Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 22
;g seei H'AmavöM .8 mjoAauixiim cmAjanuoflOM 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Þjóðaratkvæði um EES-sammnginn? eftir Sigbjörn Gunnarsson Um þessar mundir eru uppi há- værar kröfur um þjóðaratkvæða- greiðslu vegna samningins um EES. Hæst lætur í ýmsum stjómarandstæðingum, ekki síst þeim sem hafa kúvent í afstöðu sinni til EES-samningsins frá því fyrir síðustu kosningar til Alþingis. Það er ljóst að mikill meirihluti alþingismanna er hlynntur samn- ingnum um EES. Líkast til er stað- an sú á Alþingi nú, að aðeins þing- flokkur Alþýðubandalagsins muni sem heild leggjast gegn samningn- um, sem er mikillar athygli vert miðað við vinnu Alþýðubandalags- ins að samningnum í tíð síðustu ríkisstjómar. Nýlega viðraði Al- þýðubandalagið ýmsar tillögur í atvinnu- og efnahagsmálum, án þess að minnast nokkurs staðar á EES-samninginn. Það er út af fyr- ir sig afar merkilegt, sumir myndu orða það „að væri sögulegt", að Qalla um atvinnu- og efnahagsmál á íslandi anno 1992 án þess að nefna samninginn um EES. Hverju breytir þjóðar- atkvæðageiðsla? Miðað við skoðanakannanir sem birst hafa að undanfömu má ætla að mjög mjótt yrði á mununum um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. Slík niður- staða yrði að mínu mati ólíkleg til að auka á sættir stríðandi afla. Þá er öllum ljóst að þjóðaratkvæða- greiðsla breytir engu um að Al- þingi þarf eftir sem áður að taka afstöðu til samningsins. Því yrði þjóðaratkvæðagreiðsla ekkert ann- að en mjög víðtæk skoðanakönnun um vilja þjóðarinnar. Gjaman er vakin athygli á að það sé stjómarskrárbundin skylda alþingismanna að fara með at- kvæði sitt í samræmi við sannfær- ingu sína og samvisku. Þáð er og rétt. Því er mér fyrirmunað að skilja hveiju þjóðaratkvæða- greiðsla um EES-samninginn muni breyta fyrir þá þingmenn sem þeg- ar hafa gert upp hug sinn. Þeir munu eftir sem áður þurfa að eiga við sannfæringu sína og samvisku. Þannig virðist mér afar ólíklegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir muni leggjast gegn samþykkt samningsins þó svo að slík skoðun hlyti fylgi meirihluta þjóðarinnar. Mér þykir jafn ólíklegt að Hjörleif- ur Guttormsson mundi segja já við samningnum þó svo meirihluti þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar. Ég fæ því ekki séð að úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslu myndu nokkru breyta um það að samningurinn um EES verði staðfestur á Al- þingi. Ég held jafnframt að þjóðar- atkvæðagreiðsla mundi fremur ýfa öldur en lægja. Ýmsir hafa haldið því mjög á lofti að samningurinn bryti í bág við stjómarskrána og lagt fram á Alþingi tillögur til breytinga á stjómarskránni. Flestir þeirra era einnig ákafír talsmenn þjóðarat- eftir Jóhann Þorvarðarson Landbúnaði er haldið utan við EES-samninginn að mestu. Það táknar að íslendingar geta haldið áfram landbúnaðarstefnu sinni óbreyttri ef þá langar til þess. Þetta á bæði við um innflutnings- bann og niðurgreiðslur. í samn- ingnum er samkoniulag um sam- ræmingu á reglum um heilbrigði dýra og jurta sem þýðir að ólíkar heilbrigðiskröfur geta ekki réttlætt innflutningsbann. ísland hefur undanþágur frá þessum hluta samningsins þannig að innflutn- ingsbann mun áfram ríkja á land- búnaðarvöram. í staðinn fyrir að láta EES-samninginn ná yfír land- búnað almennt gerðu EFTA ríkin hvert og eitt tvíhliða samning við EB. Hvað ísland varðar verður innflutningur á ávöxtum áfram að fullu fijáls. Innflutningur á græn- meti og blómum verður með þeim hætti að sérstaklega er tekið tillit kvæðagreiðslu. Halda þeir hinir sömu að niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslu breyti einhveiju um það álitaefni? Ekki get ég ímyndað mér að nokkram viti bomum manni detti slíkt í hug. Þannig er útilokað að þjóðaratkvæðagreiðsla geti nokkra breytt um málsmeð- ferð eða niðurstöður á Alþingi. