Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 AFDRIFARÍK ELDHÚSINNRÉTTING í Damaskus á Sýrlandi er íslensk- ur húsgagmasmiður, Sverrir Péturs- son úr Hafnarfirði. Síðan hann kom þangað sl. vor á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hann verið við bygg- ingastörf, m.a. við að losa 23 íbúðir og hús vegna hagræðingar og spam- aðarátaks hjá UNDOF og er nú senn að taka við viðhaldi og rekstri á „kömpum" friðargæslusveitanna í Gólanhæðum. En hvemig lenti hús- gagnasmiðurinn Sverrir í svona starfí? Leiðin var dálítið krókótt, lá m.a. um New York. Sverrir kvaðst á íslandi hafa unnið hjá Hamrinum í húsgagna- og húsasmíði og svo hjá Hagvirki, m.a. í Sultartanga- virkjun. „Allt í einu, 3. febrúar 1984, sagði ég við pabba og mömmu, Pétur Þor- bjömssn og Valgerði Sigurðardótt- ur, að ég ætlaði að skreppa í frí til Bandaríkjanna, greip litla ferða- tösku og hefi ekki komið heim síð- an. Eftir 3 mánuði í New York hitti ég konu mína, Marianne Napoli, sem er af ítölskum innflytjendaættum og við búum í litlu húsi sem við eigum úti á Long Island með 6 ára dóttur okkar, Marissu Völu. Svo á ég 10 ára son, Guðmund Om, heima á Is- landi,“ segir Sverrir. Bætir við þegar spurt er hvort kona hans sé líka í Damaskus:„Hún er indælis kona en hún vill ekki fara frá New York. Þar hefur hún gott starf að félagsmálum, VERMENN ÍSIANDS Texti og myndir: Elín Pólmodóttir LÖNGUM hafa íslendingar kunnað að bjarga sér þegar að kreppir. Um aldir héldu menn í verið til útróðrastaðanna í öðrum landshlutum þegar lítið var um vinnu heima. Héldu einir sér eða saman í smáhópum þangað sem vinnu var að hafa og komu heim með feng og nýja reynslu. Hluti af vertíðar- sókn var að fara að heiman og sýna getu sína á framandi slóðum og í nýjum félagsskap. Enda sóttu menn mest í verið meðan þeir voru ungir menn. Áður lágu leiðir í aðra landshluta. Lengra varð ekki komist. Nú er ailur heimurinn innan seiling- ar. Vermenn íslands sækja störf og tilbreytingu til fjarlægra landa. íslendingur fer ekki víða án þess að frétta af landa sinum eða hitta við störf. Aldrei hefur mér verið Ijósara hve margir nútíma íslendingar sækja sér tímabundin störf út í heim en nýlega á ferð um löndin fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þar eru íslenskir menn að byggja hafnir, starfa við fjarskipti og smíðar eða stjórnunarstörf hjá friðargæslu SÞ og við ýmiskonar tæknistörf þar og hjá Flóttamannahjálp og Rauða krossi. I þessari grein og framhaldsviðtölum verður sagt frá þeim vermönnum íslands, sem þessi höfundur rakst á meira og minna af tilviljun. Það kann að gefa hugmynd um við hvað þessir nútíma vermenn eru að fást og af hverju þeir geta í hinni gífurlegu samkeppni á vinnumarkaði heimsins gengið í „ver- tíðarstörf" þegar þörf krefur og þeir svo kjósa. Kemur sér vel núna þegar tímabundinn samdrátt- ur er á íslandi. Islendingar eru alveg maka- laust fólk. Þeir eru svo flínkir í höndunum. Ganga sjálfir í allt og geta allt. Leysa bara einfaldlega verkefnin," varð írskum fjarskiptamanni hjá friðar- gæslu Sameinuðu þjóð- anna í Líbanon að orði. „Þessir ís- lensku menn hafa allir unnið með náminu. Þeir hafa gengið sjálfir í verkin, kunna handverkin og geta þessvegna leyst úr því sem kemur upp á. Auk menntunar kunna þeir verkin, ekki bara að ákveða á fund- um hvað eigi gera. Þeir kunna og hika ekkert við að taka til hendi sjálfir" Þetta þótti mér merkileg ræða og tók að fiska eftir réttmæti þessarar kenningar hjá ýmsum þeim sem víða hafa starfað á alþjóðavettvangi. Steinar Berg Björnsson, sem hefur stjómað á ýmsum stöðum og mikið séð til íslenskra starfsmanna á er- lendri grundu, tók undir þetta. Benti sem dæmi á nokkra íslendinga sem einmitt hafa þennan kost og eru kannski einkum þessvegna eftirsótt- ir til starfa. í samtölum við fleiri erlenda menn sannfærðist ég um að þama hafa íslendingar tromp á hendi í samkeppni á erlendum vinnu- markaði, ennþá að minnsta kosti. sem hún tók upp aftur eftir að hafa verið fjögur ár heima, og hefur nú fengið stöðuhækkun." í New York vann Sverrir við eitt og annað, aðallega við að gera við gömul hús. M.a. gerði hann upp 120 ára gamalt hús úti á Northport á Long Island. Tók í sundur eldhús- og búrinnréttingar og merkti hvem hlut, á annað