Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 20
20 sGfii HaaMHvðH .r auoAaunMua giaAjanuoHOfr MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER Í992 „Það er Ijóst oó Skandia mun stando oó fullu ó bak við þetta fé- lag og ég kef enga éstæéu til aé ætla aé þetta hafi slæm éhrif ó markaéinn hér é landi," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Fjár- festingarf- élagsins Skandia. FRIÐRIK JÓHANNSSON, FORSTJÓRI FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS SKANDIA VIÐ LOKUM EKKIAFTUR eftir Ómar FriÓriksson „ÉG held að það hafi allir skilning á þeirri aðstöðu sem félagið var komið í. Astandið sem hér skapaðist var auðvitað óþolandi en mér sýnist af viðbrögðunum að fóik hafi fullan skilning á þessari aðstöðu. Það er ljóst að Skandia mun standa að fullu á bak við félagið og ég hef enga ástæðu tíl þess að ætla að þeir erfiðleikar sem nú eru að baki hafi slæm áhrif á markaðinn hér á landi. Þetta fyrirtæki mun hrista þetta af sér á mjög skömmum tima,“ segir Friðrik Jóhannsson, forsljóri Fjárfesting- arfélagsins Skandia. Hann kveðst telja víst að gengi hlutdeildarskirteinanna í sjóðum félagsins muni hækka á ný en aðspurður um hversu hratt það gerist svarar hann; „Við munum fara varlega og sljórn félags- ins þarf að skoða þetta vel á næstunni. Það er fullljóst að hinir sænsku eignaraðil- ar félagsins eru mjög varkárir í eigna- mati.“ Landsbankinn hefur samþykkt að taka Fj árfestingarfélagið Skandia í við- skipti að sögn Friðriks. „Við höfum fengið þá fyrirgreiðslu sem við höf- um óskað eftir og bankinn fær á allan hátt fullnægjandi tiyggingar fyrir þeim viðskipt- um,“ segir hann. „Við höftim haft bein sam- skipti við bankastjóm Landsbankans vegna þessara viðskipta." Sagði Friðrik að móðurfyr- irtækið í Svíþjóð veitti félaginu einnig fullan fjárhagslegan stuðning. „Miðað við þau sam- skipti sem við höfum átt við bankann nú þeg- ar get ég sagt að ég hlakka til að vinna með þeim í framtíðinni." Aðspurður sagði Friðrik að eigendur félags- ins hefðu verið búnir að taka ákvörðun um opnun verðbréfasjóðina áður en formlega var gengið frá viðskiptunum við Landsbankann. Hefði Landsbar.kinn ekki komið inn í málið hefði Skandia ætlað að íjármagna félagið beint frá Svíþjóð. Verri tryggingar „Verðbréfasjóðimir eru endurskoðaðir með reglubundnu millibili. Þegar endurskoðun lauk í haust kom í Ijós að það vantaði 5-6% upp á að eignimar stæðu undir því gengi sem gefið var upp. Þetta leiddi síðan til deilna milli fyrr- verandi og núverandi eigenda og því fylgdu mjög harðar yfirlýsingar og aðgerðir. Á endan- um varð þetta til þess að fresta þurfti viðskipt- um með hlutdeildarskírteinin," segir Friðrik um aðdraganda þess að lokað var fyrir inn- lausn úr sjóðum félagsins fyrir tæplega fjórum vikum. „Þessi 5-6% munur kom okkur mjög á óvart vegna þess að staða sjóðanna fyrr á árinu gaf ekki tilefni til annars en að ætla að gengið væri í lagi. Ég held að það hvað þetta kemur upp á skömmum tíma sé að nokkru leyti fyrir tilviljun og lýsi einnig því að efnahagsástandið hefur farið mjög versnandi. Lánastofnanir hafa orðið fyrir miklum töpum eins og komið hefur fram í fréttum. Tryggingar, sem áður voru taldar góðar og gildar, eru ekki eins hald- góðar í dag. Taka má dæmi af tryggingum í atvinnuhúsnæði en á undanfömum mánuðum hefur þurft að iána sífelit stærra hlutfall af kaupverði fasteigna þrátt fyrir að verð hafi haldist nokkum veginn stöðugt eða lækkað lítillega. í öðru lagi þarf nú að lána til lengri tíma en áður og á lægri vöxtum þannig að staðgreiðsluvirði þessara eigna fer lækkandi. Á þessu hefur orðið gjörbreyting og fasteign sem trygging er minna virði en áður. Einnig eru endurskoðendur varfærari en áður í ljósi efnahagsástands en við reiknuðum þó ekki með því að þeir yrðu eins harðir í hom að taka og raun varð á,“ segir hann. „Starfsemi Verðbréfasjóðsins hófst árið 1985 og fyrstu fjögur árin varð gríðarleg aukn- ing í viðskiptunum. Fjárfestingarfélag Islands er frumkvöðull á þessu sviði og hafði á tíma- bili 