Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ i <1TJ "-/"s ^RAVI/HQUSXRRAVTU ( > ,. -j ,,, ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 43 eftir Elínu Pálmadóttur Gæðinbestu? Gamli Bakkus gaf mér smakka gæðin bestu öl og vín. Og hoiium á ég það að þakka að þú ert ekki konan mín. svaraði Káinn þegar gömul kona fann hjá sér þörf á að benda honum á að hann hefði getað eignast góða konu og skemmti- legt heimili ef hann hefði drukk- ið minna. Hver maður sinn smekk hefur hann eflaust hugsað og kaus þá heldur Bakkus en kerlingu. Þessari vísu skaut upp í hugann eitt kvöldið fyrir framan skjáinn, þar sem ráð- gefandi „kerlingin“ hafði þróað gömlu Gróu-á-Leitis-tækn- ina upp í nútíma myndbirtingartækni. Enn áhrifameira! Gróa kerlingin varð að notast við ís- meygilega röddina og lymskulegt augna- ráð, en nútímatæknin getur brúkað sak- laust augnaráð og mynd. Slík tæknibeit- ing í fagi sem mér er ekki sama um hef- ur vakið ugg. Hvað hefði Napoleon karl- inn sagt nú, þegar hann fyrir margt löngu stundi upp: „Meira er að óttast fjögur fjandsamleg dagblöð en 1.000 byssustingi"? Káinn sagði líka: Einlægt þú talar illa um mig, aftur ég tala vel um þig. Einmitt það besta af öllu er, að enginn trúir þér - né mér. Ekki er síst skaði ef fellur á trúverðugheitin þegar gengið er of langt. Kann þó líka að hafa nokkuð sér til ágætis. Ef fyrir okkur fer eins og mörgum Bandaríkjamönnum, að þeir fengu svo mikla skömm á ófræg- ingarherferð Bush eftir síðustu kosningabaráttu að það kom nið- ur á honum nú. í þeim mæli að spyijendur í sal sjónvarpseinvígis forsetaframbjóðenda í Banda- ríkjunum tóku fram í upphafi að þeir færu fram á að sleppt yrði persónulegu skítkasti. Banda- rískt samfélag er býsna dijúgt við að hrista af sér ýmiskonar óværu, þótt það taki oft æði langan tíma. Kannski okkar litla og nábýla samfélag hafi burði til að bregðast fyrr við þegar óværan birtist? Hingað til hefur það varla tal- ist íslendingi til hnjóðs þó sann- ist að einu sinni eða tvisvar hafí séð á honum, enda þótt sífulla kalli á viðbrögð. Allt er það af- stætt. Minnir á söguna af stýri- óáfengan drykk, ef hann er jafn aðgengilegur. Enda margir á bfl. Hefur mér einmitt oft fundist skorta að óáfengi drykkurinn sé settur á jafn háan sess og sá áfengi. Fólk þarf að biðja sér- staklega um hann og oft senda fram eftir honum. Samkvæmið jafnvel bíður á meðan til að geta skálað við hann. Ég lærði mína lexíu sem gest- gjafí endur fyrir löngu af bami. Hafði í jólaboði búið borðið háum glæsiglösum undir eðalvín með matnum, en látið vatnsglas und- ir kók hjá telpunni. Það kom skeifa á munninn þegar hún sá hve miklu minna var haft við hana en aðra gesti. Þá var því heitið að aldrei skyldi slíkt henda aftur. Skítt með spariglösin. Jafnfín glös með jafnfallegum tærum drykk skyldu standa til boða öllum gestum, sem svo ákveða hvað þeir taka. Þegar ég hefí svo lagað bollu í skál — fínu silfurskálina — þá hefur jafnan staðið við hliðina önnur skál með óáfengri ávaxtabollu. Hefur þá hver jafn aðgengilegt það sem hann kýs og jafnhátíðlega borið fram. í jafn fallegum glösum til að lyfta. í síðdegissamkvæmi á virkum dögum taka þá margir fyrsta drykk úr áfengu bollunni og halda svo áfram úr hinni. Það getur nefnilega verið hábölvað að vera skítpligtugur til að lyfta oft glasi og kannski fara stað úr stað til að sinna sínum skyld- um. Satt að segja varla til frá- sagnar þótt slys hendi einu sinni eða tvisvar — hvað þá að um- ræðuefnið yfírgnæfí allt annað í marga mánuði. Maður