Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Hræðileg hamingja Alþýðuleikhúsið frumsýnir leikrit Lars Noréns í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöld Morgunblaðið/Ragnar Axelsson ,,-Ég reyni að sýna fólki hvað persónumar hugsa. Leik- rit mín eru ekki „vandamála- leikrit“. Þau eru ekki um krabbamein, ofdrykkju eða geðklofa, heldur um undan- komuleiðir. Ég er ekki að búa sjúkraskýrslur í leikbúning," segir leikskáldið sænska Lars Norén. Kannski er þetta nauðsynlegur inngangur að leikriti sem lýsir persónum sem eiga við afskaplega djúpstæð vandamál að stríða, án þess að höfundurinn takist það verk á hendur að leysa þau. Það er öllu heldur hræðileg hamingja persónanna fjögurra sem er við- fangsefnið; hræðileg hamingja sem í rauninni gæti eins heitið „yndisleg vanlíðan", mótsögnin lýsir getuleysi persónanna til að breyta líðan sinni, jafnvel sjúkleg- um þráa til að halda i sína hræði- legu hamingju. Hræðileg hamingja eftir Lars Norén í þýðingu og leikstjóm Hlín- ar Agnarsdóttur verður frumsýnt hjá Alþýðuleikhúsinu á fimmtu- dagskvöldið í nýjum sýningarsal í Hafnarhúsinu, sem leikhópurinn hefur innréttað að þörfum sínum á undanfömum vikum. Leikurinn gerist í íbúð Teós, listmálara, sem naut nokkurrar velgengni um skeið, en sól hans hefur dalað, myndirnar seljast ekki, hann er peningalaus og drykkjusýki hans hefur ágerst. Sambýliskona hans, Tessa, er drykkfelld og tauga- veikluð; hún gengur til geðlæknis og reynir að finna ástæður fyrir vanlíðan sinni í fortíðinni og sam- bandi sínu við Teó; hann aftur á móti óttast og öfundar geðlækn- inn; „Talið þið um mig?,“ spyr hann. „Mér finnst að þú gætir sagt mér frá því hvað verður um okkur, fyrst ég borga...? Hvað verður um okkur? Ætli það endi ekki með því, að þú komir út úr þessu læknuð og gjörbreytt, en ég stend eftir, slyppur og snauð- ur, staðnaður og allt of gamall til þess að skilja nokkum skapaðan hlut, eða hvað heldur þú Erik?“ Eðlilegur - en dásamlegt hugtak! Erik er rithöfundur, vinur Teós frá gamalli tíð og ástkona hans og bamsmóðir heitir Helen. Sam- band þeirra er í molum, markað af öfbeldi og og ósjálfstæði á báða bóga. Þar við bætist að fortíðin geymir ýmis leyndarmál um hvernig þessar fjórar manneskjur hafa tengst sitt á hvað, með og án vitundar hinna. Verkið gerist á einu kvöldi og fram undir næsta morgun, er Erik og Helen koma í heimsókn - matarboð - til Tessu og Teós. „Sem sagt virkijega heimilislegt og rassbomlegt kvöld - með okkar nánustu," er lýsing Teós á samkvæminu. „Þú veist vel að það sem Teó segir, er miklu hættulegra en hann sjálfur," segir Erik. Og í þessum orðum er kannski meiri sannleikur falinn en hann gerir sér,grein fyr- ir sjálfur. Óttinn, ósjáifstæðið og hversu háð þetta fólk er hvort öðm - án þess að því fylgi öryggi eða traust - skapar þær aðstæð- ur, að orðin verða vopn sem beitt er af fullkomnu miskunnarleysi, án þess að þeim sé fylgt eftir með athöfnum. A þessu kvöldi rífa þau hvert annað í sig af slíkri grimmd að áhorfandinn stendur á öndinni; en þetta er fólk sem lifir og hrær- ist í slíkum samskiptum og því er kannski skelfilegast að átta sig á því að þetta kvöld er engin undan- tekning, hér átti ekkert uppgjör sér stað. Næsta kvöld verður eins. „Ég hef ekki hitt neinn sem virðist eðlilegur ... ég veit aldrei hvort tvær manneskjur sem nálg- ast hvor aðra, ætla að lemja hvor aðra eða stijúka hvor annarri," segir Helen. „Eðlilegur - en dá- samlegt hugtak!,“ segir önnur persóna í öðm leikriti eftir Norén, Nóttin er móðir dagsins frá 1982. Leikendur í sýningunni eru Ámi Pétur Guðjónsson, Steinunn Ólafs- dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdemar Öm Flygenring. Bún- ingar, leikmunir, hönnun