Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 12
12 C dqgskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson 1 FJÖLSKYLDU- MÁLIN KRUFIN DRAMA „The Habitation of Dragons“ ~k ★ ’/i Leiksljóri: Michael Lindsay- Hogg. Handrit: Horton Foote, byggt á samnefndu leikriti hans. Aðalleikendur: Brad Davis, Hallie Foote, Frederick Forrest, Jean Stapleton, Pat Hingle, Elias Koteas, Maureen O’Sullivan, Horton Foote, Jr. Bandarsísk sjónvarpsmynd. Amblin Televisi- on 1992. Háskólabíó 1992.95 mín. Öllum leyfð. Leikrita- skáldið og kvikmynda- handritah- öfundurinn góðkunni, Horton Foote („To Kill a Mockingbird „Tender Mercies", „The Trip to BountyfuTJ, er maðurinn á bak við þessa glænýju mynd frá hinum metnaðar- fulla sjónvarpsmyndaarmi Amblin, fyrirtækis Stevens Spielbergs. Enda er hún byggð á einu leikriti Footes og er einsog flest hans verk einkum dramatískar ljúfsárar minningar um fólkið í dreifbýlishéruðum Suð- urríkjanna. Hér fylgjumst við með miklu og viðkvæmu uppgjöri er mál Tolliver-fjölskyldunnar eru krufin og frá því sleppur enginn heill. Sviðsverkið hefur örugglega ver- ið þéttara og mun Iengra en kvik- myndagerðin, gallin við hana er fyrst og fremst sá að klippt er í sífellu á milli hvers dramatíska há- punktsins eftir öðrum með þeim afleiðingum að myndin rennur framhjá líkt og minnsblöð mikilla tilfinningamála. Samhengið er í molum og hrynjandin. Annars er „T.H.O.D. “ á margan hátt eftirtekt- arverð, einkum fyrir góðar, tilfínn- ingalegar umbrotasenur úr lífi fólks sem eygir aðeins örvæntingu og tortímingu. Leikhópurinn er aldeilis athyglisverður. Bamaefni á dagskrá sjónvarpsstödvanna Sjónvarpid og Stöð 2 farin að kaupa inn efni tifl vetrarins RÍKISSJÓNVARPIÐ (RÚV) og Stöð 2 eru farin að huga að kaupum á efni til vetrarins eins og fram kom í síðasta dagskrár- blaði. Að sögn Guðmundar Inga Kristjánssonar hjá innkaupadeild RÚV náðust samningar um teikni- myndaþættina Skriðdýrin (Rug Rats), sem virðast vera að ná meiri vinsældum í Bandaríkjunum en teiknimyndimar um Simpson-fjöl- skylduna. Samkvæmt tímaritinu Newsweek höfða Skriðdýrin til allra aldurshópa. Sýningar á þátt- unum hefjast að öllum líkindum í nóvember. Agnes Johansen, yfír- maður bamaefnis á Stöð 2, sagði að samningaviðræður um ýmist efni væru ennþá á lokastigi, en búið væri að ganga frá samningum meðal annars um teiknimynda- syrpu frá Hanna og Barbera og teiknimyndaflokkinn Fishpolice, en þar eru glæpafískar meðal aðal- söguhetjanna. „Sú teiknimynd er fyrir alla aldurshópa og verður sýnd á jaðartíma, en verður líklega ekki á dagskrá fyrr en upp úr ára- mótum," sagði Agnes. Hjá Ríkissjónvarpinu verður Simpson-fjölskyldan aftur á dag- skrá í vetur og tekur þá við af Skriðdýmnum. Þá er nýhafinn Telknimyndlr - Stöð 2 sýnir m.a. teiknimyndina Umhverfis jörð- ina á 80 dögum (Willy Fog) og Sjónvarpið tekur Skriðdýrin (Rug Rats) til sýninga. þátturinn Hvar er Valli, en með honum er hægt að nota bók sem nýlega var gefín út hér á landi og geta áhorfendur fundið efni úr þáttunum í bókinni. „Af öðm efni má nefna spænskan teiknamynda- flokk, Sandokan, fílinn Babar, Bangsa bestaskinn og köttinn Fel- ix. I Töfraglugganum verður einn- ig fyöldi nýrra talsettra teikni- mynda. Af leiknu efni má nefna Bamadeildina, unglingaþáttinn Skálka á skólabekk og Línu lang- sokk. Þá hefst leikinn þáttur í des- ember sem heitir frændsystkini Kevins," sagði Guðmundur Ingi. Agnes Johansen segir að á loka- stigi séu samningaviðræður við framleiðendur Sesamestreet-þátt- anna. „Þetta er blanda af brúðum, teiknimyndum og í einhveijum þáttanna er leikið efni. Hver þáttur hefur