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti hins vegar auðveldað þeim stjómmála- mönnum sem leikið hafa tveimur skjöldum við meðferð EES-samn- ingsins, að afsaka framferði sitt og tvískinnung. Á þjóðaratkvæðagreiðsla að verða almenn regla? Talsmenn þjóðaratkvæða- greiðslu færa gjaman þau rök fyr- ir máli sínu að EES-samningurinn hafí svo víðtæk þjóðfélagsleg áhrif að nauðsynlegt sé að bera samn- inginn undir þjóðina. Vissulega „Landbúnaðarþáttur EES-samningsins veld- ur þess vegna engri röskun á ísienskri land- búnaðarstefnu. Breyt- ingar á landbúnaðar- stefnu hér á landi á næstu árum verða því alfarið í okkar hönd- um.“ til óska allra hagsmunaaðila. Þannig er innflutningur á græn- meti og afskomum blómum sem framleitt er hér á landi háð sér- stöku leyfí á þeim tíma ársins, það er frá 15. nóvember til 15. mars, þegar íslendingar geta annað inn- anlands eftirspum eftir grænmeti og afskomum blómum. Afurðirnar sem takmarkaðar era við tiltekin tímabil era: Nellikur, lokaskegg, flamingóblóm, fuglamjólk og para- Sigbjörn Gunnarsson „Ég fæ því ekki séð að úrslit þjóðaratkvæða- greiðslu myndu nokkru breyta um það að samn- ingurinn um EES verði staðfestur á AIþingi.“ mun EES-samningurinn hafa víð- tæk áhrif. Svo er raunar farið með dísarfuglablóm. í flokki grænmetis er leyfí takmarkað við: Tómata, salathöfuð, gúrkur, reitagúrkur og paprikur. Hvað með vörar sem að hluta era unnar úr landbúnaðarhráefn- um? Í Fríverslunarsamningi íslands við EB frá 1972 er sérstök heimild til að leggja á sérstakt verðjöfnun- argjald til þess að jafna samkeppn- isstöðu vegna mismunandi verðs á landbúnaðarafurðum sem notaðar era sem hráefni í viðkomandi iðnaðarvöram. í bókun þijú EES samningsins er þessari heimild við- haldið en þó með þeirri breytingu að ekki verður lengur notast við staðlaðar uppskriftir heldur við raunveralegt innihald landbúnað- arhráefnis. Álagning verðjöfnun- argjaldsins mun því áfram gegna því hlutverki að vemda íslenska framleiðslu fyrir erlendri vöra sem inniheldur niðurgreitt landbúnað- arhráefni. Landbúnaðarþáttur EES-samn- ingsins veldur þess vegna engri Áhrif EES á landbúnað mörg mál og ekki síst málefni aðal- atvinnuvega okkar. Verði EES- samningurinn borinn undir þjóðar- atkvæði þykir mér sýnt, að þjóðar- atkvæðis verði krafíst í öllum helstu málum sem varða þjóðarhag og vafasamt að hafna því. Því verða þingmenn að gera upp hug sinn til þjóðaratkvæðis með það í huga, að verði tillagan samþykkt er augljóst að þjóðaratkvæða- greiðsla um hin stærri hagsmuna- mál muni í framtíðinni verða hin almenna regla fremur en undan- tekning. Því hljóta þeir þingmenn að telja, sem styðja tillöguna um þjóð- aratkvæðagreiðslu um EES, að hin stóra hagsmunamál, sem brenna á þjóðinni hveiju sinni, verði borin undir þjóðaratkvæði. Munu t.d. formaður Búnaðarfé- lags íslands, Jón Helgason alþm. og Framsóknarflokkurinn stuðla að þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- efni landbúnaðar? Munu Stein- grímur J. Sigfússon og Alþýðu- bandalagið beita sér fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um veiðileyfagjald? Verði spumingum á þessum nótum svarað neitandi leyfí ég mér að efast um heilindin sem að baki til- lögunni búa. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins A N-eystra. Jóhann Þorvarðarson röskun á ísienskri landbúnaðar- stefnu. Breytingar á landbúnaðar- stefnu hér á landi á næstu árum verða því alfarið í okkar höndum. Höfundur er hagfræðingur Verslunarráðs Islands. Helgi Hálfdanarson IÐNÓ Um þessar mundir hefur Al- þýðuleikhúsið verið að sýna eitt af svipmeiri leikverkum Norður- landa frá liðinni öld, Fröken Julie eftir Strindberg. Sýning þessi er markverð fyrir margra hluta sakir; en einn þungan skugga ber þar á. Húsnæðið í Tjamarbæ, sem þama er til umráða, er svo íjarri því að vera fullnægjandi, að furðu vekur hve hugvitsam- lega tekst að bjargast þar af í þetta sinn. Alþýðuleikhúsið hefur um skeið látið svo vel til sín taka í menningarlífi höfuðstaðarins, að þær óskir hljóta að vakna að sú stofnun fái sem öruggust not af viðhlítandi húsaskjóli. Síðan Leikfélag Reykjavíkur fékk Borgarleikhúsið til umráða, hefur ýmislegt verið um það rætt, hver örlög hið aldna höfuð- ból ísienzkrar leikiistar, Iðnó, skuli