Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Nánara viðskiptasamstarf við Norður-Ameríku ekki útilokað þrátt fyrir EES - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Morgunblaðið/Þorkell Magnús Geir Þórðarson, ritari Félags framhaldsskólanema, og Bjarki Pétursson, formaður félagsins, afhenda Ólafi G. Einarssyni mennta- málaráðherra yfírlýsingu ásamt undirskriftum hátt í 8.000 fram- haldsskólanema þar sem hugmyndum um skólagjöld er mótmælt. „ÞAÐ MÁ enginn skilja stjórnvöld svo að það sé verið að útiloka nánara viðskiptasamstarf við Norður-Ameríku þótt íslendingar gerist aðilar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Verið er að kanna hvort við getum gerst aðilar að Fríverslunarbandalagi Norður- Ameríku (NAFTA) þótt við séum i EES. Slíkt samstarf yrði þó lík- lega að byggjast á grundvelii GATT-samkomulagsins,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra á opnum fundi sjálfstæðis- félaganna Varðar, Heimdallar, Hvatar og Óðins síðastliðinn laug- ardag. Fjármálaráðherra sagði að síðustu kjarasamningar hefðu kostað ríkis- sjóð um einn milljarð króna og vegna bágrar stöðu ríkisins væri ekki hægt að leika þann leik aftur í næstu kja- rasamningum. Það gæti ekki enda- laust eytt um efni fram og þyrfti því að halda utan um hveija krónu. „Á næstunni munu ríkisfjármálin snúast um það að koma kostnaðar- vitundinni til þeirra sem notfæra sér þjónustu ríkisins og hafa efni á að borga fyrir hana án þess að skerða þjónustuna við þá sem minna mega sín,“ sagði Friðrik. Hann lagði áherslu á að sjaldan eða aldrei hefði Framhaldsskólanemar mótmæla hugmyndum um skólagjöld Upplýsingum safnað um innheimtu skólagjalda í einstökum skólum deildar lögreglunnar verið mikilvægara að ríkisstjórn og verkalýðshreyfingin sneru bökum saman og nefndi sem dæmi að á næstunni myndi verkalýðshreyfingin efna til sérstakrar auglýsingaher- ferðar, þar sem minnt yrði á mikil- vægi þess að kaupa íslenskt, og slíkt framtak ætlaði stjórnin sér að styðja eftir fremsta megni. Friðrik sagði að gengið væri út frá því í fjárlagafrumvarpinu að Búnaðarbankinn yrði seldur á næsta ári. Ekki væri fullkomin eining um söluna meðal stjómarþingmanna en þó taldi hann víst að meirihluti væri um hana meðal þeirra. Hann sagði að meðal sparisjóðanna væri mikill áhugi fyrir því að sameina þá og Búnaðarbankann, ekki síst vegna EES-samningsins, en samkvæmt honum myndu sparisjóðirnir færast nær bankakerfinu. Fyrrverandi starfsmenn fíkniefna- STJÓRN Félags framhaldsskólanema afhenti í gær Ólafi G. Einars- syni menntamálaráðherra lista með hátt í 8.000 undirskriftum nemenda úr flestum framhaldsskólum landsins ásamt yfirlýsingu þar sem hugmyndum ríkisstjórnarinnar um skólagjöld er mótmælt. í yfirlýsingu stjórnar Félags framhaldsskólanema segir meðal annars að í hugmyndum um gjald- töku ríkisins í skólum felist grund- vallarbreyting á menntastéfnu landsins og með álagningu skóla- gjalda yrði menntun gerð að skiptimynt í glímu stjórnmála- manna við skammtímamarkmið og efnahagstölur. Félagið vísar á bug öllu tali um að skólagjöld verði o INNLENT til hagsbóta fyrir nemendur. Stjórn Félags framhaldsskóla- nema varar við því sem hún kallar öfugþróun í menntamálum. Engar lágmarkskröfur séu gerðar um námsárangur í grunnskólum landsins og allir sem þaðan koma eigi rétt á framhaldsnámi, óháð þekkingu þeirra og getu, en þann- ig hafí stóraukist fjöldi þess fóks sem bisi í framhaldsskólum