Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 11 kvæði, sem hún hvorki vill né á að hafa.“ - Orðrómur þess efnis að frumkvæði aðila vinnumarkaðarins sé að renna út í sandinn hefur ágerst undanfarna daga og er hvað háværastur í dag, fímmtudag. Ákveðnir aðil- ar sögðu í morgun að þeir hefðu miklar efa- semdir um að þeim tækist að ljúka ætlunar- verkinu og skýringin sem gefín var, var sú að stuðningur frá ríkisstjóminni við starfíð sem verið væri að vinna, væri enginn. Telur þú að samráðsstarfíð sé að renna út í sandinn? „Nei, starfið er ekki að renna út í sandinn. Hins vegar deila menn um tímasetninguna og í þeim efnum má segja að vinnuveitendur vilja fara mjög hratt og flýta starfínu eftir megni, en launþegahreyfíngin vilji fara hæg- ar í sakirnar. Eg er fremur þeirrar skoðunar að við þurfum að fá niðurstöðu fyrr heldur en síðar. Ég held að það hafi vond áhrif á málið, og sé ekki til að ýta undir að niður- staða fáist, að það dragist úr hömlu. Það er ekki útilokað að starfið renni út í sandinn, þó ég telji ólíklegt að svo fari. En ef svo fer, þá verður ríkisstjórnin ein að taka á málinu. Ég ráðgeri að tillögur þær sem eru í vinnslu nú, eða ef í harðbakkann slær, tillögur ríkis- stjórnarinnar, líti dagsins ljós fyrir 15. nóv- ember næstkomandi." - Gengisfellingarkór sjávarútvegsins hef- ur hljómað í öllum ljósvakamiðlum um all- Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson nokkra hríð, undir kórstjórn Kristjáns Ragn- arssonar, formanns LÍÚ. Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, hefur nýlega sagt að ef engar björgunaraðgerðir, kostnaðarlækkun fyrirtækja og fleira, litu dagsins ljós á næst- unni, verði ekkert sem geti forðað því að gengið verði fellt um 15% til 20%. Ert þú enn jafnstaðfastur í þeirri trú þinni að hægt sé að standa vörð um óbreytt gengi íslensku krónunnar? „Við í ríkisstjórninni höfum verið vænd um að hafa óbilandi trú á föstu gengi og höfum verið sögð hafa hengt okkur föst í þeirri staðföstu skoðun. Ég er ekki þeirrar gerðar að hengja mig fast í eitthvert gengi, efnahagslegt eða veraidlegt gengi, að ég nú ekki tali um gengi gjaldmiðla, ef aljar gengis- forsendur hafa brostið. En þegar ég horfi á þá „lausn“ sem menn tala um að sé fólgin í gengisfellingu, þá skoða ég fýrst, áður en ég lýsi yfír stuðningi eða andstöðu við þá leið, hvort í henni sé fólgin lausn. Við skoðun kemur á daginn, að þessi aðferð til þess að minnka kaupmátt og færa fjármuni frá fólk- inu til samkeppnisgreinanna, hefur ekki leng- ur þá kosti sem hún kannski hafði, þegar hún á annað borð heppnaðist í framkvæmd. Forsendur hafa breyst svo mjög í þjóðfélag- inu, að ágallar þessarar leiðar, gengisfelling- ar, sem alltaf hafa verið mun fleiri en kostim- skapast vegna þess að það verður tekjufall hér á landi vegna álverðs, lækkandi fisk- verðs, minnkandi fískafla og samdráttar varnarliðsframkvæmda. Ef við hefðum haldið sama hlutfalli í tekjum áfram og við höfðum og ekki lent í þessum atvinnusamdrætti hefði ríkisstjórnin lagt fram hallalaus fjárlög." Þú telur að hlutverk stjómvalda sé að skapa atvinnulífínu starfsskil- yrði með almennum stjómvalds- legum aðgerðum og reglusetn- ingum, en engum sértækum að- gerðum. Fari svo að bið ríkisstjómarinnar beri þann árangur að aðilar vinnumarkaðar- ins og atvinnumálanefndin setji fram sameig- inlegar tillögur um efnahagsráðstafanir, má þá í kjölfar þess eiga von á því að ríkisstjóm- in reiði fram sinn „atvinnumálapakka" rétt eins og „félagsmálapakki" ríkisstjórnarinnar er ávallt fylgifiskur kjarasamninga? „í megindráttum má eiga von á því að þróun mála verði þessi. En líka, til þess að ekki verði árekstrar, þegar svona stórmál em í undirbúningi, þá teljum við mjög mikilvægt að ríkisvaldið sé í mjög nánu samstarfi við þá aðila sem eru að vinna að málinu. í nánu samstarfi, en til hlés. Alls ekki á þann veg að ríkisstjórnin reyni að baða sig í sviðsljós- inu eða láti í veðri vaka að hún hafi frum- ir, em enn til staðar, en kostimir eru meira og minna fyrir bí. Menn hafa ekki sömu tækifæri og áður til að stjórna hlutum og það er að mörgu leyti vel. Við ákveðum ekki fískverð í framhaldi af gengisfellingu og sama má segja um ótal aðra þætti. Þess vegna myndi gengisfelling og