Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 Illaiipiinist ekki undan meriíjum röng skilaboð til atvinnugreinarinnar. Það er óskaplega óheilbrigt að ræða um Sjávarút- veginn hf. sem eina heild, af þvi hann er ékki þannig. Eitt af því sem vart hefur mátt ræða, er sú staðreynd að sjávarútvegsfyrir- tæki hafa verið afskaplega misjafnlega rekin, og ekki hafa verið gerðar nægilega miklar kröfur í þeim efnum. Það verður að gera auknar kröfur, og ég tel það afskaplega ósanngjarnt gagnvart bestu rekstraraðilun- um, að vita að það viðhorf er uppi, jafnvel í greininni sjálfri og hjá yfirboðsmönnum í stjórnmálum, að öllum eigi að bjarga. Þegar verst stæðu fyrirtækin, sem hvort eð er eru gjaldþrota, skerast neðan af, þá breytist meðaltalið einnig til hins betra hvað varðar afkomu greinarinnar í heild. Þannig verður þetta erfiðara dæmi viðráðanlegra og ef þetta gengur upp, þá megum við búast við því að við verðum engu að síður með það atvinnu- leysi sem þegar hefur verið spáð. Menn halda kannski að við séum að kljást við þær at- vinnuleysistölur sem hafa verið staðreynd að undanförnu. Það er ekki vinnandi vegur núna að koma í veg fyrir að' atvinnuleysi hér á landi verði innan við 3,5% til 4%. Við erum að slást við það að atvinnuleysi fari hér ekki upp úr öllu valdi, eins og hjá • nágrönnum okkar, sem sumir eru að takast á við 12% til 15% atvinnuleysi. Það er áríðandi að menn átti sig á því að það eru þau ósköp sem við ætlum að berjast til þrautar til að forðast, en í sjálfu sér erum við á þessum erfíðu tímum ekki að lofa meiru en því að reyna að halda atvinnuleysisstiginu um eða innan við 4%. Atvinnuástand mun ekki batna hér á landi fyrr en hagvöxtur fer að glæðast á nýjan leik. Það mun ekki gerast fyrr en við fáum auknar tekjur fyrir framleiðslu okkar, fyrr en það hefur heppnast að byggja upp tekju- stofnana, fyrr en EES-samningurinn fer að skila okkur því sem hann á að gefa okkur og fyrr en við förum að fá afurðir fyrir orku okkar. Allt eru þetta mjög mikilvægar for- sendur fyrir því að ná hagvextinum upp á nýjan leik. Reyndar held ég að sá stöðugleiki og það efnahagslega umhverfi sem við höfum náð að byggja upp, séu þegar farin að skapa okkur miklu betri samkeppnisskilyrði en fyrr. Fyrir bragðið mun hagvöxtur aukast hér hraðar, þegar réttar forsendur hafa skapast á nýjan leik, og þess vegna megum við ekki raska þeim grundvelli sem við byggjum á.“ - Þú bendir á að fyrirtæki í sjávarútvegi séu misjafnlega vel rekin. Sumir í greininni hafa verið að taka til í bakgarðinum hjá sér, sameina, hagræða og endurskipuleggja. En mestu erfiðleikarnir í sambandi við slíkt starf eru þeir að losna við eignir og eins hitt, til þess að hagræðingin skili sér í raun, að koma í veg fyrir að þær eignir sem við hagræðingu og sameiningu hætta eiginlegri sjávarútvegs- starfsemi, haldi áfram slíkri starfsemi, bara í eigu annarra rekstraraðila. Hvemig geta stjórnvöld stutt við þá viðleitni greinarinnar að draga úr offjárfestingu og of mikilli af- kastagetu og tryggt að þessar eignir verði ekki nýttar á ný innan atvinnugreinarinnar? Asíðustu mánuðum og vikum hef- ur það orðið æ ljósara að ný viðhorf ráða nú ríkjum hjá bönkum og lánastofnunum, hvað varðar viðskipti við sjávar- útvegsfyrirtæki. Bankarnir taka ekki ný fyr- irtæki inn í viðskipti, með sama hætti og áður, sem er auðvitað lykilatriði í þessum efnum. Spuming er hvort okkur er óhætt að fara út í svipaðar úreldingaraðgerðir