án þess að eiga þangað nokkurt er- indi. Leggur stjórnin áherslu á að { inntökuskilyrðum í framhalds- skóla landsins ættu að felast kröf- ur um þekkingu, getu, áhuga og árangur, en sterkur fjárhagur eigi hins vegar aldrei að vera forsenda fyrir menntun og námi. Þegar menntamálaráðherra hafði veitt yfirlýsingunni ásamt undirskriftunum móttöku sagði hann að nú væru ekki uppi neinar sérstakar hugmyndir um inn- heimtu skólagjalda. Hins vegar væri verið að færa inn í fjárlaga- frumvarpið það sem þegar væri innheimt í flestum skólum lands- ins, án þess að menntamálaráðu- neytinu væri í öllum tilvikum gerð grein fyrir því, og þessa dagana væri verið að safna upplýsingum um innheimtu skólagjalda í ein- stökum skólum. Hann sagði að í sambandi við endurskoðun laga um framhaldsskóla væri það nú í sérstakri athugun hvaða kröfur eigi að gera til nemenda varðandi nám í framhaldsskólum, og hann teldi hugmyndir stjórnar Félags framhaldsskólanema í þeim.efnum fara mjög saman við það sem nú væri í athugun. Takmarkanir í Háskólann Skást að auka faglegar kröfur - segir Björn Ársæll Pétursson fulltrúi Vöku í Stúdentaráði BJÖRN Ársæll Pétursson, full- trúi Vöku I Háskólaráði, segir að ef nauðsynlegt reynist að takmarka fjölda nemenda við Háskóla íslands sé skásta að- ferðin að auka faglegar kröfur til nemendanna. Hann leggur áherslu á að takmörkun í formi „numerus clausus“ sé ekki af FRANZ Eduard Siemsen ræðis- maður íslands í LUbeck lést síð- astliðinn föstudag, tæplega 70 ára að aldri. Bálför hans verður gerð í LUbeck, en jarðneskar leifar hans verða síðar jarðsett- ar hérlendis. Franz Siemsen var fæddur 14. nóvember 1922 og var sonur Árna Siemsen og fyrri konu hans, Li- eschen. Árið 1964 fluttist Franz til Liibeck í Þýskalandi og tók þar við inn- og útflutningsfyrirtæki föður síns, sem hann rak til dauða- dags. Hann var kvæntur Lore Si- emsen og eignuðust þau fímm börn, sem öll eru uppkomin. Búa þijú þeirra hérlendis, en tvö er- lendis. hinu góða m.a. vegna þess að erfitt verði að ákvarða fjölda þeirra sem hleypt verði inn í hverri grein. Að sögn Björns hefur í umræð- um um takmörkun nemenda í há- skólann komið til tals að leggja inntökupróf fyrir nemendur. Slíkt telur hann ekki ekki góða lausn Franz E. Siemsen og nefnir í því sambandi að ef þessi kostur verði valinn sé stúd- entspróf gert að engu. Eins sé kostnaður við próf af þessu tagi mikill og því sparnaður lítill. Hann segir „numerus clausus", þ.e. fjöldatakmörkun byggð á ein- kunnum eftir ákveðinn reynslu- tíma, eins og.tíðkast í læknadeild, ekki góða lausn þar sem erfitt verði að ákvarða hvað eigi að hleypa mörgum í gegn í hverri grein. Upp komi spumingar varð- andi hver eigi að taka slíkar ákvarðanir og á hvaða forsendum, t.d. atvinnulífs eða stjórnmálaleg- um. Ennfremur telur hann að með þessari aðferð sé verið að mismuna árgöngum. Sá sem komst ekki inn í ár hefði ef til vill komist inn í fyrra. Bjöm leggjur áherslu á að gefa eigi öllum sem lokið hafí stúdents- prófí kost á að hefja nám í HÍ. Það eigi þess ekki allir kost að sækja bestu framhaldsskólana og því verði að veita nemendum tæki- færi til að stunda nám á jafnréttis- grundvelli. Aftur á móti segir hann að ef beita þurfi takmörkun af einhveiju tagi sé skásti kosturinn að auka faglegar kröfur til nem- enda þannig að gæði námsins verði áfram tryggð. Takmörkun af því tagi sé sú eina sem Vökumenn geti fallist á. Franz E. Siemsen ræð- ismaður í