Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 23
22 23 . %__________________________________________________________________________________________________________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 Pltrgii Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kosningamar í Bandaríkjunum Eersónulegar árásir frambjóð- enda í forsetakosningum í laríkjunum, fullyrðingar um lygaherferðir, njósnir, skapgerðar- bresti og vafasamt siðferði, hafa orð- ið til þess að draga athygli manna frá því sem raunverulega er tekist á um þar vestra nú um stundir; fram- tíðarstefnuna á vettvangi efnahags- mála. George Bush forseti er þeirrar hyggju, að ástand efnahagslífsins í Bandaríkjunum sé ekki jafnslæmt og af er látið. Hann vænir fjölmiðla um að ýta undir barlóm og svart- nættisraus, sem aftur geti af sér kröfur um óeðlileg ríkisafskipti með tilheyrandi skattpíningu. Stjómvöld eigi á hinn bóginn að hafa sem minnst afskipti á sviði efnahagsmála, hið leiðandi afl eigi að vera hinn frjálsi markaður. Bill Clinton heldur því á hinn bóginn fram, að þjóðar- skútunni hafí verið siglt í strand í 12 ára stjómartíð repúblikana. Stjórnvöldum beri því að grípa inn í til að hjól efnahagslífsins taki að snúast á ný og marka beri stefnu sem í senn tryggi hagvöxt, aukin atvinnutækifæri og bættan hag þeirra sem minnst mega sín í banda- rísku samfélagi. Þeir Bush og Clinton eru um margt ólíkir menn. Bush er af þeirri kyn- slóð, sem barðist undir fána Banda- ríkjanna á árum síðari heimsstyrjald- arinnar en Clinton er skilgetið af- kvæmi uppreisnarkynslóðarinnar, sem skoraði hefðbundin bandarísk gildi á hólm. Bush forseti hefur átt mjög undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Efnahagskreppan, atvinnuleysi, sí- fellt vaxandi glæpatíðni og úrbætur á sviði félags- og menntamála eru þeir málaflokkar, sem efst eru í hug- um kjósenda. Forsetinn hefur á hinn bóginn lagt á það áherslu, að Bill Clinton sé ekki traustsins verður. Bill Clinton hefur fyrir sitt leyti lagt á það áherslu, að tími breyting- anna sé upp runninn í Bandaríkjun- um. Það er rétt, að ákveðin viðhorfs- breyting er að eiga sér stað í Banda- ríkjunum líkt og raunar gildir einnig um mörg ríki Evrópu. Hrun kom- múnismans í Austur-Evrópu og endalok Sovétríkjanna hefur leitt til þess, að sífellt fleiri Bandaríkjamenn telja nú, að tími sé kominn til að huga að þeim gríðarlegu vandamál- um, sem við blasa á fjölmörgum svið- um og þeirri upplausn sem svo mjög einkennir lífíð í stórborgum Banda- ríkjanna. Svo virðist sem George Bush forseti hafí ekki gert sér grein fyrir þessari viðhorfsbreytingu. Hvort tími beytinganna er runninn upp í Bandaríkjunum skal ósagt látið en á hinn bóginn verður vart um það deilt, að á 12 ára valdaferli repúblik- ana í Hvíta húsinu hefur margt í bandarísku samfélagi þróast á verri veg. Misskipting auðsins, fátæktin, örvæntingin og öryggisleysið stendur almenningi í Bandaríkjunum mun nær nú orðið en glæstir sigrar forset- ans og forvera hans, Ronalds Reag- ans, á vettvangi utanríkismála. Churchill leiddi Breta til sigurs í heimsstyijöldinni síðari en þeir fólu Verkamannaflokknum uppbyggingu efnahagslífsins að styrjöldinni lok- inni. HELGI spjall Og í lokaerindi kvæðisins segir hann: 5EINN VAR ÞÓ SÁ sem • kunni að ávaxta sitt pund að dómi Einars Bene- diktssonar. Það var Björn Gunnlaugsson sem „líktist ei neinum" einsog skáldið segir í kvæðinu um hann. Höfundur Njólu var göfgur