verður satt að segja hundleiður á því og vill gjaman fá knöppum tíma eytt í mikilvægari umræður. manninum sem skrifaði í skips- Viljið þið bolluna mína? Sú bókina: Skipstjórinn fullur í dag! Næsta dag skrifaði skipstjórinn: Stýrimaður ófullur í dag! Að lyfta glasi af gleðilegu til- efni tíðkast í okkar samfélagi, gjarnan með því að hópast sam- an síðdegis. Oft fremur til ámæl- is að vilja ekki taka þátt í að fagna áfanga eða óska til ham- ingju. Einkum eru þær kröfur gerðar til þeirra sem gegna sam- félagslegum störfum og háum stöðum. Á seinni árum hefur þó minnkað sú þvingun að í glösum þurfí endilega að vera áfengi, ef gestur kýs annað. Fram- reiðslufólk í slíkum samkvæmum segir mér að fari æ vaxandi að fólk taki í slíkum samkvæmum óáfenga: fema af appelsínusafa, ferna af grapesafa, ávaxtadós með blönduðum ávöxtum og þriggja pela til pottflaska af 7ug. Haldið köldu með miklum ís. í óáfenga blöndu er óhætt að setja slíka sæta ávexti, sem eru hreint eitur í áfengu bolluna, því ávextirnir vilja geija í maganum. í staðinn má þar nota agúrkur, sítrónur og ef mikið er við haft eina rauða rós fljótandi ofan á til skrauts. Bannað er að auglýsa áfenga drykki og verður auðvitað ekki gert hér. Þótt það ætti að fara að verða óhætt úr því við- tekið er að auglýsa áfengan bjór á skilti í landgræðsluskógi úti í náttúrunni. Verkstæðisverð á sófasettum framleiddum eftir máli. Allar klæðningar og viðgerðir á bólstruðum húsgögnum. Tökum gömul húsgögn upp í ný ef um semst. Veljum íslenskt H.G. húsgögn og bólstrun Dalshrauni 11, Hafnarfirði, sími51665. ROYAL HIBERNIAN WAY ROYAL HIBERNIAN WAY Ein glæsilegasta verslunargata íDublin Opið frá mánudegi til laugardagsfrá kl. 9.30 til 18.00. Opiðtil kl. 20 á fimmtudagskvöldum. VERTU VIÐBUINN VETRINUM Með vel hönnuðum og slitsterkum vinnufatnaði frá Fristads heldur þú kuldanum úti og hitanum inni. Létt og þægileg föt sem gefa hámarks hreyfingarfrelsi. NÝTT NÝTT! Undirföt frá Fristads fyrir veturinn. Virka eins og gömlu góðu ullarnærfötin nema þau stinga ekki, halda líkamanum þurrum Og hlýjum. Oœðl• Velljð.n• Notaglldl HLIFÐAR- OG VINNUFATNAÐUR Skemmuvegur 6L • Pósthólf 9330 • 129 Reykjavík Sími 670 880 • Fax 670 885 NÁMSKEIÐ FÍKNIR PERSÓNULEIKAR Orsakir - áráttuatferli - bati Áætlað er að á íslandi séu um það bil 19.000 alkóhól- istar, 28.000 börn alkóhólista, auk spilafíkla, átfíkla, kynlífsfíkla og annarra, sem ánetjast hafa einhverri fíkn. Að baki fíkninnar liggur ávallt fíkinn persónuleiki. Á námskeiðinu verður farið yfir eftirtalið efni: - Stigin í þróun fíkilsins. - Áráttuatferli fíkilsins. - Áhrif fíkninnar á fjölskyldur. - Forsendur og þróun batans. Fyrirlesari: Craig Nakken. Staður: Hótel Lind. Tími: 6. og 7. nóvember kl. 8.30-16.30. Verð: Kr. 9.500,00. Upplýsingar og innritanir: Jóhann Loftsson, sími 688772. ÍNOVELL. Net- og samskiptabúnaður Net- og samskiptabúnaður frá Novell er löngu heimsþekktur og hefur öfundsverða markaðs- hlutdeild á íslandi sem og annars staðar. Microtölvan hf. hefur selt Novell búnað síðan 1987. Ekkert fyrirtæki hérlendis hefur meiri reynslu af uppsetningu og þjónustu á búnaði frá þeim, og við meinum ekkert! Þegar tengja þarf tölvumar saman, hvort sem er í næmet eða víðnet þá eru sérfræðingar okkar til taks með mikla reynslu. Spáðu í það! MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - Sími 688944 - Fax 679976 VETRARHJÓLBARÐAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT IHl HEKLA FOSSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.