt mjög vel saman og lynti vel; í janúar sl. dundi yfir okkur sú fregn að Kristján væri haldinn krabbameini. Eftir að veikindin komu í ljós má segja að við höfum kynnst hans innri manni. Þá kom í ljós hversu sterkur og mikill persónuleiki hans var. Og mín litla systir, ó hVe þú varst stór og sterk. Aldrei létu þau hugfallast og aldrei leyfðu þau þeim hugsunum að komast að ef og hvenær kallið kæmi. Þau tóku hvern einn dag fyrir í einu. Á páskadagsmorgun sl. opinber- uðu Hrafnhildur og Kristján trúlofun sína. Þau vora stödd ásamt foreldram okkar og systkinum í sumarbústað í Munaðamesi. Mikið samgladdist ég þeim og vonaði að sá dagur kæmi er öll hans mein væra horfin. Ég veit að þau áttu gott sumar og góð- ar stundir saman. Ákvörðun þeirra að flytjast saman snemma í sumar var rétt og skynsamleg, þó ekki væri sambúðin löng. Hrafnhildur annaðist Kristján á litla heimilinu þeirra af mikilli alúð og ást. Hrafn- hildur og Kristján studdu hvort ann- að vel í veikindum hans. Um miðjan ágúst fór svo heilsu hans að hraka en aldrei kvartaði hann, þó auðséð væri að hann liði kvalir. Lífsviljinn var kvölunum yfirsterkari. Það var mikil gleðistund fyrir okk- ur öll er Hrafnhildur og Kristján gengu í hjónaband í kapellu Land- spítalans 19. september sl. Þetta var yndisleg stund og við fallegra brúð- kaup hef ég aldrei verið viðstödd. Þau áttu góðan og yndislegan dag ásamt foreldram sínum og systkin- um. Hrafnhildur systir mín sýndi ótrúlegan styrk og dugnað í erfiðum veikindum Kristjáns og vék aldrei frá honum þann stutta tíma sem hann lá á sjúkrahúsi. Einnig vora foreldrar okkar og hans ómetanlegur styrkur fyrir Kristján. Það er erfið og mikil eftirsjá fyrir okkur öll að horfa á eftir Kristjáni tekinn svo snemma burt. Minningamar sem allir vinir og ættingjar eiga um góðan dreng lifa áfram með okkur. Elsku besta systir, Guð varðveiti þig og gefi þér styrk í þinni miklu sorg. Þú átt stóra systur, góða fjöl- skyldu og vinahóp sem öll era til staðar þegar þú þarfnast huggunar. Elsku Fríða, Guðjón og Maggi Benni. Guð veri með ykkur og styrki. Þið eigið fallegar minningar um kæran son og bróður. Elsku mamma og pabbi, við eigum góðar minningar um góðan vin. Guð veri með ykkur. Ég kveð kæran vin minn og mág, Kristján Matthías Guðjónsson. Bless- uð sé minningin um hann. Katrín. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (K. Gibran).“ Það vora þungbærar fréttir sem bárast okkur að kvöldi sunnudagsins 27. september að vinur okkar Krist- ján væri látinn. Harðri baráttu við skæðan sjúkdóm var lokið. Vinskapur okkar Stjána hafði staðið í nokkur ár og þekktum við hann hver á sinn hátt. Er fram liðu stundir urðu þessi kynni þó mest í gegnum Hrafnhildi, konu hans. I okkar huga var Stjáni alltaf hress og kátur. Hann var bjartsýnn og lagði metnað sinn í að standa sig vel í því sem hann tók sér fyrir hendur. Okkur er sérstaklega minnisstætt hversu einlægt samband hans og Hrafnhildar var og hversu hamingju- söm þau vora þegar þau giftu sig. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Elsku Hrafnhildur, við vottum þér og fjölskyldum ykkar Kristjáns okkar dýpstu samúð. Katrín María Þormar, Kolbrún Jónsdóttir og Rósa Jónasdóttir. Við eram mörg ungmennin sem í dag kveðjum félaga okkar Kristján, eða Stjána, eins og við vinimir köll- uðum hann, hinstu kveðju. Stjáni átti ótalmarga vini og kunningja. Við urðum svo lánsöm að kynnast honum í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Upp frá því myndaðist ákveð- inn hópur vina sem efldist með áran- um. Stjáni var ávallt mjög hreinskil- inn og sanngjam. Hann reyndi ætíð að miðla málum ef upp komu ein- hver missætti innan hópsins. Einnig var gott að leita til hans með eigin vandamál. Hann var alltaf mjög fé- lagslyndur og lífsglaður. Hópurinn fór margar ferðirnar út úr bænum og er helst að minnast ferðarinnar þegar Stjáni og Hrafn- hiidur felldu hugi saman. Eftir það var sjaldan talað einungis um Stjána, heldur vora það Stjáni og Hrafnhild- ur. SACHS KÚPLINGAR í BENZ Framleiðendur BENZ og aðrir framleiðendur vandaðra