og góður. Gylfa himins hann flutti sinn brag. Svipur hans dvelst með oss, hár og hljóður. Harpa hans flytur oss voldugt lag. Svo knúði hann óttlaus hurðir af hæðum. Hreinn hann varpaði duftsins klæðum. Við reikningsskilin var ríkur hans sjóður. Svo reis hann frá nóttu í eilífan dag. Og Einar Benediktsson gekk í þennan mikla og sér- stæða sjóð Björns Gunnlaugssonar einsog Kristján Karls- son hefur fjallað um í ritgerð sinni þaraðlútandi. Bjöm Gunnlaugsson hafði horft til stjamanna og dá- samað sköpunarverkið í vísum sínum í Njólu. Það var í myrkrakompu náttúrunnar sem almættið opinberaðist stjömuspekingnum. Þar glitruðu stjömur einsog sandkom á eilífum himni alválds og forsjónar. Það var um þetta sköpunarverk sem Einar Benediktsson orti öðru fremur. Hann fylgir visbendingu Bjöms og horfír inní endalausa leyndardóma alnáttúrunnar rétteinsog Jónas hafði horft inní islenzka framtíð í fylgd með Eggerti Ólafssyni. Og hugmyndum hans um endurreisn landsins. Hann hafði jafnvel, þótt ótrúlegt megi virðast, tekið brösóttum skáld- skap Eggerts einsog fagnaðarerindi. Og nú fylgir Einar Benediktsson heldur lágfleygri andagift Bjöms og leitar sátta milli trúar og vísinda einsog Bjöm hafði gert. Ein- ar gerir það af köllun og einskonar vilja til að finna skáld- sýn sinni háleitt takmark. En Jónasi voru trú og vísindi aldrei neinar andstæður heldur spruttu þær úr einni og sömu lind og eincog heiðavötn endurspegla himininn þann- ig endurspegla þær einnig tilfínningar skáldsins og skynj- un. Þó mætti segja það sé með alltaðþví óskilgreinanleg- um og jafnvel hálfdularfullum hætti sem Bjöm Gunn- laugsson tengir þessi tvö ljóðskáld saman enda hafði hann verið kennari Jónasar í Bessastaðaskóla og einskon- ar forgöngumaður í því að breyta segulstraumum róman- tfsku stefnunnar í gallhörð raunvísindi. En hann gekk einsog Eggert á guðs vegúm. Tilveran var sköpunarverk guðs og hann stjómaði því sjálfur. Það ber forsjóninni vitni einsog Einar Benediktsson víkur einnig oft að. Sköp- unarverkið sjálft er ekki guðdómurinn, né náttúran ein- sog algyðistrúarmenn vildu vera láta. Guð gekk ekki frá sköpun sinni heldur leit hann til með þvf lífí sem hann bar ábyrgð á. Segja má Jónas og Einar Benediktsson hafí hitzt á þeim forsendum; þeir dásömuðu almættið hvor á sinn hátt og stórfenglega sköpun þess; eggjandi leyndardóminn og ægifegurð. En allt var þetta til einskis án vilja mannsins til að hagnýta sér það og þá í kristnum anda einsog Einar leggur áherzlu á f Meistara Jóni. Þar er guðstrú hans sterk og ótvíræð; þar leika bæði guðs son og drottinn sitt hlutverk. Þar er ekki fjallað um tak- mörk heldur breyskleik og kærleik og heita bæn sem „ber enn vort mál fyrir drottni"; minnir dálítið á þessar línur í Davíð konungi: Og iðrun krefst syndar um eilífa tíð, svo ávaxtist pundið sálar. Hér er dálítil vísbending um það hvemig unnt sé að ávaxta sitt pund en þó frernur í Frosta þarsem skáldið segir: Mín list var dæmd. Ég vaxtaði ekki pundið. Annars er erfitt að festa hendur á hugmyndaheimi Einars Benediktssonar, svo háfleygur, myndríkur og breytilegur sem hann var. Það er ekki auðvelt að fylgja Einari á fluginu, það er rétt. En þeir sem það gera sjá víðar og lengra en aðrir. Haukurinn hefur meira útsýni til sköpunarverksins en fiskiflugan. Ef spurt er um álit á Einari Benediktssyni er hægt að svara einsog Picasso: „Hvaða Picasso?" Hvaða Einari Benediktssyni? getum við einnig spurt. Það liggja silfurþræðir