Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Einörð afstaða for- sætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur undanfarið svarað þeim mörgu röddum, eink- um úr hópi hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi, sem hafa heimtað geng- isfellingu íslenzku krónunnar til að bæta stöðu sjávarútvegsins. Morgunblaðið birti síðastliðinn sunnudag viðtal við forsætisráð- herra, þar sem hann segir: „For- sendur hafa breytzt svo mjög í þjóðfélaginu, að ágallar þessarar leiðar, gengisfellingarinnar, sem alltaf hafa verið mun fleiri en kostimir, eru enn til staðar, en kostimir em meira og minna fyr- ir bí... Ég hef þá trú að gengis- fellingin myndi ekki lækna nokk- um skapaðan hlut, heldur verka sem deyfilyf um örskamma stund, en á sama tíma yrðu aukaverkan- imar alveg hryllilegar. Við mynd- um missa þá trú, sem við höfum haft á því að við séum að verða stöðugleikans land — trú sem við höfum ekki haft alltof lengi, og verðbólgan myndi ijúka hér upp úr öllu valdi, innan skamms tíma.“ Morgunblaðið hefur á undan- fömum vikum lagzt gegn hug- myndum um gengisfellingu og tekur því undir þessi orð forsætis- ráðherra. Gengisfelling myndi eyðileggja allan þann árangur, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Hún myndi stefna kjarasamningum í hættu og kalla á kauphækkunarkröfur verka- lýðshreyfingarinnar. Gengislækk- un myndi hefja á ný vítahring verðhækkana og gengisfellinga, sem íslenzkir launamenn og neyt- endur þekkja af eigin raun og vilja ekki heíja aftur, þótt hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi virðist ekki hafa lært af reynslunni. Sömuleiðis er ástæða til að taka undir orð forsætisráðherra um afkomu sjávarútvegsins. Hann segir í viðtalinu að gera megi ráð fyrir um 6% halla sjávarútvegsins í heild á næsta ári. Bæta megi stöðuna um 2% með stöðugleika í verðlagi og um önnur 2% með því að lækka kostnað fyrirtækja. „Eftir standa þá 2%,“ segir for- sætisráðherra. „Þá eru menn ekki | að tala um neina gjaldþrotaleið, en á hinn bóginn er alveg ljóst : að fyrirtæki sem eru algjörlega á : kúpunni, með ekkert eigið fé og : geysilegan skuldahala, þau verða ! bara að fara í gjaldþrot. Þeim verður ekki bjargað — þeim má ekki og á ekki að bjarga. Slíkar björgunaraðgerðir væru einfald- iega röng skilaboð til atvinnu- greinarinnar. Það er óskaplega ' óheilbrigt að ræða um Sjávarút- veginn hf. sem eina heild, af því hann er ekki þannig. Eitt af því sem vart hefur mátt ræða, er sú staðreynd að sjávarútvegsfyrir- tæki hafa verið afskaplega mis- jafnlega rekin, og ekki hafa verið gerðar nægilega miklar kröfur í þeim efnum. Það verður að gera auknar kröfur, og ég tel það af- skaplega ósanngjarnt gagnvart beztu rekstraraðilunum, að vita að það viðhorf er uppi, jafnvel í greininni sjálfri og hjá yfirboðs- mönnum í stjórnmálum, að öllum eigi að bjarga. Þegar verst stæðu fyrirtækin, sem hvort eð er eru gjaldþrota, skerast neðan af, þá breytist meðaltalið einnig til hins betra hvað varðar afkomu grein- arinnar í heild.