Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Aðalfundur Hiálparstofnunar kirkiunnar Beiðnum um aðstoð hefur fjölgað mjög’ Morgunblaðið/Rúnar Þór Loðnunótin tekin um borð Skipveijar á Þórði Jónassyni EA voru í óða | ari átti leið um höfnina og eins og sjá má á önn að taka loðnunótina um borð er ljósmynd- I myndinni er hún engin smásmíði. Starfsmönnum Ejrja- fjarðarferja sagt upp OLLUM starfsmönnum Eyjafjarðarferjanna, Sæfara og Sævars, hefur verið sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Þá var samning- um við skipaafgreiðslu Samskipa á Akureyri og Dalvík einnig sagt upp, auk þess sem ferðum til Grímseyjar hefur verið fækkað um eina í viku. HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar barst á fyrstu níu mánuðum árs- ins 71 beiðni um fjárhagsaðstoð, flestar frá Afríkulöndum og löndum Austur-Evrópu, en fyrir Fiskmiðlun Norðurlands Selt fyrir 104 millj. á árinu Á FYRSTU tíu mánuðum þessa árs hefur Fiskmiðlun Norður- lands á Dalvík selt fisk á gólf- markaði fyrir 103,6 milljónir króna. Magnið sem selt hefur ver- ið á markaðnum nemur 1.330.282 kílóum. Af einstökum tegundum hefur mest verið selt af þorski. Meðalverð allra tegunda er tæp- lega 78 krónur, en meðalverð fyr- ir slægðan þorsk á þessu tímabili er 89 krónur. Hæst verð hefur fengist fyrir slægða lúðu, 480 krónur kílóið, en lægsta verðið var fyrir slægðan karfa, 7 krónur. Alls hefur slægður þorskur verið seldur á markaðnum fyrir tæplega 61,4 milljónir króna, en óslægður fyrir 1,8 milljón og þá hefur undir- málsþorskur verið seldur á tímabil- inu fyrir 7,2 milljónir króna. Meðalverð fyrir slægða ýsu á markaðnum er 101 króna á tímabil- inu, en hæsta verðið er 128 krónur og það lægsta 40 krónur. Grálúða hefur að meðaltali verið seld á rúm- lega 81 krónu, en óslægð á 82 krón- ur. Hæsta verðið er 97 krónur fyrir slægða grálúðu. Slægður karfi hefur að meðaltali verið seldur á tæplega 43 krónur og óslægður á um 27 krónur. sama tima á síðasta ári hafði stofnunin fengið 29 beiðnir um aðstoð. Á öllu síðasta ári bárust 69 beiðnir, þannig að ljóst er að ásóknin hefur aukist mikið, en Jónas Þórisson framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar segir að þyngstu mánuð- irnir séu eftir, að jafnaði berist flestar beiðnir um aðstoð á síð- ustu mánuðum ársins. Aðalfund- ur Hjálparstofnunar kirkjunnar var haldinn á Akureyri um helg- ina. Jónas rakti í skýrslu sinni helstu verkefni stofnunarinnar á starfsárinu, en þar má nefna fata- söfnun fyrir Kúrda, Söfnunina „Hjálpum þeim“ til aðstoðar fólki í fyrrverandi Júgóslavíu, verkefni í Indlandi, Kenýa og Eþíópíu. Heildartekjur stofnunarinnar á síðustu 9 mánuðum voru ríflega 27,8 milljónir króna, þar með eru taldar 11,4 milljónir úr söfnuninni „Hjálpum þeim“. Heildarútgjöld voru 27,1 milljón króna, en rekstr- arkostnaði hefur verið haldið innan flárhagsáætlunar. Almennt söfnunarfé og styrktar- framlög hafa aukist miðað við sama tíma í fyrra, en framlag Jöfnunar- og Kristnisjóða hafa lækkað. Fram- lög sjóðanna hafa lækkað um 60% á tveimur árum. Framlögin voru 3,6 milljónir króna en eru í ár 