Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 21 EES lokar engann eftir Jón Steindór Valdimarsson Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði er samningur 19 sjálfstæðra Evrópuríkja. Island er eitt þeirra. Samningurinn felur í sér að settar eru reglur um að fjár- magn, vörur, þjónusta og vinnuafl geti átt sem greiðasta leið milli allra ríkjanna sem eiga aðild að samn- ingnum. Samningurinn tekur aðeins til þessara 19 þjóða og ekki ann- arra. Þannig opnast vinnumarkað- urinn einungis fyrir ríkisborgara þessara ríkja en ekki annarra, t.d. Albaníu eða Tyrklands. Hið sama gildir um vörurnar. Samningurinn tekur aðeins til varnings sem á uppruna sinn innan svæðisins vegna þess að ríkin 19 eru að greiða fyrir viðskiptum sín í milli. Island getur átt viðskipti við hvaða land sem er Því er oft haldið fram að með EES-samningnum hverfi Island inn fyrir „Evrópumúrinn" og geti ekki átt viðskipti við önnur ríki. Þetta er alrangt. Samningurinn um EES setur margvíslegar reglur um þær vörur sem eiga að njóta þeirra fríð- inda sem samningurinn hefur í för með sér. Hann hefur hins vegar engin áhrif á þær vörur sem íslend- ingar kjósa að kaupa til landsins frá öðrum ríkjum. Islendingum er í sjálfsvald sett hvaða kröfur þeir gera til þeirra, t.d. um merkingar og innihald mat- vöru. Þetta er vegna þess að vörur t.d. frá Bandaríkjunum eða Japan njóta ekki þeirra fríðinda sem EES- samningurinn gerir ráð fyrir að gildi í viðskiptum innan EES. Með öðrum orðum, bandarísk vara sem er flutt inn til íslands nýtur ekki sömu rétt- inda og íslensk vara við útflutning til EES-ríkis. Með þessu er auðvelt að að hafa eftirlit vegna þess að hvert EFTA-ríki um sig hefur sjálf- stætt tollkerfí gagnvart ríkjum utan EES-svæðisins. Þess vegna verður allur varningur sem er fluttur til íslands að fara í gegnum tollgæslu. Samningurinn um EES mælir ein- ungis fyrir um innbyrðis viðskipti EES-ríkjanna en ekki um viðskipti þeirra við önnur ríki. dyrum Jón Steindór Valdimarsson „Samningurinn um EES setur margvísleg- ar reglur um þær vörur sem eiga að njóta þeirra fríðinda sem samningurinn hefur í för með sér. Hann hef- ur hins vegar engin áhrif á þær vörur sem Islendingar kjósa að kaupa til landsins frá öðrum ríkjum.“ Um útflutning gildir það sama. EES-samningurinn hindrar á engan hátt að við seljum vörur til annarra ríkja eða gerum við þau viðskipta- samninga. íslendingar hafa jjert samninga við Eystrasaltsríkin, Isra- el, Tyrki, Rússa og standa í viðræð- um við Pólverja, Tékka og Ung- verja. EES-samningurinn setur engin skilyrði um efni þessara samninga né kemur í veg fyrir fleiri samninga af þessu tagi. Höfundur er lögfræðingur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda. HIN HEIMSKUNNA HUOMSVEIT ISLANDI^S MAGNAÐIR HLJOMLEIKAR A HOTEL ISLANDI FIMMTUDAGINN 5. NÓVEMBER N.K. AÐEINS ÞETTA EINA SINNI VERÐ AÐEINS KR. 2.500,- STÓRSVEITIN JÚPÍTERS HITAR UPP HÚSIÐ OPNAÐ KL. 21.00 Hljómsveitin BLOOD, SWEAT AND TEARS olli straumhvörfum í tónlistarheiminum meö plötu sinni "Spinning Wheel' sem seldist í rúmlega 10 miljónum eintaka. Síöan hafa komiö út allmargar hljómplötur sem allar hafa selst í miljónum eintaka. Hér er á feröinni 9 manna hljómsveit heimsþekktra tónlistarmanna undir forystu David Clayton-Thomas söngvara og lagahöfundar sveitarinnar. Hérlendis hefur BLOOD, SWEAT AND TEARS notiö mikilla vinsœlda. w MISSIÐ EKKI AF EINSTÖKUM VIÐBURÐI! Tryggiö ykkur miöa tímanlega. Forsala aögöngumiöa daglega milli kl. 14-18 á Hótel íslandi. Njóttu þess að verja áhyggjulausum og sólríkum vetrardögum í Orlando. Verslunarmiðstöðvarnar eru fjölmargar og verðlag og vöruúrval er í einu orði sagt frábært. Margir frægustu skemmtigarðar í heimi eru í Orlando s.s. Walt Disney World og Wet'n Wild vatnsskemmtigarðurinn óviðjafnanlegi. 5 ■ des - 19 . des 15 dagarl 14 nœtur. 7. des -19. des I3dagar!l2nœtur. 7. des -15- des 9dagarl 8nœtur. Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn félagsins um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). * Verð á mann í fjórbýli á Gateway Inn hótelinu, 7.-19. des./ 48.900 kr. á mann í tvíbýli. Flugvallarskattar ekki innifaldir í verði. ísland 1.250 kr., USA 990 kr. LB CB3 FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.