Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 .17 —” Dagur Vilhjálmsson og Stella kona hans eru að flytjast til Astralíu með dætur sínar tvær, Sólveigu og Svetlönu. Mæðgurnar Hanna Viðarsdóttir og Elísa bíða ásamt tveim- ur eldri systrum hennar í ísrael eftir pabba þeirra, Þór- ami Vilhjálmssyni, sem sendur var á vegum Sameinuðu þjóðanna til Kambódíu. bátahöfn reyndist nefnilega ekki vera í Ashkelon heldur útbænum Mikdal, þar sem gríðarlega bygging- arframkvæmdir eru í gangi á stóru svæði til hliðar við gamlan smábæ. Ég stóð því mállaus á endastöð strætisvagna uppi í sveit á einhverju sem líktist Breiðholtinu í byggingu. Þeir félagar voru aðeins búnir að fá báðabirgðasima í skúr á vinnustað, en Hermann hafði á rúmum hálftíma upp á þessum óvænta gesti, sem gat ekki einu sinni sagt hvar hann var staddur. Og þeir félagar tóku landa sínum vel. Þarna við Miðjarðarhafið má sjá hvar hafnargarður er tekinn að teygja sig út í hafið og á að verða 800 m langur. Síðan koma 3 minni garðar. Úti á garðinum var Ingi S. Guðmundsson að stjórna verki, en fyrir utan íslensku yfirmennina vinna þarna mest bedúinar og ísra- elskir verkamenn. Ingi kvaðst hafa tekið sér frí í eitt ár til að vinna við þetta erlenda verkefni og sagðist aldrei hafa gert slíkt fyrr. Jón hafði þennan dag farið norður til Herzelíu til að sækja vélar og dót, sem notað hafði verið við bátahöfnina þar, en kom von bráðar. Á meðan veittu þeir Hermann og Oddur mér upplýs- ingar í vinnuskúmum. Þeir kváðust vera að fá eitthvað af stórum vélum að heiman, tvo trukka og eina stóra gröfu, sem er keypt af íslendingum. Nú séu tollar hér nánast úr sögunni og því tækifæri til að selja slíkar vélar þegar samdráttur er á íslandi og ekki not fyrir þær. Fyrir botni Miðjarðarhafsins eru þessar löngu gulu sandstrendur, þar sem framburðurinn úr Níl safnast saman. Straumurinn liggur norður með ísraelsströnd. Aldan getur verið þar býsna þung, engu síður en á Islandi, að sögn þeirra félaga. Þama er lítið um hafnir utan stórhafnimar í Haifa og Ashdod. Með þessum tveimur seglbátahöfnum er verið að byija að byggja upp aðstöðu eftir allri ströndinni. íslendingamir sögðu að þarna væri ekkert brúklegt gijót að hafa og verður að sækja það langt að, allt upp í 100 km leið. Hluti af gijótinu er sótt alla leið á Vestur- bakkann og keypt af Aröbum. Til að forðast árekstra em því Arabar í efnisútvegun og grjótflutningum, um 30 manns. En líka er á staðnum steypt stjórgrýti, sem krækist sam- an, eins og notað var í Þorlákshöfn. íslendingarnir sögðu að þeim lík- aði ágætlega við mannskapinn sem starfar þarna. Unnið er frá 6.30 til klukkan 5. Menn hafa hálftíma í mat sem þeir hafa með sér. Það getur þó verið dálítið flókið að vera með svo margbreytilegt lið. Arabísk- ir múslimar taka helgarfríið á föstu- dögum, ísraelsmenn á laugardögum og múslímar þurfa að kijúpa á ákveðnum tímum dags á bæn í vin- nutímanum. Þetta kemur þó mest niður á undirverktökum. Nú voru að koma opinberir frídagar í ísrael, áramótahátíðin og síðan Yom Kipp- Nú er gervallur heimurinn þeirra verstöð ur, þegar enginn má svo mikið sem aka bíl og allt liggur niðri. Sjálfir sögðu Islendingarnir að þeim líkaði vel að vera þarna. Hitinn hafði heldur lækkað, úr 32 stigum með raka og farið lægst niður í 23 stig og sjórinn kominn niður í 28 stig. Þeir félagar bjuggu enn tveir og tveir saman í íbúð og elduðu á víxl. Ingi skaut hér inn í að hann