vöru- og fólksflutningabifreiða nota SACHS kúplingar og höggdeyfa sem uppruna- lega hluta í bifreiðar sínar. - Þekking Reynsla Þjónusta ÞAÐ BORGAR SIG FBI M£ ■ |^J® AÐ NOTA ÞAÐ BESTA! rftLIVI IH H SUÐURLANDSBRAUT 8 • SlMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84 Okkur er sérlega minnisstætt síð- asta gamlárskvöld þegar við komum saman til nýársfagnaðar og Stjáni minntist á að hafa verið eitthvað lasinn undanfama daga. Magasár og flensa vora líklegustu skýringamar. Eji það reyndist aldeilis ekki rétt. Illvígur sjúkdómur hafði þegar náð tökum á líkama hans og veikindin sögðu fljótt til sín. Þrátt fyrir mikla mótstöðu hélt Stjáni áfram að stunda félagslíf og ræktaði vel sambönd sín við vinina. Hann hafði gaman af útivera og sumarbústaðaferðum sem hann lét sig heldur ekki vanta í frekar en fyrri daginn ásamt Hrafnhildi sem studdi han svo dyggilega af óbilandi ást og trú. Við dáðumst að þeim sem aldrei gáfust upp og gáfu lífinu allt- af tækifæri, nú síðast með því að gifta sig aðeins átta dögum áður en Stjáni kvaddi þennan heim. Við syrgjum látinn vin okkar sem tekinn var frá okkur alltof fljótt og okkur tekur það sárt að leiðir skuli ekki hafa legið saman um lengri veg. Eftir stendur sórt skarð sem aldrei verður upp fyllt. Söknuðurinn er jafn stór og missirinn sem við komumst aðeins yfir með hjálp Guðs og styrk hvors annars. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Stjána og við biðjum hann að styrkja og hjálpa Hrafnhildi, foreldram, bróður og öðram ástvinum í þessari miklu sorg. Sem lágur lækjamiður, er líður kvöldsins friður um bjartan blómsturreit, er kærleiks kveðjan hljóða, sem kallar drenginn góða í himinljómans hvítu sveit. (Guðmundur Guðmundsson) Magnús, Arna, Markús og Elsa. í byijun þessa árs mætti ég Krist- jáni frænda mínum og Hrafnhildi, unnustu hans, á fömum vegi. Krist- ján var þá nýkominn úr enn einni magaspegluninni en var þó hinn hressasti. Hann var lengi búinn að finna fyrir óþægindum í maga. Fyrst í stað fundu læknamir enga orsök, en síðar kom í ljós lítið magasár sem átti að vera sökudólgurinn. Við spjölluðum saman á léttu nótunum og man ég að ég sagði að hann væri alltof ungur til að fá magasár, nú þyrfti hann að fara að læra að slaka á, vinna ekki svona mikið og taka lífinu með ró því nægur tími væri framundan. En ekki liðu nema örfáir dagar þar til sú hörmulega staðreynd kom í ljós að Kristján þjáðist af ólækn- andi sjúkdómi sem var kominn á það hátt stig að ljóst var að hann myndi kveðja þennan heim svo miklu fyrr en nokkum óraði fyrir. Hver era við- brögð manns við slíka fregn? Jú, fyrst kemur afneitun, nei, ekki Krist- ján. Það getur ekki verið að svona lífsglaður ungur maður sem er búinn að gera sín framtíðaráform, skipu- leggja framhaldsnám og velja sér góðan lífsföranaut eigi að hverfa á brott úr þessum heimi. En tíminn leið og sjúkdómurinn ágerðist. Kristján barðist vel, stóð sig hetjulega og reyndi að nota vel þann tíma sem hann fékk. Aldrei heyrði maður hann kvarta þótt það sæist að vanlíðan væri mikil. Alltaf bar hann sig vel og sá eitthvað já- kvætt við tilverana. Mér er mjög svo minnisstætt þegar hann sagði við mig að hann gæti ekki kvartað mik- ið eftir að hafa fengið þessi góðu og skemmtilegu 22 ár, það væra ekki allir sem fengju svo góðan tíma. Yfir þessum orðum hans má fjöl- skylda hans vera stolt, því þau lýsa mjög vel hvé honum leið vel á heim- ili sínu og hvað hann var ánægður með sína nánustu. Það var hreint undravert hvað þessi ungi maður sýndi mikinn vilja og styrk allt fram á síðasta dag. Þótt heilsu Kristjáns hrakaði síð- ustu vikumar og innst inni vissi maður að kveðjustundin nálgaðist vildi maður ekki trúa að þetta væri raunveraleikinn. Þegar dagurinn kom svo, sem maður óttaðist en vissi að kæmi, fylltist hjartað sorg og bit- urleika. En hvað lífið gat verið mis- kunnarlaust að taka Kristján frá okkur, hann sem var í blóma lífsins, ávallt kátur og lífsglaður. En það er guð einn sem ræður gangi lífsins. Kristján var búinn að veita okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.