Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 24
seei naaMavöm .8 íiuoAauiuwí aiGAuanúoaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJPPAtíPR-gr'NÖVEMBER 1992 ss 24- Oviðunandi starfsskil- yrði standa framþróun í sjávarútvegi fyrir þrifum eftir Steingrím J. Sigfússon Málefni sjávarútvegsins hafa verið mikið til umræðu á þessu hausti og er það síst að undra eins og ástand og aðstæður allar eru í greininni. Umfjöllun um íslenskan sjávarútveg er eðli málsins sam- kvæmt samofin umræðu um efna- hags- og atvinnumál á íslandi. Þetta samhengi hefur orðið óvenju skýrt á undanfömum mánuðum þegar afleit rekstrarafkoma sjáv- arútvegins og boðaður aflasam- dráttur ásamt ýmsum breytingum og umróti innan greinarinnar hefur bein áhrif á atvinnuástand í fjöl- mörgum byggðarlögum og setur mark sitt á efnahagslífíð allt. Hér á eftir er ætlunin að draga upp mynd af stöðu mála í sjávarútveg- inum, fjalla um þann vanda sem þar er við að glíma um aðgerðir ríkisstjórnar og um breytingar sem eru að eiga sér stað í formi flutn- ings fiskvinnslunnar út á sjó. Einn- ig er ætlunin að ræða lítillega um framtíðarhorfur sjávarútvegsins í niðurlagsorðum. I annarri grein verður svo rætt fyrst og fremst um framtíð íslenskrar fiskvinnslu. Rekstrargrundvöllur út í hafsauga í meira en ár, eða allt frá því að þegar líða tók á árið 1991 og vaxandi taprekstur í sjávarútvegi varð mönnum ljós, hafa málefni sjávarútvegsins og taprekstur þar verið mikið til umræðu. Að mati Þjóðhagsstofnunar er staðan sú, að um mitt þetta ár var tap á veið- um og vinnslu um 1,5% og hafði þó í þeim útreikningum verið tekið tillit til greiðslna úr Verðjöfnunar- sjóði. Staðan er í reynd verri þegar horft er til hinnar hefðbundnu og almennu útgerðar og fiskvinnslu því inni í þessum tölum er hagnað- ur frystiskipanna sem er eina um- talsverða grein íslenska sjávarút- vegsins sem rekin er með hagn- aði. Ef afkoma veiða og vinnslu að frátöldum frystiskipum er skoð- uð sérstaklega þá var það mat Þjóðhagsstofnunar á sl. sumri að tapið væri um 4%. Ef horft er til ársins 1993 er ástandið öllu verra og munar þar auðvitað verulegu að þá er eða verður engum Verð- jöfnunarsjóði til að dreifa. Þessi skyldusparnaður sjávarútvegsins sem myndaðist í tíð fyrri ríkis- stjómar verður þá uppurinn og taptölurnar sem þá blasa við sam- kvæmt yfirliti frá Þjóðhagsstofnun dagsettu 7. okt. sl. eru um 8% í veiðum og virmslu sem sagt af sjávarútveginum í heild, og þá væntanlega milli 11-12% á veiðum og vinnslu að frátöldum fiskiskip- um. Þetta eru í grófum dráttum þær opinberu taptölur sem Þjóðhags- stofnun hefur gefið út fyrir grein- ina gagnvart því ári sem í hönd fer. Samtök fiskvinnslustöðva hafa gert tilraun til að leiðrétta fyrir raunverulegum vaxtakostnaði fyr- irtækjanna og færa fyrir því sann- færandi rök að hann sé vanmetinn í hinum opinberu töflum um a.m.k. 2-3%. Ef teknar eru upplýsingár Þjóðhagsstofnunar og leiðréttar með þessum hætti fyrir hinum raunverulega greidda fjármagns- kostnaði fyrirtækjanna eins og hann er að mati Samtaka fisk- vinnslustöðva verða tölurnar þær að tap veiða og vinnslu hafi á sl. sumri verið um 4% en tap 7% ef frystiskip eru ekki meðtaiin. Töl- urnar fyrir árið 1993 með sömu leiðréttingum vegna raunverulegs Qármagnskostnaðar og miðað við nýjustu upplýsingar Þjóðhags- stofnunar verða þá um 11% á veið- um og vinnslu í heild og 14% í veiðum og vinnslu án frystiskipa. Þessa