“ Forsætisráðherra hefur hér lög að mæla. Vandamál sjávarútvegs- ins er ekki sízt fólgið í alltof mik- illi veiði- og vinnslugetu miðað við þann fiskafla, sem verður til ráð- stöfunar á næstu árum. Sá vandi verður ekki leystur með því að halda öllum sjávarútvegsfyrir- tækjum, sem nú starfa, á floti með gengisfellingu eða öðrum aðgerðum. Hann verður.fyrst og fremst leystur með gagngerri upp- stokkun í sjávarútveginum, sem gerir betur stöddu fyrirtækjunum kleift að starfa áfram og auðveld- ar hinum verr stöddu að hætta rekstri. Um horfur í atvinnumálum seg- ir forsætisráðherra að ekki sé vinnandi vegur að halda atvinnu- leysi undir 3,5 - 4%. Hins vegar verði að reyna að koma í veg fyr- ir að það fari í sama hlutfall og hjá sumum nágrannaþjóðunum, 12 -15% atvinnuleysi. I viðtalinu segir Davíð Oddsson: „Það er áríð- andi að menn átti sig á því að það eru þau ósköp sem við ætlum að beijast til þrautar til að forðast, en í sjálfu sér erum við á þessum erfíðu tímum ekki að lofa meiru en því að reyna að halda atvinnu- leysisstiginu um eða innan við 4%. Atvinnuástand mun ekki batna hér á landi fyrr en hagvöxtur fer að glæðast á nýjan leik ... - Reyndar held ég að sá stöðugleiki og það efnahagslega umhverfi sem við höfum náð að byggja upp, séu þegar farin að skapa okkur miklu betri samkeppnisskil- yrði en fyrr. Fyrir bragðið mun hagvöxtur aukast hér hraðar, þeg- ar réttar forsendur hafa skapazt á nýjan leik, og þess vegna meg- um við ekki raska þeim grund- velli, sem við byggjum á.“ Morgunblaðið er sammála orð- um forsætisráðherra að ekki megi raska þeim grundvelli, sem lagður hefur verið. Honum má ekki spilla með gengisfellingarkollsteypum og verðbólgunni, sem þeim fylgir ævinlega. Þvert á móti á að treysta grundvöllinn með endur- skipulagningu, sem eykur hag- kvæmni og samkeppnishæfni und- irstöðugreina íslenzks atvinnulífs. Forsætisráðherra hefur réttilega bent á, að vandinn verður ekki leystur með skammsýnu gengis- fellingartali, heldur með aðgerð- um, sem treysta grundvöll ís- lenzks atvinnulífs til lengri tíma. Heilbrigðisráðherra hyggst gefa álagningu á lyf fijálsa Lyfjaheildsalar gagnrýna áform heilbrigðisráðherra FRJÁLS verðlagning lyfja er meðal þess sem frumvarp heilbrigðisráð- herra um lyfsölu mælir fyrir um. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra segir að fundin hafi verið ákveðin lausn á því hvernig ákveða eigi hlut Tryggingastofnunar í lyfjaverði. Lyfjaheildsölum sem rætt var við leist ágætlega á hugmyndir sem helst hafa verið ræddar um viðmiðunarverð, að ríkið greiði ákveðið gjald fyrir eins lyf en horfið verði frá hlutfallsgreiðslum. Sighvatur býst nú ekki við að leggja frum- varpið fyrir ríkisstjórn fyrr en í næstu viku hið fyrsta. Lyfjaheildsalar segja rétt að nokk- ur verðsamkeppni hafí átt sér stað eftir að reglum um lyfseðla var breytt í haust. En þeir segja nýja fyrirkomu- lagið á ýmsan hátt gallað og hart að þurfa að búa við það á sama tíma og einkaleyfí séu ekki virt hérlendis. Þá nefna þeir áform í frumvarpi heil- brigðisráðherra um að gefa lyfsölu fijálsa og telja að hér sé ekki grund- völlur fyrir slíku. Eins og sagt hefur verið frá í blað- inu hefur talsvert verið um lækkana- beiðnir á lyfjaverði eftir að heilbrigð- isráðherra setti reglugerð ura lyf- seðla í ágústbyijun. Þar er læknum gert að merkja seðlana með R eða S, eftir því hvort afgreiða á hið til- greinda sérlyf eða ódýrasta lyf með sama virka efni. Einar Magnússon, deildarstjóri lyfjadeildar heilbrigðis- ráðuneytisins, segir að verðlækkanir samheitalyfja hafi í september og október numið 20 milljónum króna miðað við sölu ársins 1991. Hann bendir á að upphæðin miðist við heilt ár, ekki aðeins tveggja mánaða tíma- bil eins og sagt hafi verið í frétt á laugardag. Birgir Thorlacius, formaður lyija- hóps Félags íslenskra stórkaup- manna, segir rétt að reglurnar um R