70% markaðshlutdeild. Á þessum tíma var áhætta í þessum viðskiptum metin út frá allt öðrum aðstæðum en eru í dag. Það var verð- bólga , mikil þensla og uppgangur og meir var horft til veðtrygginga og minna til greiðslu- getu. í dag eru hins vegar ríkar kröfur gerðar til hvors tveggja. Á undanfömum árum hefur verið samdráttur í framleiðslu ár eftir ár. Ástandið hefur verið sérstaklega slæmt upp á síðkastið, sem hefur að sjálfsögðu áhrif á greiðslugetu og rýrir þær tryggingar sem að baki standa. Þetta kemur meðal annars fram hjá bönkunum sem hafa þurft að auka af- skriftareikninga sína stórlega," segir Friðrik. Óheppilegt að vera í viðskiptum við deUuaðila Hann segir að Fjárfestingarfélagið hafi vissulega gengið í gegnum erfiðleika undan- famar vikur og rekstur þess verið í mikilli óvissu á tímabili. „Þess vegna þurftum við að grípa til þess ráðs að meta eignimar á annan hátt núna og búa okkur undir að geta selt þær hratt út. Það er grundvallaratriði við rekstur verðbréfasjóða að eigendur hlutdeildarskírtein- anna eigi jafnan rétt til þeirra eigna sem í sjóðun um eru. Allar aðgerðir okkar nú miða að því að tryggja þennan rétt og að þeim verði á engan hátt mismunað," sagði Friðrik. - Hvers vegna tókst ekki að ná formlegum samningum við íslandsbanka um yfirdráttar- viðskipti? „íslandsbanki er stærsti eigandi Fjár- festingarfélags íslands með 35% hlut og sænsku aðilunum þótti ekki heppilegt að vera í viðskiptum þar á sama tíma og deilur stæðu á milli þeirra og Fj'árfestingarfélagsins. Hins vegar höfum við átt mjög góð samskipti við íslandsbanka í gegnum tíðina." Friðrik vildi ekki tjá sig um hvort það hefðu verið mistök að krefjast riftunar á kaupsamn- ingnum í stað þess að láta strax reyna á ákvæði hans um gerðardóm eins og nú hefur orðið niðurstaðan. Hann var þá spurður hvort hann hefði verið sammála þeirri aðgerð að loka fyr- ir viðskipti með hlutdeildarskírteini í sjóðunum. „Það var mikið búið að ganga á þegar kom að lokun sjóðanna. Ef þessu væri líkt við skák og ætti að taka þann eina leik upp sérstaklega væri alveg eins gott að byija taflið upp á nýtt,“ svaraði Friðrik. Varkárara mat - Hvað þýðir gengisfelling bréfanna fyrir eigendur þeirra? „Þrátt fyrir að gengi skírteinanna sé breytt með þessum hætti eru eftir sem áður sömu eignir inni í sjóðunum. Vegna hættu á miklum innlausnum reyndist hins vegar nauðsynlegt ■ Ég geri róð fyrir oð það taki einhvern tíma að nó þessari lækkun til baka ■ íslandsbanki er stærsti eig- andi Fjórfestingarfélags ís- lands og sænsku aðilunum þótti ekki heppilegt að vera í viðskiptum þor ó sama tíma og deilur stæðu ■ Höf um ekki orðið fyrir töpum vegna f járfestinga undanfar- inna 2 til 3 ára svo nokkru nemi ■ Höfum hug á að kynna mjög f Ijótlega að minnsta kosti tvo nýja verðbréfasjóði ■ Það gengur ekki að bankarnir eigi hér alla skapaða hluti að meta eignimar til þess verðs sem fást myndi fyrir þær við tafarlausa sölu. Mér finnst afleitt að við skyldum þurfa að loka. Við lokum ekkert aftur hér, það eru klárar línur," segir hann. - Telurðu víst að gengi bréfanna hækki á nýjan Ieik ef eigendur þeirra halda að sér hönd- um? „Já. Ég á ekki von á miklum innlausnum, því ég tel að okkur hafi tekist mun betur að skýra þetta en við áttum von á í upphafi. Ég geri þó ráð fyrir að það taki einhvem tíma að ná þessari lækkun til baka,“ svaraði hann. Friðrik var spurður hvort sjóðimir hefðu keypt bréf sem hæpið væri að tækist að inn- heimta og hvort mikil vanskil væm hjá sjóðun- um? „Á undanförnum áram höfum við verið nokkuð íhaldssöm varðandi kaup á bréfum. Við höfum ekki enn orðið fyrir töpum vegna fjárfestinga undanfarinna tveggja til þriggja ára svo nokkra nemi. Á þessum sama tíma höfum við aukið hlutfall bréfa ríkis og sveitar- félaga umtalsvert og era þau nú komin í um 20% af stærð sjóðanna. Það hafa orðið miklar breytingar með tilkomu Skandia, sem gerir strangari kröfur um fjárfestingarstefnu en við höfðum áður gert og framvegis verður okkur einungis heimilt að fjárfesta í bréfum sem era skráð á opinberam