Ltibeck látínn Oskað opinberrar rannsóknar á um- mælum yfirmanns Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi tilkynning frá níu fyrr- verandi starfsmönnum ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík: Á fundi, sem fyrrverandi fastir starfsmenn ávana- og fíkniefnadeild- ar lögreglunnar í Reykjavík á árun- um 1988-1992 héldu í dag, var ákveðið að fara þess á leit við ríkis- saksóknara að hann hlutist til um opinbera rannsókn á ummælum þeim er höfð eru eftir Birni Halldórssyni, núverandi yfirmanni ávana- og fíkni- efnadeildar, í tímaritinu Mannlífi sem út _kom í dag. í nefndu viðtali eru m.a. eftirfar- andi orð höfð eftir Bimi: „Því miður eru dæmi um að lögreglumenn, sem hafa farið úr deildinni, hafi leikið sér að því að spilla fyrir upplýsingasam- böndum fíkniefnalögreglunnar. Þeir hafa reynt að breiða út óhróður og lygi jafnt um einstaka starfsmenn fíkniefnadeildarinnar sem um starf- semi hennar í heild.“ Þessi fullyrðing er ekkert rökstudd eða takmörkuð heldur alhæfð yfir á hóp manna þ. á m. okkur. Við munum m.a. óska eftir að rannsókn þessi miði að því að fá fram hveija nákvæmlega Bjöm er þarna að saka um svo alvarleg brot og hvort fyrrgreindar ásakanir eigi við rök að styðjast sem við teljum ekki vera. Amar Jensson, Ámi Þór Sigmundsson, Eiríkur Beck, Helgi Skúlason, Jóhannes Viggósson, Ólafur Guðmundsson, Óskar Kristjánsson, Reynir Kjartansson, Þórður Hilmarsson. Nýsjálfstæð ríki fyrrum Sovétríkja Stuðningxir frá íslandi um 34 milljónir króna RÍKISSTJÓRN íslands hefur veitt 17 milljónum kr. í aðstoð til nýsjálf- stæðra ríkja fyrrum Sovétríkjanna og svipuð fjárhæð hefur komið frá stofnunum, fyrirtækjum og félögum á íslandi. Þetta kom fram á ráð- stefnu um aðstoð við þessi rfki sem haldin var í Tókýó dagana 29.-30. október sl. Ólafur Egilsson sendiherra sat ráðstefnuna fyrir hönd íslands, en auk hans sátu ráðstefnuna ráðherrar og aðrir fulltrúar 70 ríkja og 19 al- þjóðastofnana. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að áætlað sé að um sjö af hund- raði aðstoðar sem þessum ríkjum hafa borist hafí verið neyðarhjálp en hitt tækniaðstoð á ýmsum sviðum sem miðað hefur að varanlegri lausn vandamála ríkjanna. í umræðunum var m.a. greint frá þeirri aðstoð sem ísland hefur látið í té, þ. á m. stuðn- ingi við umbætur á sviði fískvinnslu sem miða að aukinni nýtingu afla, nýtingu jarðhita á Kamtsjatka og víðar og svo ýmiss konar stjómunar- og starfsfræðsla. Fulltrúar nýsjálfstæðu ríkjanna ávörpuðu ráðstefnuna og kom fram í máli þeirra og annarra að brýn þörf verður fyrir neyðaraðstoð í ríkj- unum í vetur, m.a. vegna skorts á lyfjum, húsaskjóli, eldsneyti og sums staðar matvælum, auk þess sem ólga og vopnuð átök spilla fyrir í nokkrum ríkjanna. Ráðstefnan þykir marka þáttaskil í starfi til stuðnings nýsjálfstæðu ríkjunum, en þetta er þriðja ráðstefn- an um þessi málefni. Ákveðið hefur verið að koma á fót samráðshópum undir forystu Alþjóðabankans fyrir hvert og eitt nýsjálfstæðu ríkjanna. Eftir það mikilvæga undirbúnings- starf sem hefur verið unnið þykir vænlegast til árangurs að beina nú hjálparstarfinu að hveiju ríki fyrir sig, segir í fréttatilkynningunni. Stuðningur við nýsjálfstæðu ríkin muni áfram hafa það höfuðmarkmið að festa í sessi þær þjóðfélagsbreyt- ingar sem grundvallast á frelsi og lýðræði sem unnið sé við að koma á fót eftir hrun kommúnismans. i > I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.