milli Eggerts Ólafssonar og Jónasar, Bjöms Gunnlaugssonar og Einars Benediktsson- ar og í þessum fjórmenningum koma saman þeir andlegu straumar sem hafa leikið um íslenzkt þjóðlíf frá upplýs- ingu til atómaldar. Og það er ekki að sjá að sköpunarverk- ið og raunsæ vísindatrú hafí slökkt þau stjömuljós sem næturhimininn kveikti í myrkrakompu Bjöms Gunn|augs- sonar og hann taldi endurskin guðlegrar dýrðar. Öll var þessi afstaða alþjóðleg en þó umfram allt rammíslenzk og sízt af öllu sú síbylja og einsmenning sem nú á helzt að móta allt — og alla. Þessir menn áttu allir rætur í íslenzkri málsmenningarhefð — og þó Eggert Ólafsson sízt — og það er í þessa hefð sem á rætur í orðmyndunar- arfí Eddukvæða og umhverfí fjölnismanna sem Einar Benediktsson sækir fyrirmyndir þegar hann taiar um al- kyrrð i Hvömmum, alnánd í Stórasandi og alþögn í Sunnu. í kvæðum Einars Benediktssonar má heyra bergmál af þeirri trú sem mótaði afstöðu Jónasar til lífs og dauða. Hann tekur jafnvel upp þráðinn frá Lúther þegar hann talar um að borg vors guðs sé undir hveiju þaki einsog hann kemst að orði í Sunnu. Þegar hjartað skilur erum við á réttri leið hvaðsem öllum raunvísindum líður. Skáld- ið talar um hjartagreind í Fákum. Ef ylur himineldsins nær til jarðar og andinn finnur til, þá skilur hjartað í lok kvæðisins Stakur strengur og meistari Jón Vídalín talaði kjark í vonlausa tungu sem hjartað skildi: ... því ritning er hljómlaus, hol og dauð ef hjarta les ekki í málið. Vegurinn til sannleikans var trúin og andi Jóns bys- kups vemdar enn hinn vígða reit, þótt vísindi og efí villist í leit um veraldarhaf eftir landi. (Meistari Jón) Jónas hafði ekki haft neinar áhyggjur af vísindum, þvertámóti. Né efahyggju. Þögnin er Einari Benediktssyni hugstæð, í henni birt- ist sál okkar og eilífð einsog segir í Þögnum og múgans vegir þagna í andans nánd. Og þó — um svar mitt hjarta bað. En málið þagði. Allt er í sandkoms líki hér í heimi (Stórisandur, Ódáin- sævi, Sunna). Samt opinberast guðdómurinn í umhverfí okkar. Og ásýnd mannsins ber sköpunarverkinu vitni ein- sog skáldið víkur að í Ódáinsævi þarsem hann talar bæði um Alvald og Alfóður, jafnar manninum við æsi en syngur Kristi lof og dýrð. En átök góðs og ills eru ekki langt undan og kvæðinu lýkur með ragnarökum; barátta ljóss og myrkurs magnar andrúm þess — og stjömustríð á næstu grösum: — Aleyði veralda Útgarðar fagna. Óskapnaðs-húm dvelur Loka í þeli. Hatur og einvistir myrkvann magna. Hann mundar sín vopn að Ijóssins hveli, unz geimurinn leiftrar og skín milli skauta í skelfíngu hrapandi vetrarbrauta. Svo nútímalegt er þetta kvæði, brýnt og áminnandi; skáldleg og ógnvekjandi sýn til atómaldar. M (meira næsta sunnudag) REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 31. október Þorsteinn pálsson, sjávarútvegsráðherra og Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, voru sammála um eitt grund- vallaratriði á aðalfundi samtakanna á Akureyri, sem stóð á fimmtudag og föstudag. Þorsteinn Pálsson sagði: „Niðurstaða mín er því sú, að við hljótum að setja okkur það sem markmið, að sjáv- arútvegurinn sé að meðaltali rekinn án halla. Þrátt fyrir það mundu mörg fyrir- tæki í sjávarútvegi fara á höfuðið eða að neyðast til þess að sameinast öðrum.