þúsund stykki. Og hann smíðaði m.a. gamla Afaklukku. Þetta segir hann að hafi verið óskap- lega skemmtilegt, en hann tók að- eins 3 dollara á tímann og var alltaf blankur. Var að puða þetta 14 tíma Við hafnarstæðið í Ashkelon; Oddur Thorarensen, Jón Grettisson, Hermann Sigurðsson og Ingi S. Guðmunds- son Líkan af snekkjuhöfninni í Ashkeion í ísrael sem íslendingar eru að byggja. Upp af henni eru byggð hótel, ferðamannaaðstaða og íbúðarblokkir. á dag. „Þá vildi mér til að Guðmund- ur Sigurðsson, lögreglumaður hjá Sameinuðu þjóðunum, bað mig um að líta á innréttingu fyrir vin sinn. Það varð til þess að ég sit nú hér uppi á þaki í sólinni við Miðjarðar- hafið. Ég fór að hitta manninn á laugardagsmorgni og tók að mér viðgerðimar um helgar. Þetta reynd- ist vera íslendingur, Steinar Berg Bjömsson, sem skammaði mig og sagði að ég ætti að mkka almenni- lega fýrir mína vinnu. Þegar Guð- mundur sagði honum að ég hefði sótt um hjá Sameinuðu þjóðunum gekk hann í málið og ég vann á tré- smíðaverkstæði SÞ í þijá mánuði. Rúmu ári síðar síðar hringdi Steinar aftur og spurði hvort ég vildi koma í betur launað starf við trésmíðar í aðalstöðvunum. Ég frétti að hann hefði sagt þeim hjá Sameinuðu þjóð- unum að hann væri að gera þeim greiða. Ég fór hjá mér, en þótti af- skaplega vænt um þetta.“ Þetta má til sanns vegar færa. Ég hefi fyrir satt að í aðalstöðvunum í NY hafi Sverrir verið vel metinn, alltaf send- ur í vandasömustu smíðaverkin á skrifstofum og heimilum yfirmanna. „í maí í vor hringdi svo Steinar enn í mig og spurði hvort ég vildi fara í vettvangsstarf fyrir SÞ. Hann var þá framkvæmdastjóri UNDOF í Damaskus, en er nú að skila því af sér. Ég sagði umsvifalaust já. Stein- ar hefur orð fyrir að fá það fólk sem hann vill. Hann þykir mjög strangur stjómandi. Hann vill að fólk vinni og það kemst ekki upp með annað. Mér líkar það vel. Hann vildi fá mig fluttan til Damaskus, en það tók nokkurn tíma að fá mig lausan úr aðalstöðvunum." En tókst. Og verk- efnið var áhugavert. Með breyttu fyrirkomulagi var fólki hjá friðar- gæslunni, sem sest hafði að inni í Damaskus, gert að flytja út í Gólan- hæðir og þá þurfti að taka út húsin sem það hafði leigt og meta kröfum- ar frá eigendunum, sem varð mikið mál, segir Sverrir. Nú hefur hann eftirlit með birgðum og viðhaldi her- búðanna. Hann kveðst búa í góðri íbúð og vinna mikið. Er þijá daga í viku úti í Gólanhæðum til að sjá um samskiptaverkefni milli heijanna þar og skrifstofunnar í Damask- us.„Mér líkar mjög vel. Ég er búinn að læra meira á þessum stutta tíma Hermann Sigurðsson verkfræðingur. I baksýn sést byijunin á 800 m löngum hafnargarði út í Miðjarðarhafið, þar sem var verið að vinna. en á 8 árum í New York, enda varð ég að kynna mér hlutina og standa mig. Vinnutíminn er frá 7-2 og þeg- ar ég kem heim úr vinnu sest ég í sólina út á svalir og fer að þjálfa mig í tölvuvinnunni. Eg hef húshjálp og lifi indælu lífi. í Damaskus er nú einn annar íslendingur, Hlynur Ingimarsson. Ég verð þama alla vega fram i júlí á næsta ári, en það gæti líka teygst upp í 4 ár. Upphaf- lega kom ég hingað til að fá betri laun, svo að við gætum skipt um hús, en nú er ég farinn að kunna að meta það hugsjónastarf sem unn- ið er af Sameinuðu þjóðunum og þá sérstaklega við friðargæsluna. Hugsaðu þér, þetta hefði aldrei gerst ef það hefði ekki verið út af þessari eldhúsinnréttingu fyrir hann Steinar og hana Maríu, sem breytti lífi mínu.“ ÍSLENDINGAR BYGGJA HÖFN í ÍSRAEL í bænum Ashkelon, sem er á strönd Miðjarðarhafsins sunnarlega í ísrael, stjóma fjórir íslendingar verki við að byggja snekkjuhöfn. Yfirverkfræðingurinn er Hermann Sigurðsson, aðstoðarmaður hans er Oddur Thorarensen tæknifræðingur, Ingi S. Guðmundsson er yfirverk- stjóri og Jón Grettisson vélfræðingur sér um vélakostinn. Ég leitaði uppi þessa vermenn, sem voru nýkomnir að heiman og famir að taka til hendi. Þeir voru búnir að fá íbúðir í nær- liggjandi nýjum sambýlishúsum og eiginkonurnar væntanlegar í næsta mánuði. Þama mundu þeir væntan- lega vera í tæp tvö ár, því áætlað er að hafnargerðinni verði lokið í árslok 1993. Sverrir Pétursson starfar í Damaskus í Sýrlandi: Að baki hans stendur hinn ómissandi Segar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.