Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1992 + Ástkær faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÞÓRÐUR SIGURGEIRSSON, Droplaugarstöðum, andaðist á Droplaugarstöðum þann 6. október sl. Sigurgeir Þörðarson, Jóna Kristinsdóttir, Theódóra Þórðardóttir, Þorleifur K. Valdimarsson, — barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn og faðir okkar, GÚSTAF LÁRUSSON, er látinn. Kristjana Samúelsdóttir og börn. Bróðir okkar. + GUNNAR SIGURÐSSON, Litlahvammi, Mýrdal, lést í Landspítalanum 4. október. Útförin fer fram frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn kl. 14.00. 10. október Systkini hins látna. + Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir og tengdasonur, KRISTJÁN MATTHÍASGUÐJÓNSSON, Barðaströnd 8, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 8. október, kl. 13.30. S Hrafnhildur V. Garðarsdóttir, Hólmf ríður Benediktsdóttir, Guðjón M. Jónsson, Magnús Benedikt Guðjónsson, Svanhvít Árnadóttir, Garðar Jóhannsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS EIRÍKSSON fyrrum bóndi á Skúfslæk, verður jarðsettur frá Villingaholtskirkju laugardaginn 10. október kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Orgelsjóð Villingaholtskirkju. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og mógur, KARLJ.BIRGISSON, Hrauntúni 31, Vestmannaeyjum, lést af slysförum laugardaginn 26. september. Minningarathöfn fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laug- ardaginn 10. október kl. 14.00. Sigrfður Bjarnadóttir, Kolbrún Stella Karlsdóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Esther Birgisdóttir, Ólafi'a Birgisdóttir, Lilja Birgisdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Haraldur Bjarnason, Ari Bjarnason, Haraldur Ari Karlsson, Birgir Jóhannsson, Stefán Agnarsson, Óskar Freyr Brynjarsson, Marinó Traustason, Bjarni Arason, Katrín R. Frímannsdóttir, Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. Minning Reynir M. Einarsson Fæddur 27. mars 1956. Dáinn 27. september 1992. Það haustar að, trén fella lauf sitt og þungbúin ský sigla um him- inninn. Sumarið er búið. Það haustaði líka snemma hjá vini mínum og laufin féllu af lífstré hans. Reynir Már Einarsson, sem mig langar að minnast með örfáum lín- um, fæddist í Reykjavík þann 27. mars 1956, sonur hjónanna Einars Guðmundssonar leirkerasmiðs og Jóhönnu Kristínar Oddsdóttur sem lést þann 3. september síðastlið- inn. Það er mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni í Eskihlíð 20 á skömmum tíma; fyrst að sjá á bak ástkærri eiginkonu og móður og síðan í sama mánuði kærum synir og bróður. Reynir Már var annað barn þeirra hjóna Einars og Jó- hönnu og eftir lifa þau Guðmund- ur og Guðbjörg. Reynir Már ólst upp í foreldra- húsum en dvaldi lengi hjá ömmu sinni, Guðbjörgu Eiríksdóttur, sem enn lifir í hárri elli. Hann naut þeirrar víðsýni og hlýju sem ávallt hefur auðkennt bæði heimilin. Reynir Már varð fljótt unnandi fagurra lista og náttúrunnar enda átti hann ekki langt að sækja list- Eiginmaður + minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS ÞÓRÓLFSSON, Lynghaga, Miklaholtshreppi, andaðist 2. október. Útförin fer fram frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 10. októ- ber kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Guðríður Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elsku drengurinn okkar, GUÐMUNDURÓLI HAUKSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. október kl. 10.30. Blóm og kransarvinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Fræðslu- og minningarsjóð í hans nafni, sem hefur það htutverk að hjálpa börnum, sem haldin eru ótta eða fælni. Ávísanareikningur sjóðsins er nr. 240 í Búnaðarbanka íslands í Kópavogi. Birna Bjarnadóttir, Haukur Ingibergsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GRÉTAR SVEINBERGSSON bifreiðastjóri, Skúlabraut 27, Blönduósi, lést 2. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 10. október kl. 16.00. Guðrún Steingrímsdóttir, Steingrímur Albert Grétarsson, Ésther Arnardóttir, Guðlaug Grétarsdóttir, Auður Sandra Grétarsdóttir, Grétar Bragi Steingrímsson. + Hjartkær bróðir okkar og mágur, EGGERT THEODÓR JÓNSSON, sem lést 28. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á kristniboð. Kristín S. Jónsdóttir, Kornelíus Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Kristrún S. Jónsdóttir, Anna G. Jónsdóttir, og fjölskyldur. Sigríður Pétursdóttir, Trausti Guðjónsson, Björgvin Eiríksson + Frænka okkar, PÁLÍNA GUÐRÚN ÞORGILSDÓTTIR frá Kleifárvöllum, sfðast til heimilis í Hátúni 10b, lést 1. október. Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu föstudaginn 9. október kl. 13.30. Jarðað verður frá Fáskrúðarbakkakirkju 10. október kl. 17.00. Bílferð verður frá Fossvogskirkju kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hansfna Þóra Gísladóttir, Hansína Ósk Lárusdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR HALLGRÍMSSON, Kaupvangsstrssti 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 8. október, kl. 13.30. Sigríður Þorvaldsdóttir, Ólafur Larsen, Halla Þorvaldsdóttir, David Jakes, Gunnar Þorvaldsson, Katrfn Pálsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. gáfur og náttúruskoðun þar sem afi hans, listamaðurinn Guðmund- ur Einarsson, hefur verið honum góð fyrirmynd. Félagslyndur var Reynir Már með afbrigðum og unnandi Ijúfs lífs. Greiðvikni hans var við brugð- ið; hann var ávallt reiðubúinn að leggja góðu máli lið eða rétta hjálparhönd ef eitthvað þurfti að mála eða laga hjá vinum og félög- um. Reynir Már stundaði almenna skólagöngu og byrjaði í mennta- skóla en hætti þar og hóf störf í tölvudeild Skeljungs hf. Ungur hleypti Reynir Már heimdraganum og fluttist til Kaupmannahafnar með vini sínum Veturliða Guðna- syni. Þar starfaði Reynir Már í tölvudeild Det Ostasiatiske Kompagni í fjögur ár. Á Kaup- mannahafnarárunum voru húsa- kynni þeirra ætíð opin ðllum vina- og kunningjaskaranum, sem átti leið um, og eru þeir ófáir félagarn- ir sem nutu gistivináttu þeirra í lengri eða skemmri tíma. Eftir heimkomuna sagði Reynir Már skilið við tölvurnar og lét þann draum sinn rætast að reka leirkerjaverkstæði og stundaði jafnframt framreiðslustörf. Ég hafði þá ánægju að kynnast Reyni Má fyrir um það bil tíu árum og allan þann tíma bar aldrei skugga á vináttu okkar. Þær eru ófáar ánægjustundirnar sem við áttum á þessum árum, bæði við störf að félagsmálum og öðrum áhugamálum okkar. Um listir var ávallt gaman að ræða við Reyni Má. Hann var óþrótandi brunnur upplýsinga og fróðleiks um þessi málefni enda víðlesinn í listasögu og hafði kynnt sér listasöfn bæði heima og erlendis. Einnig var- oft spjallað um ferðlög og útivist enda málefni hugstætt báðum. Reynir Már naut þess í ríkum mæli að ferðast um landið og njóta fegurð- ar þess. A síðasta ári þegar Reynir Már sá að hverju stefndi með þann mannskæða sjúkdóm sem hann var haldinn komu eiginleikar Reynir Más best í ljós. Hann fyllt- ist eldmóði til að njóta hvers dags til fullnustu. Það var aðdáunarvert að sjá hann nýta hvern dag sum- arsins til að fegra heimili sitt og prýða garðinn. Nú er komið að leiðarlokum og sjúkdómur sá, sem engum eirir, hefur lagt Reyni Má að velli. Ég bið góðan Guð að styrkja ástvini hans í sorg þeirra og veita þeim blessún sína. Reyni Má kveð ég með söknuði og þakka ánægjulega samferð. Minning um góðan dreng lifir í brjóstum okkar allra. K.S. Reynir Már var jarðsunginn í kyrrþey 1. október síðastliðinn. Vinir Reynis Más koma saman og minnast hans að kvöjdi laugar- dagsins 10. október í Ásmundar- salnum við Freyjugötu. ERFIDRYKKJUR ríS^ Perlan á Öskjuhlíð p e r l a J sími 620200 < 4 i J < 4 ( ' vjii.. i i ifgWf—¦ sbkbJ-Í___

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.