byði þeim bara út í pitsu þegar röð- in kæmi að honum, hann sé of gam- all til að kunna matseld. Og allir sögðust þeir hlakka til þegar hag- sýnu húsmæðurnar kæmu á vett- vang. Þá mundi hver fjölskylda hafa sína íbúð í tveimur samliggjandi nýjum sambýlishúsum. Von var á 8 ára dóttur Odds, sem mundi þá fara í hebreskan bamaskóla. Áður en þeir óku mér til Tel Aviv borðuðum við í veitingahúsi sem þegar er komið í nánd við þessa væntanlegu höfn á ströndinni. Auð- velt að ímynda sér hve yndislegur ferðamannastaður þetta á eftir að verða við ströndina og í sandhólun- um upp af henni. Byijað er að planta tijám þar sem vatnskerfi liggur um rætur hvers trés. í Mikdal er kominn 50 þúsund manna bær, bæði ný og hrá hverfi og gamall smábær. Ný- lega hefur við fornleifauppgröft komið í ljós að Filistear hafa verið þarna með merkilega menningu um 600 fyrir Krist. Ólafur Gíslason hjá ístak hafði komið þama skömmu seinna. Hann hefur yfirumsjón með 3 verkefnum, sem íslendingar taka þátt í. Frá ís- taki eru um þessar mundir 10-15 menn í veri í slíkum verktakaverk- efnum, m.a. í Afríkulöndum og As- íu. Hlýtur að vera gott að geta geng- ið í slík verkefni úti í heimi þegar harðnar á dalnum hér heima. LANDAR í JÓRDANÍU, KAMBÓDÍU OG ÁSTRALÍU Á vegum Sameinuðu þjóðanna starfa margir íslendingar víða um heim. Oft eru fjölskyldurnar með þeim, en þegar svo koma upp verk- efni þar sem það er ekki leyft, þá þurfa konumar að bíða einhvers staðar. Tökum dæmi: í Jerúsalem rakst ég á Dag Vil- hjálmsson, sem víða hefur farið og starfað að fjarskiptum. Hann var í eitt ár í Pakistan og síðan 13 mán- uði í Mið-Ameríku, í Hondúras og Salvador og nú síðast í ísrael, þaðan Þama er sandströnd svo langt sem augað eygir og ætlunin að reisa sjó- baðstað fyrir ferðafólk með hótelum og miklum íbúðabyggingum og öðm sem tilheyrir. Hluti af því verkefni er bátahöfn, sem getur tekið um 600 báta við flotbryggjur, aðallega segl- báta og listisnekkjur. Fyrir höfninni er skrifað svissneskt fyrirtæki í sam- vinnu við bæjarfélagið í Mikdal, sem hyggur gott til glóðarinnar að skapa atvinnu fyrir 1.000 manns við upp- bygginguna og í framhaldi 2.000 störf við að reka höfnina, hótelin og ferðamannaþjónustuna í bæ, sem á undanfömum tveimur árum hefur tekið við gífurlegum fjölda innflytj- enda. Af 200-250 miHjón dollara framkvæmdaáætlun tekur höfnin til sín 30 milljónir, segir í frétt í Jerusal- em Post. Á þessu svæði fyrir botni Miðjarðarhafsins er verktaka flókið mál þar sem útilokað er að íraelar ráði fyrirtæki sem tekið hafa þátt í verkefnum fyrir Arabalöndin og öfugt. Menn starfa því í ýmiskonar fyrirtækjasamsteypum. Höfnin er á vegum Kishon Brakewater, sem er í eigu tveggja fyrirtækja, hins ísra- elska M. Davidowitz Ltd. og sviss- neska Harbour Enterprise, en það er aftur í eigu norrænna fyrirtækja sem ístak tengist. En ístak hefur m.a. verið í hafnarframkvæmdum í Helguvík og ýmiskonar önnur verk- reynsla frá íslandi kemur að góðum notum. Þeir Hermann, Oddur og Jón eru hjá ístaki, en Ingi er frá fyrir- tækinu Völur hf. Sumir íslendinganna fjögurra hafa áður starfað í Israel. Jón Grettisson var við gerð svipaðrar seglbátahafn- ar sem nýlokið er í Herzelíu all miklu norðar á Miðjarðarhafsströndinni, þar sem aðallega voru Danir og einn og einn íslendingur slæddist með, eins og þeir orðuðu það. Oddur hafði aðeins komið að því verki. Hinir hafa ekki fyrr starfað í ísrael. Aftur á móti hafði