síðastnefndu tölu má hafa til viðmiðunar varðandi þær að- stæður sem blasa við hefðbundinni útgerð, báta eða ísfískstogara og hefðbundinni fiskverkun í landi á næsta ári. Sem sagt tap hátt á annan tug prósenta. Þar eru á ferð- inni ljótustu afkomuhorfur sem ís- lenskur sjávarútvegur hefur senni- lega í annan tíma staðið frammi fyrir. Þetta eru því miður síður en svo nýjar upplýsingar sem komið hafa frá Þjóðhagsstofnun undanfarna mánuði. Þvert á móti er hér fyrst og fremst staðfest afleit afkoma sjávarútvegsins og enn versnandi horfur á komandi ári. Þessar tölur þýða ,að stærðargráða tapsins í rekstri greinarinnar eru nálægt 6 milljarðar á ársgrundvelli. Skuldir íslensks sjávarútvegs eru nú taldar yfír 90 milljarðar króna og fara vaxandi eins og ljóst má vera af þeim taptölum sem hér hafa verið nefndar og einnig vegna Ijárfest- inga. Allmörg sjávarútvegsfyrir- tæki eru að bæta við sig skuldum vegna umtalsverðra fjárfestinga, fyrst og fremst í skipakaupum og frystiskip fyrir margra milljarða króna eru að bætast inn í flotann um þessar mundir eins og síðar verður vikið að. Upplýst hefur verið að meðal- lengd lána á skuldum sjávarút- vegsins séu tæp sjö ár eða 6,8 ár. .Þegar þessar aðstæður allar eru skoðaðar, hið mikla tap, skulda- byrði sjávarútvegsins, stuttur láns- tími og sú staðreynd er svo höfð í huga að velta eða verðmætasköp- un í greininni verður að líkindum í nágrenni við 75 milljarða króna á næsta ári gefur augaleið að dæmið gengur ekki upp. Þar tekur auðvitað steininn úr þegar skoðað- ir eru þeir okurháu vextir sem sjáv- arútvegsfyrirtækin verða að greiða. Fullyrða má að fæst sjávar- útvegsfyrirtæki komist ofar en í þriðja eða mesta lagi annan áhættuflokk útlána og vaxtakostn- aður fyrirtækjanna er því óheyri- legur. Ríkisstjórnin óstarfhæf í ljósi þess ástands sem ríkir í íslenskum sjávarútvegi er fróðlegt að skoða afstöðu eða aðgerðir nú- verandi ríkisstjómar. Þar er því miður ekki af miklu að taka. Satt best að segja er það með ólíkindum ef haft er í huga að þetta ástand í sjávarútveginum hefur blasað við á annað ár og a.m.k. verið sjávar- útvegsráðherra ljóst sem fyrir hátt í einu ári talaði um þörfina á að grípa til neyðarráðstafana. Engu að síður urðu það örlög ríkisstjóm- ar Davíðs Oddssonar við afgreiðslu sinna fyrstu íjárlaga að leggja stórauknar nýjar álögur á sjávar- útveginn sem nemur um milljarði króna ef lagðar era saman álögur á sjávarútveginn og sjómenn sér- staklega. Þar ber auðvitað hæst hina fráleitu sölu á veiðiheimildum Hagræðingasjóðs sem margfræg er orðin. Svo virðist sem ríkisstjórnin sé með öllu óstarfhæf þegar kemur að vandamálum sjávarútvegsins og reyndar hefur sjávarútvegsráð- herra gefið þá einstöku yfirlýsingu á Alþingi þegar vandamál sjávar- útvegsins og meðferð Hagræð- ingasjóðs vora þar til umræðu fyr- ir nokkru síðan að ástæða þess að ekkert væri að gert væri einfald- lega sú að hann væri í minnihluta með sín sjónarmið í ríkisstjórninni. Hann fengi engu ráðið um ferðina og málið væri í annarra höndum, fyrst og fremst forsætisráðherra sem færi með byggðamál. Þessi einstaka yfirlýsing sjávarútvegs- ráðherra gefur e.t.v. að nokkru leyti skýringar á því að nánast ekkert sem máli skiptir hefur verið gert þrátt fyrir þessar aðstæður sem blasað hafa við mánuðum saman. Tvennt og aðeins tvennt nefna HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 i L . FYRIR JOLIN Pakkaskreytingar 9. nóv. Kennari: Uffe B. Eriksen. Þurrblómaskreytingar 11. nóv. Kennari: Uffe B. Eriksen. Jólaflíkin (fatasaumur) 11. nóv.