ákveðið þema, þ.e.a.s það er verið að kenna einn staf eða tölustaf, svo dæmi sé tekið. Þætt- irnir verða ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Þá hafa verið keyptir framhaldsþættir sem hafa náð miklum vinsældum eins og Draugasögur, Ráðagóðir krakkar, Brakúla greifí o.fl. Gengur bæðivel ogilla hjáTV2 Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku hefur átt vinsældum að fagna frá því að útsendingar hófust árið 1988. Þrátt fyrir hlýjar viðtökur áhorfenda hefur alvarlegur fjárs- kortur þrengt nijög að stöðinni. Jafnframt torveldar innbyrðis togstreita að TV2 Danmark verði breytt í sjálfstætt hlutafélag fyrir árslok 1993. Stórfurðulegt skipulag hefur verið meginvandamál TV2. Með lögum frá ’86 var komið á fót þremur aðskild- um stofnunum sem til samans mynda TV2 Danmark. TV2 er hin eiginlega sjónvarpsstöð, TV2 Rekl- ame selur auglýsingatíma og TV2 Foundation hefur það undarlega hlutverk að skammta TV2 af auglýs- ingatekjum TV2 Reklame. Ávallt stóð til að TV2 yrði fyrsta danska sjónvarpsstöðin sem stæði á eigin fótum og hefði alfarið við- skiptasjónarmið að leiðarljósi. Þar sem markaður fyrir sjónvarpsaug- lýsingar var í byijun mjög vanþró- aður náðist samkomulag um að 30% tekna stöðvarinnar yrðu greidd af opinberum afnotagjöldum. Ætlunin var að styrkurinn minnkað, nú er hann 7% og árið 1993 á hann að vera horfínn. Fyrstu árin virtist allt ganga sam- kvæmt áætlun og 1991 sýndu kann- anir að TV2 var orðin vinsælli en Danmarks Radio. í byijun maí sama ár kom í ljós að TV2 Reklame hafði mistekist að ná því marki áð selja auglýsingatíma fyrir 140 milljónir DKr. (1,37 milljarða ÍSK). TV2 Reklame ber engin skylda til að upplýsa TV2 um fjármál sín og því lenti stöðin skyndilega í miklum fjár- hagsörðugleikum. Þegar í stað var gripið til neyðar- ráðstafana og áætluð útgjöld næstu þriggja ára voru skorin niður um 12%. Jafnframt frestaði ríkisstjómin að innheimta lán sem TV2 hafði fengið til að greiða stofnkostnað. Einnig hafa innanhússdeilur magnað vandann. Stjómarformaður TV2, segist þó vera bjartsýnn á að unnt verði að breyta stöðinni í sjálfstætt hlutafélag samkvæmt áætlun. For- senda þess er samruni TV2 og TV Reklame. BÍÓiN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Systragervi ★ ★★ Vitnið Goldberg er falið um sinn í nunnuklaustri þar sem hún tekur við kórstjórninni. Áreynslulaust grín og gaman. Hinir vægðarlausu ★★★★ , Óborganlegur vestri frá Clint Eastwood um gamlan byssubófa og harðjaxl sem tekur sér aftur byssu í hönd eftir langt hlé. Eastwood er stórkostlegur. Hann er síðasti harðjaxlinn. Veggfóður - erótísk ástarsaga ★ ★% Ekki gallalaus mynd, sagan barna- leg og slitrótt og tónlistarmynd- bandamenningin til ama en mynd- in er drifin áfram af frumkrafti, svörtum húmor og hispursleysi sem virkar endurnýjandi fyrir ís- lenska kvikmyndagerð. Steinn Ár- - mann Magnússon er senuþjófur- inn. BÍÓHÖLLIN Systragervi (sjá Bíóborgina). Kaliforníu-maðurinn ★ 'A Krómagnonmaður finnst i garði bekkjaraulanna og eykur á virðingu •> þeirra. Lapþunn vitleysa. Burknagil ★★★ Teiknimynd með hollan umhverfis- verndaráróður í pokahorninu. Tímabær og vönduð að allri gerð. Alien3 ★★★ Vel gerður en grimmur lokakafli Alien myndbálksins. Heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér í hrottalegu ofbeldi og miskunnar- leysi. Rush ★★ Lögreglumenn ánetjast fíkniefnum um leið og þeir smeygja sér í rað- ir fíkniefnasala og notenda til að koma upp um þá. Langdregin mynd sem vill gera vel, en hefur í raun ekki mikið að gefa. Seinheppni kylfingurinn ★★% Þó að Aberg fari ekki holu í höggi nær hann sæmilegu skori í