Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 KRÖNPRINS FJÖLMHILANNA MED BUSH A HJELA SÉR Tíminn útrunninn? Það vakti athygli er Bush leit á klukkuna á sjónvarpskappræðun- um. Sögðu illar tungur að forsetinn væri orðinn þreyttur; baráttuþrekið væri á þrotum. Vel kann þó að vera að Bush hafi einfaldlega verið að skipuleggja í huganum það sem eftir lifði kappræðunnar. eftir Korl Blöndal GEORGE BUSH Bandaríkjafor- seti hefur hrifsað frumkvæðið af Bill Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata og ríkisstjóra Arkans- as, á lokaspretti kosningabarátt- unnar og dregur nú jafnt og þétt saman með þeim eftir því sem þeir nálgast markið á meðan Ross Perot, óháði auðkýfingurinn frá Texas, dalar eftir að hafa velgt andstæðingum sínum undir ugg- um. Clinton hefur haldið rúmlega tíu prósenta forskoti á Bush nán- ast allt frá því að demókratar héldu flokksþing sitt i New York í júlí þar til kappræðum forsetaframbjóðendanna lauk fyrir tæpum tveimur vikum. Á þeim tíma gerðu fjölmiðlar hann að krón- prinsi sínum og Bush kvaðst allt eins eiga von á því að hann birtist einn góðan veðurdag í Hvíta húsinu til að mæla fyrir gluggatjöldum. En síð- an hefur hann smám saman misst forskotið og nú gæti Bush allt eins leikið sama leikinn og fyrir fjórum árum, stolið sigrinum frá demókröt- um og tryggt sér ljögur ár til viðbót- ar. Harka hefur færst í leikinn og búast má við linnulausu skítkasti og svívirðingum allt fram á kjördag. Bush sagði í viðtali í janúar að hann myndi beita öllum brögðum til að tryggja sér sigur í kosningunum. Liðsmenn Clintons, með herfræðing- inn James Carville í broddi fylking- ar, lýstu ákaft yfir því að þeir myndu ekki falla í sömu gryíjuna og Mich- ael Dukakis fyrir fjórum árum er hann lét ásökunum og árásum Bush ósvarað. Nú yrði svarað í sömu mynt og harkan látin gilda. Svívirðingar á báða bóga Framan af kosningabaráttunni virtist Bush viljalaus og lífvana. Búist var við því að hann myndi rísa á afturlappirnar í kappræðunum, en meira að segja hörðustu repúblikanar lýstu yfir undrun sinni þegar Bush brást vart til vamar linnulitlum árás- um Clintons á efnahagsstefnu forset- ans. Síðan hefur Bush snúið við blað- inu. Hann eys Clinton og AI Gore, varaforsetaefni hans, auri við hvert tækifæri. Á fimmtudagsmorgun kvartaði hann undan því í sjónvarps- viðtali að Clintort sýndi forsetaemb- ættinu ekki næga virðingu vegna þess að hann ávarpaði sig herra Bush, en ekki Bush forseta. Síðdegis sama dag kallaði hann Clinton og Gore „lúða“ og líkti þeim við hundinn sinn. Gore breyttist á tveimur dögum úr „Óson öldungadeildarþingmanni" í „Öson“ í meðförum forsetans, en eins kunnugt er hefur Gore sérhæft sig í umhverfismálum. Jafnframt hafa stuðningsmenn Bush birt auglýsingar, þar sem farið hefur verið fijálslega með staðreynd- ir í tillögum Clintons og áætlunum. Clinton hefur ekki haft undan að leiðrétta og draga til baka yfírlýsing- ar, sem hafa verið lagðar honum í Sjónvarpskappræður. Önnur umferð af þremur þótti hvað fjörlegust. Frambjóðendurnir fengu þá spurningar frá almennum kjósendum. Fljótlega kom fram ósk um að persónulegar árásir yrðu ekki viðhafðar. Clinton stóð sig best í þessari hrinu og höfðu menn á orði eftir hana að kraftaverk þyrfti til þess að Bush ynni sigur í kosningunum. munn. Auglýsingar demókrata eru oft ekki mikið betri og nota þeir efna- hagsvandann til að koma höggi á forsetann. í dagblöðum birtast svo dálkar þar sem sannleiksgildi hverrar staðhæfingar eru kannað. En, svo gripið sé til orða Marks Twains, er lygin venjulega komin hálfa leið yfir hnöttinn áður en sannleikurinn nær að setja á sig skóna. Skoðanakannanir sýna að van- traust kjósenda á Clinton hefur auk- ist eftir að Bush og aðstoðarmenn hans byijuðu að hamra á trúverðug- leika ríkisstjórans, undanslætti hans í herkvaðningarmálinu og þátttöku hans í mótmælum erlendis þegar Víetnam-stríðið var í algleymingi. Þessi áróður hefur reyndar einnig dregið úr velþóknun almennings á aðferðum forsetans. Það fylgi, sem