Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Léttu þér störfin! ELFA-DELCA uppþvottavélin Tekur boröbúnaö fyrir 6 manns. 7 kerfi, þurrkar og skammtar sjálf þvottaefni, getur staðið á borði, má einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar. Mál: Hæð: 49 sm, breidd: 50 sm, dýpt: 52 sm. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — ® 622901 og 622900 PORCELANOSA - flísar fyrir vandláta MARAZZI - flísar fyrir al-la PAVIGRES - ódýrar og sterkar flísar AGROB - flísar á mannvirki LIP og DEITERMANN lím og fúgi PORSAN - ódýrustu hreinlætistækin SANYL - þakrennur á nýbyggingar og í endurnýjun Útsölustaóir: ÁLFABORG Knarrarvogi 4, Reykjavík, VERSLUNIN VÍK Neskaupstað, ÁLFABÆR Bæjarhr. 20. Hafnarf., T.F. BÚÐIN Fellabæ, Ó.M. BÚÐIN Grensásvegi 14, Reykjavík, KEA Akureyri LITAVAL Keflavík, " BORG HF. Húsavík, VERSLIJNIN MÁLMEV Grindavík, VERSLUNIN HEGRI HF Sauðárkróki, S.G. BÚÐIN Sejfossi, KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA Blönduósi, KAUPFÉLAG RANGÆINGA Hvolsvelli.SÖGIN Patreksfirði, MIÐSTÖÐIN Vestmannacyjum, VERSLUNIN HAMRAR HF Grundarfirði AlFABORG Knarrarvogi 4, simi 686755 pnny 5 dyra hlaðbakur • útvarp/segulband - 4 hátalarar • 84 hestafía vél • tölvustýrð fjölinnspýting • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • veltistýri • rafknúnar rúðuvindur • rafknúin samlæsing • litað gler • samlitir stuðarar og hliðarspeglar • hvarfakútur HYUrtDHI ...til framtíðar íS BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 9 Samdráttur, kreppa, hrun Sá mikli samdráttur, sem einkennt hefur efnahagslíf á Vesturlöndum undanfarin misseri, hefur orðið mörgum tilefni til að spyrja þeirrar spurningar hvort að við séum í raun í eða á leið inn í nýja kreppu. Breska tímaritið Spectator veltir í nýjasta hefti sínu efnahagsástandinu í Bretlandi fyrir sér út frá þeirri forsendu í leiðara. Hvaða orð á við? Brezka tímaritið Spectator segir í nýlegri forystugrein: „Samdrátt- ur, kreppa eða hrun: Hvaða orð á eiginlega best við? Öll hafa þau verið notuð á víxl á síð- ustu vikum er enn harðn- aði á dalnum í efnahags- málum en hvað merkja þau í raun? í augum kaffihúsaspekinga er munurinn einfaldur: Samdráttur er þegar ná- granni þinn verður at- vinnulaus; kreppa þegar þú sjáifur missir vinnuna. Þrátt fyrir að [Norman Lamont] fjármálaráð- herra hafi skammað alla þá sem bera vandann nú saman við þann á fjórða áratugnum þá getur [breska] fjármálaráðu- neytið ekki gert skýran greinarmun á samdrætti, kreppu eða hruni. Enda er, í hinum sótthreinsaða orðaforða æðri hagfræði, enginn slíkur munur til. Hagfræðingar skil- greina oft samdrátt á þann hátt að framleiðsla verði að dragast saman í tvo ársfjórðunga í röð. Talið frá fjórða ársfjórð- ungi 1990 hafa Bretar gengið í gegnum sjö, og eru byijaðir á áttunda ársfjórðungnum þar sem framleiðsla dregst sam- an. Tim Congdon pró- fessor telur það nægja til að hægt sé að tala um „kreppu“. Ef enn dregur úr framleiðslu á næsta ári þá verður þessi „kreppa“ orðin lengri en sú á fjórða áratugnum. Bill Martin, yfirhag- fræðingur hjá UBS Philips & Drew, hefur stuðst við hugtakið „kreppa" í rúmt ár og þurft að sitja undir ásök- unum um æsingaskrif af þeim sökum. Hann lýsir kreppu sem nokkurra ára tímabili neikvæðs hagvaxtar og er ekki í vafa um að það eigi við Bretland. Þessi ruglingur gæti í sjálfu sér aðstoðað við að útskýra hvers vegna stjómarstefnan hefur tekið svo ranglega mið af aðstæðum. Það er hefð fyrir þvi að líta á kreppu sem mjög mikinn sam- drátt, enn eitt skrefið