Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 251. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bardagar í Angóla kosta meira en þúsund manns lífið Lissabon. Reuter. RÚMLEGA þúsund manns biðu bana í átökum milli stjórnarhermanna og UNITA-hreyfíngarinnar í Angóla um helgina, að sögn angólska útvarpsins. Stjórnarherinn virtist hafa náð höfuðborginni, Luanda, á sitt vald að nýju í gær eftir harða Bardagarnir hófust eftir að Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, hafnaði úrslitum þingkosninga sem fóru fram í september undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna. Hreyfíng Savimbis galt mikið afhroð í kosningunum, sem voru liður í friðarsamkomulagi sem átti að binda enda á 16 ára borgarastyrjöld milli UNITA og Frelsishreyfíngar Angóla (MPLA). UNITA naut stuðnings Bandaríkja- manna og Suður-Afríkumanna í stríðinu en Sovétmenn studdu stjóm MPLA. Útvarpið í Angóla sagði að mann- fall hefði orðið í höfuðborginni, Lu- anda, og íjórum stómm borgum í suðurhluta landsins, Huambo, Lu- bango, Benguela og Lobito. Allt virtist með kyrmm kjömm í Luanda síðdegis í gær eftir að stjórn- arhermenn höfðu ráðist á skriðdrek- um á vígi UNITA-hreyfingarinnar í Þýskaland Framleiðsla dregstsaman bardaga í fjóra daga. borginni. Fregnir hermdu að tveir af helstu forystumönnum UNITA hefðu verið drepnir og annar væri í haldi stjómarhermanna. Portúgalska fréttastofan Lusa sagði að stjómin hefði látið fylgis- mönnum sínum í té vopn til að leita að stuðningsmönnum UNITA í nokkmm úthverfum borgarinnar. Erlendur stjómarerindreki í Luanda líkti leitinni við „nornaveiðar". Útvarpið skoraði á báðar fylking- arnar að hætta að beijast og hvatti stuðningsmenn stjórnarinnar til að fara „á mannúðlegan hátt“ með þá félaga úr UNITA sem þeir næðu. Jonas Savimbi er í borginni Hu- ambo þar sem höfuðstöðvar hreyf- ingarinnar hafa verið frá kosning- unum í september. Portúgalskar og brasilískar her- flugvélar flugu til Luanda frá eyrík- inu Sao Tome og Principe til að hefja flutninga á erlendum ríkis- borgurum í landinu. 40.000 Portúg- alir búa í Angóla, þar af um 15.000 í Luanda. Sjá “Vonast til að komast úr landi í dag” á bls. 4. Reuter George Bush Bandaríkjaforseta lætur móðan mása á kosningafundi í Michigan á sunnudag. Fischer vill fá að setja Kasparov skilmála Belgrad. Reuter. BOBBY Fischer sagðist í gær geta hugsað sér að tefla við Garrí Kasparov heimsmeistara en þá aðeins að hann réði sjálf- ur hvemig einvígi þeirra yrði háttað. „Ef við teflum þá verð það ég sem ræð ferðinni, ákveð alía skil- mála,“ sagði Fischer á blaða- mannafundi í Belgrad. Hann sagði að það yrðu forréttindi Kasparovs að fá að tefla við sig en ekki öfugt. Fischer heldur fast við að hann sé eini og sanni heimsmeistarinn { skák og vill að Kasparov viður- kenni það. „Hann [Kasparov] skrifaði mér fyrir tveimur árum og kvaddi sem „sam-meistarinn þinn“. Við deilum engum titli ... hann er glæpamað- ur og ætti að sitja í fangelsi," sagði Fischer og skírskotaði til fyrri yfirlýsinga sinna um að úr- slit í einvígjum þeirra Anatólíjs Karpovs hefðu verið fyrirfram ákveðin. Kasparov hefur látið sér þessar ásakanir í léttu rúmi liggja. Sjá skákskýringu á bls. 63 mikilli kjörsókn er Bandaríkjamenn velja sér forseta í dag Sigurmöguleikar demó- krata hinir bestu í 16 ár Von Bush forseta felst í því að stuðningsmönnum Perots snúist hugxu* á síðustu stundu Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni blaðamanni Morgunblaðsins. í FYRSTA skipti frá árinu 1976 á frambjóðandi Demókratafíokksins möguleika á að sigra í forsetakosningum, sem fram fara hér í Banda- ríkjunum í dag. Kannanir gefa til kynna að Bill Clinton, ríkisstjóri frá Arkansas, og frambjóðandi demókrata, hafi öruggt forskot á George Bush forseta í 16 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og hann eigi góða mögu- leika á sigri í 15 ríkjum til viðbótar. Framboð auðkýfingsins óháða, Ross Perots, hefur hins vegar skapað mikla óvissu auk þess sem lík- legt má telja að kosningaþátttaka óánægðra kjósenda verði óveqju mikil að þessu sinni. í þingkosningunum sem einnig fara fram í dag má heita öruggt að meirihluti demókrata f báðum þingdeildum sé ekki Búist við Bonn. Reuter. IÐNFRAMLEIÐSLA minnkaði um tvo af hundraði f vesturhluta Þýskalands í september sam- kvæmt bráðabirgðatölum borið saman við sama mánuð í fyrra, að sögn efnahagsmálaráðuneyt- isins í Bonn. Samkvæmt tölum þýska seðlabankans minnkaði framleiðslan um 3,3% næstu 12 mánuði á undan samanborið við næstu tólf mánuði þar áður. Þýsk fyrirtæki hafa dregið úr framleiðslu