og S merkingar lyfseðla hafi beint notkun manna að ódýrari lyfjum. En menn séu ekki endilega sáttir við þessar reglur. „Erlendis merkja læknar í sérstakan reit ef þeir heim- ila breytingu frá lyfinu sem þeir skrifa á seðilinn," segir hann, „hér er þetta öfugt, ef menn skrifa ekk- ert á að túlka það sem S merkingu og breyta í ódýrt samheitalyf. Annað sem mikið er gagnrýnt er að hér geta menn ekki gengið út frá að einkaleyfi séu virt, ólíkt því sem tíðkast með siðmenntuðum þjóðum og þess vegna eru hér til sölu eftirlík- ingar sem hvergi tíðkast í nágranna- löndum okkar. Erlendis er hægt að sækja um einkaleyfi sem gilda í 15 til 20 ár, en lyf eru undanskilin í lögum um einkaleyfi sem tóku gildi um síðustu áramót. Það verður ekki hægt að óska einkaleyfis hér fyrr en eftir 1997 og þar sem vinnslutími lyfja er langur munu fyrstu lyfin sem njóta verndar ekki koma á markað fyrr en upp úr 2010.“ Guðmundur Hallgrímsson forstjóri Lyfs hf. tekur í sama streng og Birg- ir og segir Island eina landið í Evr- ópu þar sem einkaleyfi séu ekki virt á sama tíma og reglur gildi um af- greiðslu ódýrasta samheitalyfs, heimili læknir það. Guðmundur segir að fyrir þrönga hagsmuni eins lyfja- fyrirtækis eða tveggja hafi gildistöku einkaleyfislaga verið frestað hvað lyf varðar um fimm ár. Þess vegna flytji margir inn ódýr samheitalyf og verð- stríðið sé aðallega milli þeirra sem framleiði og flytji inn eftirlíkingar. Sindri Sindrason forstjóri Pharmaco segir að mikil verðsam- keppni hafí alltaf verið á lyfjamark- aði. „Nú hafa menn sótt meira um lækkanir til að komast inn á 10% bilið frá ódýrasta samheitalyfinu, en þessu nýja lyfseðlakerfí fylgir ákveð- in hætta,“ segir hann. „Þess eru þó nokkur dæmi að sjúklingar séu að taka tvöfaldan lyfjaskammt, af því þeir fá lyf með nýjum og nýjum heit- um og gera sér ekki grein fyrir að um sama lyf sé að ræða. í raun er með þessu verið að flytja ávísunar- réttinn að nokkru frá læknum til lyfsala og Iíkur á rangri afgreiðslu eru því miður töluverðar.“ Sindri segir fráleitt að tala um fijálsa samkeppni í smásölu lyfja þegar ekki megi auglýsa. „Hvernig í ósköpunum á sjúklingur að vita hvert hann á að fara með lyfseðilinn. Er hægt að ætlast til að hann flæk- ist milli apóteka og beri saman verð? Þótt viðmiðunargreiðslur Trygginga- stofnunar fyrir sams konar lyf geti hentað ríkinu vel sé ég ekki hvernig tryggja á hagsmuni neytenda við fijálsa verðmyndun." Gert er ráð fyrir fijálsum innflutn- ingi lyfja á hinu evrópska efnahags- svæði, þannig að hver sem er geti sótt um að flytja inn lyf þótt einka- umboð þess sé hjá öðrum aðila. Heil- brigðisráðherra telur að samkeppni sem þetta valdi muni stuðla að stór- felldum verðlækkunum lyfja. Guðmundur Hallgrímsson segir að fijáls innflutningur lyfja geti skapað mikla óvissu fyrir neytendur. „í Dan- mörku hefur þetta valdið miklum glundroða, menn kaupa til dæmis ódýrt í Grikklandi og flytja hingað inn að fenginni skráningu. Það gæti valdið því að umboðsmaður lyfsins gefíst upp á innflutningi þess, en ódýri innflytjandinn hefur engar skyldur gagnvart neytendum. Hann getur hætt innflutningi þegar birgðir þrýtur, þarf ekki að taka við útrunn- um lyfjum eða veita upplýsingar og þjónustu eins og einkaumboðin.