í landi og við höfum gert úti á sjó. Því miður verður það að segjast eins og er, að úrelding- • in úti á sjó hefur að sumu leyti misheppn- í ast, og því er ekki óeðlilegt að óttast að sama \ myndi gerast í landi. Þar kynni að koma upp gríðarleg misnotkun, sem eyðilegði árangur- inn og ég segi það hreinskilnislega að sporin hræða í þessum efnum. Samt.sem áður hef ég ekki viljað útiloka einhveija slíka leið, og l það vita aðilar vinnumarkaðarins, en ég vil * fara afskaplega varlega." - Ef það yrði niðurstaðan að ráðast í stór- fellda úreldingu í landi einnig, þar sem mjög strangar reglur ríktu um framkvæmdina og agi, mætti þá ekki hugsa sér að þeir sem eftir sitja í greininni, og þar með einir að kjötkötlum auðlindarinnar, fiskimiðunum umhverfis Ísland, stæðu straum af einhveij- um hluta þess kostnaðar sem úreldingin fæli í sér? „Ég held að þeim þætti það afskaplega ósanngjarnt, að minnsta kosti til að byija með, að þeir væru að fjármagna taprekstur skussanna. Til lengri tíma litið kynni slíkt að gagnast þeim, því eins og þú segir, þann- ig yrðu færri um hituna og minni samkeppni um fiskinn í sjónum. Ef niðurstaðan verður sú að stofnaður verður úreldingarsjóður fyrir landvinnsluna, þá sé ég það nú fyrir mér að slíkur sjóður myndi lenda á ríkinu, að minnsta kosti til að byija með.“ - Hvernig tilfínning er það fyrir þig að vera forsætisráðherra nú, þegar atvinnuleysi heijar á landsmenn í fyrsta sinn að ein- hveiju ráði í 25 ár? „Það er ekki góð tilfinning, en hún væri þó ennþá verri, ef ég teldi að ég gæti kennt mér um að svo er komið. En það er mjög nauðsynlegt að menn átti sig á því af hveiju hér er atvinnuleysi. Við höfum búið við sex ára stöðnun; hér fækkaði störfum frá 1987 til 1989 og síðan hefur starfstækifærum ekki ljölgað, en vinnufæru fólki hefur á hinn bóginn fjölgað; þar fyrir utan hefur þorsk- afli minnkað um helming, álverð hrunið og varnarliðsframkvæmdir dregist saman. Þetta hefur allt keðjuverkandi áhrif. Ég tel að þar sem við höfum náð verðbólgunni niður og sátt á vinnumarkaði, þá hafí atvinnuleysisvof- an ekki riðið yfír, jafnstórbrotin og hún hefði ella gert, ef við hefðum ekki verið búin að ná þessum árangri. Takist okkur að halda atvinnuleysinu í þeim skefjum sem ég ræddi um hér áðan, þá tekst okkur betur til í þeim efnum, en öðrum hefur tekist. Ég minni á árin 1967 og 1968, en menn hafa verið að bera saman atvinnuleysistölur þá og nú. Þá var aðstaðan allt, allt önnur. Þá skulduðum við einn sjöunda af því sem við skuldum í dag og þá gátum við flutt út atvinnuleysi, til Svíþjóðar og reyndar einnig til annarra Norðurlanda, því þá var atvinna næg þar. Því er ekki að heilsa nú. Atvinnuleysistölum- ar hefðu verið miklu hærri þá, en þær eru núna, ef aðstæður hefðu ekki verið eins og ég var að lýsa. Þannig að þrátt fyrir að áfall- ið sé eins mikið og raun ber vitni nú, þá hefur okkur tekist að halda atvinnuleysinu í lágmarki, þótt vissulega sé það allt of mikið.