“ Kristján Ragnarsson sagði: „Fram hefur komið hjá forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra, að ekki eigi lengur að taka mið af meðaltali um afkomu fyrirtækja í sjáv- arútvegi, þegar afkoma þeirra er metin. Það gefi ranga mynd! Þess í stað eigi að taka mið af meðaltali beztu fyrirtækjanna. Hvað segir það okkur annað en það, að búa eigi til villandi afkomumynd, þar sem ekki er horfst í augu við þann vanda, sem við er að fást. Með þessu er verið að reyna að búa til mynd af afkomu sjávarútvegs- ins, sem sýni betri rekstrarskilyrði en raun- veruleikinn segir til um.“ Hér er komið að einum helzta kjarna þeirra umræðna, sem staðið hafa yfir um skeið um málefni sjávarútvegsins og það er af hinu góðaj að sjávarútvegsráðherra og formaður LÍU hafa lýst skoðunum sín- um af þeirri hreinskilni, sem fram kemur í tilvitnuðum orðum þeirra. Hitt er svo annað mál, að þessi afstaða þeirra er ill- skiljanleg, ef ekki óskiljanleg, ef horft er til heildarhagsmuna þjóðarinnar, sem sjáv- arútvegsráðherrann a.m.k. hlýtur að gera. Árum og raunar áratugum saman hafa talsmenn sjávarútvegsins byggt kröfugerð sína um aðgerðir af ýmsu tagi til þess að skapa atvinnugreininni viðunandi rekstrar- skilyrði, á meðaltalsafkomu fyrirtækja í þessari grein. En jafn lengi hefur legið fyrir, að meðaltölin segja ekki söguna eins og hún er. Á bak við meðaltalsafkomu sjávarútvegsins eru myndarleg fyrirtæki, sem sýna góða afkomu ár eftir ár, þótt hún sé að sjálfsögðu mismunandi á milli ára. Á bak við þessar tölur er einnig fjöldi fyrirtækja, sem hafa bærilega og viðun- andi afkomu. En jafnframt byggjast þess- ar tölur á afkomu fyrirtækja, sem hafa i raun og veru verið gjaldþrota árum saman. Krafa um gengislækkun eða aðrar að- gerðir til þess, að meðaltalsafkoma sjávar- útvegsins verði fyrir ofan strikið eða á núlli er krafa um, að lífskjör almennings í landinu verði lækkuð til þess að bjarga fjölmörgum þessara gjaldþrota fyrirtækja frá rekstrarstöðvun. Það er jafnframt krafa um, að skattgreiðendur taki á sig afleiðingar gífurlegrar offjárfestingar í sjávarútvegi á undanfömum áratugum. Það er einnig krafa um, að langflestum þessara fyrirtækja verði gert kleift að halda áfram rekstri þrátt fyrir stórkostleg- an samdrátt í þeim afla, sem veiðist og berst að landi til vinnslu. Áður en kom til hins mikla niðurskurðar á veiðiheimildum á síðasta ári og þessu ári voru menn almennt orðnir sammála um, að nauðsynlegt væri að fækka skipum í rekstri og fiskverkunarstöðvum. Veiði- geta og framleiðslugeta skipa og húsa var einfaldlega orðin margfalt meiri en þörf var á. A síðasta ári og þessu ári hefur komið til mikils niðurskurðar á veiðiheim- ildum. Fyrirsjáanlegt er, að á því verður engin breyting á næstu tveimur til þremur árum. Það er raunar mikil spurning, hvort stjórnvöld gengu nógu langt í aflaniður- skurði í ár til þess að tryggja vöxt og við- gang þorskstofnsins. Við þessar aðstæður er auðvitað Ijóst, að þau fyrirtæki í sjávarútvegi, sem bezta afkomu hafa og þau sem hafa viðunandi afkomu búa yfir nægilegri veiðigetu og framleiðslugetu til þess að veiða þann afla, sem veiða má og vinna þann afla, sem berst að landi. Markmiðið, sem stefna ber að er það að tryggja rekstrarafkomu þess- ara fyrirtækja á næstu árum. Það verður ekki gert með því að verða við kröfu sjáv- arúitvegsráðherra og formanns LÍÚ um að meðaltalið verði hallalaust. Það verður þvert á móti gert með því að greiða fyrir því, að þau fyrirtæki, sem engan rekstrar- grundvöll hafa komizt með skynsamlegum hætti út úr rekstri. Því verður ekki trúað, að fulltrúar þeirra fyrirtækja á aðalfundi LÍÚ, sem hafa þol- anlega afkomu