áhrif hennar renna út í sandinn á örskammri stund. Áhrif hennar renna alltaf út í sandinn, en það myndi gerast miklu fyrr nú en áður. Menn reikna út, að til þess að koma sjávarútveginum eins og hann leggur sig í núll- rekstur, þá þyrfti 20% gengisfellingu. Þeim út- reikningi fylgir, að sú gengisfelling myndi standast og rynni ekki út í sandinn. Samt sem áður eru allir sammála um að stærsti hluti slíkrar gengisfellingar færi til baka á ótrúlega skömmum tíma. Því þyrfti að ræða miklu stærri gengisfellingu en 20%, ef lækna ætti með gengisfellingaraðferðinni, og hver ætlar svo að taka þátt I þeirri umræðu af einhverri alvöru? Ég hef þá trú að gengisfellingin myndi ekki lækna nokkurn skapað hlut, heldur verka sem deyfílyf um örskamma stund, en á sama tíma yrðu aukaverkanirnar alveg hryllilegar. Við myndum missa þá trú sem við höfum haft á því að við séum að verða stöðugleikans land - trú sem við höfum ekki haft allt of lengi, og verðbólgan myndi ijúka hér upp úr öllu valdi, innan skamms tíma. Þegar þetta bætist við tiltölulega lítinn og skammvinnan ávinning gengisfellingar, þá er von að menn leiti annarra leiða. Það er alls ekki svo að við séum svo forstokkaðir að hafna þeirri leið og halda því fram að íslenska krónan sé sterkasti gjaldmiðill í heimi, eins og sumir hafa verið að gefa í skyn að væru okkar sjónarmið, þegar reynt er að gera þessa varðstöðu okkar um krón- una tortryggilega og hlægilega. En það er á hinn bóginn alls ekkert að því, þegar það hittist þannig á að íslenska krónan hefur verið stöðugasti gjaldmiðillinn í Evrópu um nokkra hríð, að undanskildu þýska markinu. Það er bara fagnaðarefni fyrir okkur, en ekki aðhlátursefni." - Nú er m.a. rætt um að ákveðnar efna- hagsráðstafanir, einskonar gengisfellingarí- gildi, eigi að bæta stöðu sjávarútvegsins, þannig að heildartapið verði 4% á næsta ári í stað 8%. Mér er sagt að slíkar ráðstafanir myndu gera um 60% sjávarútvegsfyrirtækja kleift að spjara sig og rúmlega það. Þau yrðu flest um en þó allnokkur töluvert fyrir ofan núllið alræmda. Eftir sætu 40% fyrir- tækja, með um 33 milljarða skuldabagga á bakinu, eða þriðjung skulda íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja, en bókfærðar eignir fyrir aðeins 21 milljarð króna. Með enn frekari skiptingu verður myndin jafnvel enn dekkri, því 20% verst stæðu fyrirtækjanna skulda um 15 milljarða króna, en eiga engar eignir. Þó að talsmenn sjávarútvegsins tali ávallt um heildina og meðaltalsafkomu, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ nú síðast á LÍÚ þinginu á Akureyri í dag (fimmtudag) er raunhæft að gera það öllu lengur? Er það eitthvert vit að stefna að því að ná heild- artapi sjávarútvegsins með ákveðnum ráð- stöfunum, kostnaðarlækkun, eða því sem Svíar nefna innri gengisfellingu, úr áætluðum 8% taprekstri, í 4% taprekstur? egar rætt er um þessa kostnaðar- lækkunarleið má nálgast tölumar sem þú nefnir með margvíslegum hætti. Þú nefnir 8%, sem er tala sem sumir hafa nefnt, en það er framreiknuð tala um taprekstur sjávarút- vegsins á næsta ári. Ég tel fráleitt að byggja á framreiknuðum tölum, því menn hljóta að laga sig að þeim veruleika sem þeir búa við, það er minnkandi afla. 8% útreikningurinn byggir á því að kostnaðurinn sé fastur, en tekjum sem hafa minnkað. Þannig tel ég ekki óraunhæft að reikna með minni kostn- aði einnig, og þá má gera ráð fyrir 6% halla- rekstri sjávarútvegsins á næsta ári - ég slæ því svona fram. Þá má spyrja hvernig má ná tökum á þessum 6% halla. Ef þær aðgerð- ir sem við náum samstöðu um, skila þeim árangri að við kippum ekki grundvellinum undan okkar markmiðum að vera hér áfram með lægra verðbólgustig en nágrannalönd okkar, þá næst með þeim hætti að bæta stöðu sjávarútvegsins um 1,5% til 2%. Þá eru enn eftir 4% og við skulum gefa okkur að við náum öðrum þýðingarmiklum 2% með kostn- aðarlækkunum. Eftir standa þá 2%. Þá eru menn ekki að tala um neina gjaldþrotaleið, en á hinn bóginn er alveg ljóst að fyrirtæki sem eru algjörlega á kúpunni, með ekkert eigið fé og geysilegan skuldahala, þau verða bara að fara í gjaldþrot. Þeim verður ekki bjargað - þeim má ekki og á ekki að bjarga. Slíkar björgunaraðgerðir væru einfaldlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.