Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 39
. , m . . SllTTflflcJÍ MÓRGUNBLAÐIÐ IÞROI I IR SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 öp 39 Steinn Helgason ásamt dætrum sínum, Steindóru og írisi Dögg, eftir landsleikinn gegn Englendingum ytra sl. sumar. Dætumar græða ekkiáaðhafa mig sem þjátfara - segir Steinn Helgason, landsliðsþjálfari kvenna og nýráðinn þjálfari Islandsmeistara Breiðabliks áherslu á að líta ekki öðruvísi á þær en aðra leikmenn. Ég held að þær hafi ekki grætt á því að hafa mig sem þjálfara nema síður sé. Ég hef oft verið gagnrýndur fyrir að velja þær í lið, en reyni að láta það ekki á mig fá. Maður verður bara að standa og falla með því sem maður er að gera.“ Stúlkur taka knattspymuna alvarlega og æfa meira - Hefur . kvennaknattspyrnan breyst mikið frá því þú byrjaðir að hafa afskipti af henni? „Já, kvennaboltinn hefur breyst afskaplega mikið til batnaðar. Það sem er jákvæðast við þetta núna er að stúlkur byija að æfa mun yngri en áður, jafnvel sex til sjö ára í stað fjórtán til fimmtán ára áður. Nú taka þær knattspyrnuna alvar- lega og æfa meira, tímabilið er lengra og þær sem eru að koma núna upp í meistaflokk hafa betri grunnþjálfun en áður.“ „Það er þó margt sem þarf að bæta í þjálfun kvenna. Okkur vant- ar fyrst og fremst reynslu í alþjóð- legri keppni. Við þurfum að bæta tæknina enn meira og eins að bæta líkamsstyrk og úthald. Það hefur líka komið niður á landsliðinu að það eru of fá sterk lið í deildinni. Við erum enn töluvert á eftir öðrum þjóðum í uppbyggingu kvenna- knattspyrnunnar." JákvæA þróun - Á kvennaknattspyman framtíð fyrir sér hér á landi? „Já, ég efast ekki um það. Þetta tekur allt sinn tíma því það er ekki svo langt síðan stúlkur fóru að stunda knattspyrnu. Með tilkomu þessara landsliða sem eru komin í gang og þeirra sem eru að fara í gang verður metnaðurinn meiri hjá stelpunum og það á eftir að skila sér í betri árangri. Það eru mörg félög, sem ekki hafa sinnt kven- flokkum áður, byijuð með æfingar fyrir yngri flokka kvenna og það er jákvæð þróun,“ sagði Steinn. Valur B. Jónatansson skrifar SKAGAMAÐURINN Steinn Helgason er einn reyndasti knatt- spyrnuþjálfari kvenna á íslandi. Hann hefur verið viðloðandi þjálf- un frá því 1978 að einu ári undanskildu en þá tók hans sér frí til byggja sér hús á Akranesi. Hann hefur verið landsliðsþjálfari kvenna síðustu tvö árin og var á dögunum ráðinn þjálfari Islands- meistara Breiðabliks í kvennaflokki. Hann hefur einnig lagt kvennaknattspyrnunni lið í öðrum skilningi því hann á tvær dætur, Steindóru og írisi, sem báðar eru f íslenska landsliðinu. Steinn tók fyrst að sér þjálfun 1978 er hann fór til Ólafsfjarðar og stjómaði 3. deildarliði Leifturs jafn- framt þjálfun yngri flokka félagsins. „Þar kynntist ég kvennaboltanum fyrst. Þá komu ungar stelpur á Ólafsfirði til mín og spurðu hvort þær mættu ekki æfa líka. Ég tók þeim vel og setti upp æfingar sérstaklega fyrir þær,“ sagði Steinn. Dætur hans, Steindóra og íris Dögg, tóku einnig fyrstu skrefin á knattspymuvellinum á Ólafs- firði, þá fimm og sex ára. Síð- an hafa þær leikið með ÍA og em nú komnar í landsliðið. Steinn þjálfaði Skagstúlk- umar 1981 til 1986 og síðan aftur 1988 og 1989. Á þessum tíma varð IA tvívegis íslandsmeistari, 1984 og 1985 og bikarmeistari 1989. Hann hefur síðan séð um þjálfun kvennalandsliðsins síðustu tvö ár ásamt Sigurði Hannessyni. Samn- ingur þeirra við KSÍ rennur út á næstunni og sagðist Steinn ekki vita hvað tæki við varðandi þjálfun landsliðsins. Þjálfaraferill Steins 1978: Leiftur Ólafsfirði, meistarafl. karla. 