rýmis og leikmyndar er verk Elínar Eddu Ámadóttur. Lýsingu hannar Jó- hann Bjarni Pálmason, aðstoðar- leik- stjóri er Rúnar Guðbrandsson og leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Lars Norén Lars Norén er einn fremsti leik- ritahöfundur Svía í dag. Verk hans hafa á undanförnum árum verið sýnd víða um lönd og eitt þeirra, Bros úr djúpinu var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1984. Norén er fæddur 1944 og hafði getið sér gott orð sem ljóðskáld áður en hann snéri sér að leikrit- un. Fyrsta leikrit hans var sett á svið hjá Dramaten (Sænska Þjóð- leikhúsið) í Stokkhólmi 1973, en fékk daufar undirtektir og annað verk frá Norén kom ekki á fjalir Dramaten fyrr en 1980, Orestes. Orðstír Noréns sem leikritahöf- undar komst þó ekki á flug fyrr en 1982, er tvö verk voru fmm- sýnd, Bros úr djúpinu og Nóttin er móðir dagsins. Hræðileg ham- ingja var frumsýnt 1981 og sótti hægar í sig veðrið. Það var ekki fyrr en orðstír Noréns var fastur í sessi að menn fóm að gefa þessu fyrra verki hans gaum og fundu að það var engu síðra. Norén hefur á síðustu árum verið afkastamikill við leikritaskrif og af verkum hans má nefna Kyrrðin (1989), Haust og vetur (1989), Hebríana (1989), Gefðu okkur skuggana (1991), Hæg- indastóllinn (199 1), og Sumar (1992). Öll þessi verk hafa verið fmmsýnd á Dramaten og nú er verið að æfa þar nýjasta verk Noréns, Tíminn er heimili okkar. Um sálgreiningu í leikskrá frá sýningu Leikfé- lags Reykjavíkur á Brosi úr djúp- inu segir að leikrit Noréns séu mörg hver sjálfsævisöguleg að nokkm leyti. Norén segist skrifa til að öðlast þekkingu á sjálfum sér, lífi sínu og þeirri staðreynd að nauðsyn sé að breyta því. Það liggur í eðli. leikritunar, segir hann, að höfundurinn getur haft áhrif á eigið líf aftur í tímann - næstum eins og í sálgreiningu. Á leiksviðinu er unnt að sviðsetja fortíð höfundarins, skoða hana hlutlausum augum og draga af því lærdómsríkar ályktanir. Sálgreining er bitbein persón- anna í Hræðilegri hamingju, hver á njóta hennar og hvað má fá út úr henni. Persónumar gera sér allar grein fyrir að þeim er nauð- synlegt að finna ástæður fyrir sinni „yndislegu vanlíðan", en spurningin er hvort ástæðurnar aftur í fortíðinni nægi til að breyta nútíðinni. HS Meðal gesta á flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands á Lifun voru þeir félagar Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson. Tónlistardagurinn heppn- aðist einstaklega vel - segir Valgeir Guðjónsson talsmaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss ÍSLENSKI tónlistardagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land á laugardag og segir Valgeir Guðjónsson, talsmaður samtaka um byggingu Tónlistarhúss, að dagurinn hafi heppnast einstaklega vel. Dagurinn var tileinkaður byggingu Tónlistarhússins sem fyrir- hugað er að reisa við Reykjavíkurhöfn og var sérstök söfnun í gangi fyrir húsið á Rás 1 og Rás 2, allan daginn. M-hátíð Valgeir segir að einn af há- punktum dagsins hafi verið stofn- un Tónlistarráðs íslands. „Til þessa ráðs teljast öll tónlistarfélög á landinu og þar verður vettvang- ur fyrir þau til að vinna að sínum málum,“ segir Valgeir. „Og það var samþykkt að setja baráttu fyrir byggingu tónlistarhúss á oddinn." í máli Valgeirs kemur fram að viðbrögð í kjölfar þessa tónlistar- dags hafi verið mikil og góð, svo og Tónlistardags æskunnar, sem haldinn var í kjölfarið í Perlunni á sunnudaginn. Stefnt er að því að hefja byggingu tónlistarhússins svo fljótt sem auðið er en það mál verður rætt nánar á aðalfundi Samtaka um tónlistarhús, sem haldinn verður á miðvikudags- kvöld, klukkan 20.30, í húsakynn- um FÍH. Tónlist Jón Ásgeirsson Sú nýbreytni, að kalla saman til