“ - Þið hafíð ákveðið að setja ákveðna fjár- muni í tilteknar verklegar framkvæmdir, til atvinnusköpunar. Eru þær ráðstafanir nægar að þínu mati, eða á ríkisstjómin að grípa til frekari ráðstafana til þess að draga úr at- vinnuleysi? „Það sem menn stundum gléyma, og er kannski alveg eðlilegt, er að þær sérstöku framkvæmdir sem við ákváðum að ráðist yrði í, í tengslum við fjárlög, þær byija ekki að hafa áhrif til hins betra fyrr en einhvern tíma í mars eða apríl á næsta ári. Það sama má segja um ákvarðanir sveitarfélaga, sem þau gerðu í samráði við ríkisstjórnina. Vissu- lega em þetta ákvarðanir sem hjálpa okkur, en það gerist ekki fyrr en næsta vor. Ástæð- an fyrir því að við ákváðum að hefja þessar framkvæmdir fyrr en upphaflega var að stefnt er sú að þær munu ekki skapa neina þenslu; mannaflinn er fyrir hendi, tækjabún- aðurinn er fyrir hendi og þessar framkvæmd- ir munu ekki kalla á rekstur í framtíðinni, heldur þvert á móti á sparnað. Við ákváðum þetta einnig vegna þess að við trúum því, þrátt fyrir allt, þá muni rætast úr á þessu tímabili, hagvöxtur muni aukast á ný eftir eitt til tvö ár, eða um leið og umhverfíð á Vesturlöndum batnar og okkar eigið um- hverfi einnig, bæði á fiskimiðunum og í orku- búskapnum. Þessar aðgerðir em liður í því að fleyta okkur yfir erfíðasta hjallann og munu veita um 1.000 manns vinnu, og þegar aðgerðir sveitarfélaganna bætast við, þá lið- lega 500 manns að auki. Því er hér um 1.500 störf að ræða, miðað við heilt ár, og það jafnast nú á við störf við þrjú álver eða svo.“ - Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu spjótum sínum að þér í utandagskrámmræð- unni um atvinnumál á Suðurnesjum á Al- þingi fyrr í dag (fímmtudag) og sögðu það sorglegt að forsætisráðherra svaraði ástand- inu á Suðumesjum með gömlum kreddum um að ekki mætti grípa til sértækra ráðstaf- ana. Nú er atvinnuástand á Suðumesjum sýnu verra en í öðmm landshlutum. Hvað er til ráða í atvinnumálum Suðurnesjamanna að þínu mati? Eg tók fram í ræðu minni, að menn yrðu að vita hvað þeir væm að gera. Ég benti á að almennu ráð- stafanimar myndu gagnast þessu svæði best, þegar til lengri tíma væri litið, en ég sagði jafnframt að ríkis- stjórnin teldi það koma til álita, vegna sér- stöðu þessa svæðis, að í tengslum við al- mennu aðgerðirnar yrði þetta svæði tekið út sérstaklega og á þess vandamálum tekið sérstaklega. Þess vegna hefði ríkisstjórnin skipað sérstakan starfshóp til að fjalla um málefni Suðumesja, en það var nú þannig við þessa umræðu, að það var eins og þing- menn stjómarandstöðunnar úr Reykjanes- kjördæmi vildu ekki heyra það sem ég sagði í þessum efnum. Sértækar aðgerðir á Suður- nesjum myndu ekki duga nema í skamman tíma. Suðumesjamenn verða að fá varanleg- ar lausnir, en ekki skammtímalausnir sér- tækra aðgerða. Ég skaut því nú að máls- hefjandanum (Önnu Ólafsdóttur Björnsson) að sá flokkur sem hún er talsmaður fyrir (Kvennalistinn) hefur alltaf verið á móti því að álver yrði reist í kjördæminu, sem verður þó, þegar það kemur, mjög mikilvæg atvinnu- stoð fyrir þetta hérað.“ - Ef við lítum nú ykkur nær, má þá ekki segja að reksturinn á ríkissjóði beri stóra ábyrð á því ástandi sem við nú búum við, þar á ég við hallareksturinn, erlendar og innlend- ar lántökur ríkissjóðs og lántökur húsnæði- skerfisins? Margir halda því fram að hinar gífurlegu lántökur hins opinbera haldi uppi þessu háa vaxtastigi. „Það er enginn vafí á að gífurlegar lántök- ur okkar hafa haldið uppi vöxtunum. 1991 var iánsíjárþörf hins opinbera meiri en sem nam öllum innlendum sparnaði, en þetta er sem betur fer að snúast við. Sparnaðurinn er að aukast og lánsfjárþörfin er að minnka. Við getum því búist við því að vextir muni fara Iækkandi á næsta ári og það er mjög mikilvægur árangur líka.