1,5 milljónir. „Það er athyglisvert að meðan neyðarbeiðnum fjölgar bæði innanlands og utan og meiri kröfur eru gerðar til stofnunarinnar lækka þessi framlög," sagði Jónas. Að undanfömu hefur verið rætt um það í stjóm stofnunarinnar að æskilegt væri að söfnunarfé renni óskert í verkefni og rekstrarkostnaður greiddur með öðrum tekjum. „Tak- ist ekki að fá aukin framlög á þenn- an hátt er ljóst að áfram verður að greiða hluta rekstrarkostnaðar af söfnunarfé," sagði Jónas. Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Hrísey sagði að gripið hefði verið til uppsagna til þess að menn hefðu möguleika á breytingum og stæði endurskipulagning á rekstri feijanna fyrir dyrum. Mikil óvissa hefur ríkt um rekstur feijanna, en reiknað er með að Vega- gerð ríkisins taki við rekstrinum um næstu áramót. Halda átti fund með forsvarsmönnum vegagerðar um miðjan október, en honum hefur tví- vegis verið frestað. „Við ætluðum að segja starfsfólkinu upp störfum um síðustu mánaðamót, en vildum bíða eftir fundinum með vegagerða- mönnum til að heyra þeirra sjónar- mið. Það var síðan ákveðið á hrepps- nefndarfundi á föstudag að segja starfsfólkinu upp nú, við töldum að ekki væri hægt að draga það leng- ur. Við höfum áður reynt að lækka launakostnað starfsmanna á Sæfara með því að draga úr vinnu, en það gekk ekki,“ sagði Jónas. Hríseyjarhreppur hefur annast rekstur Eyjafjarðarfeijanna tveggja, Sæfara og Sævars, og sagði Jónas að hann hefði frá upphafi verið mik- ill baggi á sveitarfélaginu. Teknar hafa verið saman upplýsingar um kostnað við rekstur feijanna, en rekstur Sæfara kostar um 2,5 millj- ónir króna á mánuði fyrir utan tekj- ur, sem eru misjafnar milli mánaða og rekstur Sævar, sem er í ferðum milli Hríseyjar og Árskógssands, kostar um 650 þúsund krónur á mánuði umfram tekjur. AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON Kúabændum gert að greiða fjórðung innleggs í B-stofnsjóð SS Hróplegt óréttlæti að kúga bændur með þessum hætti - segir Gísli H. Magnússon í Ytri-Ásum BÓNDI í Kjósinni hefur óskað eftir því að Verðlagsstofnun rannsaki viðskiptahætti Sláturfélags Suðurlands vegna þeirrar ákvörðunar stjórnenda félagsins að setja kúabændum það skilyrði fyrir slátrun að þeir greiði 25% af innlögðu nautgripakjöti í nýstofnaða B-stofndeild félagsins. Nokkur óánægja er meðal framleiðenda nautgripakjöts á Suðurlandi að þeim skuli gert að greiða í sjóðinn á þennan hátt en ekki öðrum kjötinnleggjenduni, eins og sauðfjár- og svínabændum. Yfirviðskiptafræðingur Verðlagsstofnunar segist ekki sjá að reglur SS séu ólöglegar en ætlar að óska eftir skýringum forráðamanna félags- ins. í samræmi við ný lög um sam- vinnufélög ákvað Sláturfélag Suður- lands að stofna B-stofnsjóð og bjóða út hlutabréf í honum að lágmarki 25 milljónir kr. og að hámarki 50 milljónir kr. Auk bænda er ýmsum félögum, starfsmönnum, viðskipta- mönnum, sveitarfélögum og fleirum boðið að kaupa hluti. Frestur til að skrifa sig fyrir hlut rann út nú um mánaðamótin og sagði Páll Lýðsson stjómarformaður SS að þó ekki væri búið að gera útboðið upp væri Ijóst að lágmarksupphæðin