“ Guðmundur gagnrýnir harðlega hugmyndir um að slaka á kröfum til apóteka, þannig að hver sem er geti sótt um lyfsöluleyfi, hafi hann lág- marksaðstöðu og lyfjafræðing. „Mig grunar að fyrirtæki eins og Hagkaup og Mikligarður vilji gjama hafa apótek í einu horninu og veit að á nokkrum stöðum við læknastofur er búið að taka frá pláss fyrir apótek. Hvernig verður með vaktþjónustu á þessum stöðum. Hvað höfum við með mikið fleiri apótek að gera þegar þó nokkur standa mjög illa nú þegar?“ . ... Heimilisfólkið á Sólheimum sem nú flytur í Undirhlíðar til sjálfstæðrar búsetu. Tímamót í sögu Sólheima í Grímsnesi Sjö nýjar íbúðir vígðar Laugarvatni. „ÞETTA er sennilega merkasti dagur í sögu Sól- heima frá stofnun þeirra," sagði Pétur Svein- bjarnarson, formaður sljórnar Sólheima, í kaffis- amsæti eftir vígslu sjö nýrra íbúða fyrir vistfólk. íbúðirnar eru byggðar fyrir þá sem geta flutt af sambýlum í sjálfstæða búsetu. Einn til tveir íbúar verða í hverri íbúð sem nefndar hafa verið Undir- hlíðar og standa ofan við nýja íþrótta-leikhúsið á Sólheimum. Laugardagurinn 31. október 1992 verður tímamóta- dagur í sögu Sólheima í Grímsnesi, þá voru vígðar og teknar í notkun sjö glæsilegar íbúðir, 61 til 80 fermetr- ar að stærð, fyrir vistfólk sem flutt getur af sambýli til sjálfstæðrar búsetu. íbúðimar em byggðar sem fé- lagslegar íbúðir og lánaði Húsnæðisstofnun ríkisins 90% byggingarkostnaðar. Vígsluathöfnin byijaði með því að vígslugestir^sem voru fjölmargir, gengu að nýjum byggingarreit fyrir verkstæðis- og vinnustofuhús. Þar tók Oli M. ísaksson, sem gefíð hefur heimilinu þijár milljónir króna undan- farin ár, fyrstu • skóflustunguna. Og til að bæta um betur bætti Óli við fímm hundruð þúsund króna ávísun í tilefni dagsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra fluttu ávörp og séra Gylfí Jóns- son og séra Valgeir Ástráðsson fluttu húsblessun við hinar nýju íbúðir. I kaffísamsæti eftir athöfnina voru Morgnnblaðið/Kári Jónsson Óli M. ísaksson tekur fyrstu skóflustunguna að Sólheimasmiðjunni, nýju verkstæðis- og vinnu- stofuhúsi á Sólheimum I Grímsnesi. íbúunum færðar gjafir frá Foreldra- og vinafélagi Sól- heima og Sveinn Kjartansson afhenti þeim lykla að íbúðunum. Fimm hús hafa verið byggð á Sólheimum á undan- förnum fímm árum, alls 1.190 fermetrar að gólffleti. Heimilin á Sólheimum bera flest nöfn úr verkum nóbels- skáldsins Halldórs Laxness; Brekkukot, Steinahlíð, Brautarholt og Sumarhús, svo er einnig um nýju hús- in, sem heita Undirhlíðar. - Kári. Yfirheyrslur yfir „tálbeitunni“ í kókaínmálinu fyrir héraðsdómi Vitnið man ekki hvort það eða ákærði setti efnið í flóttabílinn Leitaði samstarfs við lögregiu í von um vægari meðferð á eigin fíkniefnamáli DÓMSRANNSÓKN í kókaínmálinu var fram haldið í héraðsdómi Reykja- víkur í gær í heyranda hljóði ólíkt því sem var þegar hinn ákærði í málinu, Steinn Ármann Stefánsson, var yfirheyrður á fimmtudag fyrir luktum dyrum. I gær var yfirheyrður sem vitni 35 ára gamall maður sem egndi gildru lögreglunnar fyrir hinn ákærða. Honum og ákærða virðist ekki bera saman um mikilsverð atriði í málinu því í lok yfir- heyrslunnar lýsti dómarinn því yfir að samprófun þeirra tveggja mundi fara fram síðar. Fram kom við yfirheyrsluna að maðurinn þorir ekki að fullyrða hvort það var hann sjálfur eða ákærði sem kom 1,2 kg af kókaíni fyrir í bílaleigubíl þeim sem ákærði var handtekinn á eftir flótt- atilraun undan lögreglu. Einnig kvaðst maðurinn hafa aðstoðað lögregl- una við uppljóstran málsins í von um að það mundi gagnast honum þegar þegar rannsókn sem verið hefur í gangi á þætti hans við innflutn- ing og fjármögnun á þremur