“ - Ef við lítum á „afrekaskrá" ríkisstjómar- innar í ijármálum á eins og hálfs árs af- mæli hennar kemur á daginn að markmið ykkar í ríkisfjármálum á síðasta ári náðust engan veginn. Að minnsta kosti 9 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs blasir við á þessu ári, og nú hafíð þið lagt fram fjárlaga- frumvarp fyrir næsta ár, með innbyggðum áætluðum ríkissjóðshalla upp á 6 milljarða króna, sem getur allt eins tvöfaldast á árinu sem framundan er, eins og dæmin sanna. Hvemig metur þú árangur ykkar í ríkisfjár- málum, niðurskurði á útgjöldum hins opin- bera og aðhaldsaðgerðum? „Árangur ríkisstjómarinnar í þessum efn- um er bæði góður og slæmur. Að sumu leyti er hann jafnvel betri en gæti sýnst við fyrstu sýn, því það stefndi hér í gríðarlegan halla, en hann hefur minnkað töluvert. í annan stað skiptir sá útgjaldaauki sem þú ert að nefna töluverðu máli, því við aukum hallann á ríkissjóði í framlögðu frumvarpi úr fjórum milljörðum króna upp í sex milljarða. En þá verður að hafa það í huga að þar er ekki um rekstrarhalla að ræða, heldur fjárfesting- arhalla, sem við getum axlað, vegna þess að við höfum skorið svo mikið niður á öðrum sviðum. Sex milljarða halli með svona miklum framkvæmdum, er alveg óþekkt fyrirbrigði hér á landi. Venjulega hefur hallinn á ljárlög- um verið neysluhalli, en ekki framkvæmda- halli og á þessu tvennu er grundvallarmunur. Utgjaldaramminn er því ekki að fara úr öllum böndum, eins og svo oft hefur gerst, heldur . hefur tekjuhliðin dregist sam- an af Jieim ástæðum sem ég þegar hef tíundað. Utgjaldaramminn hefur meira að segja haldið betur en oft áður, til dæmis áformin um 5% niðurskurð í rekstri, þau urðu að veruleika. Það sem aftur á móti fór úr böndunum var sjálfvirk útgjaldaaukn- ing landbúnaðargeirans, en hún hættir núna, svo og útgjaldaaukning heilbrigðis- og trygg- ingakerfis, bæði sjálfvirkt og í tengslum við kjarasamninga. Það hljómar kannski ekki trúverðugt þegar ég segist halda að fjárlaga- halli næsta árs verði mun nær því að vera það sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, heldur en oft áður, en samt sem áður held ég að það sé rík ástæða til að ætla það.“ - Áður en við ljúkum þessu samtali langar mig að víkja örlítið að öðru og óskyldu máli, sem tengist borgarstjóraferli þínum. Það er staðhæft að þú sem fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík viljir alls ekki fallast á að aðstöðu- gjöldum verði létt af fyrirtækjum, því við slíka breytingu muni Reykjavíkurborg missa svo stóran spón úr aski sínum. Verður ekki að gera sömu kröfur til sveitarfélaganna, eins og gerðar eru til einstaklinga og fyrir- tækja, að þau herði sultarólina á þessum samdráttartímum? Getur formaður Sjálf- stæðisflokksins varið það að meira máli skipti að sveitarfélög hafí úr meiri fjármunum að moða, en þau kannski nauðsynlega þurfa á þessum samdráttar- og krepputímum, þegar atvinnulífíð virðist víða vera að kikna undan álögum? Er fyrrverandi borgarstjóri of pláss- frekur í hjarta forsætisráðherra allra lands- manna? Borgin þarf á mjög miklum fjár- munum að halda, vegna þess að það eru gerðar meiri kröfur til Reykjavíkurborgar heldur en annarra sveitarfélaga. Hingað safnast þau vandamál sem erfíðust eru og það gefur augaleið að það er vegna fjöldans. Ég hef alltaf sagt um aðstöðugjöldin að sá skattur sé ekki réttlátur, vegna þess að hann tekur ekkert mið af því hvort fyrirtækjunum gengur vel eða illa. En ég hef einnig sagt, að til lengri tíma horft sé mjög mikilvægt að fyrirtækin sannfæri sveitarfélögin um að það sé akkur fyrir þau að hafa