ég spurnir af enn einum íslenskum vermanni að störfum í Ashdod ekki langt frá, þar sem unn- ið er að stækkun hafnarinnar. Það er Tryggvi Tryggvason, tæknifræð- ingur. Hann hitti ég ekki, en tókst að finna fjórmenningana eftir nokkra hrakninga í rútubílum á stöð- um þar sem enginn talar annað en hebresku og jafnvel símaskrár eru með hebresku letri. Þessi nýja smá- Besti geislaspilarinn Hið virta tímarit „What HI-FI" valdi þennan Marantz CD 52 ll-geislaspilara „Besta geislaspilarann 1992" og ekki ab ástæbulausu. Hann er meb 29 liba fjarstýringu, sjálfvirk lagaleit, diskaminni og fjölmörgu fleira á frábæru verbi AMS SYNCHRO necoftoiNQl r*fOw«>it imch etiiiMwuomnMM sem hann var sendur til Júgóslavíu. En nú hefur hann ákveðið að bijóta í blað og hætta þessu öllu, var að flytja daginn eftir til Perth í Ástral- íu með Stellu konu sinni og ungum dætrum, Sólveigu og Svetlönu. Fjöl- skyldan er með þrenns konar vega- bréf. Stella hafði flutt unglingur með foreldrum sínum til ísrael, þaðan til Bandaríkjanna og svo aftur til ísra- el. Dagur starfaði hjá Pósti og síma á íslandi. Hann hefur ráðið sig í leiðangur á Suðurskautið, sem hann sagði hafaverið hreint ævintýri, og þá kynnst Ástralíu. Hann hefur sem- sagt róið á ýmis mið. Nú þegar þau eru komin með tvö ung börn kvað hann tíma til kominn að setjast um kyrrt og Perth í Ástralíu varð fyrir valinu. „Mig langar ekkert til að fara heim í kuldann og bræluna“, sagði hann. Heitara var undir honum í Júgóslavíu, þar sem SÞ mennirnir voru með fjarskiptasambandið miðja vegu milli flugvallarins og borgar- innar Sarajevo og eldflaugamar svifu yfir höfðum þeirra. Og raunar segir hann að ástandið í ísrael hafi mikið breyst síðan 1988, þegar óhætt var að aka frjáls hvert sem var, en það geri maður ekki núna t.d. á Vesturbakkanurm Nú er Dag- ur semsagt að fara til Ástralíu, eins fjarri heimalandinu og hægt er að komast. Annar íslendingur, Þórarinn Eyj- ólfsson, sem líka starfar við fjar- skipti með friðargæslusveitum, var sendur til Kambódíu í nóvember og verður þar a.m.k. fram yfir kosning- anar í maí í vor, en þær verða und- ir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Ég hitti Hönnu Viðarsdóttur konu hans, sem býr með dætrum sínum þremur í Herzelíu í ísrael. Er nýflutt þang- að, til þess að elsta dóttirin geti lok- ið þar stúdentsprófi í amerískum skóla. Hanna sagði að þau væru búin að vera um 10 ár við störf er- lendis. Lengst hafa þau verið í ísra- el, en inn á milli í Hondúras og lík- aði vel á báðum stöðum. Undanfarið höfðu þau búið í Nahariyya, meðan Þórarinn var hjá UNIFIL í Líbanon. Hvað tæki við hjá þeim eftir að Þórarinn kæmi frá Kambódíu og dóttirin búin í skóla í Herzelíu kvaðst hún ekki vita enn. í Jórdaníu býr ísleifur Pétursson með Auði konu sinni og bömum. Hann starfar við öryggisvörslu á vegum UNTSO, sem allt frá 1948 hefur verið allsheijar eftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs með aðalstöðvar í gamla landstjórahúsinu í Jerúsal- em, en hefur útstöðvar í Arabalönd- unum. ísleifur er fulltrúi stofnunar- innar í Amman í Jórdaníu. Hann hefur víðar verið, m.a. í íran og var í Bagdad allt fram undir Flóastríðið. ísleifur var á sjúkrahúsi, svo ég hitti hann ekki. Marga fleiri Íslendinga rakst ég á við margvísleg störf og mun birta viðtöl við nokkra þeirra í næstu blöð- um. Verbabeins 30.100,- kr. eba 28.600,- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.