-16. des. Kennari: Herdís Kristjánsdóttir. Útskurður (jólamunir) 10. nóv.-15. des. Kennari: Bjarni Kristjánsson. Jólatauþrykk 16.-623. nóv. Kennari: Guðrún Marínósdóttir. Jólaföndur 25.-28. nóv. Kennarar: Arndís Jóhannsdóttir, Bjarni Krist- jánsson og Margrét Guðnadóttir. Ndmskeið fyrir leiðbeinendur Námskeið fyrir leiðbeinendur verður dagana 20.-22. nóv. Kennslugreinar: Hekl, kennari: Ragna Þórhallsdóttir; mynd- vefnaður, kennari: Elínbjört Jónsdótttir; Útsaumur, kenn- ari: Sunneva Hafsteinsdóttir. Þátttökugjald kr. 5.000,- Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800. Skrifstofan er opin mánud. - fimmtud. frá kl. 14-16. Vinsamlegast hringið tif’Sö fá frekari upplýsingar. í Steingrímur J. Sigfússon „Niðurstaða mín er að í íslenskum sjávarút- vegi felist miklir mögu- leikar til framtíðar litið og fullyrðingar af því tagi að sjávarútvegur- inn sé örugglega kom- inn að endimörkum vaxtar síns og geti ekk- ert frekar lagt af mörk- um í íslenskt þjóðarbú, eru jafn órökstuddar og jafn rangar nú og þær hafa verið sl. 20-30 ár sem þessi söngur hefur verið í gangi. talsmenn ríkisstjórnarinnar. Hið fyrra er skuldbreyting og lenging lána í þeim sömu sjóðum sem ríkis- stjómin hóf feril sinn á að gagn- rýna og hitt er útgreiðslumar úr Verðjöfnunarsjóði. Greiðslufrestur á lánum úr Atvinnutryggingarsjóði sem fyrri ríkisstjórn stofnaði sjáv- arútveginum til stuðnings í þreng- ingum hans í framhaldi af stjórnar- slitum 1988 og útgreiðslur á þeim skyldusparnaði greinarinnar sem myndaðist í tíð fyrri ríkisstjórnar er allt og sumt sem ríkisstjórnin hefur komið sér saman um að gera. Hvoragt breytir rekstrarskilyrðun- um, hvoragt bætir með’ neinum varanlegum hætti stöðu greinar- innar. Hvoru tveggja verka eins og deyfilyf, linar þjáningarnar tímabundið. Ekki svo að skilja að þetta hafi ekki í sjálfu sér verið eðlilegar eða óumflýjanlegar að- gerðir enda studdar af stjórnarand- stöðunni. Talsmenn stjómarand- stöðunnar, þar á meðal undirritað- ur, höfðu forgöngu um að hvetja ríkisstjómina til að grípa til að- gerða á sl. vori og veittu málinu um Verðjöfnunarsjóð brautargengi og greiddu fyrir afgreiðslu þess á þingi. En að öðra leyti virðist ríkis- stjómin annað hvort ekki gera eða ekki vilja koma sér saman um neinar breytingar á afkomu og aðstæðum sjávarútvegsins. Því miður læðist að mörgum sá grunur að innan ríkisstjórnarinnar sé ástandið einfaldlega þannig að þar séu ofan á og í meirihluta enn þá a.m.k. þau sjónarmið sem telji að sjávarútvegurinn þurfi að ganga í gegnum gjaldþrot og nánast hrun og þá muni upp rísa úr rústunum heilbrigðari og sterkari atvinnu- grein. Aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra hefur orðið hvað frægast- ur talsmanna þessara gjaldþrota- sjónarmiða, en svo virðist að þau njóti býsna mikils fylgis innan rík- isstjómar, hvort sem það er eina ástæðan eða aðalástæðan fyrir því að ríkisstjómin hefur í heilt ár setið með hendur í. skauti og horft á ástandið versna dag frá degi. Frystitogarar Bein afleiðing þess að afkoma hefðbundinnar fískvinnslu og í verulegum mæli hefðbundinna veiða ísfísktogara og báta er með öllu hranin er sú, að forsvarsmenn fyrirtækjanna sem sitja í örvænt- ingu og reyna að sjá hvernig þeir geta lifað af, horfa nú æ fleiri til þeirrar einu greinar í íslenskum sjávarútvegi sem enn