1979: ÍA, 3. flokkur karla. 1981 - 1986: ÍA, meistaraflokkur kvenna. 1987: ÍA, 5. flokkur karla. 1988 - 1989: ÍA, meistaraflokkur kvenna. 1990: Stúlknalandsliðið, U-16 ára. 1991 - 1992: A-landslið kvenna. 1993: Breiðablik. meistaraflokkur kvenna. Nauðsynlegt að breyta til -Hvað varð til þess að Sagamaður- inn ákvað að taka að sér þjálfun hjá Breiðabliki? „Breiðablik hafði samband við mig og eftir að hafa skoðað þetta vel fannst mér kominn tími til að reyna mig á nýjum stað og með nýjan mannskap. Mér var einnig boðið að þjálfa Skagastelpurnar en ég hef þjálfað þær afskaplega lengi og fannst nauðsynlegt að breyta til. Mér líst vel á Blikaliðið, en það verður erfitt að fylgja góðum árangri þess undanfarin ár eftir.“ - Það hefur heyrst að dætur þínar, Steindóra og Iris Dögg, fari með þér til Breiðabliks, er það rétt? „Ég veit ekki til þess. Þær ráða því alfarið sjálfar og þær eru ekki inní samningi mínum við Breiðablik eins og margir halda. íris Dögg er í Bandaríkjunum og ég veit ekki einu sinni hvort hún spilar hér á landi næsta sumar.“ Oft verið gagnrýndur fyrir að velja dætumar í lið -Steindóra er markvörður bikar- meistara ÍA og landsliðsins og íris Dögg hefur verið í landsliðshópnum auk þess að spila með ÍA. Er ekki erfitt að velja dætur sínar í landslið- ið? „Ég hef þjálfað þær mikið undan- farin ár og hef reynt að leggja Málaskóli Reykjavíkur Brautarholti 4, 105 Reykjavík, sími 628890 ' Nú eru nóvembernámskeiðin í þann mund að hefjast. Að þessu sinni munum við kenna ensku, frönsku, þýsku, hol- lensku og rússnesku. Auk almennrar kennslu þessara tungumála erum við með mjög fjölbreytta enska sérhópa, s.s. samtalshópa, teboðaensku, viðskiptaensku, pöbba- hópa, ameríska-ensku og bókmenntahópa. Sérstakir barna- og unglingahópar. Einkatímar og ýmiskonar sérkennsla fyr- ir fyrirtæki jafnt og einstaklinga. Ekki má gleyma T.O.E.F.L. undirbúningskennslu okkar. Morgun-, síðdegis- og kvöldkennsla. Við höfum ábyggilega eitthvað í pokahorninu sem hentar þér og þínum. Innritun er nú í fullum gangi og kennsla hefst 6. nóvember. Verið ávallt velkomin i Málaskóla Reykjavíkur, þar sem ein- staklingurinn er í fyrirrúmi. KR. 13.950 KR. 13.460 KR. 9.560 Sölustaóir um land allt SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31-SÍMI 6272 22 IÐNAÐARBORVÉL 13 MM PATRÓNA AFTURÁBAK OC ÁFRAM, 600W HÖGG K1L>fc440 HJÓLSÖG 7 1/4" 1400W 3026 K£**éí30C SLÍPIROKKUR 4 1/2" 720W P54-11 KJ^ff.9$Ö # BLACK&DECKBI HAUSTTILBOÐ SEM BORGAR SIG AÐ SKOÐA HLEÐSLUBORVEL UNIVOLT 9,6V MEÐ TVEIMUR RAFHLÖÐUM, HLEÐSLUTÆKI OG STÁLTÖSKU kr. 21.900 LOFTHÖGGBORVÉL FYRIR S.D.S. BORA 450W í STÁLTÖSKU P80-20 KR. 22.957 kr. 19.950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.