verðbréfamörkuðum og mikil viðskipti era með. Það þýðir að við þurf- um að leita víðar, því ekki era margar tegund- ir verðbréfa sem uppfylla þessi skilyrði á ís- lenska markaðnum. Við höfum hug á að kynna mjög fljótlega að minnsta kosti tvo nýja verð- bréfasjóði sem munu fjárfesta samkvæmt svo- kölluðum UCITS-reglum, en það eru þær regl- ur sem gilda innan EB, og verða sjóðirnir því að einhveiju leyti í erlendum verðbréfum." - Verður ekki að gera strangari kröfur um að halda viðskiptum með umsjón sjóðanna aðskildum frá verðgildi bréfanna? „Það mun breytast samkvæmt framvarpi sem nú liggur fyrir þinginu en samkvæmt því er gert ráð fyrir aðskilnaði milli rekstraraðila og vörsluaðila. Tilgangurinn með því hlýtur að vera aukin neytendavernd." - Eru þessir atburðir að undanfömu ekki til marks um að fjármálamarkaðurinn hefur ekki náð að þróast hér á landi? „Ég held að það sé að vissu leyti rétt. Það hefur tekið miklu lengri tíma en ráð var fyrir gert að koma Verðbréfaþinginu í gang og fjár- festar hafa ekki gert nægilega ríkar kröfur um að eignir þeirra væra þingskráðar. Þá hafa viðskipti með erlend bréf ekki verið heimil- uð nema að litlu marki en það breytist þegar takmarkanir á viðskiptum með erlend verðbréf verða afnumdar um næstu áramót. Þá skapast meiri möguleikar á að fjárfesta í takt við það sem sjóðir í öðram löndum gera,“ svaraði Frið- rik. Óheppilegt eignarhald - Er Skandia í Svíþjóð sá fjárhagslegi bak- hjarl sem þú gerðir ráð fyrir? „Mér er ljóst að sá stuðingur sem við höfum núna er meiri en við höfum átt að venjast í þessu fyrirtæki. Ég tel að eignaraðildin að verðbréfafyrirtækinu eins og hún var hafi bæði haft kosti og galla. Kostimir fólust í að margir aðilar stóðu á bak við félagið og það gefur möguleika á auknum viðskiptatengslum. Á hinn bóginn er það staðreynd að eftir samein- ingu bankanna í íslandsbanka hefur íslands- banki, sem er stærsti eignaraðili Fjárfestingar- félags íslands hf. einnig rekið sitt eigið verð- bréfafyrirtæki. Þessi tilhögun var ekki heppileg til lengri tíma litið,“ sagði hann. „Bankamir hafa á undanfömum áram sóst eftir sífellt stærri hlutdeild í verðbréfaviðskipt- um og um tíma var svo komið að keppinautar okkar voru að öllu leyti í eigu innlendra banka og sparisjóða, sem gerði það að verkum, að erfitt var orðið að starfrækja hér óháð verð- bréfafyrirtæki. Það er því mjög gott að fá Skandia hér inn til mótvægis við þessa aðila vegna þess að það gengur ekki að bankamir eigi hér alla skapaða hluti.“ - Hvert verður framhaldið á starfsemi Skandia á þessu vettvangi? „Þótt íslenskt þjóðfélag standi sjálfsagt framar öðram á ýmsum sviðum er fjármála- markaður hér skemmra á veg kominn en víða annars staðar. Þetta gefur Skandia þvi mikil tækifæri. Markmið þess er að veita viðskipta- vinum sínum fjárhagslegt öiyggi og við munum leggja mikla áherslu á að tengja saman spam- að og persónulegar tryggingar. Skandia hefur miklu meiri reynslu af rekstri verðbréfasjóða en nokkur aðili hér á landi.“ - Skandia í Svíþjóð hefur átt í erfiðleikum og því má spyija hvort þeir hafi haft áhrif á afstöðu félagsins til málefna þess hér á landi? „Nei. Skandia héfur sett sér það markmið að ná 20% markaðshlutdeild á Norðurlöndun- um, hveiju fyrir sig og það lítur á þetta svæði, að íslandi meðtöldu, sem sinn heimamarkað. Það er stefnt að því að ná stærðarhagkvæmni og að geta í tímans rás boðið sömu vörur og þjónustu á öllum þessum markaði og vera sam- keppnishæfara við önnur fyrirtæki í Evrópu. Bæði trygginga- og bankastarfsemi á Norður- löndunum hefur gengið illa á undanförnum áram og Skandia er þar engin undantekning. Félagið er þó gífurlega sterkt og eiginfjárstaða þess er upp á 130 milljarða íslenskra króna og það veltir yfir 400 milljörðum árlega. Verð hlutabréfa í Skandia hefur lækkað á undan- fömum árum. Undanfarnar vikur hafa hluta- bréf í Skandia hins vegar hækkað mjög veru- lega í verði eða allt að 70% og fjárfestar virð- ast því bjartsýnir á framtíðina." •---i——

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.