kílóum af hassi hingað til lands verður afgreidd í réttarkerfinu. „Tálbeitan“ þáði allt að 80 þúsund krónur frá lögreglunni vegna kostnaðar við málið, þar á meðal til að kaupa sýnis- horn af efninu. Fram kom að „tálbeitan" fékk til ráðstöfunar bílaleigu- bíl þann sem ákærði notaði á flóttanum og annan bíl sem lögreglan tók á leigu og lét „tálbeituna" fá ákærða til umráða á þeim tíma þegar verið var að koma á fót samningum um „kaup“ „tálbeitunnar" á efn- inu. Fram kom að lögreglan hefði komið fyrir hljóðupptökutækjum í bílaleigubíl þeim sem ákærði ók á flóttanum. „Tálbeitan" kvaðst hafa gefið sig fram við Björn Halldórsson lögreglufulltrúa eftir að hafa set- ið um skeið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í fyrravetur ásamt Steini Ármanni og heyrt þá sögu hans um að hann væri nýkominn frá Kólumbíu með allt að 10 kíló af kókaíni. Þorri þess væri grafinn í jörðu í Svíþjóð en allt að 2,5 kíló væru á íslandi. „Tálbeitan“ kvaðst aðspurð hafa gengið til liðs við lögregluna í þessu máli í því skyni að koma í veg fyrir að svo mikið magn af kókaíni kæm- ist á markaðinn. Hann kvaðst þekkja af eigin raun afleiðingar misnotkunar áfengis og amfetamíns og vilja koma í veg fyrir að fleiri lentu í hinu sama með jafnhættulegt efni og kókaín. Eftir nánari yfirheyrslur vísaði „tálbeitan" einnig til þess sem fram kom í lögregluskýrslu að hann hefði með afskiptum sínum af málinu von- ast til að afskipti sín af þessu kæmu sér til góða þegar rannsókn sem ver- ið hefur í gangi á þætti hans við inn- flutning og fjármögnun á þremur kílóum af hassi hingað til lands yrði afgreidd í réttarkerfinu en einnig kom fram í þeirri skýrslu að hann teldi spennuna sem fylgdi málum af þessu tagi eftirsóknarverða. „Tálbeitan" kvaðst hafa gefið til kynna í sam- tölum við hinn ákærða í fangelsinu að hann hefði mikla þekkingu á fíkni- efnamarkaði hér á landi til að vinna traust hans en „tálbeitan" kvaðst strax hafa gert sér ljóst að sögur Steins Ármanns af Kólumbíuferð sinni væru þess eðlis, þótt óljósar og fantasíukenndar væru, að líklegt væri að hann hefði aðgang að miklu magni af kókaíni. „Tálbeitan" kvaðst strax hafa af- ráðið að afla meiri upplýsinga um mál þetta í því skyni að koma upplýs- ingum um það tií þar til bærra yfir- valda og í því skyni hefði hann gert sér far um að ræða málið við Stein, sem ávallt hefði færst undan og svar- að úr og í en þó viljað ræða málið og hefðu þeir orðið sammála um að ákærði hefði samband við „tálbeit- una“ þegar fangavist þess fyrrnefnda lyki. Það hafi svo verið í lok júlímán- aðar að ákærði hefði hringt og þeir síðan hist á almannafæri og sagði „tálbeitan“ að sér hefði þá verið orð- ið ljóst að alvara væri á ferðum. Hann hefði því snúið sér til Björns Halldórssonar, yfirmanns fíkniefna- lögreglunnar, sem hafi lagt fyrir sig að afla frekari upplýsinga um málið þar á meðal sýnishorna af efninu. „Tálbeitan" hafði einungis samskipti við Björn Halldórsson í málinu og Björn tók einnig af manninum þær tvær skýrslur sem af honum höfðu verið teknar vegna málsins. „Tálbeit- an“ kvaðst hafa fengið fé hjá lögregl- unni, 50-60 þúsund krónur eða jafn- vel 80 þúsund, taldi hann nánar að- spurður, til að standa straum af kostnaði við að koma viðskiptunum á. Tugir þúsunda af því hefðu runnið til hins ákærða. Fram kom að ákærði hefði látið vitninu í té 15-20 gramma sýnishorn af efninu í tvennu lagi og hefði hann farið með annað sýnis- hornið í