telji það sína hagsmuni að farið verði að kröfum sjávarútvegsráð- herra og formanns LÍÚ. Þvert á móti hljóta þeir að sjá, að það eru þeirra hagsmunir, að sú uppstokkun verði í sjávarútvegi, sem við blasir að er nauðsynleg, að verst stöddu fyrirtækin hverfi með ýmsum hætti úr rekstri. Afkoma betri fyrirtækjanna mun batna og sjávarútvegurinn almennt eflast. Þess vegna getur það tæpast verið að krafa formanns LIÚ í þessu efni endurspegli almenn viðhorf innan samtaka útgerðar- manna. Listi sjávar- útvegsráð- herra í RÆÐU SINNI Á aðalfundi LÍÚ vék Þorsteinn Pálsson að ofangreindum sjónarmiðum og sagði: „Það hefur verið nefnt að bæta megi afkomu fyrir- tækja í sjávarútvegi um fjögur til fímm prósent með því að fækka fyrirtækjum í greininni um tuttugu til tuttugu og fímm prósent, þannig að fyrirtæki með fímmt- ung eða fjórðung umsvifa í sjávarútvegi hætti rekstri og afli þeirra og framleiðsla færist til annarra fyrirtækja ... Það leiðir af sjálfu sér, að svona mikil breyting á skömmum tíma fæli í sér gífurlega röskun innan greinarinnar og ekki síður í banka- stofnunum og sjóðum. Ætla má, að heild- arskuldir þessara fyrirtækja nemi um tutt- ugu og fímm til þijátíu milljörðum króna og vafalítið tapast mikill hluti þeirra. Hver á að borga þann brúsa? Þeirri spumingu er ósvarað. Eigi önnur sjávarútvegsfyrirtæki að bera þá byrði fer lítið fyrir afkomubatan- um. Ekki ráða bankarnir við þann skulda- bagga og því síður ríkissjóður. Hagræð- ingu af þessu tagi mundi óhjákvæmilega fylgja mikil byggðaröskun. Eru menn reiðubúnir að takast á við svo stórt verk- efni eða er skynsamlegra að fara hægar í sakimar? Til þess að gera sér grein fyrir umfangi slíkrar hagræðingar má líta til framleiðslu einstakra byggðarlaga. Ef leysa ætti þenn- an vanda með því að leggja niður sjávarút- veg í stærstu verstöðvunum og flytja ann- að, jafngilti það því að allur sjávarútvegur í Vestmannaeyjum og Reykjavík legðist niður. Þegar dæmi eins og þetta er tekið svara menn því eðlilega til að eðlilegra væri að taka mið af minni framleiðslu- stöðvum enda hljóta þær að falla fyrst. Og við skulum gera það. Ef fimmtungur sjávarútvegsframleiðslunnar yrði fluttur frá minnstu sjávarútvegsplássunum mundu botnfiskveiðar og vinnsla á eftir- töldum stöðum leggjast niður: Seyðisfírði, Patreksfirði, Rifi, Súðavík, Garði, Vopna- firði, Flateyri, Bíldudal, Hrísey, Þórshöfn, Djúpavogi, Hólmavík, Stykkishólmi, Suð- ureyri, Grenivík, Vogum, Stöðvarfírði, Reyðarfirði, Breiðdalsvík, Árskógsströnd, Blönduósi, Grímsey, Hauganesi, Bakka- fírði, Njarðvík, Hellissandi, Kópavogi, Eyr- arbakka, Drangsnesi, Hvammstanga, Hofsósi, Mjóafírði, Kópaskeri, og Djúpa- vík.“ Þetta voru orð Þorsteins Pálssonar, sjáv- arútvegsráðherra og hafa að vonum vakið þjóðarathygli. En hvað er mikið að marka þessi orð ráðherrans? Fyrst er að athuga þær forsendur, sem hann gefur sér. Þor- steinn Pálsson segir, að eðlilegt sé að taka mið af minni framleiðslustöðvum vegna þess, að þær hljóti að falla fyrst? Hvers vegna hljóta þær að falla fyrst? Er ekki augljóst, að það hlýtur að byggjast á eigna- stöðu og rekstrarafkomu fyrirtækja á hveijum stað, hvort þau halda áfram Morgunblaðið/Kristinn rekstri eða hætta? Hvers vegna nefnir ráðherrann Súðavík, þar sem sterkt og öflugt fyrirtæki í sjávarútvegi hefur verið rekið um árabil og er langt frá því að „falla“? Hvers vegna nefnir ráðherrann Hellissand og Stykkishólm á Snæfellsnesi, en á báðum stöðunum eru