og fækkað starfsmönn- um vegna minnkandi eftirspumar jafnt heima fyrir sem á erlendum mörkuðum. Gríðarháir vextir á bankalánum hafa ennfremur orðið til þess að mörg fyrirtæki hafa dreg- ið úr fjárfestingum og hætt við að fjárfesta í austurhéruðunum. „Grundvallaratriðið er að fram- leiðslan er á niðurleið. Nýtt fram- leiðslugeta minnkar að vísu ekki jafnhratt og undanfama mánuði en hún er samt enn að minnka," sagði þýskur hagfræðingur. Nýtingarhlut- fallið í vesturhéruðunum er nú 86% en fór niður í 76% árið 1982. Þýska stjómin hyggst nota allt að sex milljörðum marka meira en áætl- að var til að fjármagna rekstur í austur-héruðunum þar sem enn er mikið atvinnuleysi. Féð verður fengið með því að skera niður önnur út- gjöld en ekki með auknum heildarút- gjöldum á fjárlögum, að sögn Diet- ers Vogels, talsmanns ríkisstjómar Helmuts Kohls kanslara. Ráðamenn hafa ekki lagt fram margar ákveðn- ar tillögur um niðurskurð ríkisút- gjalda. Theo Waigel fjármálaráð- herra hefur þó lagt til að opinberir starfsmenn fái ekki meiri launa- hækkanir næstu þijú ár en nemur verðbólgu en fulltrúar stéttarfélag- anna segja orð hans líkjast stríðsyfír- lýsingu. i hættu. Samkvæmt mjög víðtækri könnun dagblaðsins The Washington Post hefur Clinton greinilegt forskot á Bush í 16 ríkjum og í höfuðborg- inni. Tekist er á um 538 kjörmanna- atkvæði í ríkjunum 50 og samkvæmt þessari könnun má Clinton teljast öruggur um að hafa þegar tryggt sér 227 slík. Skortir hann því aðeins 43 kjörmannaatkvæði til að tryggja sér sigur. Clinton er talinn sigur- stranglegri í 15 ríkjum til viðbótar sem samtals ráða yfír 112 kjör- mannaatkvæðum. Bush forseti hefur hins vegar aðeins greinilega forustu á keppinaut sinn í níu ríkjum sem ráða yfir 68 kjörmannaatkvæðum. Hann er talinn vera jafn Clinton eða með örlítið forskot í tíu ríkjum. Sigur í þessum 19 ríkjum gæfi forsetanum aðeins 199 kjörmannaatkvæði en sá frambjóðandi sem nær að minnsta kosti 270 slíkum sest að í Hvíta húsinu við Pennsylvania-breiðgötuna hér í höfuðborg Bandaríkjanna. Kosningabarátta Clintons og Bush náði hámarki um helgina og í gær og þeyttust þeir ríkja á milli í von um að vinna hylli kjósenda. Clinton ríkisstjóri var sýnilega örmagna og á sunnudag neyddist hann til að hætta við að flytja nokkur kosn- ingaávörp þar eð hann var öldungis raddlaus. Bush forseti kvaðst vera sannfærður um sigur en haft var eftir starfsmönnum í herbúðum hans að kannanir þeirra gæfu ekki tilefni til bjartsýni, forsetinn gæti tæpast gert sér vonir um að vinna meira en 100 kjörmannaatkvæði. Forsetinn var hins vegar hinn brattasti og beindi orðum sínum til Clintons: „Segðu sigurskrúðgöngunni að bíða eftir því að blásið verði í flautuna, ríkisstjóri góður, vegna þess að ég mun sigra í þessum kosningum." Bush er að öllum líkindum löngu búinn að tapa Kalifomíu (54 kjör- menn). Hann hefur forystu í Flórída (25) en sterk staða Perots gæti svipt hann sigri í Texas (32). Þá þótti allt benda til þess að forsetinn væri að tapa Michigan-ríki en þar er að fínna marga svonefnda Reagan-demókrata sem sviku lit 1980 og tryggðu sigur repúblikana. Tapi Bush Michigan er mjög líklegt að Bill Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Möguleikar Bush virðast felast í því að kjósendum sem kusu hann 1988 og Reagan forseta 1980 og 1984 en hyggjast nú kjósa Perot snúist hugur þegar í kjörklefann er komið. Fylgi Perots er mikið og raun- ar er það svo að óháður frambjóð- andi í forsetakosningum hefur ekki höfðað svo mjög til kjósenda í tæp 70 ár. Perot á enga möguleika á sigri en hann kann að hreppa annað sæt- ið í nokkrum ríkjum, t.a.m. Alaska og Maine og staða hans virðist sterk í Klettafjallaríkjunum. í þingkosningunum, sem einnig fara fram í dag, má líklegt teljast að demókratar treysti enn meirihluta sinn í öldungadeildinni en repúblik- anar sæki á í fulltrúadeildinni. Demó- kratar hafa haft meirihluta í fulltrúa- deildinni frá 1954 og þeir munu halda honum en þar er kosið um öll 435 þingsætin. I öldungadeildinni er kos- ið um 34 sæti af 100 og er spuming- in sú hvort demókratar nái þar nógu miklum meirihluta til að koma í veg fyrir að pólitískir andstæðingar þeirra geti ekki tafíð störf þingheims með málþófi. Rúmar 189 milljónir Bandaríkja- manna eru á kosningaaldri en talið er að 136.300.700 manns hafi skráð sig að þessu sinni. Kjörfundi Iýkur á bilinu kl. 19 til 24 að austurstrandar- tíma og kann þannig að vera að úr- slitin liggi fyrir áður en kjörstöðum verður lokað á vesturströndinni. Sjá einnig bls. 30.-31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.