efnagreiningu til lögreglunn- ar. Rætt um að flytja efnið úr landi Rætt hefði verið um að flytja efnið að einhveiju leyti úr landi til Hollands þar sem „tálbeitan" þekkti vel til en báðir höfðu talið ólíklegt að kókaín- markaðurinn hér á landi bæri svo mikið af kókaíni sem um væri að ræða. Vitnið sagði að af sinni hálfu hefði þarna verið um það að ræða að ná fram í dagsljósið þvi magni sem hugsanlegt væri að Steinn hefði falið erlendis. „Tálbeitan“ sagði að sér hefði orðið ljóst að Steinn hefði átt í einhvers konar samstarfí við aðila í Kólumbíu, sem jafnvel ættu efnið að einhveiju leyti því hann hefði látið sér umhugað um að hluti kaupverðs- ins yrði greiddur í gjaldeyri og sendur ótilteknum aðilum í Kólumbíu og hafði einnig verið rætt um að gera það í gegnum Holland. Samið um kaup fyrir 7 milljónir „Tálbeitan" sagðist hafa margsinn- is hitt ákærða frá 30. júlí til 17. ág- úst í því skyni að koma á samningum um kaupin en hann hefði verið af- skaplega var um sig og jafnvel of- sóknarbijálaður og nánast útilokað hefði verið að binda neitt fastmælum um hvað gera skyldi við efnið eða fá traustar upplýsingar um hversu mikið væri til af efninu. Samningar hefðu þó loks tekist á þeim nótum að tálbeit- an skyldi greiða um 7 milljónir króna fyrir 1,5 kg af efninu. Ákveðið hefði verið að þeir myndu hittast að kvöldi mánudagsins 17. ágúst til að ganga frá kaupunum. Þetta kvöld hefði ákærði fyrst kom- ið með lítilræði af efninu út í bílaleigu- bílinn þar sem hlerunarbúnaði hafði þá verið komið fyrir og þeir hefðu ekið um bæinn og kvaðst vitnið hafa prófað efnið við Rauðhóla og orðið þess fullviss að um gífurlega sterkt efni væri að ræða. Síðan hefði verið ekið að heimili ákærða sem hefði far- ið inn og komið út með tvær töskur þar sem efnið hefði verið að fínna. Vitnið sagði að bæði hann og ákærði hefðu verið gífurlega taugaspenntir meðan á þessu stóð. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa verið undan áhrifum efnisins en vildi ekki fullyrða neitt um ákærða í því sambandi. Hann kvaðst hafa viljað komast í síma til að ná sambandi við Björn Halldórsson þegar þarna var komið sögu og fá hjá honum fyrirmæli um framhaldið en þess hefði enginn kostur verið án þess að vekja grunsemdir hins ákærða. Því hefði hann leikið af fingrum fram, ekið vítt og breitt um bæinn en síðan farið með ákærða að vinnu- stað „tálbeitunnar" í grennd við Skeifuna. Þar inni á lager fyrirtækis- ins hefði ákærði skorið aðra töskuna í sundur og þá hefði komið í ljós að þar var kókaínið falið innan fóðurs. Man ekki hvor setti kókaínið í bílinn Vitnið kvaðst hafa vegið efnið og hefði það mælst um það bil 1,5 kg. Þegar þarna var komið sögu kvaðst vitnið hafa verið orðið svo tauga- spennt að það hefði ekki vitað sitt ijúkandi ráð og auk þess verið orðið hrætt við ákærða. Kvaðst vitnið ekki muna hvort hann sjálfur eða hinn ákærði hefði sett kókaínið í farang- ursrými bílaleigubílsins en það var gert áður en vinnustaðurinn var yfír- gefínn. Þó mundi vitnið að það hafði lokað farangursrýminu og þá gengið úr skugga um að fíkniefnið væri í bílnum. Eftir það héldu mennirnir tveir áfram að aka um borgina og kvaðst vitnið hafa verið að svipast um eftir lögreglubílum til að koma skilaboðum á framfæri um að allt kókaínið væri komið úr felum og rétt væri að hand- taka ákærða. Það hefði ekki tekist og því hefði hann fengið ákærða til að samþykkja að ekið skyldi að húsi í Laugarneshverfí til að sækja