hljóta. Ýmsir fínna því eitt- hvað til foráttu sem leikhúsi, ef miðað er við nútímakröfur. Öðr- um virðist auðvelt úr að bæta, enda hljóti þetta hús að njóta þess í umhirðu að hafa verið eitt af voram merkustu menntasetr- um heila öld, allan þann tíma sem íslenzk þjóðmenning hefur verið að bijóta land utan bókarinnar og hasla sér völl á æ fleiri svið- um. Því líta margir svo á, að þar sé einmitt Alþýðuleikhúsið kjör- inn arftaki Leikfélags Reykjavík- ur. En því miður era ljón á vegi. Þeir sem beita sér fyrir því, að Alþýðuleikhúsið fái inni í Iðnó, verða að gera sér ljóst, að harðs- núin öfl og óbilgjöm vilja fyrir hvem mun losna við þetta gamla hús af lóð sinni við Tjörnina. Því var spáð á sínum tíma, að þeir sem ólmastir vildu þröngva Tjarnarráðhúsinu upp á Reykvíkinga, myndu naumast linna látum fyrr en þeir hefðu náð þeim tökum á Iðnó, að þeim yrði fijálst að jafna þar við jörðu nokkuð af þeim menningar-minj- um sem enn hafa sloppið undan hemaði steinsteypuþjarka. Nema framtakssamir brennu- menn tækju af þeim ómakið. Nú hefur borgin reyndar eignazt Iðnó, og ekki hefur á því borið að hún sé í hættu þaðan. En naumast var smíði ráð- hússins fyrr lokið en upp hófst áróður fyrir því að Iðnó yrði rif- in, því þessi gamli timburhjallur væri í ósamræmi við hina fögra höll í Tjöminni. Víst er það sannast sagna, að allt hið fínlega og þokkaftilla umhverfí Tjamarinnar hlaut að verða í hrópandi ósátt við það hrikalega staurapakkhús sem þar er upp risið. Tjamarsvæðið, sem var prýði Reykjavíkur, hefur að dijúgum hluta breytzt í óskapnað, þar sem ráðhúsið belgir sig jafn-raddalegt og allur aðdragandinn var að smíði þess. Nú er það ljóst orðið, sem allir máttu sjá fyrir, að þessu ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið troðið niður á einhvem fráleitasta stað sem fundinn varð innan marka bæjarins. Þar með er sorglegasta stórslys í skipulagsmálum höfuð- staðarins orðið að staðreynd. Það var í lengstu lög von margra, að fyrirbæri þetta yrði skárra í raun en á horfðist fyrir fram. En því miður fór á annan veg. Menn áttuðu sig ekki á því, að ásýnd hússins yrði eins og röntgenmynd af skrímsli, þar sem skín í innvolsið gegnum rifjahylkið. En það er sú mynd sem nú blasir við sunnan yfír Tjöm. Og við Vonarstræti, þar sem áður var fegurst útsýni yfír Tjömina, rís þessi ömurlegi múr- veggur út frá tilbúnum polli, sem gulleitri slikju slær á í öllum veðram. Hver ber ábyrgð á því að þessi teikning var valin? Var ekkert skárra í boði? Þarna er eins og reynt hafi verið að koma sem mestum fjármunum í lóg með sem afkáralegustum hætti. Sífellt er talað um að „lífga upp á miðbæinn". Og ekkert skal til sparað í þeirri viðleitni að halda nokkram verzlunarlóð- um á því svæði í sem hæstu verði. Til þess bendir reynslan, að í gömlu Reykjavík sé enginn staður friðhelgur þegar hags- munafrekjan er í essinu sínu. Og hver vill ábyrgjast að ekki hafí þeir sitt fram, sem heimta að Iðnó víki, til þess að „lífga upp á miðborgina“? Þeir sem hafa gert eyðilegg- ingu gömlu Reykjavíkur að hug- sjón sinni treysta því, að brátt muni svipmót hennar öllum úr huga horfíð, allt gleymt sem minnt gat á líf genginna kyn- slóða, þá miklu íslandssögu sem Gamlibær var til vitnis um. Þegar svona horfír er hætt við að mönnum fallist hendur við að reyna að bjarga því sem ef til vill yrði bjargað héðan af. Og nú virðist svo, sem hatursmönn- um Iðnóar muni brátt verða að ósk sinni, því meistarar í fagi brennuvarga era þegar komnir þar á fulla ferð. Má hending heita, að þeim hefur ekki enn heppnazt að breyta þessu sögu- fræga húsi í ijúkandi öskuhaug. Þar er árvekni slökkviliðs fyrir að þakka. Þess er helzt að vænta, að lögreglan sjái sér fært að hafa sívakandi auga með Iðnó á eftirlitsferðum sínum um Gamlabæ. Nú reynir á þá von, að mætir menn allra flokka í stjórn borgar- innar hafí í fullu tré við niðurrif- söflin, geri það sem unnt er Iðnó til bjargar og sjái til þess að þar megi enn dafna það menningar- starf sem svo lengi hefur átt þar athvarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.