rekin myndar- leg fyrirtæki í sjávarútvegi, en ekki Ólafs- vík, þar sem eitt helzta sjávarútvegsfyrir- tæki staðarins varð gjaldþrota fyrir ári? Hvenær fór sjávarútvegur að ráða úrslitum um afkomu íbúa Kópavogs?! Svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er auðvitað sá, að sjávarútvegsráðherra bjó til forsendur til þess að geta talið upp sem flesta staði, sem mundu nánast fara í eyði að hans mati, ef ráðizt yrði í róttæka endurskipu- lagningu sjávarútvegs. Er þetta málflutn- ingur, sem hæfir ráðherra í ríkisstjóm ís- lands? Það er hins vegar athyglisvert, að þeir virðast nokkuð sammála um umfang þeirra skulda, sem raunveralega era tapaðar í sjávarútvegi, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sem flutti ræðu á aðalfundi LÍÚ á föstu- dagsmorgni. Sjávarútvegsráðherra talar um, að mikill hluti skulda verst stæðu fyrirtækjanna, sem hann telur nema tutt- ugu og fímm til þijátíu milljörðum króna muni tapast. Utanríkisráðherra hefur gefíð til kynna, að hann telji að um tuttugu milljarðar af skuldum sjávarútvegs séu tapaðar. Þessar skuldir era í eigu banka og fjárfestingarlánasjóða. Augljóst er, að þessar lánastofnanir hafa ekki efni á að afskrifa alla þessa upphæð, þótt þær geti tekið á sig einhvern hluta þeirra og hafi vafalaust þegar gert með miklum framlög- um í afskriftarsjóði síðustu misseri. Hver á að borga þennan brúsa, spyr Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannib- alsson svarar því til, að það verði skatt- borgarar. Það er vafalaust rétt hjá utanrík- isráðherra. Þá er spumingin þessi: hvort er hagkvæmara fyrir skattborgara að fara þá leið, sem Þorsteinn Pálsson og Kristján Ragnarsson leggja til, að gera ráðstafan- ir, sem duga til þess að flest fyrirtæki í sjávarútvegi verði rekstrarhæf, jafnvel þótt augljóst sé, að þar með er veiðigeta og framleiðslugeta margfalt meiri en nauð- synlegt er miðað við núverandi aflamagn. í því felst, að verst stæðu fyrirtækin munu þegar í stað hefja taprekstur á ný og þann- ig gengur þetta hring eftir hring. Eða taka þennan stóra skell nú, leggja fram eins konar eingreiðslu til sjávarútvegsins gegn því að stórlega verði dregið úr veiði- getu og framleiðslugetu atvinnugreinar- innar og hún samræmd því aflamagni, sem kostur er á nú og næstu ár? Era menn reiðubúnir að takast á við svo stórt verkefni, spyr sjávarútvegsráð- herra. Svarið er að mati Morgunblaðsins, að það er eina færa leiðin að takast á við þetta stóra verkefni með síðarnefndum hætti. Með því væri komið í veg fyrir, að sjávarútvegurinn komi með nýja reikninga með reglulegu millibili til skattgreiðenda, sem gerast mundi, ef farið væri að ráðum Þorsteins og Kristjáns. Jafnframt yrði lagður grandvöllur að stórefldum sjávarút- vegi, sem gæti staðið undir batnandi lífs- kjöram landsmanna í framtíðinni. Og þá munu menn spyija: hvað um hina 37 bæi og þorp Þorsteins Pálssonar? Sjáv- arútvegsráðherra átti dijúgan þátt í því að byggð var brú yfír Ölfusárósa, sem gjörbreytir aðstöðu fólks í sjávarþorpunum á Árborgarsvæðinu. Þar stendur nú yfír hagræðing í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og óhætt er að fullyrða, að brúin er for- senda þess, að sú hagræðing er fram- kvæmanleg á þann hátt, að fólk fari dag- lega á milli byggða á þessu svæði til og frá vinnu. Á Vestfjörðum standa yfír merkilegar framkvæmdir við jarðganga- gerð, sem í raun eru fjárfesting þjóðarinn- ar til þess að auðvelda hagræðingu í sjáv- arútvegi