Morgunblaðið - 08.10.1992, Side 50

Morgunblaðið - 08.10.1992, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Réðumekki * viðþaðsem okkur langaði aðgera - sagði Arnór Guðjohnsen ARNÓR Guðjohnsen lék sem aftasti maður í vörn og komst vel frá sínu nýja hlutverki. „Það er töluverð breyting fyrir mig að leika þessa stöðu. Ég átti það til að fara ósjálfrátt fram í stað þess að bíða. Þessi staða á eftir að þróast hjá mér og gæti komið vel út með tímanum. Mig vantar enn meiri snerpu vegna þess að ég er ekki í nægi- legri leikæfingu." 'Þéhr FOLK Amór sagði að leikurinn hafi ekki verið nægilega góður. „Við sköpuðum okkur fá færi. Við áttum að hugsa meira um að ná jafntefli því hvert stig í keppninni skiptir máli. Ég hugsa að það hafi verið of mikill vilji í leikmönnum til að vinna. Allir lögðu sig fram, en þetta gekk ekki upp. Völlurinn var erfiður og við réðum ekki við það sem okkur langði að gera. Ég hafði það á tilfinningunni að það væri ekkert mál að halda hreinu því þeir voru ekkert að gera. En þeir fengu eitt færi og nýttu það hundrað prósent. Það er eins og við þolum illa þá pressu að þurfa að vinna. Við erum sjálfsagt ekki nægi- lega þroskaðir knattspymumenn til þess að geta stjórnað leik. Það hent- ar okkur best að leika skipulega vöm og byggja á skyndisóknum," sagði Arnór. Morgunblaðið/Bjami Eyjólfur Sverrlsson átti góðan leik gegn Grikkjum og áttu þeir í miklum erfíðleikum með hann. Tveir Grikkir fengu að sjá gula spjaldið eftir að hafa brotið á Eyjólfi. ■ FRIÐRIK Friðríksson mark- vörður ÍBV var settur í viðbragðs- stöðu í gær fyrir leikinn. Ólafur Gottskálksson var kvefaður og eitt- hvað slappur um mo'rguninn en ^kömmu fyrir kvöldmat var ákveðið að hann gæti verið með þannig að Friðrik þurfti ekki að hafa töskuna með á völlinn. ■ EYJÓLFUR Ólafsson þurfti hins vegar að taka með sér töskuna sína — og hafði not fyrir hana. Hann tók við sem aðstoðardómari þegar King dómari varð að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik. ■ STÖÐU hans tók Burge sem hafði verið aðstoðardómari við hlið- arlínuna og Eyjólfur tók sæti hans. ■ KING dómari tognaði á vinstri fæti og varð að fara útaf. Sigurjón Sigurðsson læknir íslenska liðsins var beðinn um að líta á dómarann í upphafi síðari hálfleiks og gerði það. Hann sagði að meiðslin væru ekki alvarleg en hann hefði líka þurft að búa um baugfingur hægri handar því hann hefði brotnað í síð- ustu viku! ■ DÓMARINN sagði að opnunar- hátíðin fyrir leikinn hefði verið of löng. Hún tók átta mínútur og á meðan kólnuðu bæði leikmenn og dómari niður. Hann var því hálfkald- ur þegar leikurinn hófst. ■ IOANNIS Kalitzakis, einn vamarmaður Grikkja var rekinn af leikvelli í gær. Hann er trúlega eini leikmaðurinn sem hefur fengið að líta gult spjald hjá einum dómara og það gula og rauða hjá öðrum, í einum og sama leiknum! Atti ekki moguleika á að verja skallann Eg er vonsvikinn. Það var sárt að tapa fyrir Grikkjum,“ sagði Birkir Kristinsson, markvörður, sem hafði haft lítið að gera í markinu þar til að að Grikkir skoruðu eina mark leiksins. „Mér fannst engin hætta vera á ferðinni, en eins og byssukúla skaust hinn hávaxni Tsalouchidis inn í vítateiginn og gnæfði yfir vamar- menn okkar - náði föstum skalla í markhomið. Ég átti ekki möguleika á að verja.“ „Það er svekkjandi að tapa þessum leik eins og hann þróaðist. Við áttum skilið að fá annað stigið. Grikkimir náðu aldrei að skapa sér nein vemleg marktækifæri og við réðum gangi Ieiksins í fyrri hálfleik. Það var þó eins með okkur - við náðum ekki að skapa okkur hættuleg marktæki- færi til að vinna úr.“ „Þrátt fyrir þennan ósigur er þetta ekki búið. Við getum unnið þetta tap upp eins og við gerðum eftir ósigur- inn gegn Grikkjum í Aþenu. Eftir það kom sigurleikur gegn Ungveq- um í Búdapest," sagði Birkir, sem sagði að staðan í riðlinum gæti hæg- lega þróast þannig að Grikkir yrði í forystuhlutverkinu, en íslendingar, Rússar og Ungveijar fengju það hlut- verk að keppast við að fylgja þeim eftir og beijast um annað sætið. „Með því hugarfari höldum við til Moskvu", sagði Birkir. „Urðum of æstir“ „Okkur var refsað fyrir hvað við vomm orðnir æstir í seinni hálfleik, en þá fóm leikmenn að fara út úr stöðum sínum og það kostaði okkur ódýrt mark. Við höfðum góð tök á miðjunni í fyrri hálfleik, en náðum þó ekki að vinna okkur vel upp kant- ana til að koma knettinum fyrir mark Grikkja. Við lékum þá yfirveg- Blrkir Krlstinsson. að og skynsamlega og þegar á leik- inn leið áttum við að halda okkar striki, heldur en æsa okkur upp. Við vomm með eitt stig og Grikkir hefðu hæglega getað gert mistök eins og við gerðum, sem kostaði okkur mark- Arnar Grétarsson. ið. Það þýðir ekkert að gefast upp heldur mæta ákveðnir í næsta verk- efni,“ sagði Amar Grétarsson, leik- maðurinn ungi úr Breiðablik, sem átti mjög góðan leik á miðjunni. NORSTAR símfl Northern símakerfi Símakerfið er og 16 innanhússlínur. hagstæðu verði. nörstar emur þér strax í samband ið (romtílinfl Sannkallað northom tclccom POSTUR OG SIMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og póst- og símstöðvar um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.