forsetinn hefur, er hins vegar nokkuð traust, en stór hluti þeirra, sem í skoðanakönnunum segjast styðja Clinton, kveðst gætu söðlað um áður en kjördagur rennur upp. Niðurstað- an var sú í síðustu viku að loftvogin féll jafnt og þétt í herbúðum Clintons á meðan Bush stóð í stað og var farinn að mjakast upp á við þegar nær dró helgi. Perot má heldur ekki gleymast. Þótt hann hafi verið farinn að dala í kjölfar ævintýralegra ásakana sinna á hendur repúblikönum — samkvæmt skoðanakönnun sjónvarpsstöðvar- innar ABC fór hann frá miðvikudegi til fimmtudags úr 20 prósenta fylgi niður í 16 prósent — rær hann á sömu óánægjumið og Clinton og tek- ur því meira fylgi frá honum en Bush. Samkvæmt því ætti Bush að fagna fái Perot um 20% prósent at- kvæða, en hrapi auðkýfingurinn nið- ur fyrir 10 prósent getur Clinton farið að hugsa sér gott til glóðarinn- ar. Traust og trúverðugleiki Spumingin um traust hefur verið rauði þráðurinn í kosningabaráttu Bush. Hvar sem hann kemur varpar hann fram spumingunni um það hvort treysta megi Clinton. Þegar bandarísk stjómvöld gripu til her- kvaðningar í Víetnam-stríðinu reyndu þúsundir manna að komast undan því að gegna herþjónustu. Dan Quayle varaforseti tryggði til dæmis að hann yrði ekki sendur til Víetnam með því að nota sambönd til að kom- ast í þjóðvarðliðið og sat því heima í Indiana-ríki. Dick Cheney, varnar- málaráðherra Bush, kom sér einnig undan herþjónustu í Víetnam. Clint- on gerði einnig ýmislegt til að víkja sér undan. Hann sótti um að komast í sérstaka námsáætlun hersins, sem hefði komið í veg fyrir að hann færi til Víetnam. Skömmu áður en hann sótti um hafði hann sennilega fengið herkvaðningu, sem varð ógild er umsókn hans var samþykkt. Þegar hann gat verið þess nokkum veginn viss að hann yrði ekki kvaddur til almennrar herþjónustu hætti hann við að taka þátt í námsáætluninni, skrifaði bréf, þar sem hann hafnaði Víetnam-stríðinu af sannfæringu, og gat fyrir vikið látið eftir sér að fara í Yale í staðinn fyrir háskóla heima í Arkansas. Þessar tilfæringar leiddu til þess að Clinton tókst að losna úr röðinni þar sem hann stóð fremstur og færa sig nógu aftarlega til að þurfa ekki að fara til Víetnam. Öll svör Clintons um þetta mál hafa verið mjög loðin. í stað þess að leggja spilin á borðið hafa fjölmiðl- ar grafið upp hvert atriðið á fætur öðru og Clinton hefur farið undan í flæmingi. Um leið hefur hann ausið vatni á myllu Bush, sem fullyrðir í tíma og ótíma að andstæðingur sinn geti ekki komið til dyranna eins og hann er klæddur. Áður en Clinton fór i Yale dvaldi hann í Oxford á Englandi með svo- kallaðan Rhodes-styrk. Á þeim tíma fór hann í helgarferð til Moskvu og eftir það tók hann þátt í mótmælum gegn Víetnamstríðinu á Bretlandi og átti þátt í að skipuleggja þátttöku Bandaríkjamanna í slíkum aðgerð- um. Þetta hefur Bush gripið á lofti. Forsetanum fínnst sök sér að hafa verið andvígur Víetnam-stríðinu, en hann fær ekki skilið að nokkur Bandaríkjamaður „skuli geta mót- mælt á erlendri grundu þegar þjóð hans á í stríði við erlent ríki“ og spyr hvemig Clinton ætli að bregð- ast við í forsetastóli þegar hann blæs í herlúðra og bandarísk ungmenni svara með mótmælum. Forsetinn sakar Clinton einnig um að vera ófæran um að taka afstöðu í nokkru máli. Hann vilji bæði vera með og á móti og mitt á milli um leið. Uppáhaldstilvitnun Bush í Clint- on er frá atkvæðagreiðslu þingsins um að gefa forsetanum vald til að beita hervaldi til að flæma íraka brott frá Kúveit: „Hann sagði, í raun var ég sammála minnihlutanum, en ef mjótt hefði verið á munum hefði ég greitt atkvæði með meirihlutan- um,“ segir Bush. „Getum við treyst honum til að vera æðsti yfirmaður heraflans?" Clinton svarar Clinton verður beittari í svörum með hveijum deginum og á fimmtu- dag sakaði hann Bush berum orðum um lygar. „Hann hefur birt auglýs- ingar um allt land, sem eru lygar,“ sagði Clinton og lýsti Bush sem „ör- vingluðum manni með það eitt í huga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.