Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 5
Hraðfrystihúsið Hofsósi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 5 Tæplega þriðjung- ur krafna greiddist SKIPTUM á þrotabúi Hraðfrysti- hússins hf., Hofsósi, er lokið og fengnst greiddar tæpar 59 millj- ónir upp í 162,5 milljóna kröfur. Hraðfrysihúsið var tekið til gjald- þrotaskipta í nóvember árið 1990, en skiptum lauk 21. október sl. Upp í samþykktar kröfur utan skuldarað- ar, sem námu rúmlega 100 millj- ónum og 555 þúsundum, fengust greiddar rúmar 47 milljónir, eða 46,88%. Samþykktar forgangskröf- ur, sem námu tæpum 6,3 milljónum, greiddust allar og upp í samþykktar almennar kröfur, sem námu rúmum 55 milljónum og 708 þúsundum, greiddust rúmar 5,3 milljónir, eða 9,55%. ----»--♦.♦-- Álverið í Straumsvík Uppsagnir kærðar til Félagsdóms LÖGFRÆÐIN GUR Alþýðusam- bands íslands hefur fyrir hönd starfsmanna álversins í Straums- vík kært uppsagnir tíu fastráð- inna starfsmanna þar til Félags- dóms. Starfsmönnunum var sagt upp nú um mánaðamótin og á sama tíma var tímabundin ráðning 6 starfs- manna af 18 til 30. nóvember fram- lengd til næsta hausts, að sögn Gylfa Ingvarssonar, aðaltrúnaðar- manns í álverinu. Hann sagði að uppsagnimar bitnuðu ekki á einni deild fyrirtækisins fremur en ann- arri, einum til tveimur starfsmönn- um væri sagt upp á deild. Uppsagn- arfrestur starfsmanna er þrír til fímm mánuðir. ----♦ ♦ ♦--- Slapp frá árásarmanni UNG kona kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu snemma á sunnu- dagsmorgun og sagði að ókunnur maður hefði ráðist á sig á Vestur- götu skömmu áður. Lögreglan leitaði mannsins, en fann hann ekki. Konan var mjög miður sín þegar hún kom á lögreglustöðina. Hún sagði að maðurinn hefði veist að sér, en hún hefði brugðist hart við og sloppið frá honum við illan leik. Maðurinn hefði ekki sagt, hvað hon- um gekk til með árásinni, en hún hefði óttast rán eða nauðgun. Lögreglan leitaði mannsins sam- kvæmt lýsingu konunnar en fann hann ekki. -----♦■♦ ♦--- Nýr vegur 1 Landeyjum LÆGSTA tilboð í lagningu tveggja vegarkafla í Landeyjum reyndist vera 51% af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Vinnu- vélar Jóa Bjarna buðu 7,1 milljón kr. en kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar hljóðaði upp á 13,9 milljónir. Boðnir voru út tveir kaflar, ann- ars vegar 1,4 km á Gunnarshólma- vegi og hins vegar 3,2 km á Akur- eyjavegi. Verkinu á að ljúka fyrir 15. júní 1993. Tólf tilboð bárust. Flest voru um og yfír 9 milljónir kr. en það hæsta var 14,5 milljónir. Góð aðsókn að skautasvellinu A þeim níu dögum sem liðnir eru frá opnun skautasvellsins í Laugardal í haust hafa 8.577 manns rennt sér þar á skautum, eða um 953 manns á dag að meðaltali. Að sögn Bergþórs Einarssonar umsjónarmanns komu um 600 gestir þegar á fyrsta degi og einn dag komu yfír 1.200 manns. „Það er mjög margt fólk á svona lítið 1.800 fermetra svéll og lítið pláss,“ sagði hann. „Við erum að þjóna 100 þúsund manna borg með einu svelli en það nægir ekki. Það verður að fara að taka á þessu máli og bæta við öðru svelli." Þijú skautafélög hafa aðgang að svellinu auk þess sem það er opið almenningi. Eins og sjá má var þröngt bæði innan og utan dyra við skautasvellið síðastliðinn sunnudag. Lokar þú augunum fyrir skemmfilegu fríi í útlöndum? Ef svo er getur þú opnaö þau fyrir ódýru fargjöidunum hjá SAS, þau eru ótrúleg en sönn og spennandi áfangastaöir bíða þín um alla Evrópu. Kaupmannahöfn Gautaborg Malmö Osló Stavanger Bergen Kristiansand Stokkhólmur Norrköping Jönköping Kalmar Vesterás Váxjö Kynniö ykkur SAS hótelbæklinginn sem liggur frammi á öllum feröaskrifstofum. Boðiö er upp á hótelgistingu á mjög góöu verði í fjölmörgum iöndum. Lágmarksdvöl einn sunnudagur, hámarksdvöl 5 dagar. Barnaafsláttur er 50%. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi: 1250 kr. á íslandi, auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. “ Komudagar: Þriöjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. co C\i , 2 I Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 - Sími 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.