Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 52
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉRLEIÐ MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Þýskar rafmagns- veitur lýsaáhuga á orku frá Islandi Rafmagnsveitumar í Hamborg í Þýskalandi hafa sýnt áhuga á verkefni um sæstreng frá íslandi. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar stjómarformanns Markaðsskrifstofu Landsvirkjunar og Iðnaðar- ráðuneytisins felst áhugi þeirra í að kaupa héðan orku og hugsan- lega taka þátt í að leggja sæstreng og reisa virkjanir. Engar endan- legar ákvarðanir verða teknar að hálfu stjórnvalda um hugsanlega samstarfsaðila um sæstrengsverkefni fyrr en niðurstöður þeirra athugana sem nú er verið að vinna liggja fyrir, þ. e. annars vegar á vegum Pirelli og Vattenfall og hins vegar á vegum Sumitomo bank í London og Camus. Gert er ráð fyrir að þessar niðurstöður liggi fyrir eftir um 2 mánuði. Á umráðasvæði rafmagnsveitnanna í Ham- borg búa um 2 milljónir íbúa. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar er nú verið að gera ýmsar frumat- huganir vegna sæstrengs. Pirelli og « -Wattenfall eru að vinna að athugun á tæknilegri hagkvæmni þess að leggja sæstreng frá íslandi og kostnaðaráætlun í því sambandi á vegum Markaðsskrifstofu Lands- virkjunar og Iðnaðarráðuneytisins. Þá eru Camus og Sumitomo bank að kanna fyrir skrifstofuna hvaða aðilar séu hugsanlegir fjárfestar í verkefninu og þátttakendur í að byggja virkjanir og kapal. Gert er ráð fyrir því að Pirelli og Vatten- fall skili sínum niðurstöðum eftir -1-2 mánuði og Camus og Sumitomo bank um svipað leyti. Geir segir að það sé ekki fyrr en niðurstöður þessara athugana liggi fyrir að heildarmynd komist á málið. Þá fyrst geti íslensk stjórn- völd myndað sér skoðun á því hvort þetta sé vænlegt verkefni og hvem- ig heppilegast sé að vinna að því. Að sögn Geirs eiga rafmagnsveit- umar í Hamborg eigin orkuver, þ. á m. hluta í kjamorkuveri til að sinna verulegum hluta af eigin notkun. Raforkunetið í Þýskalandi tengir hinar svæðisbundnu raf- magnsveitur og því geti þær selt Borgarspítali Deilan á röntgen- deild enn ekki leyst hver annarri orku eftir því hvernig álagið er hveiju sinni. Sjá umfjöllun um sæstreng í viðskiptablaði bls. C8-9. Mismargir íbúar um hvem lög- regluþjón Hlutfallslegur liðsstyrkur lög- reglu er nýög mismunandi eftir lögregluumdæmum. Þannig eru 295 íbúar um hvem lögregluþjón á Siglufirði, í Reykjavík sinnir hver lögreglumaður 412 íbúum en í Vík í Mýrdal þarf lögreglu- maður að hafa auga með 1.208 íbúum. Þetta kemur fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspum alþing- ismannsins Kristins H. Gunnarss- sonar. Þar segir einnig að yfirvinna sé mjög mismunandi í lögregluum- dæmum landsins. Mestar annir em á Eskifirði, þar sem hver lögreglu- þjónn vinnur að meðaltali 2.029 yfirvinnustundir á yfirstandandi ári. í Reykjavík vinna lögreglumenn 806 yfirvinnutíma en lögreglumað- urinn í Vík í Mýrdal vinnur 1.586 tíma í yfirvinnu. Sjá þingsíðu, bls. 30. Tap í ljósadýrðinni Morgunblaoio/Knstmn Hálft sjötta þúsund manna fylgdist með þegar íslenska landsliðið tapaði fyrir því gríska, 0:1, í undan- keppni HM á Laugardalsvelli í gærkvöldi er nýju flóðljósin vora tekin í notkun. Sjá nánar á íþróttasíðum. Neyðarvakt skipulögð á Sogni er starfsfólk mætti Algjör trúnaðarbrestur mili gæslufðlks og stofnunarinnar, segir heilbrigðisráðherra Selfossi. GÆSLUFÓLK á Sogni mætti ekki á fyrstu kvöldvaktina klukkan átta í gærkvöldi eins og gert hafði verið ráð fyrir vegna þess að ekki hafði verið samið við stéttarfélag þess, Starfsmannafélag ríkis- stofnana, um röðun í launaflokka. Fólkið mætti svo síðar um kvöld- ið en þá hafði verið skipulögð neyðarvakt fyrir nóttina og næstu daga með hjúkrunarfólki og lögreglumönnum. Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra sagði að um mjög alvarlegan trúnaðarbrest væri að ræða milli starfsmanna og stofnunarinnar. Röntgentæknar á Borgarspítal- anum funduðu í gærkvöldi vegna bréflegs tilboðs frá spítalanum um að þeir fengju samsvarandi vinnu- tíma og röntgentæknar í vinnu hjá ríkinu hafa samið um. Að sögn Guðrúnar Friðriksdóttur for- manns Félags röntgentækna, er deilan óleyst og munu röntgen- tæknar starfandi á Borgarspít- alanum ekki mæta til vinnu í dag, þar sem erfitt hafi reynst að túlka innihald bréfsins. Guðrún sagði, að í bréfinu kæmi ekki fram með óyggjandi hætti að staðið yrði við kjarasamninga, það er að segja fyrirkomulag vinnutíma. •„Á meðan við ekki treystum okkur til að túlka bréfið þannig þá förum við ekki til vinnu á Borgarspítalan- um,“ sagði hún. „Deilan er óleyst. Við reyndum að fá framkvæmda- stjóra spítalans, Jóhannes Pálmason, til fundar við okkur í kvöld til að túlka bréfið fyrir okkur í votta viður- vist en hann gaf sér ekki tíma til *þess.“ Gæslufólkið og forsvarsmenn Starfsmannafélags ríkisstofnana héldu fund á Selfossi um launamál gæslumannanna. Niðurstaða hans varð sú, að sögn Sigríðar Kristins- dóttur formanns félagsins, að starfs- menn ætluðu ekki að mæta vegna þess að ekki fengust viðræður um röðun í launaflokka áður en starf- semi stofnunarinnar hófst. En skylt væri að semja um það samkvæmt 25. grein laga um kjarasamninga. Afstaða gæslufólksins breyttist eftir að það fékk loforð frá fjármála- ráðuneyti um að komið yrði til móts við það á fundi í dag. Þetta gerðist eftir að Ögmundur Jónasson for- maður BSRB kom á fund hjá gæslu- fólkinu og forystumönnum starfs- mannafélags þess. Eftir þann fund mætti gæslufólkið til starfa í fylgd forsvarsmanna starfsmannafélags- ins. Tilkynning um að starfsmenn ætluðu ekki að mæta barst Sogni um það leyti sem vistmennirnir frá Svíþjóð komu til landsins með flug- vél Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær. Heilbrigðisráðherra óskaði eft- ir aðstoð dómsmálaráðuneytis við að skipuleggja neyðarvakt með hjúkrunarfólki og lögreglumönnum fyrir næstu daga. Að sögn heilbrigð- isráðherra er gert ráð fyrir að neyð- arvaktin starfi áfram þrátt fyrir að starfsmennirnir mæti. „Það segir sig sjálft að ef fólk ekki mætir þá má líta á það sem uppsögn,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra. Hann sagði þetta mál ekki eiga sér hlið- stæðu í heilbrigðiskerfinu því að í öllum deilum hefði þess verið gætt af starfsfólki að viðhalda neyðar- þjónustu. í þessu máli hefði orðið algjör trúnaðarbrestur milli gæslu- fólksins og stofnunarinnar. Starfs- mennirnir hefðu starfað án athuga- semda í rúman mánuð eftir að þeir skrifuðu undir starfssamning. „Mér finnst þetta vítaverð og for- kastanleg vinnubrögð," sagði heil- brigðisráðherra. Hann sagði enn- fremur að málið ýrði rætt á fundi með fulltrúum Starfsmannafélags ríkisstofnana í dag. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.