á þessu svæði. Þegar jarðgöngin eru orðin fær verða Isafjörður, Súðavík (sem er á lista ráðherrans), Súgandafjörð- ur (sem er á lista ráðherrans), Flateyri (sem er á lista ráðherrans) og Hnífsdalur eitt atvinnusvæði. Fólk í þessum byggðar- lögum, sem eru á lista ráðherrans, þarf ekki að óttast um framtíð sína vegna þess, að jarðgöngin munu stórefla sjávarútveg á þessu svæði. Og svo mætti áfram telja. Samgöngubætumar eru ekki fyrst og fremst til þess, að menn geti ekið um á malbikuðum vegum í sunnudagsbíltúrum. Þær era forsendur breyttra atvinnuhátta, sem gera upptalningu sjávarútvegsráð- herra forneskjulega svo að ekki sé meira sagt. í RÆÐU SINNI Á aðalfundi LÍÚ rakti Kristján Ragnars- son misheppnuð af- skipti stjómvalda af atvinnumálum og sagði: „Því höfn- um við forsjá þeirra um hver þróunin á að vera í sjávarútvegi í framtíðinni ..." Þetta er skiljanleg af- staða hjá formanni LÍÚ en engu að síður er ástæða til að stöðva við þessi ummæli. Hvers vegna eru bæði stjórnvöld og aðrir að skipta sér af málefnum sjávarútvegs- ins? Ástæðan er sú, að undanfama ára- tugi hefur sjávarútvegurinn lagt út í mikla offjárfestingu og komið síðan með reikn- inginn til skattborgaranna eða stjómvalda fyrir þeirra hönd. Nú skal það tekið fram, að Kristján Ragnarsson hefur hreinni skjöld en flestir aðrir í fjárfestingarmálum sjávarútvegsins vegna þess, að fyrir tveimur áratugum varaði hann mjög sterklega við því, að of langt yrði gengið í skuttogaravæðingunni, sem þá var að hefjast. Því miður var ekki hlustað á aðvöranarorð hans með alkunn- um afleiðingum en það breytir ekki því, að reikningurinn hefur verið lagður á borð skattborgaranna hvað eftir annað. Og þar er komin skýring á því, að bæði stjórnvöld og aðrir leyfa sér að hafa skoðanir á málefnum sjávarútvegsins. Margir hafa áhyggjur af því, að nýtt fjárfestingarævintýri sé í uppsiglingu, þar sem eru kaup á frystitogurum. Einn af þeim, sem hafa slíkar áhyggjur er Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sem sagði m.a. á aðalfundi LÍU sl. fimmtudag: „í þessu ljósi er full ástæða til þess að gagnrýna útgerðarmenn fyrir fjárfestinga- róðagot í vinnsluskipum. Ég er ekki að andmæla tilvera þeirra. En fjárfestingar- æði er ávallt hættulegt." Það er væntanlega forsjá af þessu tagi, sem Kristján Ragnarsson er að hafna — eða hvað? Þeir sem hafna forsjánni eru þá væntanlega tilbúnir til að axla ábyrgð á eigin gerðum og í því felst m.a., að ef það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni, að fjár- festingaræði standi yfír í frystitoguram, sem afkoma þeirra gefí ekki tilefni til, geta LÍÚ og frystitogaraeigendur ekki komið til stjórnvalda og krafízt gengis- lækkunar til að bjarga rekstri frystitogar- anna, ef sú staða kemur upp. Formaður LÍÚ hafnar forsjá stjórnvalda Því verður ekki trúað, að fulltrú- ar þeirra fyrir- tækja á aðalfundi LÍÚ, sem hafa þolanlega afkornu telji það sína hagsmuni að farið verði að kröfum sjávarútvegsráð- herra og/or- manns LIÚ. Þvert á móti hljóta þeir að sjá, að það eru þeirra hagsmun- ir, að sú upp- stokkun verði í sjávarútvegi, sem við blasir að er nauðsynleg, að verst stöddu fyr- irtækin hverfi með ýmsum hætti úr rekstri. Af- koma betri fyrir- tækjanna mun batna og sjávarút- vegurinn almennt eflast. Þess vegna getur það tæpast verið að krafa * * formanns LIU í þessu efni endur- spegli almenn við- horf innan sam- taka útgerðar- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.