annan bíl undir því yfirskini að á þeim bil ætlaði tálbeitan að fara til að ná í peninga til að greiða fyrir fíkniefnið meðan ákærði mundi gæta efnisins í Subaru-bílaleigubílnum. Mennirnir ætluðu svo að hittast við Sundlaug- arnar í Laugardal að vörmu spori. Eftir að hafa komist út úr bílnum kvaðst vitnið hafa barið upp hjá Kvennalistinn og EES Stefnan óbreytt en mismunandi sjón- armið viðurkennd Seifossi. ANDSTAÐA Kvennalistans við EES og EB var áréttuð á landsfundi listans á Laugarvatni um helgina og minnt á að ákvarðanir landsfund- arins væru stefnumarkandi fyrir starfsemi hans innan þings sem utan. Áhersla er lögð á að ekki er gerð krafa til kvennalistakvenna að þær greiði atkvæði gegn eigin sannfæringu. Þetta kemur fram í ályktun landsfundarins um afstöðuna til EES. Á landsfundinum komu fram skiptar skoðanir varðandi afstöðuna til EES. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talaði fyrir jákvæðari afstöðu gagn- vart Evrópska efnahagssvæðinu en Kristín Ástgeirsdóttir formaður þing- flokks Kvennalistans ítrekaði ein- dregna andstöðu við samninginn. Ingibjörg Sólrún sagði ályktunina frá landsfundinum eins og búast hefði mátt við. „Ég gerði ekki kröfu um kúvendingu í afstöðu Kvennalist- ans. Ég óskaði eftir umræðum og að það yrði viðurkennt að sú rödd ætti heima innan Kvennalistans sem væri ekki jafn gagnrýnin og yfirlýst afstaða. Á Alþingi er ég fulltrúi og þarf að taka tillit til þess. Ég er efnis- lega á þeirri skoðun að fara EES-leið- ina í samskiptum við EB en það er ótalmargt í tengslum við EES-samn- inginn sem ég er ekki sátt við, svo sem stjórnarskrárþáttinn og fisk- veiðimálin," sagði Ingibjörg Sólrún. „Ég er ánægð með að sameiginleg niðurstaða náðist og að afstaða Kvennalistans til EES_ og EB er óbreytt," sagði Kristín Ástgeirsdótt- ir. „Þingflokkurinn á eftir að taka afstöðu til þess hvemig tekið verður á málinu á þingi og hvernig sjónar- mið Kvennalistans verða túlkuð. Talsmaður okkar í utanríkismála- nefnd er á annarri skoðun og það vekur margar spumingar og er með- al þess sem við eigum eftir að ræða. Mér fínnst að talsmaður þingflokks- ins í þeirri nefnd verði að gæta sann- gimi gagnvart mismunandi sjónar- miðum okkar,“ sagði Kristin Ást- geirsdóttir. ókunnu fólki, fengið að hringja og komið þannig skilaboðum til Björns Halldórssonar um að hinn ákærði væri einn í bíl með allt fíkniefnið við Sundlaugarnar en þar hófst svo eftir- förin þegar lögreglumenn reyndu að handtaka ákærða. í gær voru einnig yfírheyrðir tveir þeirra lögreglumanna sem reyndu að handtaka ákærða á bílastæðinu við Sundlaugina í Laugardal og tóku þátt í eftirförinni sem leiddi af þeirri tilraun. Eftirförinni lauk með því að eins og kunnugt er að bíl ákærða var ekið aftan á lögreglubíl á Vestur- landsvegi með þeim afleiðingum að eldur gaus upp í lögreglubílnum og annar lögreglumannanna sem í hon- um voru hlaut lífshættulega og var- anlega áverka. Ákærða er síðan gefíð að sök að hafa lagt til eins lögreglu- mannanna með skæmm. í máli annars lögreglumannanna kom fram að hann teldi að ákærði hefði ekið viðstöðulaust aftan á lög- reglubílinn án þess að gera tilraun til að stöðva eftir að hafa skömmu áður tvívegis ekið í hlið ómerkts lög- reglubíls sem ók með aðvörunarljós- um samhliða flóttabílnum. Mennirnir lýstu eftirförinni á 130-160 km/klst hraða frá Sundlaugunum og upp í Mosfellsbæ þar sem henni lauk með árekstrinum og síðan átökum við ákærða þegar hann