býr við þol- anlega afkomu, en það er rekstur frystitogara. Dæmið snýr þannig við mörgum sem þessar vikurnar ýmist hafa verið að taka ákvarðan- ir um að breyta skipum sínum í frystiskip eða eru að hugleiða það, að það sýnist eina lífsvonin. Þrátt fyrir að þeir eigi fiskvinnsluhús og beri jafnvel ábyrgð á atvinnu tuga eða hundraða landverkafólks sem þar vinnur og þrátt fyrir að breyt- ing í frystiskip kosti umtalsverðar viðbótafjárfestingar mældar í hundruðum milljóna virðist hin reiknaða útkoma oft og tíðum verða sú að meiri líkur séu á því að fyrirtækin- lifi af ef þau hætti hefðbundinni fískvinnslu og færa sig yfir í rekstur vinnsluskipa á sjó. Neyðin rekur stjórnendur fyr- irtækjanna einfaldlega til að taka þessar ákvarðanir, jafnvel þvert gegn vilja sínum og þvert gegn hagsmunum sinna byggðarlaga. Loks verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að með þessu er verið að auka enn á skuldsetningu fyrirtækjanna og greinarinnar í heild. Þessi þróun er á margan hátt ískyggileg og skapar aðstæð- ur í byggðarlögunum vítt og breitt við sjávarsíðuna sem tæplega er hægt að tala um. Rekstur frysti- skipa er án efa kominn til að vera sem tiltekinn hluti veiða og vinnslu sjávarafla við ísland, en sú stjórn- lausa holskefla sem nú er að hvolf- ast yfir í þessum efnum á ekkert skylt við farsæla þróun þar sem einstakar greinar eða aðferðir keppa á jafnréttisgrundvelli. Sjávarútvegsstefna óskast Það sem fyrst og fremst vantar og aldrei hefur orðið ljósara en nú á síðustu vikum er stefnumörkun í íslenskum sjávarútvegi, heilstæð stefnumörkun. Einnig að þessu leyti hefur ríkisstjórnin reynst með afbrigðum gæfusnauð. Eftir mikla hrakninga tókst flokkunum að berja saman nefnd til að vinna að mótun nýrrar fiskveiðistefnu, en þá tókst ekki betur til en svo að stjórnarflokkarnir komu sér ekki saman um venjubundna forystu fyrir því nefndarstarfi heldur settu nefndinni tvo formenn, tvö höfuð, og er af því dregið nafnið „tví- höfða nefndin". Frá þessari nefnd hefur hvorki heyrst hósti né stuna síðustu mánuðina, a.m.k. höfum við nefndarmenn í sjávarútvegs- nefnd Alþingis ekki orðið þeirra höfðingjanna'mikið varir. Innan sjávarútvegsins er mikil óvissa og nánast upplausn ríkjandi og afleiðingarnar sjá menn m.a. annars í ýmsum örvæntingarfull- um tilraunum manna til að bjarga sér eða halda sínum rekstri á floti sem varla geta allar talist mjög æskilegar með tilliti til heildar- hagsmuna og framtíðarþróunar í íslenskum sjávarútvegi. Handa- hófskenndur flutningur fiskvinnsl- unnar út á sjó kostar viðbótarfjár- festingu í greininni, þýðir aftur- hvarf til meiri grófvinnslu á hrá- efninu, minnkar heildarverðmæta- sköpun og fækkar þeim störfum sem við vinnslu sjávarafla, nú á tímum vaxandi atvinnuleysis. Slík brejding sem afleiðing óviðunandi rekstrarafkomu og nokkru leyti ójafnvægi eða mismunun í afkomu einstakra greina innan sjávarút- vegsins, getur ekki talist æskileg. Rekstur frystiskipa sem fyrst og fremst sækja afla á djúpslóð eða gera aukin verðmæti úr þeim teg- undum sem lakasta afkomu gefa í landi, svo sem karfa og grálúðu, er eitt. Annað er að breyta eina bolfiskveiðiskipi heils byggðarlags, sem landað hefur hráefni til vinnslu, í frystitogara og loka í framhaldinu 50-70 manna vinnu- stað. Greinin tapar stórfé og ef heldur áfram sem horfir mun stór hluti fyrirtækjanna sigla í strand á næstu mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.