hefði náðst og eitthvað umfram hana. Það var liður í viðleitni SS að ná inn þessum peningum að láta þá kúabændur og aðra framleiðendur nautgripakjöts sem voru tilbúnir til að láta 25% af innleggi sínu ganga til greiðslu á hlutafjárloforði hafa forgang að slátrun. Margir bændur eru óánægðir með það og sumir neit- uðu þessum skilmálum. Jón Gíslason bóndi á Hálsi í Kjós, sem kærði Slát- urfélagið, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi þessa viðskipta- hætti Sláturfélagsins ólögmæta. Það gæti varla staðist hjá SS að neyða aðeins nautakjötsframleiðendur til að gera þetta en ekki aðra kjötinn- leggjendur. Þetta þýddi að þeir sem ekki færu í forgangshópinn þyrftu að bíða að minnsta kosti sex mánuði eftir slátrun. Guðmundur Sigurðsson yfirviðskiptafræðingur Verðlags- stofnunar sagðist ekki geta séð að SS væri að bijóta lög með þessum reglum sínum. Hins vegar hefði stofnunin óskað eftir fundi með for- ráðamönnum félagsins til að fá skýr- ingar þeirra. Jón á Hálsi sagði að SS hefði boð- ið sér að kaupa hlutabréf fyrir 30-40 þúsund krónur. Ef hann hefði sam- þykkt það hefði það borgast upp á tveimur gripum og hann hefði ekki fengið slátrun á þá tíu sem hann þyrfti að slátra til viðbótar fyrr en eftir marga mánuði. „Eg hef ekkert að gera með slátrun á tveimur grip- um og svo hef ég heldur ekki trú á að Sláturfélagið lifí þetta af. Þetta er aðferð þeirra til að notfæra sér neyðarástandið á nautakjötsmark- aðnum og þann tíma sem bændur þurfa nauðsynlega að taka gripina inn. Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð,“ sagði Jón. Gísli H. Magnússon, bóndi í Ytri- Ásum í Skaftártungu, er einn þeirra sem höfnuðu greiðslu í stofnsjóð SS. Hann þarf að slátra 20 nautgripum næstu mánuðina og þyrfti því að kaupa hlut fyrir á fjórða hundrað þúsund kr. Gísli sagði að það væri hróplegt óréttlæti að kúga naut- gripabændur til að greiða í stofnsjóð- inn með þessum hætti, upphæðin hefði orðið miklu lægri ef hún hefði dreifst á allar kjöttegundir. Þetta gerðist á sama tíma og verðið væri að lækka, auk þess sem SS greiddi ekki einu sinni fullt verði fyrir naut- gripakjötið. „Það væri skömminni skárra ef peningarnir væru notaðir til lækkunar á kjötinu og skiluðu sér til neytenda. SS ætlar hins vegar að draga þá til sín,“ sagði Gísli. Hann benti á að ef allir framleiðendur naut- gripakjöts hefðu skrifað undir afar- kostina hefði sama halarófan mynd- ast við sláturhúsið og allir þurft að bíða eftir slátrun. Páll Lýðsson sagði að B-stofnsjóð- urinn væri liður í endurfjármögnun Sláturfélagsins. Mönnum væri fijálst að kaupa sér hlut. Hann sagði að við undirbúning þess hefði verið rætt um að bændur gætu ýmist greitt framlög sín með peningum eða af- urðum. Til þess að þeir framleiðend- ur nautgripakjöts sem vildu kaupa bréf gætu greitt með afurðum þyrfti að tfyggja þeim slátrun. Það hefði verið gert með því að setja þá í sér- stakan flokk sem nyti forgangs við slátrun hjá SS. Hann sagði að þessi forgangsflokkur hefði nýlega fyllst. Hann sagði ekki hægt að líkja þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.