fyrirtæki inn- an sinna vébanda og það sé þeim í hag að þeim sé vel sinnt. Auðvitað man ég eftir því sem borgarstjóri, að afstaða mín til fyrir- tækja byggðist að hluta til á þeim möguleika borgarsjóðs að hafa tekjur af þeim, bæði aðstöðugjöld og fasteignagjöld. Þegar viss hætta var á því að Hagkaup flyttist til Kópa- vogs, beitti ég mér fyrir því að þeir byggðu í Nýja miðbænum og ég lét breyta öllu skipu- lagi þar, nánast með handafli, bara fyrir þá, til þess að halda þeim í borginni. Enda hefur borgin stórkostlegar tekjur af þeim í dag. Með sama hætti átti ég góð samtöl við for- stjóra Sambandsins, þegar það ætlaði á sínum tíma að flytja starfsemi sína úr borginni og við náðum ákveðnu samkomulagi sem stuðl- aði að því að Sambandið varð kyrrt í borg- inni og hún hefur haft miklar tekjur af því síðan. Ef Reykjavíkurborg hefði ekki átt þessa tekjumöguleika af þeirri aðstöðu og þjónustu sem hún býður fyrirtækjunum upp á, er einfalt að segja við forsvarsmenn fyrir- tækjanna, farið þið bara eitthvað annað og látið önnur sveitarfélög borga kosthaðinn af því að koma ykkur fyrir. Menn mega ekki vera of nærsýnir hvað varðar þennan hugsun- arhátt, en svona nærsýni fínnst mér á stund- um hijá forráðamenn atvinnulífsins og að þeir horfi allt of mikið til skamms tíma. Ef nú er svo komið, að tími aðstöðugjalds- ins sé liðinn, sem mér sýnist nú að verði niðurstaðan, þá gerist það bara vegna þess að það er orðið svo brýnt að færa byrðar af atvinnufyrirtækjunum í landinu yfir á fólkið, að menn samþykkja það til þess að tryggja að atvinnulífið sigli ekki í strand. En þá segi ég líka að við verðum að fara mjög varlega í sakirnar, því staðan er alls ekki sú að at- vinnufyrirtækin hafí það skítt, en þegnar landsins gangi um með fulla vasa fjár - því fer víðsfjarri. Það er af þessum sökum, sem ég hef heldur verið á varðbergi hvað varðar aðstöðugjaldið og ég vil að menn viti ná- kvæmlega hvað þeir eru að gera, þegar og ef slík gjaldtaka verður afnumin. Eg mun á hinn bóginn ekki eyðileggja neina lausn sem sátt getur orðið um í þessum málum, og það vita þeir sem að málinu vinna. Hvað varðar spurningu þína um stærð fyrrverandi borgarstjóra í hjarta forsætisráð- herra, þá svara ég henni neitandi. Auðvitað hef ég mjög sterkar taugar til borgarinnar og þar verður engin breyting á. Samt sem áður held ég að mér hafí tekist að horfa fram hjá þeirri tengingu við landstjórnina. Reynd- ar má ég til með að geta þess að þingmenn Reykjavíkur eru þeir þingmenn sem minnst hafa sinnt sínu kjördæmi alla tíð. Ég tek eftir því við umræður í þingflokknum að við þingmenn Reykjavíkur teljum okkur hafa minnstar skyldur til þess að tala í einstökum málum út frá sjónarmiðum kjördæmisins. Ég sé því ekkert að því að ég gleymi því ekki með öllu að ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga og borgarfulltrúi og var borgar- stjóri í langan tíma. Það held ég að menn hljóti að skilja, en ég er þrátt fyrir það að fullu meðvitaður um að ég er formaður stærsta stjórnmálaflokks Iandsins, sem hefur fylgi um landið allt og ég er forsætisráð- herra landsins alls og haga mér samkvæmt því.“ - Við þetta er kannski fáu að bæta, enda blaðamaður farinn að syndga upp á náðina hvað tímann varðar, því Davíð Oddsson for- sætisráðherra á að vera mættur úti á Al- þingi við Austurvöll til að svara fyrirspurn- um, þegar ákvörðun er tekin um að samtal- inu sé lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.