á örvæntingarbrautinni. í raun er um tvo gjörólíka hluti að ræða og við- brögðin við þeim ættu þvi að vera i samræmi við það. Við eigum ekki að gera ráð fyrir að var- fæmisleg vaxtalækkun á löngu timabili muni „lækna“ kreppu frekar en að plástur lækni háls- brot. Kreppxun er oft lýst sem verðbréfalækkun, samdrætti peninga- magns, miklu atvinnu- leysi og því sem hagfræð- ingar kafla neikvæðan hagvöxt. í flestum tilvik- um yrði einnig bætt við alþjóðlegri vídd: Það er stöðnun eða samdrætti á útflutningsmörkuðum. Sumir hagfræðingar myndu þar að auki teþ'a með hjálparvana stjóm- völd í hringiðu atburð- anna: Atburðarásin hef- ur brotið stjómvaldsað- gerðir á bak aftur . . . Þessi skilgreining, sama hversu nákvæm hún er, nær samt ekki til mikil- vægasta munarins: Sam- dráttur kemur í bylgjum og brégst við vaxtalækk- unum; kreppa er hæg- fara ferli skuldalækkun- ar sem heldur áfram óháð vaxtastigi. Vöxtur peningamagns og útlán banka em í slíku lágmarki að orðagjálfrið um baráttuna gegn verð- bólgunni er farið að missa marks. Aðaldrif- krafturinn er kreppan. Fyrir einungis nokkrum dögum síðan sendi [breska] fjármálaráðu- neytið út tveggja blað- síðna tilkymiingu þar sem lækkun grunnvaxta um 1% er „útskýrð" og masað um að „breskur iðnaður geti fullur trausts horft fram á sölu- aukningu jafnt á heima- sem útflutningsmark- aði“. Fjármálaráðuneytið á eftir að verða hissa. Fyrstu viðbrögð gjald- kera í fyrirtæki og efa- laust hinna fjögurra miHjóna húseigenda sem em fastir í gildm „nei- kvæðs eigin fjár“ ... - er að greiða niður úti- standandi skuldir, eða auka spamað. Á þeirri braut kom- umst við hins vegar ekki langt áleiðis. Þvi þrátt fyrir þá staðfestu okkar, að ætla að endurgreiða skiddir, þá em heimilin, að miklu leyti vegna lækkunar fasteigna- verðs, jafn veðsett og fyrir samdráttartimabil- ið. Talið er að reiðufjár- eign, fé sem er hægt að nota í neyslu, hafi dregist saraan um 100 miHjónir punda, eða um 40% frá því sem það var fyrir samdráttinn. Starfsemi fyrirtælga mun líka halda áfram að dragast saman í réttu hlutfalli við þann ávinn- ing vaxtalækkunarinnar sem við ákveðum að nota í spamað í stað eyðslu. Keynes kallaði þetta fyr- irbæri „þversögn spam- aðar“.“ Vaxtalækkun ekki lausn Síðar segir í leiðara Spectator. „í Bandaríkj- unum hafa vextir verið lækkaðir 24 sinnum i röð og em grunnvextir þar nú 3%. Sala og fram- leiðsla halda samt áfram að dragast saman; pönt- unum fyrirtækja fækkar; fasteignasala er á niður- leið; neytendur em svart- sýnir og fyrirtæki halda áfram að fækka starfs- kröftum. Héma er komin önnur þversögn: Efnahagsbati án nýrra starfa. Alan Greenspan, formaður bankastjómar banda- ríska seðlabankans, við- urkenndi nýlega að ekki væri verið að lækka vexti til að fá hjól atvinnulífs- ins til að snúast á ný heldur til að draga úr þeirri félagslegu spennu sem skuldahjöðnun or- sakaði. Þeir sem móta stefnuna í Baiidaríkjun- um, Bretlandi og Japan em að reyna að feta sig á braut sem þeir hafa enga reynslu af áð- ur . . . Ef [John] Major ætlar að ráðast að rót vandans þarf haim ekki að líta lengra en til þeirra u.þ.b. 50 milljóna pimda sem veðskuldir em nú komnar umfram verð- mæti eigna á fasteigna- markaðinum. Ef þung- bærustu skuldir þjóðar okkar verða ekki á ein- hvem hátt gefnar eftir mun þjóðin ekki fyrir- gefa leiðtogum sinum." y r1 r1 J úlmn VERSLANIR HAFNARFIRÐI æSt s . S 4 4 T 1 SKIPTIBORÐ 41000 BREIDDINNI I S Jl 6 4 19 19 HRINGBRAUT S . 6 2 9 4 O O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.