lág- stemmdri háðsádeilu á almennan fígúruhátt. Fyrir strákana ★ ★'A Melódrama um skemmtikrafta í þremur styrjöldum. Bette Midler og James Caan eldast um hálfa öld og fara ágætlega með hlut- verkin og myndin hefur óneitan- lega aðdráttarafl þótt stundum sé þykkt smurt á tilfinningasemina. Mjallhvit og dvergarnir sjö ★★ ★★ Fyrsta Disneyteiknimyndin í fullri lengd er unaðsleg skemmtun og hefur engu glatað á 55 árum. Klassísk perla. HASKOLABIO Frambjóðandinn ★★★ Leikarinn Tim Robbins skrifar og leikstýrir skemmtilegri háðsádeilu á bandaríska íhaldsemi og sýnir ótvíræða hæfileika þegar hann fet- ar í fótspor Orson Welles í heimild- armyndastílnum. Tvídrangar ★★ Ef þú þekkir þættina þá veistu allt um málið og ef þú sást þá ekki er bíómyndin líklega óskiljanleg. Háskaleikir ★★★ Fyrrum leyniþjónustumaður lendir í útistöðum við hryðjuverkamenn. Æsispennandi og afar vel gerð, einkum tæknilega. Fordarinn í ess- inu sínu. Sódóma Reykjavík (sjá Regnbog- ann). Svo á jörðu sem á himni ★ ★ ★ Metnaðarfull mynd byggð á snilld- arhugmynd um manninn og mátt- arvöldin og hið yfirnáttúrulega á tvennum tímum og heimum. Hin tíu ára gamla Álfrún Örnólfsdóttir skilar veigamiklu hlutverki af ótrú- legum þroska. LAUGARÁSBÍÓ Eitraða Ivy ★★ Drungalegur og dimmur tryllir sem aldrei verður neitt spennandi en Barrymore er Ijós í myrkri. Lygakvendið ★ ★’/j Steve Martin og Goldie Hawn Ijúga andskotann ráðalausan í heldur ómerkilegri gamanmynd. Auka- leikararnir standa vel fyrir sínu. Ferðin til Vesturheims ★★’/: Löng og mikil stórmynd Ron How- ards stendur vel fyrir sínu með leikarahjónunum Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum íra sem halda til fyrirheitna lands- ins, Ameríku. REGNBOGINN Sódóma Reykjavík ★★★ Þrælskemmtileg gamanmynd eftir hugmyndaríkan húmorista um álappalegar glæpaklíkur sem tak- ast á í Reykjavík. Leikhópurinn er góður og frásögnin hröð. Ekta grín- og gysmynd. Hvítir sandar ★ ★ 54 Góður leikarahópur kemur saman í hressilega gerðri og tekinni saka- málamynd en handritið er flóknara en 5.000 stykkja púsluspil. Prinsessan og durtarnir ★★'A íslenska talsetningin er mjög vel heppnuð og eykur sannarlega skemmtigildi þessarar ung- versk/bresku teiknimyndar, sem gerð er fyrir yngri börnin í fjölskyld- unni. Ógnareðli ★★★ Ógnarþriller, hraður, sexí og skemmtilegur um leit lögreglunnar að fjöldamorðingja. Óvenju djörf, enda umdeild. Sagan reyndar glompótt og endirinn ófullnægj- andi. Stone er hrikaleg bomba. SAGABÍÓ Lygakvendið ★★’/? Steve Martin og Goldie Hawn Ijúga andskotann ráðalausan og halda uppi heldur ómerkilegri gaman- mynd. Aukaleikararnir standa vel fyrir sínu. Hvitir geta ekki troðið ★★★ Wesley Snipes og Woody Harrel- son fara á kostum í hlutverkum tveggja ólíkindalegra vina sem spila körfubolta á götum Los Ang- eles fyrir peninga. Góður húmor og skemmtilegar persónugerðir og hörkuskemmtilegur körfubolti í of- análag. Tveir á toppnum 3 ★★★ Sprengidúettinn og fylgihnötturinn fyndni komnir aftur og nú er öll áherslan lögð á hasarinn á kostnað innihaldsins. Góða skemmtun. STJÖRNUBÍÓ Bitur máni ★★★ Polanski á skuggavegum holdsins. Langur en því magnaðri erótískur sálfræðitryllir. Ofursveitin ★★ Harðhausarnir Van Damme og Lundgren takast á eins og stera- guðir í heilmikilli hasarmynd, sem lítið vit er í en því meira af slags- málum. Börn náttúrunnar ★★★'/* Frábær bíómynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um gamalt fólk sem strýkur af elliheimili til æskustöðv- anna. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín eru stórgóð í aðalhlutverk- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.