starfa, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og popptónlistarmenn, heppnaðist ágætlega og það er trú margra, að það sem skilið hefur þar á milli sé skaðlegt framþróun tónlistar í landinu. Sagan kennir, að margar nýungar í „æðri“ tón- list eigi sér rætur í alþýðlegri iðk- un hennar og að framþróun „æðri“ tónlistar sé í raun þróun kunnátt- unnar, sem myndað hefur þau skil, sem skýrlega koma fram í aðgrein- ingunni „æðri“ og „alþýðleg" tón- list. Óperan er uppfinning áhuga- manna, kórall lútersku kirkjunnar er framlag alþýðlegrar tónlistar til hinna rismiklu kirkjutónlistar í Þýskalandi, þjóðlög gegndu sama hlutverki í verkum rómantískra tónskálda og valsinn, dægurlög kreppuáranna og jazzinn hafa merkt sér eitt og annað í verkum svo nefndra „æðri“ tónskálda. Þetta stafar af því að bilið á milli tónhugmynda er sáralítið, hvort sem um er að ræða dægur- lag eða stef í tónverki, og að það er í umgerðinni og markmiðum þeim sem tónhöfundur setur sér, að munurinn verður ljós. Það má því segja, að með M-tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands sl. laugardag séu popptónlistarmenn að sækja sér reynslu þangað sem umgerð og markmið eru með öðr- um hætti en þeir eiga að venjast og á þetta á einnig við um Sinfón- íuhljómsveit íslands. Tónleikarnir hófust á Fanfare, sem hljómsveitarstjórinn Ed Welch byggði á laginu Suðumesjamenn, eftir Sigvalda Kaldalóns. Ed Welch er ágætur útsetjari en það vantaði allt saltbragð í þessa útfærslu hans. Noctume eftir Gunnar Þórð- arson er gott dæmi um þessi skil sem fyrr var rætt um. Útsetning Szymons Kurans á lagi Gunnars er mjög góð og var sérlega vel flutt. Auðvitað missir lag Gunnars upprunalegan svip sinn en fær um leið nýtt inntak, sem er fjarri ein- faldri umgerð dægurlagsins. Suðumesjasvítan, sem Ed Welch vann yfir lög eftir Gunnar Þórðar- son, Magnús Kjartansson, Þóri Baldursson, Jóhann G. Jóhannsson og Magnús Þór Sigmundsson, er hvað snertir úrvinnslu, dæmigerð kvikmyndatónlist, vel og smekk- lega unnin, t.d. í fallegri útfærslu lúðranna í laginu Leyndarmál, eft- ir Þóri, en í heild mjög hversdags- leg. Umrædd skil „æðri“ og „alþýð- legrar“ tónlistar verða ekki brúuð, nema að mörk kunnáttunar verði þurrkuð út. Að semja lag og út- setja það, verður ekki svo vel sé aðskilið, því búningur lags er í raun meginhluti tónsmíðarinnar og ekki síst, ef um er að ræða marg- þætta samskipan hljóðfæra, þar sem krafist er nákvæmni í ritun. Þórir Baldursson reynir í verki sínu, Sjávarmál, að stíga yfir þenn- an þrepskjöld, en er of háður þeim tónsmíðavenjum sem tíðkast í „poppinu". Þetta kom einnig fram í verkinu Lifun, sem hann útsetti, því þar er um að ræða einföld vinnubrögð með laglínur, studdar af hljómum og oft sérlega sterkum hljóðfallsundirleik. Andstæðurnar í verkinu eru aðeins unnar úr því efni, sem birtist í rólegum tónhend- ingum á móti hörðum og hryn- sterkum stefjum með einstaka „breiki" á milli. Tónleikunum lauk með ísland er land þitt, eftir Magn- ús Þór og var þetta ágæta laga sungið af öllum viðstöddum. Það sem ef til vill hefur unnist með þessum tónleikum, ef poppt- ónsmiðum tekst að móta tónlist sína með nýjum hætti og eiga fleiri stundir með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og einnig, að svo nefndir „æðri“ höfundar sjái eitt og annað nýtilegt í poppinu, þannig að nú- verandi skil verði að einhveiju leyti þurkuð út, er að hafin er leit að nýju tónmáli nýs tíma. Auk SÍ stóðu að flutningum popptónlistar- menn og söngvararnir Stefán Hilmarsson, Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson og Eyjólfur Kristjánsson er öll sungu af mik- illi innlifun og krafti. Kristinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.