Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 25
S<m MiimvbvjjuíimiMm Mjnra MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 25*»- Að loknu námi í Bandaríkjunum 1947 hvarf Hjalti heim og gegndi umsvifamiklum ábyrgðarstöðum í íslensku þjóðfélagi í áratugi. Starfi Hjalta var lengstum svo háttað, að hann hlaut að kynnast mörgum mönnum, honum var það áhugamál og sjálfsögð unun að kynnast fólki, sem hann hitti, og spyija það um ætt þess og hagi. Tæplega mun það mannsbam í landinu, að hann ekki þekkir eða veit deili á einhveiju nánu skyldmenni þess. Hjalti Pálsson er framúrskarandi maður, persónugildi hans gerir hann eftirtektarverðan. Hann er glaður í viðmóti og spaugsamur, laðar að sér eldri og yngri. Hjalti er kvæntur frú Ingigerði Karlsdóttur húsfreyju og fyrrver- andi flugfreyju. Heimili þeirra hjóna er fagurt og afar hlýiegt, samlíf þeirra svo ást- úðlegt sem framast má verða. Glað- legt viðmót, alúð og gestrisni mik- il, er varla ofmælt að fáir munu þeir dagar hafa verið, meðan Hjalti var í starfí, er eigi bæri fleiri eða færri gesti að garði þeirra hjóna. En þrátt fyrir annir og umsvif fyrri ára vann Hjalti að hugðarefni sínu, íslenskri ættfræði. Hann samdi niðjatal Deildartunguættar og gaf út fyrir mörgum árum. Þarf til slíks sterka árvekni og samvisku- semi. Á mætum tímamótum sendi ég afmælisbaminu einlægustu heilla- óskir með hjartanlegum þökkum fyrir tröllatryggð þeirra hjóna við mig og mína, fyrr og síðar. Helgp Vigfússon. Það fór ekki hjá því að ungir menn, sem hófu störf hjá Samband- inu í kringum 1950, veittu sérstaka athygli þeim vörpulega unga manni, sem þá stýrði Dráttarvélum hf. Sá var að vísu nokkru eldri en þeir sjálfír, var sagður mikill áhugamað- ur um landbúnaðarmál og hafði enda lokið prófi í landbúnaðarverk- fræði frá bandarískum háskóla; kvæntur var hann ungri og glæsi- legri konu, sem hann hafði þá til- tölulega nýlega heimt úr greipum Vatnajökuls eftir brotlendingu Geysis á Bárðarbungu. Ekki dró það úr áhuga okkar nýliðanna á manninum, að hann var sagður mjög handgenginn Vilhjálmi Þór, forstjóra Sambandsins, en Vilhjálm- ur stóð þá á hátindi framkvæmda- ferils síns. Þau ungu og glæsilegu hjón, sem þama voru á ferð, voru Hjalti Páls- son og Ingigerður Karlsdóttir. í dag bjóða þau ættingjum og vinum til mannfagnaðar í Félagsheimili Sel- tjamamess í tilefni af sjötugsaf- mæli Hjalta. Hjalti er fæddur 1. nóvember 1922 á Hólum í Hjaltadal, næst yngstur sex bama Páls Zophónías- sonar, skólastjóra þar og síðar al- þingismanns og búnaðarmálastjóra, og konu hans, Guðrúnar Hannes- dóttur. Hjalti er búfræðingur frá Hólum árið 1941, en stundaði síðan nám í landbúnaðarverkfræði í Bandaríkjunum og lauk prófí í þeirri grein frá háskóla Iowa-fylkis árið 1947. Hann var fulltrúi í véladeild Sambandsins 1948 til 1949, fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá stofnun 1949 til 1960, fram- kvæmdastjóri véladeildar Sam- bandsins 1952 til 1967 og fram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar, sem síðar hlaut nafnið verslunar- deild, frá 1967 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1987. Hjalti sat í framkvæmda- stjóm Sambandsins frá 1955 og var varaformaður hennar frá 1977 og þar til hann lét af störfum. Á starfs- tíma sínum í Sambandinu gegndi Hjalti fjölmörgum trúnaðarstörfum, sem beint eða óbeint tengdust aðal- starfí hans. Hann var þannig stjórn- arformaður og stjómarmaður í fjöl- mörgum fyrirtækjum, sem hér yrði of langt upp að telja. Ég vil aðeins nefna Dráttarvélar hf., Osta- og smjörsöluna, Desa hf., sem helgaði sig viðskiptum við Austur-Þýzka- land og Kornhlöðuna hf., sem gegndi brautryðjendahlutverki í verslun með kom og fóðurvöru, en Hjalti var fyrsti stjómarformaður þess fyrirtækis. Þessi þrönga upptalning sýnir, svo að ekki verður um villst, að Hjalti hefur helgað Sambandinu og samvinnuhreyfíngunni alla sína far- sælu starfsævi. Hann lagði mikinn metnað í að reka af myndarskap og með góðum rekstrarárangri þær aðaldeildir Sambandsins, sem áður voru nefndar, þ.e. véladeild og inn- flutningsdeild. Undir framkvæmda- stjóm hans var báðum þessum deildum sköpuð betri og glæsilegri aðstaða en þær höfðu áður átt við að búa; véladeildin flutti í nýbyggð- an Ármúla 3 árið 1964 og innflutn- ingsdeild í hið mikla hús við Holta- garða árið 1977. Það liggur í hlutar- ins eðli að starf Hjalta í báðum þessum deildum var mjög tengt við- skiptum við útlönd. Það gat ekki farið fram hjá okkur félögum hans, hversu vel honum fórst úr hendi að skapa traust tengsl við þau er- lend fyrirtæki, sem mestu máli skiptu fyrir farsælan rekstur þeirra deilda, sem hann bar ábyrgð á. Hér við bættist svo yfírburðaþekking hans á innlendum mönnum og mál- efnum, eins og síðar mun að vikið. Framkvæmdastjóm Hjalta var því alla tíð reist á traustum tengslum á þeim sviðum báðum sem ráðandi voru um árangursríkan framgang mála. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra samvinnumanna í land- inu þegar ég þakka honum frábær störf hans í þágu Sambandsins og samvinnuhreyfingarinnar. Þær þakkir ná einnig til hans góðu konu, en heimili þeirra hjóna á Ægissíðu 7 4 í Reykjavík er rómað fyrir gest- risni og myndarskap. Til viðbótar því mikla vinnu- álagi, sem umfangsmikil aðalstörf útheimta af hveijum manni, hefur Hjalti ekki talið eftir sér að leggja ómældan skerf til fjölbreytilegra verkefna, sem telja má til hugðar- efna hans. Hér vil ég aðeins til nefna hestamennsku, ættfræði og málefni sykursjúkra, en á öllum þessum sviðum hefur Hjalti látið til sín taka svo um munar. Á nokkrum áratugum hefur hestamennskan breyst úr því að vera áhugamál til- tölulega fárra í það að vera almenn- ingsíþrótt. Gamankvæði Steins Steinars, um nauðsyn þess að hafa akvegi og reiðvegi samsíða um landið, ber þróuninni skemmtilegt vitni; nú er þetta ekki lengur skáld- legt grín, heldur fúlasta alvara. Þó að ég stundi ekki hestamennsku sjálfur, þá dylst mér ekki að hesta- mennimir og hestamir þeirra hafa aukið nýjum og fögrum þætti í þjóð- lífsmynd nútímans. Ég veit að Hjalti Pálsson hefur átt ríkan þátt í að móta þessa heillavænlegu þróun. Við, sem um áratuga skeið áttum samleið með Hjalta á vettvangi daglegra starfa, komumst ekki hjá því að verða oftsinnis vitni að frá- bærri þekkingu hans á ættum manna. Hann kann best allra sem ég þekki að segja deili á mönnum í þjóðlegri merkingu þeirra orða. Ég er sannfærður um að þessi mikla ættfræðiþekking varð honum oft hinn gagnlegasti efniviður á vett- vangi viðskiptalífsins. Það er í raun- inni sama, hvem hann hittir — að sunnan, norðan, austan eða vestan — hann er óðar búinn að mynda tengsl sem veljast mundi fyrir öðr- um að koma á laggimar. Árið 1978 gaf Hjalti, ásamt Ara Gíslasyni, út mikið rit í tveimur bindum um Deildartunguætt. Það lætur að lík- um að hann muni eiga mikið af óútgefnu efni í fómm sínum. Samofínn hlýjum persónuleika Hjalta Pálssonar er mikill innri kraftur, sem ekki getur dulist nein- um sem kynni hafa af manninum. Fyrir nær þrem tugum ára kom á daginn að hann var haldinn sykur- . sýki á háu stigi. Héldu þá sumir^ að nú yrði þessi mikli atorkumaður að draga í land eða að minnsta kosti að rifa seglin, en sú varð ekki raunin. Er það til marks um þrek Hjalta og sálarstyrk að þrátt fyrir þennan mótbyr hefur hann haldið áfram að knýja lífsfleyið af engu minni krafti en áður. Á þessum tímamótum þökkum við hjónin Hjalta og Ingu fyrir margar ljúfar samverustundir á þeim áratugum sem leiðimar hafa legið saman. Sjálfum þeim og böm- um þeirra þrem, Karli, Guðrúnu og" Páli og íjölskyldum þeirra sendum við hlýjar kveðjur og bestu árnaðar- óskir. Megi afmælisbarninu ennþá leggjast til mörg góð ár, honum sjálfum, íjölskyldunni og hinum þjóðlegu hugðarefnum til blessunar. Sigurður Markússon. Við þökkum frábærar viðtökur við Kanaríferðum Heimsferða og Air Europa og bætum við ferðum 28. janúar og 18. febrúar frá kr. 42.400,- Undirtektir við Kanaríeyjaferðum Heimsferða hafa verið einstakar.Jólaferðin er nú nánast uppseld,aðeins eru I4 sæti laus og ferðin 7. janúar er óðum að fyllast. Við bætum því við ferðum þann 28. janúar og 18. febrúar á betra verði en nokkru sinni fyrr og bjóðum vandaða þjónustu fararstjóra okkar á staðnum. 7. janúar Verð frá kr. 39.700,- Verð pr. mann m.v. hjón með 2 börn 2-I4 ára. 2 í íbúð kr. 59.200,- 28. janúar Verð frá kr.42.400,” Verð pr. mann m.v. hjón með 2 börn 2-I4 ára. 4 í íbúð kr. jl. ^ V* t pr. mann. Verð pr. mann. 2 í íbúð kr. 49.900, - 62.900, - pr. mann. Fáðu bæklinginn sendan HEIMSFERÐIR hf. Austurstraeti 17,2. haeð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.