Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 0V0nidUiiM^ STOFNAÐ 1913 250. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Galíleó loks tekinn í sátt PÁFAGARÐUR viðurkennir nú um helgina að Galfleó Galflei hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að jörðin snerist í kringum sólina. Galfleó var ofsóttur af rannsóknarréttinum og var honum gert að afneita vísindum sínum eða mæta dauða sínum ella. Hann valdi fyrri kostinn en var síð- ustu níu ár ævinnar í stofufangelsi uns hann lést árið 1642. Kaþólska kirkjan viðurkenndi réttmæti kenn- inga Galfleós í raun á síðustu öld þótt ekki væri það gert formlega. Undanfarin þrettán ár hefur nefnd á vegum kaþólsku kirkjunnar fjallað um mál Galfleós og verður niðurstaða hennar kynnt formlega um helgina. í fangelsi fýr- ir prófsvindl DÓMARI í Rockvflle í Maryland í Bandaríkjunum hefur dæmt 19 ára gamlan pilt, Laurence Adler, í sex mánaða fangelsi fyrir að svindla á prófi. Adler lauk menntaskóla átján ára gamall og stóðst inntökupróf í Sýrakúsu-háskóla með glaus. Opinber nefnd komst á snoðir um að Adler hefði sent vin sinn í prófið og borgað honum tvö hundruð dali (tæpar 12.000 ÍSK) fyrir. Og þegar David Sruvelich, fyrstaárs nemi í Virginíu- háskóla, viðurkenndi að svo hefði verið var Adler dæmdur. Dómarinn sagði að tilgangurinn væri sá að vara nemendur við lygum. Viðskiptabann á norskar sjávarafurðir? BANDARÍSKA viðskiptaráðuneytið hefur beðið Bandaríkjaforseta að banna innflutning á norskum sjáv- arafurðum. Ástæðan er hrefnuveiðar Norðmanna nú í sumar. Þá veiddu Norðmenn 110 hrefnur. Bandarikja- forseti hefur tvo mánuði til að gera upp hug sinn. Tvisvar áður hefur við- skiptabann af þessu tagi vofað yfir Norðmönnum en i hvorugt skiptið fylgdi forsetinn ráðum ráðuneytisins. Utflutningur norskra sjávarafurða til Bandaríkjanna hefur núnnkað um helming undanfarin ár vegna refsi- tolla á norskan lax. ¦L tP ^r^- ' I • '¦aT""' J^k ' ¦ :.'.-.'-"r>^-'.. :'^B ¦ i i ,,': ¦ '?¦¦ • '^inS^ •.':•"' ..'•' ¦1 ¦n&HB^. .^H / " "; ,v": dfö:-- ' ' ¦:' M 'm' ffi ,Æ '- ¦¦ ^ám W ¦ '.. H .:¦¦.."""*** jf ' i H| jj^m&t'r'- H 'fes^ '•'';TiÝ";';''"B W^--~ :^-::\. '\:r.- ' ¦ ¦ ;, H 11 :i'"*f%;"' ":'-a-i" vji' -';' ; ;w:].'' ::»'_;:* :"; ¦ ¦¦" *..'.¦( ''' •• ¦:;¦'• . i : ' .:~ ~: 'V • ¦¦ ¦'--¦,2,'' k ¦ ..': SLIPPURINN I FÆREYJUM Morgunblaðið/RAX Áherslubreyting í kosningabaráttunní hjá Bill Glínton „Verðandi forseti" breytist í „lítilmagna og áskoranda" Washingtoo. The Daily Telegraph. UNDANFARNA daga hefur orðið vart áherslubreytingar í kosningabaráttunni hjá Bill Clinton, frambjóðanda demókrata. Hann kemur ekki lengur fram sem „næsti forseti Bandaríkjanna" heldur reynir að skapa mynd af sjálfum sér sem lítilmagna og áskoranda. Þessa breyttu hernaðartækni Clintons má vafalaust rekja til þróunarinnar í skoð- anakönnunum undanfarna viku. Fyrir viku hafði Clinton tíu til flmmtán prósentustiga forskot á George Bush Bandaríkjaforseta, frambjóðanda repúblikana, í skoðana- könnunum. Þrjá daga í röð hefur sjónvarps- stöðin CNN hins vegar birt kannanir þar sem forskot Clintons er 1-3 prósentustig. Samkvæmt skoðanakönnun Newsweek hef- ur Clinton tveggja prósentustiga forskot. Könnun ABC gerir ráð fyrir 4 prósentu- stigamun og samkvæmt CBS hefur Clinton enn 10 prósentustiga forskot. Öllum könn- unum ber þó saman um að Bush hefur mjög verið að sækja í sig veðrið. Fram til þessa hefur Clinton verið afar yfirvegaður í baráttunni og reynt að vera „forsetalegur". Hann hafði að sögn reiknað út að persónulegar árásir á forseta Banda- ríkjanna myndu koma iila við kjósendur. í fyrsta sinn er nú farið að bera á taugaveikl- un í herbúðum Clintons. Clinton hafi e.t.v. verið orðinn of sigurviss. Hann hafi kannski beðið of lengi varfærnislega eftir kjördegi, ánægður með sitt gengi, í stað þess að bregðast harkalega við þeim straumhvörf- um sem urðu í skoðanakönnunum fyrir réttri viku. Menn óttast að afar erfitt verið að hrifsa frumkvæðið aftur úr höndum for- setans. „Ég vildi að það væri kominn þriðju- dagur," sagði ónefndur aðstoðarmaður Clintons á föstudag. í lok vikunnar lagði Clinton áherslu á að hann væri í raun áskorandinn og reyndi jafnframt að höfða til samúðar kjósenda. Það væri hann en ekki Bush sem væri lítil- magninn í þessum kosningum. Jafnframt er Clinton farinn að svara Bush fullum hálsi. Bush og hans menn eru nú algerlega hættir að útmála stefnumið sín fyrir næsta kjörtímabil. Þess í stað ráðast þeir með offorsi á persónu Clintons og feril hans. Auglýsingar Bush í sjónvarpi hafa líka þótt reynast vel. Þær eru svarthvítar og sýna eyðilegt landslag þar sem óveðursský hrannast upp við sjóndeildarhring og eiga að gefa til kynna framtíðina með Clinton í forsetastóli. Bush hefur meira að segja ákveðið að sleppa hefðbundnu ávarpi á kvöldið fyrir kjördag en treysta á áhrifa- mátt auglýsingarinnar þess í stað. Hiaupumsi ekki undan merkjum 10 KRÓHPRIHS FJÖLMIÐLAHHA MEÐ BUSH Á HffLfl SÉR 14 VERMENN ÍSLANDS Nú er gerv- allur heim- urinn þeirra ver- stöð 16 Ameríska iyqin — 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.