var handtekinn en við það var meðal annars beitt táragasi. í máli þeirra kom fram að ákærði hefði reynt að veijast hand- töku með því að segjast vopnaður byssu sem hann mundi beita en síðan hefði hann veist að öðrum lögreglu- mannanna með skæri á lofti. Hvorug- ur lögreglumannanna vissi til að ákærða hefði verið gert grein fyrir réttindum sínum við handtöku og hvorugur kvaðst vita til að að hann hefði sætt óþarfa harðræði eða hótun- um um ofbeldi eftir handtökuna. Konur eru ekki varavinnuafl Í ályktun um atvinnumál benti landsfundurinn á að skráð atvinnu- leysi gefí ekki rétta mynd þar sem stórir hópar fólks eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum og séu því ekki á skrá. Einnig er lögð áhersla á að koma verði í veg fyrir að konur séu meðhöndlaðar sem varavinnuafl og ýtt út af vinnumarkaðinum. Kvennalistinn bendir á nokkur úrræði í atvinnumálum sem stjóm- völd geti gripið til og nefnir að auk- in samfélagsþjónusta sem stjórnvöld geti gripið til og að aukin samfélags- þjónusta sé ekki síður arðbær en vegavinna, bygging bamaheimila og þjónustuíbúða fyrir aldraða sé mjög hagkvæm og að semja eigi um stytt- ingu vinnutímans til að draga úr fjöldauppsögnum. Stórefla eigi rann- sóknar- og þróunarstarfsemi, auka endurmenntun, efla atvinnuþróunar- félög og ráða til þeirra konu sem atvinnuráðgjafa. Lækka þurfí orku- verð til fyrirtækja, lækka vexti, auka fé til ferðaþjónustu, efla rannsóknir á visthæfri framleiðslu og hvetja fyr- irtæki til slíkrar starfsemi. Loks er áhersla lögð á að efla fmmkvæði og efnahagslegt sjálfstæði kvenna varð- andi eigin atvinnusköpun. Auka þarf fullvinnslu afla í sjávarútvegsmálum er lögð áhersla á endurskoðun fískveiðistefn- unnar og lagt til að byggðakvóti óbundinn skipum verði tekinn upp. í einstökum málum sjávarútvegsins vill Kvennalistinn að togveiðiland- helgin verði hvergi minni en 12 míl- ur, afla verði landað hér á landi og hann veginn á löndunarstað, mark- vissar rannsóknir verði teknar upp í fiskeldi og lúðueldi, starfsemi afla- nýtinganefndar verði studd og áhersla lögð á frekari fullvinnslu afla hér á landi ásamt því að jafna kostn- að og aðstöðu vinnslu á sjó og í landi. Þeir ríku borgi í ályktun um ríkisfjármál er lögð áhersla á að bregðast við vandanum strax. Varað er við handahófskennd- um niðurskurði en áhersla lögð á að forgangsraða verkefnum með fram- tíðarsýn í huga. Til tekjuöflunar er bent á hert eftirlit með skattsvikum, hátekjuskatta, lúxusskatta og skatta á fjármagnstekjur. Lögð er þung áhersla á að þær aðgerðir sem gripið verði til bitni ekki á þeim sem verst hafa kjörin en að þeir sem mest bera úr býtum borgi eins og þeir hafí efni til. Þá lýsir Kvennalistinn sig reiðu- búinn til viðræðna við aðila vinnu- markaðarins og stjórnmálaflokkana um leiðir til lausnar á þeim erfíðleik- um sem við blasa. Varðveisla umhverfis er öryggismál í öryggismálum er aðaláhersla Kvennalistans á nýja skilgreiningu sem byggir á varðveislu umhverfís fremur en hernaðarstyrk. Það kalli á nýjar aðferðir til að tryggja sameig- inlegt öryggi. í því sambandi leggur landsfundurinn áherslu á mikilvægi Sameinuðu þjóðanna og Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evr- ópu en hafnar sem fyrr hernaðar- bandalögum. Frá landsfundinum voru sendar kveðjur til Suðurnesjakvenna þar sem minnt er á sérstöðu kvenna og að þær séu ekki síðri fyrirvinnur en karlar. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.